Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska ÞAfc ERU EKKIMIKLAR SVIFTINSAR... HVEfLýJKA ER ÓSVIPUÖ HVERNI6 fcATT PÉR EIGIN- Y ÉG VILDI LEGAÍHUG rf EKKIHJAKKA Aþ FARA ÚT ( S í S/(WA J RETTA ?(JJW ^./^ðRINU ^ rkml Vv) Ferdinand Og við byrjum að borða um leið og Kvistur kemur með sykurpúðana. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 S Símbréf 569 1329 Keppendur á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney. F.v. Pálmar Guðmunds- son, Geir Sveinsson, Einar Trausti Sveinsson, Bjarki Birgisson, Gunnar Örn Ólafsson og Kristín Rós Hákonardóttir. fatlaðra í Sydney IF leitar stuðnings fyrirtækja Frá Ónnu Karólínu Vilhjálmsdóttur: í GÓÐRI trú um velvilja og stuðn- ing við fatlað íþróttafólk, sendir Iþróttasamband fatlaðra þessa dag- ana út bréf til fyrirtækja víða um land þar sem óskað er eftir stuðn- ingi við þátttöku íslands í Ólympíu- móti fatlaðra í Sydney dagana 18,- 29. október 2000. Staðfest var á blaðamannafundi 8. júlí sl. að sex keppendur fara á vegum íþrótta- sambands fatlaðra á Ólympíumót fatlaðra í Sydney og er í bréfinu óskað eftir styrk frá fyrirtækjum, um upphæð sem nemur 1000 krón- um á hvern keppanda. Keppendur sem valdir hafa verið á Ólympíumót fatlaðra í Sydney ár- ið 2000 eru; Kristín Rós Hákonar- dóttir, IFR, Pálmar Guðmundsson, ÍFR, Bjarki Birgisson, ÍFR og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp / SH sem keppa í sundgreinum og frjáls- íþróttamennirnir, Geir Sverrisson, Breiðabliki og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfi / UMSB. Landsliðsþjálfarar ÍF í sundi eru Kristín Guðmundsdóttir og Inga Maggý Stefánsdóttir og landsliðs- þjálfari ÍF í frjálsum íþróttum er Kári Jónsson. Kristín Rós, Pálmar og Geir eiga að baki glæsilegan feril á sviði íþróttanna, þau hafa öll staðið í eld- línunni undanfarin ár og skilað glæsilegum árangri á fjölda alþjóð- legra móta. Þau eru í hópi þess íþróttafólks sem hefur háð baráttu jafnt í keppninni sjálfri sem utan vallar. Þar hefur átt sér stað marg- vísleg barátta fyrir viðurkenningu á því að árangur fatlaðs íþróttafólks sé metinn að verðleikum. Sú bar- átta hefur verið sérlega lærdómsrík fyrir alla þá sem komið hafa að máli og án efa á hún eftir að standa lengi enn. Það sem áunnist hefur er fyrst og fremst vegna þrautseigju og metnaðar þess fatlaða íþróttafólk sem í gegnum árin hefur unnið glæsilega sigra á alþjóðavettvangi. Þetta fólk er fyrirmynd þeirra sem á eftir koma en í hópnum nú eru þrír nýliðar á Ólympíumóti fatl- aðra. Það eru þeir Bjarki Birgisson, Gunnar Örn Ólafsson og Einar Trausti Sveinsson, allt ungir og mjög efnilegir íþróttamenn sem spennandi verður að fylgjast með á mótinu. Ólympíumót fatlaðra í Sydney er framundan og að baki eru þrotlaus- ar æfingar og undirbúningsvinna þeirra sem þar munu mæta til leiks frá 125 löndum. íslensku keppend- urnir munu nú sem fyrr stefna til sigurs en hvernig sem útkoman verður er alveg ljóst að öll sem eitt munu þau Kristín Rós, Pálmar, Bjarki, Gunnar Örn, Geir og Einar Trausti gera sitt allra besta til að ná sem bestum árangri fyrir ís- lands hönd. Iþróttasamband fatlaðra þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem stutt hafa Iþróttasamband fatlaðra vegna þátttöku Islands á Ólympíumótinu í Sydney en kostnaðarsamur undir- búningur vegna þjálfunar og þátt- töku í mótum erlendis hefur staðið yfir allt frá Ólýmpíumóti fatlaðra í Atlanta árið 1996. Margvíslégur stuðningur og veívilji fyrirtækja og annarra aðila hefur verið grundvöll- ur að fjölbreyttu starfi íþróttasam- bands fatlaðra og án slíks stuðnings væri ekki mögulegt að taka þátt í svo kostnaðarsömu verkefni sem Ólympíumóti fatlaðra í Sydney. ‘L ANNA KARÓLÍNA VILHJÁLMSDÓTTIR, framkv.stj. íþrótta- og útbreiðslusvjðs ÍF. ------------------------- Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók' er varðveitt í uppíýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.