Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ

MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000  B   7

KNATTSPYRNA

mildir

Blikar

Morgunblaðið/Friðþjófur

Skúli Unnar

Sveinsson

skrifar

GRINDVÍKINGAR halda áfram

velgengni sinni í efstu deild

karla í knattspyrnu, lögðu lán-

lausa Breiðabliksmenn 3:0 á

laugardaginn. Sigurinn var

sanngjarn en heldur voru

mörkin ódýr og má segja að

Blikar hafi sýnt eindæma gjaf-

mildi í því sambandi því eftir

tæpar tvær mínútur var staðan

orðin 1:0 og fjórum mínútum

síðar 2:0. Sinisa Kekic gerði

bæði mörkin og var síðan rek-

inn út af í síðari hálf leik þannig

að það má segja að hann hafi

komið mikið við sögu í leikn-

um.

likar komu KR-ingum í opna

skjöldu í síðustu umferð, skor-

uðu strax á fyrstu mínútu, en nú

voru það heima-

menn sem komu

Blikum í opna

skjöldu með marki á

annarri mínútu og

öðru eftir óttaleg varnarmistök

Andra Marteinssonar á sjöundu

mínútu. Blikar voru hreinlega úti á

þekju í upphafi leiks og það nýttu

Grindvíkingar sér svo sannarlega.

Ef Atli Knútsson hefði ekki verið í

stuði í marki gestanna hefði staðan

getað verið orðin 4:0 eftir 12 mín-

útna leik því Atli varði vel gott skot

Scott Ramsey úr aukaspyrnu og

skömmu síðar áttu heimamenn þrjú

skot eftir mikla pressu, eitt fór í

vanarmann og Atli varði tvö þeirra.

Þrátt fyrir þessa stöðu í upphafi

leiks voru Grindvíkingar alls ekki

að sækja af miklum krafti því þeir

lágu nokkuð til baka og sóttu síðan

hratt á gestina þegar færi gafst.

Þau færi gáfust hvert af öðru á

upphafs mínútunum og þeir Óli

Stefán Flóventsson og Ólafur Örn

Bjarnason drógu sig vel til baka til

aðstoðar varnarmönnunum. Sókn-

irnar voru beittar enda virtust leik-

menn Breiðabliks enn vera á leið-

inni til Grindavíkur.

Andri varð að yfirgefa völlinn

meiddur á 20. mínútu, tognaði

greinilega á læri, og inn á í hans

stað kom Robert Russell. Við þetta

vöknuðu Blikar loks til lífsins og á

26. mínútu voru heimamenn heppn-

ir að missa ekki mann út af þegar

brotið var á Hreiðari Bjarnasyni

rétt utan vítateigs Grindvíkinga

þegar hann var rétt við það að

komast einn inn fyrir vörn heima-

manna. Bragi Bergmann, sem hafði

byrjað leikinn mjög vel og af ák-

veðni, sa ekkert athugavert við

brotið og dæmdi ekkert. Hreiðar

mótmælti full harkalega og fékk

gult spjald að launum.

I stað þess að vera manni yfir og

fá aukaspyrnu á hættulegum stað

fékk Bliki gult spjald og fimm mín-

útum síðar komust heimamenn í 3:0

með marki Óla Stefáns upp úr

engu. Mínútu síðar braut Hákon

Sverrisson, fyrirliði Blika, illa á

Kekic án þess að fá gula spjaldið,

en hann hafði fengið ótímabært

gult spjald nokkru áður og hefði

með réttu átt að vera rekinn út af

við þetta.

Eina hættulega skot gestanna

kom rétt fyrir leikhlé er Hjalti

Kristjánsson átti fast skot af 25

metra færi en Albert Sævarsson

Morgunblaðið/Priðþjófur

Óli Stefán Flóventsson sést hér innsigla sigur Grindvfkinga á Blikum án þess að Atli Knútsson

markvörður koml vörnum við. Á efrí myndinni lætur Óli Stefán skotið ríða af - og á neðri myndinni

er knötturinn á leið f netið.

varði vel.

