Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 46
j*46 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MINNINGAR ÍIORGUNBLAÐIÐ ELÍN - ÓLAFSDÓTTIR + Elín Ólafsddttir fæddist í Litladal í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 22. september 1929. Hún lést á heimili sínu til 30 ára, Bræðraborgar- stíg 37, Reykjavík, hinn 12. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru þau hjdnin Ól- afur Jdnasson, bdndi í Litladal, og Hall- fríður Ingveldur Björnsddttir. Þau eignuðust tvær dætur og var Elín sú eldri. Yngri ddttirin, Birna, fæddist 1932, m. Gunnar Krist- jánsson. Faðir Elínar lést þegar hún var barn að aldri og kvæntist mdðir hennar aftur nokkrum ár- um síðar Óskari B. Teitssyni, bdnda í Víðidalstungu, Vestur- Húnavatnssýslu. Þau eignuðust einn son, Ólaf, árið 1943, bdnda í Víðidalstungu, m. Brynhildur Gísladdttir. Eftirlifandi eiginmaður Elínar er Haraldur Karlsson, húsa- smiðameistari, f. 27.10. 1922. Þau gengu í hjdnaband 19. júlí 1947. Börn þeirra eru: 1) Karl Þdrhalli, f. 10.11. 1947, tíkvæntur. 2) Hall- fríður Ólöf, f. 24.2. 1949, m. Pét- ur Ottdsson. Börn þeirra eru Haraldur, f. 11.1. 1972, og Pétur, f. 21.8. 1973. Áður eignaðist Ólöf Jdn Inga, f. 9.8. 1968. 3) Sigrún Ásta, f. 5.6. 1953, m. Sveinn Vil- hjálmsson (sk). B. Elín Rds, f. 4.2. 1974. Sambýlismað- ur Sigrúnar er Þdrður Adolfsson. 4) Hjálmar, f. 29.1. 1956, m. Svanhvít Ástvaldsdtíttir. Börn þeirra eru Katrín, f. 21.7. 1980, og Hjálmar Svanur, 4.2.1983. 5) Jtínas, f. 12.7. 1959, m. Sigrún Sigurðar- ddttir. Börn þeirra Sigríður Helga, f. 11.8.1983, Haraldur Elí, f. 11.10. 1986, og Ástrún Sigur- björg, f. 21.07. 1990. 6) Krist- björn Haraldsson, f. 26.7. 1960, m. Ásdís Ástvaldsdtíttir. Barn þeirra Ásbjörn Haraldur, f. 28.3. 1982. 7) Sigríður, f. 9.12. 1961, m. Magnús Bjarni Baldursson. Börn þeirra Baldur Karl, f. 25.3. 1989, og Elín Inga, f. 7.2. 1992. Barna- barnabörn eru tvö. Auk húsmdðurstarfa vann Elín lengi utan heimilis. Lengst af á Landspítalanum sem forstöðu- maður skjalasafns. Hin síðustu ár vann Elín við ritstörf. Útför Elínar fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Látin er 71 árs Elín Ólafsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður skjala- safns Landspítalans. Elín fæddist 22. september 1929 í Litladal, Svínavatnshreppi, Austur- "^rlúnavatnssýslu, dóttir hjónanna Ól- afs Jónassonar og Hallfríðar Ing- veldar Björnsdóttur. Hér fyrir neð- an verður aðeins tæpt á því helsta en óhætt er að fullyrða að lífshlaup El- ínar hefur verið fyllra en margra annarra. Elín var bam að aldri er hún missti fóður sinn. Ungur fékk hann mislinga og í kjölfarið lungnabólgu sem varð banamein hans. Ólafur > Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilairestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. hafði nýlokið byggingu nýs íbúðar- húss í Litladal ásamt öðrum endur- bótum á jörðinni. Þær mæðgur, Elín og Hallfríður, ásamt Birnu, yngri systur Elínar, fluttu til Bessastaða á Heggstaðanesi. Elín og Birna fylgdu móður sinni þegar hún fór að vinna á Reykjaskóla og enn síðar á Blöndu- ósi. Þær systur gengu í skóla á vet- uma, en á sumrin vora þær á Bess- astöðum. Hallfríður