Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
190. TBL. 87. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Alls hafa átján þúsund fundist látnir á skjálftasvæðunum í Tyrklandi
Eftirlifendur
reynaað
komast í skjól
Izmit, Golcuk, Ankara, Istanbúl. AFP, Reuters.
ALLS höfðu um 18.000 lík fundist á
jarðskjálftasvæðinu í norðvestur-
hluta Tyrklands í gærkvöldi og hafði
þá tala látinna af völdum skjálftans
ógurlega, sem reið yfir í síðustu viku,
hækkað um 6.000 á einum sólar-
hring. Þeir eftirlifendur skjálftans
sem hvergi eiga höfði sínu að halla
reyndu hvað þeir gátu til að koma yf-
ir sig skjólshúsi í beljandi rigning-
unni á skjálftasvæðunum og gagn-
rýni almennings á stjórnvöld fyrir
slæleg viðbrögð eftir skjálftann virt-
ist síst minnka. Sagt var frá því í
gær að tyrkneska ríkisstjórnin hefði
pantað um 45.000 líkpoka og sam-
kvæmt óstaðfestum fréttum tyrk-
neskra fjölmiðla er talið að alls sé
um 30-35.000 manns enn saknað.
Hafa Tyrkir gefið upp von um að
fleiri kunni að finnast á lífi.
Reiði almennings í garð stjórn-
valda hélt áfram að aukast í gær í
kjölfar þess er tyrkneskar sjón-
varpsstöðvar sýndu myndir af fólld
sem leitaði skjóls undan rigningunni
í lfkpokum og reyndi að skýla börn-
um sínum í skýlum úr teppum, rúm-
fötum og einangrunarplasti. Þá flúðu
íbúar þorpa og bæja, er taldir eru
vera á hættusvæðum, til strandar
Marmarahafsins og fundu sumir sér
tímabundinn samastað í skipum útí
fyrir ströndum Tyrklands. Sadettin
Tantan, innanríMsráðherra landsins,
sagði að ríkisstjórnin hefði farið
fram á að fjölda skóla og íþróttahúsa
yrði breytt svo unnt yrði að taka á
móti húsnæðislausu fólki.
Bulent Ecevit, forsætísráðherra
Tyrklands, sagði í viðtali við sjón-
varpsstöðina CNN að rítósstjórnin
væri að reyna að leysa húsnæðis-
vanda fólks og hét því að allir þeir er
misst hafa húsnæði sitt yrðu komnir
í tjaldbúðir innan eins mánaðar.
Sagði hann að fjöldi húsnæðislausra
væri á milli 150.000 og 200.000.
Fjórtán létust í eftir-
skjálfta í nótt
Breska dagblaðið Daily Tele-
graph greinir frá því í dag að fjór-
tán manns hafi týnt lífi í nótt er
hálfeyðilögð bygging hrundi til
grunna í bænum Yalova. Hafði fólk-
Reuters
Feðgin sem komust lífs af úr jarðskjálftanum í Tyrklandi. Myndin er
tekin eftir að stúlkan fékk mjólk og súkkulaði hjá hjálparstarfs-
mönnum í borginni Adapazari í gær.
ið verið að ná húsgögnum og öðrum
munum látinna ættingja úr húsa-
rústunum er eftirskjálftí, sem talinn
er hafa verið um fimm á Richter,
reið yfir og olli því að það sem eftir
stóð af húsinu hrundi. Hefur atvikið
undirstrikað hætturnar sem fylgja
eftirskjálftum í húsarústunum sem
almenningur hefur víðast hvar
greiðan aðgang að.
Schröder
sker niður
ríkisiítgjöld
Berlín. Reuters.
BÚIST er við að tillögur Gerhard
Schröders, kanslara Þýskalands,
um verulegan niðurskurð á ríkisút-
gjöldum verði samþykktar af rfkis-
stjórninni á morgun og af þingflokki
jafnaðarmanna á fimmtudag þrátt
fyrir verulega andstöðu vinstri-
armsins. Fullur stuðningur er
einnig við þær innan samstarfs-
flokks jafnaðarmanna, græningja,
en kristilegir demókratar, sem eru í
stjórnarandstöðu, hafa snúist gegn
þeim.
Peter Struck, þingflokksformað-
ur jafnaðarmanna, sagði í gær að
gert væri ráð fyrir að minnka ríkis-
útgjöldin um 1.168 milljarða ísl. kr.,
m.a. með því að lækka framlög til
velferðarmála. Er til dæmis fyrir-
hugað að tengja lífeyrisgreiðslur
verðbólgunni næstu tvö ár í stað
þess að hækka þær í takt við al-
mennar kauphækkanir.
