Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 39 IM orð hafa verið tengd fornu írsku orði „cail“ sem merkti ’spjót’ og gríska orðinu „kelon“ í merking- unni ’stöng, skaft’. Af því sem hér hefur verið dregið saman má sjá að öll orðin eiga einhverjar rætur á Norður- löndum þótt merking sé ekki í öll- um tilvikum hin sama og hér. Það er eðli orða að geta tekið við nýjum og yfirfærðum merking- um og virðist íslenska þróunin hafa verið sú að greina á milli ’rófna’ á hinum ýmsu dýrategund- um. Þannig hefur kötturinn rófu eða stýri, hundurinn skott, kýrin hala og hesturinn tagl. Guðriín Kvaran prófessor og for- stöðumaður Orðabókar Háskóla íslands Eru vötn á tunglinu? SVAR: Nei, það eru ekki vötn á tungl- inu. Tunglið hefur engan lofthjúp og vegna lofttæmisins sjóða vökv- ar þar samstundis og „gufa upp“ og gösin rjúka út í geiminn. Ný- lega hefur hins vegar fundist vatnsís í djúpum gígum nálægt norður- og suðurpól tunglsins. Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gíg- um. Inni á milli þeirra eru yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (enska ’mare’ í eintölu, ’maria’ í fleirtölu, komið úr latínu). Þessi nafngift á rætur að rekja til sautj- ándu aldar, þegar stjarnvísinda- menn töldu að þarna væri um að ræða höf sem líktust höfum jarð- ar. Nú er vitað að efnið í höfunum er ekki vatn heldur miklar hraun- breiður. Tunglhöfin þekja um 16% af yf- irborði tunglsins. Þau urðu til við geysimikla árekstra geimgrýtis eða smástirna við tunglið. Við árekstrana mynduðust stórar dældir, sem síðar fylltust af blágrýtishrauni meðan tunglið var enn eldvirkt. Aldursgreiningar sýna að berg tunglhafanna er yngra en berg hálendisins og er talið að höfin séu 3,8-3,1 milljarða ára gömul. Dökkleitt bergið í höf- unum endurkastar ekki eins miklu sólarljósi og bergið á hálendis- svæðunum og virðast því höfin dekkri. í árekstrunum sem mynd- uðu höfin þrýstist mikið efni upp við gígbarmana og er því oft að finna fjallgarða í útjöðrum haf- anna, eins og sést á myndinni hér að neðan. Á höfunum eru all- margir loftsteinagígar en þó er þéttleiki þeirra mun minni en á hálendissvæðunum. Þar sem loft- steinar ættu að lenda nokkuð jafn- dreift á tunglinu er það önnur vís- bending um að höfin séu yngri. Hraunið í höfunum rann yfir eldri gíga og nú sjást aðeins þeir sem mynduðust eftir það. Stærst tunglhafanna er Mare Imbrium eða Regnhafið og er það um 1100 km í þvermál. Vísinda- menn hafa komist að því, sér til furðu, að höfin eru nánast ein- göngu á þeirri hlið tunglsins sem snýr að jörðu. Ástæður þess eru enn ókunnar. Þrátt fyrir að ekkert fljótandi vatn sé á tunglinu eru nýlegar niðurstöður frá Lunar Prospector, geimfari Bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar, NASA, taldar staðfesta að vatnsís sé þar að finna. Hann leynist í djúpum gíg- um við norður- og suðurpól tunglsins sem sólin nær aldrei að skína ofan í. Sœvar Helgi Bragason nemandi og Tryggvi Þorgeirsson, eðlisfræðinemi og starfsmaður VísindaveQarins Bakverkinn burt Abvrgð atvinnurekenda - abyrgð starfsmanna! 7i BAKVERKUR er eitt aðalein- kenni álags og má rekja 65% af bakvanda- málum til vinnu. Stærstu áhættuhóparn- ir eru erfiðis- vinnufólk og sitjandi starfs- menn. Hverjir bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir atvinnutengd álagseinkenni? Samkvæmt vinnuverndarlögunum eru almennar skyldur atvinnurek- enda að tryggja að fyllsta örygg- is, góðs aðbúnaðar og hollustu- hátta á vinnustað sé gætt. Vinnuaðstæður skulu vera full- nægjandi á þann hátt að starfs- menn séu verndaðir gegn heilsu- tjóni, þeir fái verkefni við hæfi og stuðlað sé að andlegri og líkam- legri vellíðan þeirra. Gera þarf starfsmönnum ljósa slysa- og sjúkdómahættu sem kann að fylgja störfum þeirra og þeir þurfa að fá nauðsynlega þjálfun í að leysa störf sín þannig að ekki stafi hætta af. Atvinnurekendur eiga að stuðla að samstarfi um vinnuverndarmál á vinnustaðnum og tilnefna ber öryggisvörð, ör- yggistrúnaðarmann eða öryggis- nefnd allt eftir stærð fyrirtækis. Starfsmenn bera einnig ábyrgð á eigin vinnuumhverfi og afmarkast skyldur þeirra einkum við eigin