kvænist aftur Óskari B. Teitssyni bónda 1 Víði- dalstungu. Árið 1943 eignast Elín hálfbróður, Ólaf, sem nú er bóndi í Víðidalstungu. Þegar Elín er 15 ára flytur hún suður til Reykjavíkur og fer að vinna við barnagæslu og önnur heimilisstörf, en ekki var óalgengt að ungar stúlkur færa til Reykjavíkur á þeim tíma, bæði til að mennta sig og starfa. Þegar Elín er 16 ára fer hún á dansleik í Gúttó, nánar tiltekið á annan í jólum 1944. Þar kynnist hún eftirhfandi eiginmanni sínum, Har- aldi Karlssyni. Þegar líða tók að hausti 1945 fór Elín til náms í Héraðsskólann á Laugarvatni og var þar til 1947. Það var ekki algengt meðal ungra stúlkna í þá daga, að stunda nám lengur en nauðsjm þurfti. Elín smit- ast hins vegar af lungnabólgu og síð- ar berklum sem varð til þess að hún lauk ekki skólanámi eins og til stóð. Eftir veikindin flytur Elín heim til Haralds á Fálkagötu 22. Hinn 19. júlí árið 1947 stíga þau Elín og Haraldur mikið gæfuspor, þegar þau gifta sig. Þau hefja bú- skap í einu herbergi á Fálkagötunni. Þarna fæðist fyrsta barn þeirra hjóna, Karl Þórhalli, árið 1947. Árið 1949 eignast þau annað barn sitt, Hallfríði Ólöfu. Á þesum árum var ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is afar fjölskrúðugt mannlíf á Fálka- götunni og Elín kunni margar skemmtilegar sögur frá þeim áram. Eftir þriggja ára dvöl á Fálkagötu ákveða þau Elín og Haraldur að flytja sig um set. Leið þeirra lá norð- ur í land, á æskustöðvar Elínar í Litladal, en með viðkomu í Víðidals- tungu. Vorið 1951 hefja Elín og Haraldur búskap í Litladal og bjuggu þau þar um 13 ára skeið. Þarna eignast þau Elín og Haraldur fimm börn til við- bótar. Sigrún fæðist 1953, Hjálmar 1956, Jónas 1959, Kristbjöm 1960 og loks fæðist Sigríður í desember 1961. Börnin voru orðin sjö í fjölskyldunni og má nærri geta að tími til tóm- stunda, mennta eða annarra áþekkra hluta hafi verið lítill sem enginn. En fjölskyldan hefur afar sterkar taug- ar til Litladals og í sinni síðustu ferð um landið sumarið 1999 heimsótti Elín einmitt ábúendur í Litladal og svo skemmtilega vildi til að þar hitti hún einnig nokkra sveitunga sína frá búskaparárum sínum þarna. Var greinilegt að Elínu þótti gaman að þessari heimsókn og talaði hún um hana oft síðar. Vorið 1963 bregða þau Haraldur búi og ílytja til Reykjavíkur. Elsti sonurinn, Karl Þórhalli, hafði veikst af ólæknandi sjúkdómi. Þessi veik- indi vora öllum í fjölskyldunni afar erfið. Fjölskyldan fluttist fyrst í Ár- bæ, í lítið timburhús sem þá stóð nokkuð afskekkt, en húsið stendur þarna enn í námunda við Árbæjar- safn. í janúar 1970 kveður fjölskyldan húsið í Árbænum og flyst vestur á Bræðraborgarstíg 37 í Reykjavík, en þar bjó Elín til æviloka, eða í rétt rúm 30 ár. Þetta vora góð ár. Karl flutti aftur heim til sín að lokinni dvöl á sjúkrahúsi. Börnin hófu mörg bú- skap með mökum sínum í þessu húsi - það var alla tíð afar notalegt and- rúmsloft á heimilinu, og það var ekki síst fyrir þær sakir að Elín var þar húsmóðir. Hún sá til með öllum, leið- beindi ef þurfa þótti, fylgdist með því að allt færi eins og til var ætlast, hún stýrði heimilinu með miklum mynd- arbrag. Þá var og gestrisni Elínar einstök. Heiman