Blikar hófu síðari hálfleikinn á

þokkalegri sókn sem ekkert varð

úr en heimamenn komu sér síðan í

enn eitt færið eftir vel útfærða

skyndisókn sem endaði með því að

Paul McShane kastaði sér fram og

skallaði en Atli varði enn eina ferð-

ina. Mínútu síðar skallaði ívar Sig-

urjónsson yfir mark heimamanna

eftir hornspyrnu og skömmu síðar

átti Ramsey hörkugott langskot en

Atli varði mjög vel.

Breiðabliksmenn léku framar en

í fyrri hálfleik en sóknir þeirra

voru hálf bitlausar og Grindvíking-

ar voru nær því að bæta við en

gestirnir að minnka muninn.

Kekic var rekinn af velli á 69.

mínútu og er þetta í annað sinn

sem hann er rekinn af velli í deild-

inni. Að þessu sinni var það mjög

ósanngjartn því hann var í baráttu

um knöttinn við vítateig Blika og

féll við og taldi Bragi dómari að

hann væri að leika og reyna að fá

Grindavík  3:0  Beiðablik

Leikskipulag: 4-5-1

Albert Sævarsson	m

Ray Jónsson	

Guðjón Ásmundsson	SB

Zoran Djuric	m

Vignir Helgason	

Goran Lukic	m

(Róbert Ó. Sigurðsson 86.)	

Oafur Örn Bjarnason	m

Paul McShane	m

(Jóhann H. Aðalgeirsson 89.)	

Oli Stefán Hóventsson	m

Sinisa Kekic	jíf»íft

Scott Ramsey	

	

íslandsmótið f knattspymu

Landssímadeildin, 6. umf.

Grindavíkurvöllur

laugardaginn 10. júnl 2000

Aðstæður:

Norðan vindur og

nokkur vindkæling.

Völlurinn ágætur.

Áhorfendur: Um 300

Dómari:

Bragi Bergmann,

Árroðanum, 3.

Aðstoðardómarar:

Einar Guðmundsson

Erlendur Eiríksson

Leikskipulag: 4-5-1

Atli Knútsson_______fHgB

GuðmundurÖ. Guðmundsson

(Pétur Jónsson 46.)________

Andri Marteinsson

(Robert Russell 20.)

m

Hákon Sverrisson

Hjalti Kristjánsson

m

Björn Jakobsson

Kjartan Einarsson

Hreiðar Bjarnason

Árni K. Gunnarsson

m

Skot á mark:	11-11

Hornspyrnur:	5-5

Rangstöður:	2-0

(Marel J. Baldinsson 80.)

Salih Heimir Porca

fvar Sigurjónsson

1:0 (2.)  Ramsey sendi fyrir markiö frá endamörkum vinstra megin, yfir

markteiginn þar sem Sinisa Kekic var einn og óvaldaður og skoraði

af öryggi.

Andri ætlaði að gefa þversendingu á vítatiegslínu, Kekic komst inn

í sendinguna og skoraði auðvelt mark.

Ólafur Örn skallaði í þverslá eflir horn og sóknin virtist runnin út í

sandinn því boltinn var á leið útaf hægra megin við markið þegar

Óli Stefán Flóventsson skaust fyrir aftan varnarmann og skoraðl.

Gul spjöld: Sinisa Kekic, Grindavík (52.) fyrir brot, (69.) fyrir meintan lcikaraskap

Hákon Sverrisson, Breiðabliki (22.) fyrir brot

Hreiðar Biarnason, Breiðabliki (26.) fyrir mótmæli    l/Æy~(

Kjartan Emarsson, Breiðabliki (37.) fyrir brot.

Rauð spjöld: Sinisa Kekic, Grindavík (69.) fyrir meintan leikaraskap

vítaspyrnu og sýndi honum gula

spjaldið öðru sinni í leiknum og

rautt í kjölfarið. Þetta var í fyrsta

sinn sem svona tilvik kom upp, ef

Kekic var að reyna að fiska brot,

og því hefði tiltal verið betur við

hæfi.

Marel J. Baldvinsson kom inn á

er 10 mínútur voru eftir og er þetta

í fyrsta sinn sem þessi snjalli knatt-

spyrnumaður kemur við sögu í

deildinni í sumar. Hann lét nokkuð

til sín taka og fékk meðal annars

ágætt færi á lokamínútu leiksins en

Albert markvörður sá við honum.

