Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 1
TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gleðilegt nýár! Matthías Johannessen lætur af starfí ritstjóra Morgunblaðsins MATTHÍAS Johannessen lætur af starfi ritstjóra Morgunblaðsins nú um þessi áramót. Hann hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins í rúmt 41 ár eða lengur en nokkur annar maður. Matthías á að baki tæplega hálfrar aldar starf á Morgunblaðinu, en hann kom fyrst til starfa á blaðinu árið 1951, þá 21 árs að aldri. Matthías Johannessen var ráð- inn einn af ritstjórum Morgun- blaðsins í ágúst 1959 og starfaði þá m.a. með Valtý Stefánssyni, sem verið hafði ritstjóri Morgun- blaðsins frá 1924. Valtýr gegndi því starfi til dauðadags árið 1963. Samanlagt nær ritstjóraferill Valtýs og Matthíasar yfir 76 ár af 87 ára sögu Morgunblaðsins. Þegar Matthías var ráðinn rit- stjóri Morgunblaðsins starfaði hann við hlið þeirra Valtýs, Bjama Benediktssonar og Sigurð- ar Bjarnasonar frá Vigur. Skömmu eftir ráðningu Matthías- ar sem ritstjóra hvarf Bjarni Benediktsson á ný til ráðherra- starfa, en hann var einn af rit- stjórum Morgunblaðsins frá 1956- 1959. í maímánuði 1960 var Eyjólfur Konráð Jónsson ráðinn einn af rit- stjórum blaðsins og gegndi hann því starfí til ársloka 1974. Matthías og Eyjólfur Konráð störfuðu því saman sem ritstjórar Morgunblaðsins í u.þ.b. einn og hálfan áratug. Sigurður Bjarnason frá Vigur, sem starfað hafði um nokkurt skeið sem stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins, var ráðinn einn af ritstjórum Morgunblaðsins 1956. Hann lét af ritstjórastarfi árið 1970, þegar hann varð sendi- herra í Kaupmannahöfn. Samstarf þeirra Matthíasar stóð því í rúm- an áratug. Styrmir Gunnarsson var ráðinn einn af ritstjórum Morgunblaðsins í nóvember 1972 og hefur sam- starf þeirra Matthíasar við rit- stjórn Morgunblaðsins því staðið í nær þrjá áratugi. Þegar Matthías Johannessen var ráðinn ritstjóri Morgunblaðs- ins 29 ára gamall höfðu bækur hans, Njála í íslenzkum skáldskap, í kompaníi við allífið og ljóðabókin Borgin hló, vakið athygli og sam- töl hans við fólk, sem birtust á síð- um blaðsins undir heitinu: í fáum orðum sagt, eitthvert mest lesna efni Morgunblaðsins. Úrval þeirra samtala kom löngu síðar út á nokkrum bókum. Á starfsárum sínum á Morgun- blaðinu í hálfa öld hefur Matthías Johannessen verið mikilvirkur rit- Matthías Johannessen höfundur og gefið út nokkra tugi bóka. í samtali við Morgunblaðið í gær kvaðst Haraldur Sveinsson, stjórnarformaður Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, vilja fyrir hönd stjórnar Árvakurs hf. færa Matthíasi beztu þakkir fyrir framúrskarandi og árangurs- rík störf í þágu Morgunblaðsins. „Alþjóð veit að hann hefur verið ein styrkasta stoðin við að efla og tryggja stöðu Morgunblaðsins á íslenzkum fjölmiðlamarkaði." Haraldur Sveinsson vildi einnig fyrir sina hönd persónulega og annarra stjórnarmanna í Árvakri þakka náið og traust samstarf, sem Matthías hefði haft við stjórn félagsins alla sína ritstjóratíð. Eiginkona Matthíasar er