frá henni fór aldrei nokkur svangur eða þyrstur. Bömin urðu eldri, fluttust að heiman, eignuðust sjálf börn, og Elín var orðin amma, en það var hlutverk sem Elínu líkaði afar vel og bama- bömin unnu líka ömmu sinni afar heitt. Haraldur reri gjaman til fiskj- ar eða vann við húsbyggingar barna sinna eða annarra, eða í bílaviðgerð- um á þessum áram. Elín hóf störf utan heimilis fljót- lega eftir komu sína til Reykjavíkur. Landspítalinn var hennar vinnustað- ur, fyrst vann hún við ræstingar, þá á símanum en lengst af var hún for- stöðumaður skjalasafns. Þar hafa hennar hæfileikar til vinnu eflaust notið sín best, enda var hún alla tíð afar farsæl í starfi sínu, og það era margir læknar og annað heilbrigðis- starfsfólk á liðnum áram sem hafa fengið að njóta starfa hennar þarna. Elín var alla tíð mjög vel skipulögð til allra starfa, afar skynsöm, dugleg, ósérhlífin, og drífandi í því sem hún fékkst við. Að lokum fór þó svo að Elín hætti störfum utan heimilis sök- um veikinda og aldurs. En þá tók einfaldlega annað við, nefnilega skólaganga sem henni fannst hún aldrei hafa almennilega lokið þegar hún var ung. Hún sótti um tíma nám- skeið í Háskóla Islands og upp úr því hófst rithöfundarferill hennar, sem því miður varð allt of stuttur. Elín var mikill bókmenntaunnandi og eft- ir að hún hætti hefðbundnu starfí gafst henni loks færi á að reyna fyrir sér við ritstörf. Þetta var nokkuð sem lengi hafði verið að brjótast í henni og það varð úr að hún hóf heimildaöflun. Hún keypti tölvu, var fljót að læra á hana og hóf að skrifa. Og hún notaði eins mikið af frítíma sínum og kostur var til vinnu við bókina sína fyrstu. Hún ákvað að skrifa um þrjár formæður Haralds, alþýðukonur sem allar hétu Sólveig. Þessi bók sýnir betur en nokkuð hvers Elín var í raun megnug. Það var sama hvað hún fékkst við, allt virtist henni mögulegt. Hún skrifaði, las, lagfærði, endurskrifaði og þann- ig koll af kolli varð til bókin hennar hin fyrsta. Von er á bókinni hennar fyrir næstu jól frá bókaútgáfunni Skjaldborg. En Elín hafði ekki látið þar við sitja. Hún hafði þegar hafið vinnu við sína aðra bók er hún lést. Af þessu sést að Elínu féll sjaldan eða aldrei verk úr hendi. Það var líka eitt megineinkenni Elínar að gefast aldrei upp, halda áfram hvað sem raulaði og tautaði og hún gat verið afar fylgin sér ef þannig bar undir. En þrátt fyrir einbeittan og ákveð- inn vilja var fas Elínar ljúft. Aldrei heyrðist hún hallmæla nokkram manni og öllum sem kynntust henni var ljóst hver hennar innri maður var í raun En Elín hafði áhuga á fleira en þjóðlegum fróðleik og bókmenntum. Fyrir fáeinum áram festu þau Hara- ldur kaup á landspildu austur í Flóa og þar reisti Haraldur sumarhús. Þau gróðursettu þarna mikið af trjám og á skömmum tíma var kom- inn upp notalegur sumardvalarstað- ur þar sem hún, börnin hennar og barnabörn nutu sumardaga saman. En þótt Elínu hefði alltaf þótt best að ferðast um eigið land þá ferðaðist hún einnig víða um Evrópu og Amer- íku. En það var augljóst af öllu að El- ínu þótti ákaflega vænt um land sitt og hún hlakkaði alltaf mest til heim- komunnar í utanlandsferðum sínum. Elín og Haraldur vora svo lánsöm að