Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
241. TBL. 88. ARG.
FOSTUDAGUR 20. OKTOBER 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Kafbáturínn Kúrsk
Hætt við
björgunar-
leiðangur?
Moskva.AFP.AP.
EKKI er víst að verði af fyrirhug-
uðum leiðangri til að endurheimta
lík þeirra 118 sjóliða sem fórust
með rússneska kjarnorkukafbátn-
um Kúrsk í ágústmánuði. Yfirmað-
ur rússneska flotans, Vladímír
Kúrojedov, sagði í gær að ef rann-
sókn leiddi í ljós að kafararnir yrðu
í lífshættu, ætti hann einskis ann-
ars úrkosti en að gefa skipun um
að hætt yrði við leiðangurinn.
Yfirlýsing Kúrojedovs er sterk-
asta vísbendingin sem fram hefur
komið um að hópur Rússa og Norð-
manna, sem er á leið á slysstaðinn,
muni ekki uppfylla það fyrirheit
sem Vladímír Pútín Rússlands-
forseti gaf skömmu eftir slysið, að
lík allra sjóliðanna yrðu færð í
hendur fjölskyldna þeirra. Nokkrir
háttsettir menn í rússneska flotan-
um hafa undanfarið lýst yfir efa-
semdum um að réttlætanlegt sé að
freista þess að ná líkunum upp og
hafa yfirlýsingar þeirra orðið upp-
spretta vangaveltna um að raun-
verulegt hlutverk norsk-rússneska
leiðangursins sé að endurheimta
leynilegan búnað úr kafbátnum.
Kúrojedov vísaði þessu alfarið á
bug í gær.
Irína Ljatsjína, ekkja skipherr-
ans á Kúrsk, sagði sig í gær úr
nefnd, sem sett var á fót til að
styrkja aðstandendur þeirra sem
fórust með kafbátnum, vegna þess
að hún taldi nefndarmenn hafa
brugðist hlutverki sínu. Nefndi
hún máli sínu til stuðnings að 5.000
rúblum, um 16 þúsund ísl. kr., hefði
verið eytt í að senda þakkarbréf til
þeirra sem lögðu fram aðstoð og að
23.000 rúblur hefðu verið veittar til
ritunar bókar um slysið.
Vilja
frelsi til
veiða
SKOTVEIÐIMAÐUR í Búlgaríu
hrtípar slagorð á fundi með um
3.000 félögum sínum i höfuðborg-
inniSofíuígær.
Mótmælt var nýj uni lögum sem
takmarka rétt veiðimannanna til að
stunda veiðar að vild. Um 120.000
skotveiðimenn eru í Búlgaríu en
þar búa um átta milljónir manna.
Mikið er um hvers kyns villibráð í
fjöllum og skógum landsins.
Tony Blair um Efnahags- og myntbandalagið
Myndi ekki greiða at-
kvæði með aðild núna
London, Seoul. Reuters, AFP, AP.
BANKASTJÓRI      Seðlabanka
Evrópu (ECB), Wim Duisenberg,
hvatti í gær stjórnir aðildarríkjanna
ellefu til að leggja hart að sér við að
koma efnahagsmálunum í gott horf.
Gengi sameiginlega gjaldmiðilsins,
evrunnar, fór í 0,8399 dollara um hríð
á mörkuðum í gær eftir að birt var
niðurstaða þýskrar könnunar sem
sýndi minnkandi tiltrú manna í at-
vinnulífinu á stöðu efnahagsmála en
hækkaði síðan aftur í 0,84 dollara fyr-
ir lokun markaða. Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, segir að við
ríkjandi aðstæður myndi hann leggj-
ast gegn því að Bretar gengju í Efna-
Reuters
Mannréttindanefnd SÞ gagnrýnir Israela fyrir ofbeldi
Gagnkvæmar ásakan-
ir um samningsbrot
Genf, Jerúsalem. AP, AFP, Reuters,
MANNRÉTTINDANEFND Sam-
einuðu þjóðanna samþykkti á
bráðafundi sínum í Genf í gær for-
dæmingu á ísrael fyrir „víðtæk,
skipulögð og mjög alvarleg brot á
mannréttindum" og ákvað að efna
til alþjóðlegrar rannsóknar á of-
beldinu undanfarnar vikur á
Vesturbakkanum og Gaza. Full-
trúar Bandaríkjamanna og Frakka
lýstu vonbrigðum sínum með sam-
þykktina. Fulltrúar nítján rfkja af
53, sem eiga aðild að nefndinni,
greiddu atkvæði með ályktuninni
sem borin var upp af arabaríkium.
Hinir fulltrúarnir voru á móti, sátu
hjá eða voru fjarverandi.
Stjórn ísraels byrjaði í gær að
aflétta í samræmi við friðarsam-
komulagið á þriðjudag hömlum á
samgöngum á Gaza og Vesturbakk-
anum en enn er eftir að leyfa um-
ferð milli svæðanna og leyfa íbúun-
um að fara til og frá Israel. Margir
íbúar á sjálfsstjórnarsvæðunum
starfa í ísrael en hafa ekki getað
sótt vinnu í nokkrar vikur vegna
samgöngubannsins í kjölfar átak-
anna.
