Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 225. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
225. TBL. 88. ARG.
SUNNUDAGUR 1. OKTOBER 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Rússar tilbúnir
að miðla málum
Milosevic kemur fram opinberlega
Belgrad, Moskvu. AFP, AP.
VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, lýsti því yfir á laugardag að
Rússar væru reiðubúnir að miðla
málum milli stjórnvalda og stjórnar-
andstöðu í Serbíu. Bauðst hann til að
senda utanríkisráðherrann ígor ív-
anov til Belgrad í þeim tilgangi.
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
fógnuðu yfirlýsingu Pútíns, en
stjórnarandstæðingar hafa heitið því
að lama alla starfsemi í Serbíu ef
Slobodan Milosevic viðurkennir ekki
að hafa beðið ósigur fyrir Vojislav
Kostunica í forsetakosningunum um
síðustu helgi. Boðað hefur verið til
allsherjarverkfalls frá og með mánu-
degi, segi forsetinn ekki af sér, og
mótmælafundir eru skipulagðir víðs
vegar um landið um helgina.
,Afstaða Rússa er skýr. Júgó-
slavneska þjóðin ætti að ákvarða ör-
lög sín sjálf, án utanaðkomandi af-
skipta," sagði Pútín í yfirlýsingu
sinni, en hann hafði ekki áður tjáð sig
um úrslit kosninganna. Rússar hafa
löngum verið bandamenn Serba, en
síðan Pútín var kjörinn forseti í mars
hafa rússnesk stjórnvöld fjarlægst
stjórn Slobodans Milosevics.
Milosevic, sem hafði ekki komið
fram opinberlega eftir kosningarnar,
reyndi að höfða til yfirmanna hersins
á laugardag, er hann hélt ávarp við
útskrift í herskóla í Belgrad. Minnti
hann útskriftarnema á að hernum
bæri skylda til að verja frelsi og sjálf-
stæði landsins. Um 3 þúsund manns
voru viðstaddir útskriftarathöfnina,
en „einungis milli 100 og 150 fögnuðu
Milosevic með lófaklappi", að því er
óháða fréttastofan Beta skýrði frá.
Talið er að hollusta hersins við Mil-
osevic hafi farið dvínandi að undan-
förnu og að forsetinn geti ekki treyst
á stuðning hans til að halda völdum.
Sögusagnir voru á kreiki í Serbíu
um að Milosevic hefði fiúið til
Moskvu, þar sem hann hefði ekki
sést opinberlega eftir kosningarnar.
Rússneskir embættismenn hafa
hafnað vangaveltum um að hann
hyggist sækja um hæli þar í landi.
Forsetakosningar í Bandaríkjimum
Frambjóðendur deila
um fóstureyðingar
DEILAN um fóstureyðingar er nú
komin í hámæli í baráttunni fyrir
forsetakosningarnar í Bandaríkjun-
um, en frambjóðendur demókrata og
repúblikana eru ósammála um þá
ákvörðun bandaríska lyfjaeftirlitsins
að leyfa sölu neyðargetnaðarvarnar-
pillu.
Neyðargetnaðarvörnin kom á
markað í Evrópu fyrir rúmum ára-
tug, en þáverandi Bandaríkjaforseti,
George Bush eldri, kom í veg fyrir að
hún yrði leyfð í Bandaríkjunum.
George W. Bush, sonur hans og for-
setaframbjóðandi repúblikana, hefur
gagnrýnt ákvörðun lyfjaeftirlitsins
harðlega og segir hana munu leiða til
þess að fóstureyðingum fjölgi. Bush,
sem er andvígur fóstureyðingum,
notaði einnig tækifærið og fullyrti að
næsti forseti Bandaríkjanna gæti
með skipun nýrra dómara breytt
hlutfalli andstæðinga og fylgjenda
fóstureyðinga í hæstarétti. Bush hef-
ur áður lýst því yfir að hann muni
hugsanlega taka mið af afstöðu
manna til fóstureyðinga við skipun
hæstaréttardómara.
Al Gore, varaforseti og forseta-
frambjóðandi   demókrata,   fagnaði
því hins vegar að konum stæði nú
neyðargetnaðarvörnin til boða, en
hann er fylgjandi rétti kvenna til að
láta eyða fóstri. Gore varaði við því
að ef Bush næði kjöri myndi hann
beita sér fyrir því að fóstureyðingar
yrðu bannaðar, en þær voru heimil-
aðar í Bandaríkjunum með úrskurði
hæstaréttar árið 1973.
¦ Ólíkar áherslur/6
Ungir Palestínumenn kasta steinum að ísraelskum hermönnum á Gaza-svæðinu á laugardag.