Margir þingmenn jafnaðarmanna
hafa náin tengsl við verkalýðshreyf-
inguna og því vekur það athygli að
tillögurnar skuli njóta öruggs
stuðnings í þingflokknum. Það þyk-
ir hins vegar sýna að Schröder sé
búinn að vinna afgerandi sigur í
átökunum við vinstriarminn.
Græningjar virðast einhuga í
stuðningi sínum við niðurskurðinn
og einn helsti talsmaður þeirra á
þingi, Kerstín Muller, sagði í gær,
að ekkert svigrúm væri til breyt-
inga á meginefni tillagnanna.
Átökin í Kákasus-lýðveldinu Dagestan
1.000 skæru-
liðar vegnir
Mos>vu, Tando. Reuters, APP.
RUSSNESKAR hersveitir streymdu að vígjum tsjetsjenskra uppreisn-
armanna í Kákasus-lýðveldinu Dagestan í gær í lokaatlögu gegn skæru-
liðum sem barist hafa fyrir íslömsku ríki í Dagestan. Skæruliðarnir,
sem hafa barist við rússneska herinn undanfarnar tvær vikur, lýstu því
yfir í gær að þeir hefðu horfið frá vígstöðvunum. Stjórnvöld í Moskvu
sögðu að um eitt þúsund skæruliðar lægju í valnum eftir átökin.
Norskur olíuiðnaður
Verkfall
boðað
ÓsliS. AFP.
STARFSMENN í norskum
olíuiðnaði hafa boðað verkföll frá
og með 6. september nk. Ekki
vegna deilna um kaup og kjör
heldur til að mótmæla ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um að fresta
vinnslu á nýjum olíusvæðum.
Talsmenn starfsmanna sögðu
það vera hneyksli að ekki skyldi
ráðist í nýja vinnslu þegar hrá-
olíuverð væri mjög hátt og lfkur
bentu til að svo yrði áfram.
Norska stjórnin ákvað í des-
ember sl. að fara að dæmi
OPEC-ríkjanna og draga úr
framleiðslu í því skyni að hækka
olíuverðið.
Talsmaður rússneskra stjórnvalda
sagði í gær að árdegis hefðu rússn-
eskar hersveitir náð bæjunum
Tando, Rakhata og Ashino á sitt vald
og þaðan hefðu hermenn haldið tíl
þorpanna Ansalta og Shodoroda sem
enn voru talin vera undir stjórn upp-
reisnarmanna. Talsmaðurinn sagði
að hermálayfirvöld væru enn ekki
fullviss um hvort skæruliðarnir væru
á bak og burt eins og þeir hefðu lýst
yfir. Vildu Rússar tryggja að átökin
eða áhrif þeirra breiddust ekki út til
nágrannasvæða.
Vladimír Kazantsev, hershöfðingi
og hæstráðandi hersins í norður-
hluta Kákasusfjalla, sagði í gær að
hersveitir Rússa hefðu vegið 1.000
uppreisnarmenn en aðeins 59 rúss-
neskir hermenn hefðu týnt lífi í átök-
unum. Alls hefðu um 2.000 íslamskir
skæruliðar og 1.500 rússneskir her-
menn tekið þátt í átökunum í Dag-
estan. Sagði hann að vígstöðvarnar
væru nú á valdi Rússa og að rússn-
eski fáninn hefði verið dreginn að
húni því til staðfestingar.
Arekstur á Ermarsundi
London. Reuters.
SKEMMTIFERÐASKIP, með
2.400 farþega innanborðs, og
stórt flutningaskip rákust saman
undan ströndum Suðaustur-Eng-
lands, skammt frá strandbænum
Margate, í fyrrinótt. Um tuttugu
manns voru færðir á slysadeild /
kjölfar árekstursins.
Farþegar skemmtiferðaskips-
ins, Norwegian Dream, voru
flestir í fastasvefni er árekstur-
inn átti sér stað.
Kviknaði í lest flutningaskips-
ins, Ever Decent, og töluverður
sjór flæddi inn í það. Þá féllu sex
gámar útbyrðis og þrír lentu á
þilfari Norwegian Dream, sem nú
liggur bundið við höfnina í
Dover. Þyrlur og björgunarbátar
komu áhöfn Ever Decent til
hjálpar. Eru orsakir slyssins enn
ókunnar en mikið blíðskaparveð-
ur var á Ermarsundi er slysið átti
sér stað.
Bandaríkin
Vextir hækka
Washington. Reuters.
BANDARÍSKI seðlabankinn til-
kynnti í gær um 0,25% vaxtahækkun
og eru vextir því 5,25%. Búist hafði
verið við vaxtahækkun seðlabankans
sem var gerð með það að markmiði að
koma í veg fyrir verðbólgu.
Spáð er 4% aukningu á vergri þjóð-
arframleiðslu í Bandaríkjunum á síð-
asta fjórðungi þessa árs og hafa sér-
fræðingar varað við afleiðingum þess.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64