eiga mörg sameiginleg áhugamál, og var þetta ekki síst mikilvægt þeg- ar kom á efri ár og hefðbundnu brauðstriti var lokið. Þau fóra saman á bókasöfn í heimildaleit, enda áhugasöm um þjóðlegan fróðleik og ættfræði, þau höfðu bæði áhuga á ferðalögum innanlands og nutu þess bæði að fara í sumarhús sitt austur í Flóa, þau fóra gjarnan saman í göng- utúra um hverfið sitt, en síðast en ekki síst studdu þau hvort annað í baráttunni við þá sjúkdóma sem að þeim herjuðu hin síðari ár. Ást þeirra hvort á öðra kom eflaust best fram hin síðari ár, þegar þau loks höfðu næði til að vera saman. Elín bar alla tíð hag barna sinna mjög fyrir brjósti. Hún vildi að þeim liði sem best og oft hafði hún af því áhyggjur að hafa ekki getað boðið þeim þau uppvaxtarskilyrði sem hún helst kysi. En það sem Elín hafði upp á að bjóða í þessum efnum var svo miklu ríkulegra en telja má til fjár, hún var börnum sínum afar góð móð- ir, leiðbeinandi og umhyggjusöm. Hún var afkomendum sínum ekki síður góð amma og langamma. Öðr- um ættingjum, venslafólki og vinum var hún ætíð hlý og kunni til hlýtar þá list að sýna þeim ríkulega um- hyggju og vinarþel. Allt þetta gerði Elínu að einstakri konu. Ömmubörnin á Arnargötu fengu að njóta hennar daglega um margra mánaða skeið fyrir fáeinum áram. Hún fór með þau í göngutúra um hverfið, fór með þeim á leikvellina sem þar er að finna, skoðaði leiði for- feðra í kirkjugarðinum við Suður- götu og fræddi þau um þá sem þar liggja, hún las fyrir þau, lék við þau, uppfræddi þau með ýmsum hætti og var þeim eins blíð og góð og nokkurri ömmu er unnt. Fyrir um það bil ári kom í ljós að Elín var með krabbamein sem ekki yrði læknað. Hún var engu að síður ákveðin í að gefast ekki upp frekar en fyriá daginn. Elín ákvað að láta ekki í minni pokann fyrr en fullreynt væri. Hún barðist hetjulegri baráttu við þennan illvíga sjúkdóm til hinsta dags. Baráttuvilji Elínar var með ól- íkindum og ekki fundu þeir sem að henni stóðu nein merki þess að hún myndi gefast upp. Elín barðist í heilt ár við krabbameinið en á endanum lét líkaminn undan. Baráttuviljinn sem Elín sýndi á þessum erfiða tíma er okkur öllum sem til hennar þekktu mikilvægt veganesti. Hún sýndi með reisn hversu langt má komast með einbeitingu og góðu hugarfari. Hún naut einnig dyggrar aðstoðar vina og ættingja í baráttu sinni, þar vora allir samtaka um að gera ævikvöldið eins gott og unnt væri. Einnig verður hlutur Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins seint ofmetinn. Það er ljóst, að þeim sem kynntust Elínu líður hún ekki úr minni. Tóma- rúmið mikla sem hún skilur eftir sig verður aldrei fyllt, það vitum við sem þekktum Elínu og þegar við nú kveðjum Elínu veit ég að allir munu sakna hennar sárt. Söknuður Har- alds er þó vafalaust mestur. Elín var honum stoð og stytta í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þeirra líf er samtvinnað með þeim hætti sem fá- um veitist á lífsleiðinni. Eg kveð því tengdamóður mína með söknuði en veit jafnframt að nú er lokið erfiðu stríði gegn illvígum sjúkdómi. Blessuð sé minning Elínar Ólafs- dóttur. Magnús Bjarni Baldursson, Baldur Karl Magnússon og Elín Inga Magnúsddttir, Skaftafelli