Morgunblaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 37 Gunnar Karlsson Um sögu- vitund unglinga „Það vill svo vel til að rétt fyrir áramótin kom út bók eftir okkur Braga Guðmundsson, háskóla- kennara á Akureyri, um söguvit- und íslenskra unglinga í saman- burði við jafnaldra þeirra í Evrópu,“ segir Gunnar Karlsson, prófessor í sagn- fræðideild Há- skóla íslands og mildlvirkur kennslubókahöf- undur. „Æska og saga, heitir hún og er afrakstur af samevrópskri könnun á þessu efni. Þar er að vísu ekki mikið spurt um þekk- ingu, og fremur almenna þekkingu þar sem það er gert. En í heild ber ekki á því að íslenskir unglingar viti minna um sögu en aðrir. Þó eru okkar þátttakendur meðal þeirra yngstu og nærri þrem fjórðu hlutum úr ári yngri en með- altalið. Hins vegar kemur líka fram í bókinni dálítill misbrestur á að íslandssaga 20. aldar sé kennd í grunnskólunum, hvemig sem á því stendur." Gunnar efast þó um að það sé einkum skortur á kennslu sem valdi því að ungt fólk þekkir ekki gamla forsætisráðherra Islendinga á myndum í Stjórnarráðshúsinu. „Eitt af því sem má lesa út úr söguvitundarkönnun okkar Braga er furðu lítill munur á þekkingu unglinga á efnum sem flestir þátt- takendur hljóta að hafa farið yfir í skólunum og öðrum, sem fáir hafa kynnst þar,“ segir hann. „I bók sem ég skrifaði um Islandssögu 20. aldar handa grunnskólum, Sjálf- stæði Islendinga 3, lét ég birta myndir af nokkrum stjómmála- mönnum sem mér fundust þá vera nauðsynlegur hluti af söguarfi þjóðarinnar, Jóni Baldvinssyni, Jónasi Jónssyni, Ólafi Thors, Bjama Benediktssyni, Einari 01- geirssyni, Héðni Valdimarssyni, Ingibjörgu H. Bjamason og Sveini Björnssyni. En ég hef litla trú á að nöfn þeirra eða útlit festist í minni margra. Það virðist til furðu lítils að reyna að kenna börnum sögu- efni sem höfðar ekki til þeirra. Því er hætt við að forsætisráðherra verði að sætta sig við það að for- sætisráðherrar gleymast fljótt, eft- ir að þeir era horfnir af vettvangi - nema einhverjum þeirra takist að sannfæra almenning um það með verkum sínum að forsætisráðherr- ar skipti í raun og veru máli.“ Sigurður Gylfi Magnússon Unglingar víðsýnni nú ,Á undanfömum tuttugu áram hef- ur orðið gríðarleg breyting á rann- sóknum í sögu og sögukennslu í heiminum. Fræðimenn og uppeldis- fræðingar hafa tekið sögukennsluna úr fari hinnar pólitísku sögu sem var miðlað með að- ferðum „stagl- fræðinnar" sem svo má nefna. Upptalningar á nöfnum, ártölum og atburðum heyra mikið til sögunni til,“ segir Sigurður Gylfi Magnússon, for- maður Sagnfræðingafélags Islands. „Ástæður þessa eru margvíslegar en aðallega þó þær að fræðimenn tóku að horfa á sagnfræðina sem tæki til greininga, tæki til að skilja samfélagið og búa þannig nemendur undir að taka mikilvægar ákvarðan- ir í lífinu. Vöxtur félagssögunnar er ágæt sönnun þessa en hún var ein- mitt notuð til þess ama þar sem hún tengist oft hversdagslífi fólks og at- höfnum þess.“ Þeir sem halda því fram að sögu- þekking unglinga sé í molum, að mati Sigurðar, hafa ef til vill ekld áttað sig á þessum breytingum og bera þá ekki heldur skynbragð á hvemig sagnfræðin getur komið að notum við mótun nútímasamfélags- ins. „Unglingar sem þekkja ekki nöfn á stjómmálamönnum og lykil- atburðum í íslandssögunni era ör- ugglega mikið færari að afla sér mjög fjölbreyttra upplýsinga um slíka atburði, menn og ártöl, þegar þeir þurfa á því að halda, en ungl- ingar fyrir um það bil tuttugu áram. í þessum skilningi era unglingar í dag mikið þroskaðri og víðsýnni en unglingar voru um og eftir miðja tuttugustu öldina. Ummæli Davíðs era örlítið kald- hæðnisleg þar sem ríkisstjóm hans samþykkti á síðasta ári nýja nám- skrá fyrir grann- og framhaldsskóla sem mun örugglega ekki taka fyrir þennan leka sem hann telur sig greina í fari ungs fólks nú á dögum,“ segir Sigurður. Þorsteinn Helgason „Óþekktar“ persónur „HVER maður hefur sinn skilning á sögunni. Af orðum Davíðs má ráða að hann leggi áherslu á stjómmála- sögu. Sagan á að fjalla um stjómmál og stjómmálamenn. