Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 2
TÍMINN LAUGARDAGUR 29. malRISGS ! FÖSTUDAGUR 28. maí. NTB-Dhanbad. — Alls 375 ind verskir kolanámumenn fórust í mjög öflugri sprengingu í námu einni nálægt Thanbad í indverska ríkinu Bihar í morg un. Þar að auki særðust 16 meian, sem stóðu við námugöng in, mjög alvarlega. Slys þetta átti sér stað, þegar verið var að skipta um vakt, og voru því um helmingi fleiri en venjulega. Náman er við Dhori, sem er um 100 km frá Dhanbad í austurhluta Ind- lands. NTB-Saigon. — Mörg hundruð manns fórust eða særðust í hörðum bardögum og loftár- ásum í Suður-Víetnam í dag, og varð þetta einn blóðugasti dag ur Víetnam-stríðsins til þessa. Jafnframt misstu 9 bandarískir hermenn iífið, þegar tvær þyrl ur rákust á við herstöðina í Bien Hoa. Kviknaði í þyrlunum sem hröpuffu þegar eftir árekst urinn. Þyrlurnar voru í um 30 metra hæð yfir flugbrautinni í Bien Hoa, sem er aðcins 20 km. frá Saigon. 11 menn voru um borð, og þeir tveir, sem af komust, særðust hættulega. Stjórnmálaástandið í Saigon er enn spennt, og af þeim sök um hefur Maxwell Tayior, hers höfðingi, sendiherra Bandaríkj anna í Suður-Víetnam, frestað fyrirhugaðri för sinni til Wash ington, þar sem hann átti að gefa Johnson forseta og Rusk utanríkisráðherra skýrslu um ástandið og þróun styrjaldar- NTB-Cannes. — Brezka kvik- myndin „The Knack“, sem leik stjórinn Richard Lester hefur gert, fékk í dag heiðursverð- launin á kvikmyndahátíðinni í Cannes, „Gullpálmann“. Rich- ard Lester gerði fyrir nokru kvikmyndina „A Ilard Day‘s Night“ með The Beatles. Verð- launin sem bezta kvikmynda- leikkonan og bezti kvikmynda- lcikarinn fóru cinnig til Breta, þ.e. Samantha Eggar og Ter- ence Stamp, sem bæði fengu vcrðlaunin fyrir leik sinn í bandarísku kvikmyndinni „The Collector". NTB-Köln. — Hinn 51 árs gamli Otto Kaiser, fyrrum lið- þjálfi í SS-sveitum nazista, sem er ákærður fyrir að hafa pynt- að til dauða rúmlega 100 fanga í Sachsenhausen-fangabúðunum í síð-ari heimsstyrjöld, var í dag dæmdur í 15 ára þvingunar vinnu. Átta aðrir stríðsglæpa- menn, sem ásamt Kaiser voru ákærðir fyrir að hafa átt þátt í morðum á 10.000 sot'ézkum föngum, voru dæmdir í þving- unarvinnu í 12 til 22 mánuði. 10. maðurinn, sem ákærður var, var sýknaður. IKVENNASKOL- ANUM SLITIG Kvennaskólanum í Reykjavík var slitið 22. maí s. 1. að við- stöddu fjölmenni. Forstöðuhona skólans, frú Guðrún P. Helga- dóttir, minntist í upphafi for- setafrúar Dóru Þórhallsdóttur og frú Laufeyjar Þorgeirsdótt- ur, en þær höfðu báðar átt sæti í skólanefnd, og lauk for- stöðukona miklu l'ofsorði á stört þeirra. Þar næst gerði forstöðukonan grein fyrir starfsemi skólans þetta §kólaárið og skýrði frá úrslitum vorprófa. 231 náms- mær settist í skólann í haust og 41 stúlka brautskráðist úr skól- anum að þessu sinni. Hæstu einkunn í bóklegum greinum á lokaprófi hlaut Sigurbjörg Björnsdóttir, námsmær í 4. taekk Z., 9.18. í 3. bekk hlaut Elín Hjartardóttir hæstu eink- unn, 9,00, í 2. bekk Bergljót Kristjánsdóttir 9,14, og í 1. bekk Ingibjörg Ingadóttir 9,15. Mið- skólaprófi lauk 41 stúlka, 63 unglingaprófi, og 64 luku prófi upp í 2. bekk. Sýning á hann- yrðum og teikningum náms- meyja var haldin í skólanum 16. og 17. maí og var mjög fjöl- sótt. Þá minntist forstöðukona á sjóðsstofnun við skólann. Stúlk urnar, sem voru að brautskrást, stofnuðu minningarsjóð um látna bekkj arsystur sína, Hildi Ólafsdóttur, en hún lézt af slys förum 24. janúar 1963, er þær voru í 2. bekk, og var öllum harmdauði- Kvennaskólastúlkur, sem b rautskráðust fyrir 40 árum, gáfu gjöf í Systrasjóð til minn- ingar um látnar skólasystur. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna sem brautskráðust fyrir 25 ár- um, mælti frú Auðbjörg Björns dóttir, og fyrir hönd 20 ára árgangsins mælti frú Salóme Þorkelsdóttir. Fyrir hönd 10 ára árgangsins mælti frá Hild- ur Bjarnadóttir, og frú Elín Tryggvadóttir talaði fyrir hönd 5 ára árgangsins. Fulltrúar af- mælisárganganna fóru viður- Framhald á 14. síðu. .v3v^W‘W.;.;cí\\\wvtóli‘t ■,v.v...v.