v/Arnargötu. í dag verður elskuleg amma mín, Elín Ólafsdóttir, borin til hinstu hvílu. Við sem eftir eram leitum huggunar hvert hjá öðra full þakk- lætis yfir að hafa átt samfylgd með þessari yndislegu og merku konu. Amma var ein af þessum manneskj- um sem búa yfir óendanlegum styrk og aðrir líta upp til. Hún var ekki nema átján ára þegar hún eignaðist sinn fyrsta son, en alls urðu þau sjö börnin hennar. Þetta var stór og líf- leg fjölskylda og það kom nú fyrir oftar en ekki að afkvæmin hrelldu móður sína með alls kyns uppátækj- um. Þessi stóri barnahópur var fjár- sjóður ömmu minnar og hennar mesta verðmæti. Frá því ég var lítil stelpa hef ég verið heimagangur hjá ömmu og afa og um nokkurra ára skeið bjuggum við mamma hjá þeim. Þó að heim- sóknum mínum hafi fækkað síðari árin þá breyttust aldrei þau tengsl sem við amma mynduðum með okk- ur í bernsku minni. Hún bar hag minn alltaf fyrir brjósti og fylgdist vel með því sem var að gerast í lífi mínu. Hún vildi alltaf vita hvernig mér gengi í skólanum, seinna vinn- unni, og hún mundi alltaf eftir því að spyrja hvað væri að frétta af vinkon- um mínum. Ef eitthvað bjátaði á var hún alltaf boðin og búin að hlaupa undir bagga með mér, sama hvert vandamálið var. Eg hef sjaldan verið eins stolt og þegar amma hóf nám í Háskólanum eftir að hún hætti að vinna fyrir nokkram áram. Hana hafði alltaf dreymt um að fá að læra meira og loks fékk sá draumur að rætast. Hún mætti galvösk í tímana og sat þar með krökkum á aldur við mig. Á þessum tíma byrjaði hún einnig að safna heimildum til þess að skrifa bók og var það hennar helsta við- fangsefni síðustu árin. Það gleður okkur afkomendur hennar meira en orð fá lýst að hún fékk að lifa það að ljúka henni. Bókin verður gefin út fyrir næstu jól og hjarta mitt er fullt af stolti yfir þessu verki hennai’. Síðustu mánuðirnfr vora ein- kennandi fyrir ömmu mína. Allt til enda var styrkur hennar og kraftur aðdáunarverður. Þennan styrk gaf hún okkur afkomendum sínum, þess arfs munum við ætíð njóta. Það er okkur sem elskuðum hana svo heitt mikils virði að við gátum öll verið hjá henni og haldið í hönd hennar síðustu stundirnar. Eg veit að amma er nú komin á betri stað og vakir yfir okkur öllum. Elsku amma, ég mun aldrei geta fullþakkað þér allt sem þú gerðir fyr- ir mig og styrkinn og stuðninginn sem þú veittir mér í gegnum árin. Ég er þér svo þakklát fyrir að hafa gefið okkur þessa stóra og samheldnu fjöl- skyldu sem nú stendur svo þétt sam- an á þessari sorgarstundu. Elsku amma mín, takk fyrir að vera sú sem þú varst. Minning þín mun ávallt lifa innra með mér. Elin Rds. Elskuleg mágkona okkar, Elín Ól- afsdóttir, er látin og minningamar líða hjá eins og myndir á tjaldi. Ung að áram, aðeins 17 ára gömul, kom hún inn í fjölskyldu okkar, glæsileg og lífsglöð. Minningin um Ellu með bók í hendi er sú mynd sem er okkur hvað minnisstæðust af henni. Árin liðu og fjölskyldan stækkaði, en allt- af hafði hún tíma fyrir bókina. Þessi einlægi áhugi varð síðar til þess að hún fór sjálf að skrifa. Um nokkurra ára skeið bjuggu þau hjón í Litladal í A-Húnavatns- sýslu á æskuslóðum Ellu ásamt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.