Hanna Johannessen. Þau eiga tvo syni, Harald Johannessen, ríkislög- reglustjóra, sem er kvæntur Brynhildi Ingimundardóttur, og dr. Ingólf Johannessen, lækni. Barnabörn þeirra Matthíasar og Hönnu eru fjögur, Matthías, Kristján, Svava og Anna. í Morgunblaðinu í dag birtist Reykjavíkurbréf undir nafni Matthíasar Johannessens. Er það í fyrsta sinn sem sá þáttur blaðs- ins er skrifaður undir nafni. í fyrsta tölublaði Morgunblaðs- ins á nýju ári verður skýrt frá um- fangsmiklum breytingum á rit- stjórn Morgunblaðsins í kjölfar þess, að Matthías Johannessen lætur nú af störfum við blaðið. Við þessi þáttaskil fylgja þær óskir frá samstarfsmönnum Matthíasar á Morgunblaðinu að þeir megi njóta leiðsagnar hans og ráðgjafar enn um langan aldur. Sprengjutilræði á Filippseyjum Uppreisn- armenn grunaðir Manila. AP, Reuters. ÞRETTÁN manns að minnsta kosti létust og yfir 90 særðust þegar fald- ar sprengjur sprungu á fimm stöðum í Manila, höfuðborg Filippseyja, í gær. Vaknaði strax grunur um að ísl- amskir uppreisnarmenn bæru ábyrgð á tilræðunum. Talsmaður annars tveggja líklegustu uppreisn- arhópanna vísaði þó strax ábyrgð á voðaverkunum á bug. I stuttu sjónvarpsávarpi nokkrum tímum eftir að sprengjurnar sprungu reyndi Joseph Estrada for- seti að róa fólk. „Ég fullvissa ykkur um, að við munum beita öllum lög- gæzluafla vorum til að stöðva þetta ofbeldi," sagði hann. Tilræðin hafa bætt gráu ofan á svart á það ástand sem nú ríkir í stjómmálalífi Filipps- eyja, en það hefur verið í uppnámi að undanförnu vegna málaferla sem í gangi eru gegn Estrada forseta. Enginn hafði í gær lýst ábyrgð á tilræðunum á hendur sér, en lögregl- an gaf í skyn að hún teldi Abu Sayyaf-hópinn standa að baki þeim, hinn minni tveggja þekktra her- skárra hópa aðskilnaðarsinnaðra múslima á Suður-Filippseyjum. -----H-«------- Vínveitinga- bann á gaml- árskvöld Indianapolis. Rcuters. EIGENDUR margra vínveitinga- staða í Indianaríki í Bandaríkj- unum eru æfir vegna reglna um vínveitingaleyfi sem gæti eyðilagt fyrir þeim viðskiptin á gamlárs- kvöld. Vínveitingaleyfi í Indiana eru vanalega bundin þeim takmörk- unum að ekki megi veita áfengi á sunnudögum. Að sögn Cliffords Ongs, formanns nefndarinnar sem tekur ákvarðanir um vínveitinga- leyfi í Indiana, hefur um þriðj- ungur hinna 10.000 vínveitinga- staða ríkisins leyfi til vínveitinga á sunnudögum, en til þess að öðlast það þurfa veitingahúsarekendur að gangast undir strangt pröf. Eigandi stors veitingastaðar í Indianapolis áttaði sig ekki á því fyrr en of seint að vínveitingaleyfið hans væri af þessum völdum ekki gilt á gamlárskvöld, en þá eiga 500 manns pantað borð hjá honum. Var það mál manna i Indianapolis að veitingahúsarekendur sem lentu í þessari stöðu myndu samt veita áfengi og hætta á 1.000 dollara sekt, andvirði 86.000 króna. Ong varaði við því að til greina kæmi að refsa þeim sem veittu áfengi í leyfisleysi á gamlárskvöld með því að banna þeim að veita nokkrar veigar á degi heilags Pat- reks í marz. MORGUNBLAÐIÐ 31. DESEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.