vinnu. Þeim ber að stuðla að því að starfsskilyrði innan verksviðs þeirra séu fullnægjandi og ráð- stöfunum til úrbóta sé framfylgt. Starfsmönnum er skylt að fylgja öryggisreglum fyrirtækisins, op- inberra eftirlitsaðila eða ráðu- neyta. Verði starfsmaður var við ágalla eða vanbúnað sem leitt get- ur til skerts öryggis skal hann umsvifalaust tilkynna það örygg- istrúnaðarmanni fyrirtækisins. Forvörnum gegn atvinnutengd- um álagseinkennum má skipta í þrjú stig. Að fjarlægja hættu úr vinnuumhverfi áður en hún veldur veg fyrir að kvillar taki sig upp eða ágerist og að koma í veg fyrir að sjúkdómar leiði til örorku eða dauða. Gera má svokallaðar vinnustöðvagreiningar í samvinnu við starfsmenn. Starfsaðstæður eru þá metnar af fagaðila og gert áhættumat og áætlanir til úrbóta. Frá árinu 1993 hafa Sjóvá-Al- mennar látið gera slíkar greining- ar á þriggja ára fresti. Reynslan af þeim er góð en fyrirtæki þurfa að gera sér grein íyrir tilkostnaði. Hann er tvíþættur: greiningar- kostnaður og afleiddur kostnaður. Greiningarkostnaður felst í út- tektinni en afleiddur kostnaður í úrbótum sem gera þarf. Reynsla Sjóvár-Almennra er að afleiddi kostnaðurinn var umtalsverður í upphafi en lækkaði við síðari út- tektir. Greiningin getur leitt í ljós að gera þurfi lagfæringar á vinnu- aðstöðu, s.s. að skipta um stóla, bæta aðstöðu við lyklaborð, kaupa viftur, draga úr hávaða, breyta lýsingu, kenna starfsmönnum á stillingar á stólum, tölvuskjám, lyklaborðum o.s.frv. Náin tengsl eru milli innra starfsumhverfis og rekstrarlegrar afkomu fýrirtækja. Eftirsóknarverðir vinnustaðir geta valið úr hæfasta starfsfólk- inu og dregið úr starfsmanna- breytingum. Gott vinnuumhverfi dregur úr álagi og streitu, eykur almenna starfsánægju og leiðir til færri veikindadaga og hærra manna eykur nýjungar í rekstri og þróun verður árangursríkari. Fyrirtækið verður betur í stakk búið að takast á við breyttar sam- keppnisaðstæður og ímynd þess verður sterk meðal starfsmanna og almennings. Gott er að hvetja starfsmenn til að stunda líkams- rækt en skattlagning á heilsu- vernd leiðir til aðstöðumunar hjá fyrirtækjum. Vilji fyrirtæki niður- greiða líkamsrækt starfsmanna sinna í forvarnarskyni geta þau ekki gjaldfært kostnaðinn í rekstri nema telja hann fram sem hlunnindi starfsmanna, sem greiða þá hlunmndaskatta. Stærri fyrirtæki sem hafa bolmagn til að setja upp eigin Ukamsræktarað- stöðu geta dregið þann kostnað frá í rekstri en það er oft kostn- aðarsamara en að niðurgreiða íþróttaiðkun hjá líkamsræktar- stöðvum. Árangur er hægt að mæla með könnunum innan fyrirtækja eða könnunum sem stéttarfélög eins og VR gera. Kannanir varpa ljósi á starfsumhverfi og starfskjör. í könnun VR fá starfsmenn innsýn í starfsumhverfi annarra fyrir- tækja, þeir geta borið saman starfsskilyrði mismunandi fyrir- tækja jafnframt því sem niður- stöðurnar veita fyrirtækjum mik- ilvægt aðhald. Ljóst er að ekkert fyrirtæki verður góður vinnustað- ur fyrir slysni. Ánægjulegt er að nefna að Sjóvá-Almennar urðu, þriðja árið í röð, í fyrsta sæti í VR-könnuninni í flokki fyrirtækja með yfir 100 félagsmenn. Niður- staðan er að ábyrgð starfsmanna og atvinnurekenda til að koma í veg fyrir atvinnutengd álagsein- kenni er sameiginleg. Virk þátt- taka starfsmanna í könnunum, út- tektum og ábéndingum um það sem betur má fara skilar þeim bættum lífsgæðum og fyrirtækj- unum bættum rekstri. Lá ra Jríhannsddttir, gæðastjóri hjó Sjóvá-AIniennum tryggingum hf. og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í samstarfsnefnd um Vinnuverndar- vikuna 2000. Pfodbiu; Tannl*knarin*i medWwJíSr* O'-tftffifS IJíSIIOHOW 1 r)entaí Flossers P "•"wraiw a\ \ '■P&ÍJaLm, %; • < Heildsöludreifing: LYPJADREiFING S: 588 6700 Útsölustaðir. Rollingar Kringlunni Ólavfa og Óliver Glæsibæ Spékoppar Grafarvogi Embla Hafriarfirði Esmeralda Mosféllsbæ Palóma Grindavfk K-Sport Keflavík Fríhöfriin Keflavfk Ozone Akranesi Leggur og skel ísafirði Prfl Hvolsvelli Lónið Höfri Sentrum Egilsstöðum Heildsöludreifing WW' sími 510 2400 1 = rrÝJl-f i 11 í n g s e f 1 a n(jsar~iol s SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.