Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 B 9 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Ásdís Sigrún Óttarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún leikur sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á morgun í bikarúrslitaleiknum gegn KR. jl! ií m: mk v: illalM „Það er erfítt að segja. Maður reynir að gleyma leiðinlegum leikj- um og töpum sem fyrst. Það er kannski helst þegar við töpuðum bikarúrslitaleiknum gegn KR í fyrra. Mér fannst leikurinn jafn en einhvern veginn gáfum við eftir og fengum mörk á okkur. Það er svo leiðinlegt að tapa bikarúrslitaleik. Það er ekki eins slæmt að tapa í deild því það er alltaf sá möguleiki á að málin reddist - að hitt liðið tapi og að maður vinni rest og svoleiðis." Breiddin lykilatriði Þetta hefur verið algjört ævintýri hjá ykkur Blikastúlkum í sumar. Hver er ástæðan að baki þessu góða gengi? „Þetta er búið að vera eiginlega alveg ótrúlegt. Síðasta haust hafði ég smó áhyggjur því mér fannst lið- ið ekki búið að vera nógu samstillt. Við fengum náttúrlega liðsstyrk Hrefnu Jóhannesdóttur og Laufeyj- ar Ólafsdóttur og náttúrlega kom Rakel Ögmundsdóttir aftur. Það er bara búinn að vera mjög góður stíg- andi í liðinu eftir áramót. Það er búið að vera mikil samkeppni um stöður. Við misstum þrjá leikmenn út úr byrjunarliði en samt komu inn nýjar manneskjur og það skipti nánast engu máli. Það hefur verið mjög stór hópur að æfa. Stúlkurnar hafa ekki gefist upp þótt þær kom- ist ekki í 11 eða 16 manna hóp og hafa samt sem áður mætt og verið með. Það skiptir miklu máli að vera með stóran hóp að æfa því það verð- ur meiri samkeppni um stöður og fólk verður betra af því. Síðan eru margar af þessum ungu stelpum hjá okkur að blómstra núna eins og Erna Björk Sigurðardóttir, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Eyrún Oddsdóttir og Hjördís Þorsteins- dóttir en þær eru búnar að eiga al- veg frábært tímabil.“ Nú hefur þú leikið 32 landsleiki. Hvað situr eftir frá dögum þínum með landsliðinu? „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þessu og okkur gekk vel á sínum tíma. Skemmtilegasti leik- urinn var þegar við unnum Holland 1:0 í Hollandi að mig minnir og Sig- ríður Pálsdóttir var stórkostleg í markinu. Olga skoraði mark þegar lítið var eftir og við misstum Auði Skúladóttur útaf með rautt spjald. Þetta var stórkostleg upplifun því við vorum í raun mikið lakara liðið og fögnuðurinn eftir leikinn var eins og við hefðum orðið heimsmeistar- ar. Það hafa líka verið leiðinlegir tímar. Við höfum til dæmis tapað stórt gegn Þýskalandi og þá erum við bara að mæta ofjörlum okkar. Því miður erum við ekki enn nógu góðar til að geta mætt svona liðum í einhverjum stöðugleika. Það sýndi sig í vetur til dæmis þegar landslið- ið mætti Bandaríkjunum, töpuðu fyrri leiknum 7:0 og náðu jafntefli í síðari leiknum. Það vantar bara fleiri leiki fyi-ir landsliðið. Það er erfitt að koma úr deildinni hérna og spila á móti liði eins og Þýskalandi þar sem er tvisvar sinnum hraðari bolti. Það þarf bara að gera eitthvað til að auka hraðann í deildinni hérna því það myndi skila sér í landsliðið." Kvennafótboltinn I réttum farvegi Nú hefur þú mikla reynslu af kvennaknattspyrnu af öllum stigum hérna heima. Hvert finnst þér ís- lenskur kvennafótbolti stefna? „Mér finnst hann í ágætis farvegi. Deildin hefur jafnast en það vantar samt fleiri betri leiki og það eru of mörg hlé í deildinni. Síðan er annað sem er farið að hafa kannski meiri áhrif á deildina hérna heima sem mér finnst ekki nógu gott og það er að fleiri og fleiri stelpur fara til Bandaríkjanna í skóla og þær fara um miðjan ágúst. Það væri náttúr- lega best ef hægt væri að sníða deildina að þessu, að hún væri búin á þeim tíma, en þá er sumarið ekki búið og erfitt að koma þessu fyrir útaf því hvað sumarið er stutt. Ég sé fyrir mér að þetta gæti orðið pínulítið vandamál. Lið eiga ekkert svo auðvelt með að fylla í skörð þriggja til fjögurra leikmanna. Ég er þó ekkert frá því að þessar stelp- ur komi sem betri leikmenn til baka því ég held að mörg af þessum há- skólaliðum séu sterk. Breytinga þörf Ég held að framtíðin sé björt. Það mætti reyna að breyta deildinni eitthvað þannig að það væru fleiri góðir leikir. Það er spurning hvort það ætti að fækka í deildinni eða spila jafnvel einhverja úrslita- keppni. Mér leist sæmilega á hug- mynd sem kom upp fyrir nokkrum árum en það var að spila einfalda umferð og svo þrefalda umferð í úr- slitakeppni þar sem fjögur efstu lið og fjögur neðstu lið myndu keppa saman. Reyndar væru leikmenn alltaf að spila á móti sömu andstæð- ingum en þá í hærri gæðaflokki. Við það yrði hraðari bolti. Þá er líka spurning hvort tvö góð lið lentu þá í neðri hlutanum og kannski ynnu alla sína leiki stórt. Kannski er best bara að fækka niður í sex liða deild og spila þrefalda umferð. Mér finnst breiddin að aukast en gallinn er að það flykkjast alltaf flestar stúlkur í þessi betri lið og því gefast aðrar stelpur upp. í staðinn fyrir að fara kannski í lakara lið ef þær komast ekki í sextán manna hóp og reyna að bæta sig þar, hætta þær bara og gefast upp. Ég held að það sé vandamál með stelpur - þær gefast fyrr upp en strákar við mót- læti. Það væri óskandi að það væru fleiri lið og betri og gæðin væru meiri,“ sagði ída að lokum. Þótt þessi ástsæla knattspyrnu- kona sé hætt að leika knattspyrnu er greinilegt að hún mun enn um sinn fylgjast náið með stöllum sín- um. Síðasti leikur hennar er á morgun og sagði hún það sætt næði hún að enda ferilinn með sigri. Þjónusta uið kylfinga Stórleikur í Garðabæ STJARNAN - KR á Stjörnuvelli í dag kl. 14.00 Stórbætt aðstaða fyrir áhorfendur iðar fást hjá Olís Ánanaustum, á Eiðistorgi og Olís Garðabæ. Stjarnan til sigurs SKMLÍEmMMNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.