Atök á Vesturbakkan-
um og Gaza-svæðinu
Jerúsalem, Nablus, Reylýavík. AFP, AP.
AÐ minnsta kosti tólf Palestínu-
menn biðu bana og um 300 særðust í
átökum við ísraelska hermenn á
sjálfstjórnarsvæðum Palestínu-
manna á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu á laugardag. Fregnir bárust
einnig af skotbardaga milli ísra-
elskra hermanna og palestínskra
lögreglumanna við landnemabyggð
gyðinga á Gaza-svæðinu.
Þúsundir manna höfðu komið
saman á götum úti til að mótmæla
dauða sex Palestínumanna í átökum
á föstudag, en ísraelskir hermenn
reyndu að dreifa mótmælendunum
með því að skjóta að þeim gúmmí-
húðuðum málmkúlum. Lýst hafði
verið yfir sorgardegi vegna þeirra
sem féllu á fóstudag. Boðað var til
allsherjarverkfalls á Vesturbakkan-
um og Gaza-svæðinu, búðir voru lok-
aðar og skólahald lá niðri.
Óeirðirnar hófust á fimmtudag,
þegar Palestínumenn mótmæltu
heimsókn leiðtoga Likud-flokksins,
Ariels Sharons, á Musterisfjallið,
sem er einn helgasti staður bæði
gyðinga og múslima. ísraelskir lög-
reglumenn gerðu svo áhlaup á
mosku múslima í elsta hluta Jerúsal-
em á föstudag og skutu á unga Pal-
estínumenn, sem höfðu kastað grjóti
að gyðingum er voru að biðjast fyrir
við Grátmúrinn.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hvatti ísraela
og Palestínumenn til að binda enda á
átökin á fréttamannafundi í Reykja-
vík á laugardag. Sagði hún að friðar-
viðræður þjóðanna væru á við-
kvæmu stigi og að óeirðirnar stefndu
þeim í hættu.
Danskir jafnaðarmenn funda um helgina fyrir upphaf þinghalds
Obreytt Evrópustefna og bið á sáttum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
DANSKA stjórnin hyggst ekM
breyta stefnunni í Evrópumálum og
hefja viðræður við talsmenn and-
stæðinga aðildar að evrópska mynt-
bandalaginu þrátt fyrir að danskir
kjósendur hafi hafnað aðild í þjóðar-
atkvæðagreiðslu á fimmtudag. Und-
irbúningur fyrir leiðtogafund
Evrópusambandsins í Nice í desem-
ber, þar sem undirrita á nýjan sátt-
mála ESB, er kominn vel á veg og
Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð-
herra segir ekM koma til greina að
breyta framlagi Dana til hans.
„Það er engin ástæða til að hrapa
að ályktunum. Við höfum nægan tíma
til að hugsa okkur um," sagði ráð-
herrann er hann var inntur eftir því
hvernig hann hygðist komast til móts
við talsmenn andstæðinga evrunnar.
Þinghald í Danmörku hefst að nýju
á þriðjudag og lokahönd er nú lögð á
stefnuræðu forsætisráðherra, en
heimildarmenn Politiken fullyrða að
endurskrifa verði Evrópukaflann í
ljósi þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Ljóst er að forsætisráðherrann og
leiðtogar flokkanna sem börðust fyr-
ir aðild hafa ekki hug á því að leita
ráða hjá talsmönnum nei-hreyfing-
Eignir Islendinga erlendis hafa
margfaldast á skömmum tíma
Lögin stuðla að
því að fjármagnið
fari úr landi
10
Það eru koqinir
gesttr
28
MEÐALLTMILLI
HIMINS OG JARÐAR
anna svokölluðu. Marianne Jelved
viðskiptaráðherra sagðist þó reiðu-
búin að ræða við vinstriflokkana sem
voru í andstöðu við evruna þar sem
þeir styðja stjórnina á þingi. Ekki
kæmi hins vegar til greina að boða
nei-hreyfingarnar til viðræðna þar
sem þær ættu ekki þingkjörna full-
trúa.
Talsmenn andstöðunnar við evr-
una brugðust ókvæða við þessum
yfirlýsingum. Sagði Holger K. Niel-
sen, leiðtogi Sósíalíska vinstri-
flokksins, stjórnina verða að standa
við orð sín. Pia Kjærsgaard, leiðtogi
danska þjóðarflokksins, kvaðst hafa
orðið fyrir vonbrigðum með þessi
skilaboð stjórnarinnar en sagði þau
þó ekki koma á óvart.
MORGUNBLAÐIO1. OKTÓBER 2000
690900«090000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64