Grindvfkingar léku af mikilli

skynsemi, vörnin var þétt og miðj-

an sterk þannig að Blikar komust

hvorki lönd né strönd þegar þeir

reyndu að sækja. Þegar færi gafst

var sótt mjög hratt og þar var Kek-

ic sterkur, hélt boltanum hæfilega

lengi þannig að miðjumennirnir

fengju tækifæri til að aðstoða.

Þetta gekk fullkomlega, liðið skap-

aði sér fjölmörg færi og hefði á

góðum degi getað gert talsvert

fleiri mörk en sá sem kom í veg

fyrir það var Atli markvörður

Breiðabliks sem átti góðan dag.

Guðjón fyrirliði var sterkur í

vörninni eins og Zoran Djuric, á

miðjunni áttu allir góðan dag og

frammi var Kekic mjög sterkur en

oft hefur komið meira út úr leik

Ramsey.

Blikar voru ekki sannfærandi í

leiknum og ljóst að leiki liðið svipað

það sem eftir er sumars verður það

í bullandi fallhættu. Atli var besti

maður liðsins og Russell kom mjög

sterkur inn og var allt í öllu í vörn-

inni í fyrri hálfleik eftir að hann

kom inn á, auk þess sem hann sótti

nokkuð fram. Hjalti átti ágætan

leik í vinstri bakverðinum og

reyndi stöðugt að spila út úr vörn-

inni og Hreiðar lék ágætlega á

miðjunni.

Groninq-

enmel

sóknar-

menn

í sigtinu

ÚTSENDARI frá Groningen,

nýliðunum í hollensku úrvals-

deildinni í knattspyrnu, var

hér á landi um helgina og

fylgdist með þremur leikjum í

úrvalsdeildinni, auk leikja í 2.

og 3. flokki. Samkvæmt heim-

ildum Morgunblaðsins var

hann fyrst og fremst að huga

að sóknarmönnum og fylgdist

sérstaklega með Keflvíking-

unum Guðmundi Steinarssyni

og Magnúsi Þorsteinssyni en

skoðaði einnig Framarana

Ronny B. Petersen og Þor-

bjðrn Atla Sveinsson. Hol-

lendingurínn sá aðeins þrjú

mörk i'úrvalsdeildarleikjun-

um þremur en var að sögn án-

ægðastur með leik Kefla vík-

ur og Þórs í 2. flokki þar sem

margir pilta sýndu góð sókn-

artilþrif.

FOLK

¦ GRINDVIKINGAR hafa til

þessa ávallt mætt því liði sem leik-

ið hefur við KR í umferðinni á und-

an. Á þessu verður þó breyting í

næstu umferð því þá fara Grind-

víkingar í Vesturbæinn.

¦ MIKILL hugur er í mönnum í

Grindavík en þar á bæ á að stofna

hlutafélag um rekstur knattspyrn-

unnar. Búið er að teikna glæsileg-

an nýjan grasvöll þar með stúku

með annari langhliðinni og glæsi-

legri aðstöðu fyrir leikmenn og

áhorfendur. Fyrirhugað er að

þetta verði allt tilbúið eftir tvö ár.

USIGURÐVR Gre'tarsson, þjálf-

ari Breiðabliks, var fjarri góðu

gamni á laugardaginn en hann var

í leikbanni. Jón Þórir Jónsson var

skráður þjálfari, en hann var vara-

markvörður hjá Blikum er þeir

léku við Fylki á dögunum og gegn-

ir því fjölda hlutverka hjá félaginu.

¦ SIGURÐUR fór ekki með Blik-

um suður með sjó, kom á sínum

einkabíl á eftir og var meðal áhorf-

enda á leiknum og hefur örugg-

legaekkiliðiðofvel.

¦ SINISA Kekic setti nýtt marka-

met hjá Grindavfk í efstu deild

með fyrra marki sínu gegn

Breiðabliki. Kekic hefur nú skor-

að 18 mörk fyrir Grindavík, tveim-

ur fleiri en næsti maður, Ólafur

Ingólfsson.

					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16