Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 1
219. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ilona Staller Njósnir, klám og þing- mennska Búdapest. Reuters. ÍTALSKA klámdrottningin og síðar þingkonan Ilona Staller, Cicciolina eins og hún nefndi sig, hefur viðurkennt að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu kommúnista í Ungveijalandi á áttunda áratugnum. Staller, sem er ungversk að ætt og uppruna, sagði í viðtali við sjónvarpsstöð í Búdapest, að er hún var 19 ára hefði hún unnið á stóru hóteli í borginni og þá hefðu menn frá leyni- þjónustunni fengið sig til að njósna um erlenda gesti, eink- um karlmenn. Voru henni fengin tæki til að taka upp allt, sem henni og þeim fór á milli. Fékk hún 6.000 til 8.000 ísl. kr. fyrir hvern mann en það var mikið fé í Ungverjalandi á þessum tíma. Staller komst úr landi skömmu fyrir 1980 og gat sér mikla frægð sem klám- stjarna á ítaliu áður en hún var kjörin á ítalska þingið. Tugir manna farast í loftárásum Rússa á Tsjetsjníu Mikill flóttamanna- straumur frá landinu Grosm', Moskvu. AFP, AP, Reuters. RÚSSNESKAR herþotur héldu áfram loftárásum á Tsjetsjníu í gær, fímmta daginn í röð. Sam- kvæmt upplýsingum yfirvalda féllu fimmtíu Tsjetsjenar í árásunum í gær. Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjníu, ítrekaði í gær ósk um að Borís Jeltsín Rússlandsforseti féllist á að eiga viðræður við hann. Rússar gerðu árásir á höfuðborg- ina Grosní og á olíuvinnslustöðvar og iðnaðarsvæði í Tsjetsjníu. Eldur logaði í nokkrum olíulindum í gær. Innanríkisráðherra Rússlands, Igor Sergejev, lýsti því yfír að árásunum yrði haldið áfram þar til íslömskum skæruliðum, sem gert hafa innrásir í Dagestan frá Tsjetsjniu, yrði út- rýmt. Kvaðst hann á sunnudag ekki geta útilokað að rússneski herinn gerði innrás í landið. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, reyndi þó að kveða niður orðróm um að innrás í Tsjetsjníu væri í bígerð í viðtali sem birtist í dagblaðinu Vremyu MN í gær. Sagði hann að Rússar myndu beita loftárásum til að útrýma skærulið- unum „af þolinmæði og á kerfis- bundinn hátt“. Fundur haldinn þegar Jeltsín hentar Pútín sagði eftir viðræður við Jeltsín í gær að stefnt væri að því að halda fund með Maskhadov, en að það yrði gert þegar Jeltsín hent- aði. Lagði hann áherslu á, að af fundinum yrði ekki fyrr en Mask- hadov hefði fordæmt starfsemi hryðjuverkamanna í ríkinu og rúss- nesk stjómvöld væm fullviss um að skæruliðar gætu ekki nýtt tækifær- ið sér í hag. Reuters Tsjetsjensk stúlka situr innan um eigur fjölskyldunnar meðan beðið er eftir leyfi til að halda inn í Ingú- setíu. Tugir þúsunda manna hafa flúið frá Tsjetsjníu síðustu daga. Maskhadov sagði í samtali við In teríax-fréttastofu na í gær að hann myndi beita öllum mögulegum ráðum tU að forðast styrjöld. Full- yrti hann að um 380 óbreyttir borg- arar hefðu fallið í árásum Rússa síð- ustu fimm daga. Maskhadov hefur ávallt neitað tengslum við skærulið- ana og taka stjómmálaskýrendur orð hans trúanleg þar sem leiðtogi þeirra, Shamil Basajev, hefur verið svarinn andstæðingur forsetans um nokkurt skeið. Tsjetsjenar flýja árásir Ibúar Tsjetsjníu héldu í gær áfram að flýja loftárásir Rússa. Talið er að um 40 þúsund manns hafi hald- ið tU nágrannahéraðsins Ingúsetíu en Ingúsar bragðust við straumnum með því að loka landamæram sínum á sunnudag. Yfirvöld hafa komið upp tjöldum fyrir flóttafólk Tsjetsjníu- megin við landamærin. Yfirvöld í Moskvu tilkynntu í gær að lífeyrir yrði ekki greiddur tU íbúa Tsjetsjníu fyrr en ástandið væri aftur orðið eðlilegt. Þá til- kynnti Anatóli Tsjúbaís, yfirmaður orkumála í Rússlandi, að hann hygðist óska eftir því við stjórnvöld að hætt yrði að veita Tsjetsjenum raforku vegna ógreiddra reikninga. Mannréttindanefnd SÞ hvetur til rannsóknar á