Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						<*

fliflWI

II

Viðherf iil geðsjúkiinga hef-

ur breytzt mjög til batnaðar

Geðsjúkdómar munu vera

eínhverjir algengustu kvillar

hér á landi. Því gegnir furðu

og hefur oft verið til umræðu,

hversu illa er búið að þessari

grein læknisfræðrnnar hjá

okkur. Eins og fram kemur í

eftirfarandi viðtali við Tómas

Helgason^ prófessor, getur

Kleppur aðeins tekið á móti litl-

um hluta þeirra sjúklinga, sem

sárlega þyrftu á sjúkrahúsdvöl

að halda, um lengri eða

skemmri tíma.

Prófessor Tómas Helgason

veitti mér góðfúslega blaðavið-'

tal fyrir nokkru og fræddi mig

sitthvað um þessi mál. Að við-

talinu loknu gekk hann með

mér um ýmsar deildir sjúkra-

hússrns.

Ýmsar lagfæringar hafa verið

gerðar á stofunum.

Við komum á tvær kvenna-

og karladeildirnar, og hafa

ýmsar lagfæringar verið gerð-

ar þar, stofurnar nýmálaðar og

vistlegar, blóm í vösum, mál-

verk og eftirprentanir prýddu

veggi. Á öðrum deildum var

ekki eins langt komið lagfær-

ingu, en þó ýmislegt, sem reynt

var að gera svo að stofurnar

yrðu notalegri. Sums staðar

voru eins og tveggja manna her

bergi. Sumar deildirnar eiga

hins vegar langt í land til að

fá þann svip, sem læknar og

hjúkrunarlið mundu kjósa. Pró-

fessorinn gat þess, að hefðu

þeir eins og nokkrar milljónir

til umráða mætti margt og mik-

ið gera og gæti sjúkrahúsið þá

fyrst orðið eins hefcnilislegt o'g

nauðsynlegt væri.

líó og andlegt jafnvægi.

ríkti hvarvetna.

Þeir, sem ímynda sér, að á

geðsjúkrahúsum ríki annarlegt

andrúmsloft, ys og læti og

jafnvel öskur, hefðu orðið undr

andi á því, hve allt var rólegt

og þægilegt. Sumir höfðu feng-

ið bæjarleyfi, ýmist til að fara

í heimsóknir eða kaffiboð aðrir

voru í vinnu. Sjúklingar gengu

um og skröfuðu saman, lásu í

bókum eða fengust við föndur

ýmiss konar.Nokkrir lágu í rúm

um sínum og virtust sinnuiitlir

um það, sem fram fór. Hvar-

vetna sem læknirinn birtist,

var honum vel fagnað, sjúkl-

ingarnir komu til hans og hann

tók í hönd þeirra og skipti við

þá nokkrum vingjarnlegum og

uppörvandi orðum.

Prófessor Tómas lét þess

getið, að hann hefði á fundi

Geðvemdarfélagsins     komið

með þá tillögu að opna Klepp,

þ.e. gefa almenningi kost á að

koma og skoða sjúkrahúsið til

að glæða skilning fólks á því,

sem þarna er reynt að gera

Eyrir sjúklingana. Þetta væri

þó allt óráðið og að sjálfsögðu

mundi hann leita eftir sam-

bykki sjúklinga sinna áður.

Sjúkdómarnir skiptast í

psykosis og nevrosis.

í skrifstofu læknisins var

borið fram kaffi og meðlæti,

og ég byrjaði á því að spyrja,

hvort geðveila eða geðveiki

væru mjög algengir sjúkdómar

á íslandi.

— Það sem geðlæknir á fyrst

og fremst við með geðveilu —

sem á síðari árum hefur verið

kölluð geðvilla — eru meiri

háttar og varandi skapgerðar-

gallar, sem eru svo miklir, að

einstaklingurinn eða þjóðfélag-

ið þjáist vegna þeirra, segir

próf. Tómas. — En þegar tala

'á um geðsjúkdóma í heild, get-

um við sagt að þeir skiptist í

meiri háttar sjúkdóma, þ.e.

geðveiki eða psykosis og hins

vegar minni háttar, þ.e. nevros

is, það sama og fólk kallar

taugaveiglun, en hefur verið

íslenzkað betur með orðinu

hugsýki. Fólk talar um tauga-

veiklun og telur"það vera vef-

ræna taugasjúkdóma, en vef-

rænar breytingar eru sjaldnast

samfara þessum sjúkdómi, held-

ur koma fram andleg einkenni.

Eftir núverandi þekkfcigu er

sjúkdómurinn talinn eiga sér

tilfinningalegar rætur. Þessi

sjúkdómur, þ.e. nevrósurnar

geta fylgt' vefrænum sjúkdóm-

um og eru því fyrst og fremst

verkefni lækna að fást við þá,

en ekki leikmanna, sálfræðinga

eða félagsráðgjafa (social work-

ers) þótt þeir séu prýðis hjálp-

armenn og geti tekið þátt í

meðferð sjúklingsins undir

handleiðslu geðlækna.

Geðsjúkdómar eru mjög

algengir kvillar.

— Geðsjúkdómar eru af-

skaplega algengir kvillar. Það

má segja, að þriðji hver mað-

Prófessor Tómas Helgason.

v:y:Sí.vÍÆMÆ^Xv«;

Ljósmynd TÍMINN — GE.