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt, þar er hans starfsvett- vangur. Þess vegna hefur hann áhyggjur af því að ungt fólk, sem kemur í heim- sókn í stjómar- ráðið, þekki ekki íslenska stjóm- málamenn á mynd (menn eins og Bjarna Bene- diktsson og Einar Olgeirsson). Auð- vitað veit hann að þetta er ekld marktæk könnun á söguþekkingu nemenda,“ segir Þorsteinn Helga- son, adjunkt í sögu við Kennarahá- skóla Islands og fyrrv. umsjónar- maður með endurskoðun aðalnámskrár í samfélagsfræðum. „Óhætt er að fúllyrða að mikil áhersla hafi verið lögð á stjómmál í þeim kennslubókum sem notaðar hafa verið í grann- og framhalds- skólum síðustu tvo áratugi. Vel má halda því fram að stjómmál hafi fengið of mikið rúm í sögukennsl- unni. Sagan fjallar vissulega um stjómmál en einnig margt annað, t.d. heimilishagi og listsköpun, hí- býlahætti og hugarfar, trúarbrögð og tilfinningar. Straumurinn í sagn- fræðirannsóknum og sögukennslu í flestum vestrænum löndum hefur rannið í átt til félagslegra og menn- ingarlegra þátta. Nýja aðalnám- skráin í sögu (samfélagsgreinum) ber þess merki.“ Og nú fara námsbækumar að líta dagsins ljós sem fylgja þessum anda. A næstunni kemur út sögu- kennsluefni fyiir 8. bekk í grann- skóla. Þar verða jafnaldrar nemend- anna á fyrri tíð í brennidepli og athöfti sem fékk einstakt hlutverk í lífi íslenskra (og norrænna) ung- menna: fermingin. „I þessu ljósi skýrast ýmsir siðir og verðmætamat í samfélaginu og staða einstakl- inganna gagnvart fjölskyldu, þjóðfé- lagi og menningu. I þessu námsefni verða birt sendibréf ungs manns sem ólst upp á Gautlöndum og á Bessastöðum á seinni hluta 19. al- dar. Hann er sjálfur „óþekkt“ pers- óna í Islandssögunni en bréf hans era einstök. Það er líka einstakt að til er Ijósmynd af honum á unglings- aldri, af „óþekkta unglingnum". En Jón Sigurðsson fær einnig heiðurs- sess í öðrum námsþætti í 8. bekk, m.a.s. Ingibjörg kona hans líka. Þar er fjallað um forystuhlutverk Jóns og hlutverk þeirra beggja sem ein- staklinga, um danska ríkið og upp- sprettu sjálfstæðisbaráttunnar." ÍSÍ flnlff FLEIRI OG FLORl uppgöUa hið sanna Thaiíand. Þ' meðal Jeróaiandu heímsins \egna fegurðar, veður verðs. Meimskhtbbur Ingóifs Príma hefur ‘ * staði h rir ótrúiegl verð. lægra en ferðir til nagra að breyta til og endurm;.nst af speimanift nyjungn a ólal sviðum, i skoðun og skemmtun, gkesiii margra þjóða, ódyrum innkaupum. MD HÖFUM \ alin hótel - fararsljórn, fra kr. 9ö.‘H)0 ii ROV \ RÁLiVtASTRÖNO, á hreinni. heillandt Jomtlen-ströndi fvi. jan. Stóra Thailandsferðin - uppselt 26. jan. Undra-Thailand - 40 manns - uppselt 8. feb. Undra-Thailand - 8 sætí 23. feb. Stóra-Thailandsferðin - 6 sætí 7. mars Undra-Thailand - 10 sætí 21. mars Undra-Thailand - laus sætí 11. apríl Póskar í Thailandi - 12 sætí Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, simi 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@ heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK Fyrir frábærar ferðir FERÐASKRIFSTOFAN PMMA" HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Zsf' Hugsaðu um sjálfa(n) þig og íramtiðina og fáðu upplysingar um yddartsk Universitet í Sonderborg tæknifræðinám í S Islenskur tæknifræðinemi við skólann veitir þér upplýsingar um námið. Komdu og ræddu við íslending sem lærði í Sonderborg og vinnur nú á íslandi. 1 Allir velkomnir. Nánari tíma- setning fyrir fimdina í skólunum ftst í viðkomandi skóla. Mánudag 24. janúar Borgarhoitsskóla Iðnskólinn í Reykjavík I’riðjudag 25. janúar Vélskóli Islands Fjölbrautarskólinn Brciðholti Miðvikudag 26. janúar Menntaskólinn við Hamrahlíð Tækniskóli Islands Miðvikud. 26. janúar kl. 20: Hótel Sögu, Reykjavík Syddansk Universitet Ingenieruddannelserne Grundtvigs Allé 150 DK-6400 Sonderborg Tlf. +45 65 50 16 34 e-mail: ba@ingsdb.sdu.dk www.sdu.dk Tæknifræði útflutningur - Sameinar tungumál, vidskipta/ markaðsfræði og tækni Tæknifræði rekstur - Sameinar viðskiptafiræði, stjórnun og taskni Tæknifræði hönnun/þróun - Rafmagnstæknifræði (veiksttaumur) - Rafmagnstæknifiæði (hugbúnadur) - Véltæknifræði C’Mekatrónik”) Tæknifræði mastersnám - Samhæfð töivutækni rafeinda og eðlisfræði, kallast á dönsku ”Mekatrónik” ir Syddansk Námsbærinn Sonderborg býður upp á fjölbreytta mögu- leika á menningu og annarri afþreyingu Kollegiernes Kontor (Skrifstofa Stúdentagarðanna) aðstoðar við öflun húsnæðis í Sonderborg eru búsettir ís- lendingar, sem eru við nám og störf og á þeirra vegum er starf- rækt íslendingafélag þér er velkomið að hringja í Nönnu Pétursdóttir fbrmann íslendingafélagsins í síma +45 74 43 33 75 e-mail: nannapet@postl.tele.dk Lírið á heimasfðu íslendingafélag- sins: www. sb. sdu .dk/-isfor/ Uniyersitet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.