hryðjuverkunum á A-Timor Gæsluliðið hrekur burt vígasveitir Dili. Reuters, AP. SVEITIR Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor gerðu skyndiárás í gær á einar bækistöðvar vígasveit- anna á landsbyggðinni og neyddu liðsmenn þeirra til að flýja til fjalla. Kaþólskur prestur skýrði frá því í gær, að indónesískir hermenn hefðu myrt sjö starfsmenn kaþólsku kirkj- unnar, þar af tvær nunnur og prest. Mannréttindanefnd SÞ hefur hvatt til alþjóðlegrar rannsóknar á hryðjuverkunum á A-Tímor. Arásin í gær var í samræmi við þá áætlun friðargæslusveitanna að koma vígasveitunum, sem enn er víða að finna utan Dili, höfuðstaðar- ins, sem mest á óvart. Komu SÞ- hermennirnir til bæjarins Liquica á þyrlum og á hæla þeim nokkur sveit á brynvörðum bílum. Girtu þeir bæ- inn af meðan leitað var í þeim hús- um, sem enn standa uppi. Liðsmenn dauðasveitanna flúðu til fjalla án þess að hleypa af skoti. í apríl sl. drápu dauðasveitirnar tugi manna, er leitað höfðu skjóls í kirkju í bæn- um. Var fólkið hrakið út úr henni með táragassprengjum og síðan höggvið með sveðjum. Portúgalskir fjölmiðlai- sögðu í gær, að sjö starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hefðu verið drepnir á sunnudag og höfðu eftir presti, foð- ur Martins, að indónesískir her- menn hefðu framið ódæðið. Yfirmaður indónesíska hersins á A-Tímor sagði í gær, að hann hefði afhent Peter Cosgrove hershöfð- Reuters Ástralskir hermenn handtaka mann fyrir vopnaburð í bænum Liquica en hann er þriðji bær- inn, sem friðargæsluliðar hafa lagt undir sig. ingja og yfirmanni SÞ-liðsins alla stjórn öryggismála í landinu en Cos- grove vísaði því á bug og sagði, að hann hefði ekki umboð til að taka við henni fyrr en Indónesíustjórn hefði viðurkennt sjálfstæði A-Tímor form- lega. Indónesíuher hafnaði því í gær, að hann bæri enn ábyrgð á öryggismál- um á A-Tímor og sagði, að vildi SÞ- liðið ekki axla ábyrgðina, yrði að endurskoða allt starfssvið þess. Portúgalska dagblaðið Publico sagði í gær, að Manuel Gusmao, fað- ir a-tímorska andspyrnuleiðtogans Xanana Gusmao, væri á lífi en talið var, að hann hefði verið drepinn. Er hann ásamt konu sinni og fleira fólki í felum í fjöllunum. Hefur hann beð- ið son sinn um hjálp við að komast til Ástralíu en þar hafa margir A- Tímorbúar leitað hælis. Asíuríki gegn rannsókn Mannréttindanefnd SÞ, sem 53 ríki eiga aðild að, samþykkti í gær tillögu Evrópusambandsríkjanna um alþjóðlega rannsókn á hryðju- verkunum á A-Tímor með 32 at- kvæðum gegn 12. Er samþykktin ekki bindandi og Hassan Wirajuda, fulltrúi Indónesíu, gaf í skyn, að stjórn sín myndi ekki taka þótt í neinni rannsókn. Sama sinnis eru ýmis Asíuríki, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni. Rússum hót- að vegna spillingar Washington. Daily Telegraph. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR helstu iðnríkjanna settu alvarlega ofan í við rússnesk stjórnvöld á fundi sínum í Washington um helgina og hótuðu að koma í veg fyrir frekari lánveitingar ef þau tækju ekki á spillingunni í Rússlandi. Ofanígjöf fjármálaráðherranna, frá Bandaríkjunum, Japan, Þýska- landi, Frakklandi, BretJandi, Italíu og Kanada, er einsdæmi en þeir sögðu, að engin ný lán stæðu Rúss- um til boða fyrr en þeir hefðu sýnt fram á, að lánsfé frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, IMF, hefði verið varið eins og til stóð. Yfirlýsingin endurspeglai- þá reiði, sem ríkir vegna peningaþvættis Rússa í New York, en IMF vill ekki við það kannast, að misfarið hafi verið með fé frá honum. Stanley Fischer, aðstoðarframkvæmdastjóri hans, við- urkennir þó, að Rússar hafi lagt fram rangar töíur fyrir ári til að fá IMF til að láta af hendi 350 milljarða ísl. kr. lán. „Þeir lugu upp í opið geðið á okk- ur,“ segir Fischer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.