ísraelar og Palestínumenn saka
hvorir aðra um að brjóta gegn
ákvæðum samkomulagsins sem
náðist í Sharm el-Sheikh á þriðju-
dag. Settur var gagnkvæmur,
tveggja sólarhringa frestur til að
hrinda í framkvæmd ákvæðum
samkomulagsins og rennur hann út
síðdegis í dag. Til harðra átaka
kom í gær er um 40 gyðingar úr
röðum landnema á sjálfsstjórnar-
svæðunum fóru, að því er virðist í
leyfisleysi, inn á palestínskt svæði
við fjallið Ebal sem er við borgina
Nablus á Vesturbakkanum.  Mun
fólkið hafa ætlað að sjá grafhýsi
Jósefs sem Palestínumenn stór-
skemmdu fyrir skömmu eftir að
ísraelskir hermenn hættu að halda
þar uppi gæslu en göngufólkinu
lenti saman við vopnaða Palestínu-
menn. ísraelar sendu öflugt herlið,
stutt vopnuðum þyrlum, á vettvang
í gær og tókst að bjarga fólkinu úr
herkví á fjallinu en í hópnum voru
nokkrar konur og börn. Var barist
í fimm stundir samfleytt, einn ísra-
eli og einn Palestínumaður féll en
18 særðust, þar af 15 Palestínu-
menn. Báðir aðilar kenndu hinum
um átökin sem fjöruðu út um sólar-
lag í gær en þá höfðu ísraelar sent
skriðdreka og brynvarða vagna að
úthverfum Nablus.
ísraelar gagnrýndu harðlega að
palestínsk yfirvöld skyldu ekki
leyfa þeim að senda hjálparlið til að
sinna hinum særðu. „Þetta er mjög
alvarlegt mál og gróft brot af hálfu
Palestínustjórnar," sagði Ehud
Barak, forsætisráðherra ísraels.
Starfandi     utanríkisráðherra
landsins, Shlomo Ben-Ami, sagðist
ekki sjá að ró væri að færast yfir
sviðið. „Sjálfur sé ég ýmislegt vera
að færast til verri vegar í
Palestínustjórn og það veldur
áhyggjum. Er Arafat við stjórnvöl-
inn?" spurði Ben-Ami.
Simon Wiesenthal-stofnunin í
Los Angeles vill að SÞ fordæmi
árásir sem gerðar hafa verið á
samkunduhús og önnur húsakynni
gyðinga víða um heim að undan-
förnu. Flestar hafa þær verið í
Frakklandi, nær 60, og segja tals-
menn stofnunarinnar að frönsk
stjórnvöld reyni að gera sem
minnst úr málinu.
hags- og myntbandalagið, EMU, og
tækju upp evruna.
Gengi evrunnar gagnvart dollara
hefur lækkað um tæp 30% síðan
henni var hleypt af stokkunum í jan-
úar 1999. Akveðið var í gær að breyta
ekki vöxtum á evrusvæðinu þrátt fyr-
ir að staðan gagnvart bandaríska
dollaranum versni stöðugt. Margir
kenna nú óvarlegum ummælum Duis-
enbergs um slæma stöðu gjaldmiðils-
ins. Duisenberg virtist í blaðaviðtali í
vikunni gefa í skyn að ekki yrði gripið
til nýrra ráðstafana til að styrkja
gjaldmiðilinn.
Aðrir benda á að skipulag bankans
sé þunglamalegt, ekki sé hægt að
taka miknlvægar ákvarðanir án þess
að-spyrja ellefu rfkisstjórnir áhts.
Einnig veikir það, að sögn bandaríska
tímaritsins Business Week, bankann,
að gjaldeyrisforði hans er lítill.
Tony Blair er staddur í heimsókn í
Suður-Kóreu. Fréttamenn spurðu
hann í gær álits á evrunni og aðild
Breta. .Almenningsálitið mun gera
upp hug sinn með tilliti til staðreynda
málsins þegar að því kemur. Ef ég
væri spurður í almennri skoðana-
könnun hvort ég vildi að við tækjum
upp evruna núna myndi ég segja nei,"
svaraði forsætisráðherrann. Tals-
maður hans gerði síðar lítið úr um-
mælunum og sagði að Blair hefði ekki
sagt neitt nýtt um stefnuna í málum
evrunnar.
Áður hafði Blair á fundi með
kaupsýslumönnum í Seoul sagt að
breska stjórnin vildi aðild en aðeins ef
ákveðin skilyrði væru fyrir hendi í
efnahag landsins.
Verð hækkaði á hlutabréfamörkuð-
um í Evrópu í gær er fregnir bárust af
því að Dow Jones-hlutabréfavísitalan
í Bandaríkjunum hefði hækkað um
1,65% og Nasdaq-vísitalan um 7,78%.
---------?-?-?---------
Einvígið í London
Jafntefli í 7.
skákinni
London. AP.
HEIMSMEISTARINN í skák,
Garrí Kasparov, og áskorandinn
Vladímír Kramnik sömdu um jafn-
tefli í London í gær í sjöundu einvíg-
isskákinni eftir aðeins 11 leiki.
Skákin stóð í 48 mínútur og mun
þetta vera stysta kappskák sem
Kasparov hefur teflt.
Kasparov sagðist ekki vera
ánægður með úrslitin en hann er nú
einum vinningi undir í einvíginu.
Kramnik minnti á að hann hefði ver-
ið með svart og þess vegna ekki haft
„neina ástæðu til að hafna" jafntefl-
isboði Kasparovs. Næst verður tefit
á morgun, laugardag, en alls verða
skákirnar sextán.
¦ Taf Imennska Kasparovs/47
MORGUNBL AOIO 20. OKTÓBER 2000
690900"090000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
44-45
44-45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88