óhjákvæmilegt að nokkrir verði

varanlegir öryrkjar. Dánarlíkur

eru mestar í fyrstu, eins og ég

sagði, en síðar ekki nieiri ea

hjá heilbrigðu fólki. Ef bætast

við 1—3 ólæknandi sjúklingar

á hverju ári, þá er hópurinn

orðinn bysna stór eftir nokkra

áratugi. f öðrum grfeinum lækn-

isfræðinnar eru margir srjúk-

dómar, þar sem læknar staada

ráðalausir, en þeir eru oftast

banvænir, og þar af leiðandi

safnast ekki fyrir hjá þeim 6-

læknandi sjúklingar, eins og

hjá okkur.

Mörgum verður ljóst eftirá,

að þeir voru sjúkir.

— Finnur fólk til sjúkdóms

síns?

— Margir finna til hans, að

minnsta kosti öðru hverju. Þeir,

sem haldnir eru meiri háttar

geðveiki telja sig oft ekki veika

og kenna óþægfcidum eða

einhverju öðru en sjúkdómi,

gagristætt hinum taugaveikl-

uðu. Sumir sjúklingar hafa

innsýn í sjúkdóminn allan

tímann, aðrir aðeins í byrjun

og enissa það síðar. Það sker

úr á milli geðveiki og tauga-

veiklunar, að þann geðveika

brestur skilning á eigið ástand

og mat hans á veruleikasnnn

er mjög truflað. Hjá himim

taugaveiklaða aftur á mótí,

skortir aðeins skilning þegar

snertir ákveðna bletti í sSar-

lífi hans.

— Eru sjúklingar fusir «*

leita læknis?

— Yfirleitt þeir, sem ekki tefta

læknis af sjálfsdáðum, taka \*í

vel þegar þeim er ráðlagt að

fara til læknis, en auðvitað em

þeir líka til, sem vilja ekki

viðurkenna, að þeir séu sjúkir

og eru því tregir. Jafœwl þeir,

RÆTT VIÐ TÓMAS HELGASON PRÓFESSOR

ur, sem nær 14 ára aldri, eigi

á hættu að verða haldinn ein-

hverjum geðsjúkdómi, sem

leita þarf lækninga við. En

obbinn af sjúklingum er sem

betur fer, haldinn nevrósum og

ekki alvarlegri tegund geðsjúk-

dóma. Margir eru haldnir

drykkjusýki, svo að verulegum

meinum valdi. Um 6 prósent fá

meiri háttar geðsjúkdóma, og

loks eru í kringum 3—4 pró,

sent, sem eru svo vangefnir.

að þeir þurfa á læknisfræði

legri, uppeldislegri eða félags-

legri aðstoð að halda. Psyko-

patar — geðvilltir eru um 4

prósent.

Heildartíðni geðsjúkdóma  |

svipuð hjá köliim og konum.

— Eru geðsjúkdómar almenn.

ari meðal kvenna en karla?

— Það er einkennilegt, þegar

hugleidd er  tíðni og dreifing

sjúkdóma, er alltaf álitið, að

taugaveiklun sé almennari með-

al kvenna en karla. Ef allt er

talið með, má segja að um 18

prósent kvenna verði fyrr eða

síðar á lífsleiðinni að leita til

læknis vegna taugaveiklunar

Aftur á móti þurfa um 9 pró-

sent karla læknishjálp vegna

taugaveiklunar. Þar k' móti

kemur eitt, sem jafnar þenn-

an mun, og er það ofdrykkian

Uppundir tíu prósent karla

lenda í vandræðum vegna henn-

ar, en aðeins eitt prósent

kvenna, Leggi maður þessar

tölur því saman, er útkoman

hin sama. Þetta sést einnig,

þegar athugað er eftir kynjum

og ýmislegum félagslegum sér

kennum, t.d. hvort viðkomandi

eru uppaldir og búsettir í bæ

eða sveit, giftir eða ógiftir

og hvernig þeim er skipað

stéttir.   Heildartíðni   þessars

kvilla er nokkurn veginn jöfn

hjá körlum og konum.

Batahorfur eru oftast góðar.

— Hvernig eru batahorfur

sjúkl'inga?

— Miðað við hversu algengir

þessir sjúkdómar eru, valda

þeir tiltölulega sjaldan varan-

legri, meiri háttar örorku.

Batavonir eru góðar og dánar-

líkur aðeins lítillega auknar,

og eru þær heldur meiri hjá

sjúklingum, sem haldnir eru

alvarlegri geðveiki og m.a.

vegna. sjálfmorðshættunnar.

— Þá lægi beinast við, að þér

spyrðuð, hvers vegna spítalinn

sé alltaf fullur af krónískum

sjúklingum, segir læknirfcm. —

Skýringin er sú, að lítill hluti

sjúkdómanna er langvinnur og

við ráðum ekki við.þá, frómt

frá sagt. Við erum ekki almátt-

i»ír frekar en aðrir. Og þvi er

sem lítið innsæi haf a í eigin líð-

an, fást til að koma, og séu þeir

teknir í viðeigandi meðferð,

tekst oftast að skapa skilning

hjá þeim og þegar þeir finna

breytinguna, verður þeim eftir

á ljóst, að þeir voru veikir.

— Getur sjúkliii'gur hugsan-

lega blekkt geðlækni?

— Við erum alls ekki óskeik-

ulir frekar en aðrir. Það er

hægt að plata geðlækni í hálf-

tíma viðtali, en því oftar sem

læknir talar við sjúklinginn,

því minni líkur eru til, að

læknirihn verði blekktur. Það

kemur oft fyrir, að hringt er

til manns og maður er beðinn

að koma og líta á einhvern af-

ohgðilegan. Og síðan kemur

í ljós, að það er sá sjúki, sem

hefur hringt. Margir geta hæg-

lega setið á sér, þegar þeir

þurfa að sanna geðlækni, hvað

Framhaln a 22  sfðu

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24