\vuvvvvvvvvu*uuui»M Susanne Relth sundurbrotln í Raufarhöfn. — TÍMAMYND—JE. Susanne Reith mun styttast um 8 metra er hún verður sett saman MB-Reykjavík, miðvikudag. Enn liggur Susanne Reith í tiveimur hlutum á Raufarhöfn, en þegar ísa leysir þar nyðra er ætlunin að setja hlutana sam an nyrðra eða draga þá hvorn í sínu iagi þangað sem aðstaða er betri. Verður skipið stytt um 8 metra við samset'ninguna. Blaðið spurði Kristin Guð- brandsson í Björgun h. f. um það í dag, hvenær hann bygg ist við að skipið færi frá Rauf arhöfn, og hvernig sú ferð yrði. Kristinn kvaðst lítið nýtt geta sagt um málið. Skipið er nú al- gerlega eign Björgunar h. f. og fyrirtækið mun gera allt sem unnt er til þess að, láta þau verðmæti sem liggja í skipinu ekki fara forgörðum. Aftari hluti skipsins er vel geymdur í höfninni á Raufar- höfn, en framhlutinn situr enn fastur á grunni og í ís, en strax og ísa leysir er ætlunin að draga hann á flot. Allar vél ar og tæki eru í skipinu og allt er óskemmt. Nokkur sjór komst í vélarúmið í vor, en það var strax þurrkað og þétt. Kristinn kvað það vaka fyrir þeim Björgunar-mönnum, að reyna að skeyta skipshlutana saman á Raufarhöfn, svo hægt væri að sigla skipinu brott til fullnaðarviðgerðar. Tækist það ekki yrðu hlutarnir dregnir til staðar, sem slík viðgerð væri möguleg. Hann kvað óhjákvæmi legt að stytta skipið allmikið við fyrstu samsetningu, vegna skemmda, sem orðið hefðu við brotið, og er áætlað að/ þurfl að stytta skipið um 8 metra. Pípugerð Reykjavikur- borgar tekur ti! starfa Um þessar mundir er að taka til starfa ný pípugerð á vegum Reykjavíkurborgar í Ártúnshöfða, og er hún staðsett norðan við malbikunarstöðina, í gamla grjót námi borgarinnar. Á hún að fram leiða steinsteyptar pípur og hol- ræsabrunna. B ARN ALIST ARSYNING CiB-Reykjavík, föstudag. Opnuð verður á laugardag kl. 3 sýning í Handíða- og mynd- listarskólanum á myndum eftir börn á aldrinum 8—12 ára. sem Althúr Ólafsson teiknikennari héfur kennt í Mýrarhúsaskólanum í vetur á vegum Ilandíðasltólains. Kurt Zier skólastjóri sagði fréttámönnum í dag. að til þess arar sýningar væri stofnað í þeim tilgangi að sýna, hversu mætti takast um kennsluaðferð við börn á bessum aldri begar börn hefðu frjálslegan tján- ingarhátt j rnyndgerð sem aæti með nærgætnilegn leið- beiningu gefið sanna mynd af sálarlífi þeirra og . verið for- eidrum og kennurum nauðsyn- leg í umgengni við börn. T.ián í ing þeirra fengi fyrst útrás - í að gera myndir begar ban ! hefðu ekkí tileinkað sér orðaforða og á nefndu aldursskeiðr yrði iðulega tii verk slíks hug- myndaflugs sem einslakling- arnir yrðg máske aidrei upp frá því megnugir að skapa, því iö- eftir 12 ára aldurinn hæfist nýtt timabil. geigjuskeiðið. og þá hætti barnið að vera uppruna- legt eins og það áður var. Sýningin, sem er á tveim hæð um Handiðaskólans verður op- in fram yfii hvítasunnu daglega kl. 2—10 e.h.. Byggingarframkvæmdir hófust í nóvember s.l. Reistar voru tvær skemmur, sem áður voru sunn an til í Öskjuhlíðinni, auk þess steypt síló fyrir efni og reist hús fyrir afgreiðslu og starfsmenn. Gólfflötur verksmíðjunnar er ca. 1000 ferm., auk starfsmannahúss, um 80 ferm., að stærð, fyrir verk stjóra, afgreiðslumann, kaffistofu, böð og snyrtiklefa. Keyptar voru pipugerðarvélar frá fyrirtækinu Ringsted Jern- stöberi & Maskinfabrik A/S (RIMAS)' í Danmörku. Voru keyptar tvær vélar af gerðinni 306, sem framleiða pípur allt að 120 cm í Þvermál. Sjálf steypu vélin er 500 lítra þvingunarbland ari af gerðinni Schlosser. Þá voru einnig keyptir sjálfvirkir skammt arar, sem mæla efnið eftir rúm fangi í hverja blöndu fyrir sig, steypuflutningsvagn og ýms önn ur tæki. Rafeindaheilar stjórna steypublöndununni, þannig að ekki þarf annað en setja inn gata spjald, til að fá ákveðna steypu blöndu. Meðalafköst véla af sömu gerð svara til þess, að önnur litla vélin framleiði um 300 stk. af 10 cm. pípum, hín um 200 af 25 cm. píp um og stóra vélin um 120 stk. af 60 cm pípum á dag, og er þá miðað við átta stunda vinnu og tvo menn við hverja vél. Hræri- vélin framleiðir um 10 rúmm. af steypu á klst. Gert er ráð fyrir að um 15—20 manns muni starfa við verksmiðjuna. Trésmíðameistari við þessar Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.