Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						MANDBOK
VERZLUNARMANNA
ÆS K RIFTA RS Í MI
16688    16688   16688
12:1. tbl. — ÞrjSjudagur 1. júní 1965 — 49. árg.
Dagsbrúnarmenn á fundi í ISnó á sunnudaginn.  (Tímamynd  GE)
5 DAGAR TIL STEFNU
OG STJÓRNIN ÞEGIR!
EJ—Reykjavík,  mánudag.
5. júní næstkomandi renna út
samningar flestra launþegafélag-
anna og enn sem komið er hefur
enginn árangur náðst í samninga
viðræðum við ríkisstjórnina og
atvinnurekendur. Kjaramálaráð-
stefna Alþýðusambands íslands,
sem haldin var í marzmánuði, eða
fyrir rúmum tveim mánuðum, mót
aði höfuðkröfur launþegasamtak
anna, en enginn árangur hefur
náðst í viðræðum við ríkisstjórn
ina enn sem komið er, vegna þess,
að ríkisstjórnin  steinþegir.   14
manna samninganei'ndin, sem
kjaramálaráðstefnan kaus í marz,
kaus eins og kunnugt er undir-
nefnd til þess að ræða um hús
næðismálin, og hefur Þessi nefnd
lagt fram tillögur sínar og sent
þær ríkisstjórninni, en ekkert svar
hefur borizt. 14 manna nefndin
hefur ekki verið kölluð saman
undanfarið, einfaldlega vegna
þess, að ekkert hefur komið frá
ríkisstjórninni til þess að ræða
um. Eru samnjngamálin nú að
komast í eindaga — örfáir dag
ar eru þar til samningarnir renna
út, og enn þegir ríkisstjórnin. Er
því ekki óeðlilegt, að ýmsir
verkalýðsleiðtogar séu orðhir væg
ast sagt óþolinmóðir.
Viðræður verkalýðsfélaganna
við atvinnurekendur eru rétt að
hefjast, en þær hafa m.a. dregizt
vegna þess, að beðið var eftir ein
hverjum árangri af viðræðunum
við ríkisstjórnina. Þá hélt Dags
brún fjölmennan fund um samn
ingamálin á sunnudaginn, og var
þar samþykkt að boða verkfall, og
einnig var skattastefnu núverandi
ríkisstjórnar harðlega mótmælt.
Eins og kunnugt er mótaði
kjaramálaráðstefna ASÍ, sem hald
in var 26. — 27. marz síðastliðinn
— eða fyrir rúmum tveim mánuð
um — höfuðkröfur launÞegasam
takanna í yfirstandandi viðræðum
og var mikil áherzla á það lögð
á ráðstefnunni, að tímínn fram
til 5. júní yrði notaður á sem
beztan hátt til viðræðna bæði við
ríkisstjórnina og atvinnurekendur
um nýja kjarasamninga og ýmsar
aðrar kjarabætur. Var kjörin 14
manna nefnd, sem annast skyldi
Framhald á 15. síðu.
HANDBÓK
VERZLUNARMÁNNA
ÁSKRIFTARSÍMI
16688    16688   16688
Hlýnar
og grær
MB—Reykjavík,  mánudag.
Nú eru hlýindi um allt
land og gróður hvarvetna
að taka við sér. Blaðið átti
í dag tal við nokkra frétta
ritara sína í þeim byggðar
lögum, sem mestir kuldar
hafa verið í vegna hafíss
ins og gróður var sama og
ekkert á veg kominn. Þeir
voru allir léttir í skapi og
bjartsýnir og kváðu mikil
og góð umskipti hafa orðið
síðustu dagana.
Undanfarna daga hafa ver
ið mikil hlýindi norðanlands
og hefur hiti víða komizt
hátt upp í tuttugu stig. Haf-
ísinn hefur einnig að mestu
kvatt strandir landsins og
siglingar eru orðnar greið-
færar á flestallar hafnir.
Jafnframt hefur gróðurinn
þotið upp og þar sem hann
er skemmst á veg kominn
telja menn að skammt sé
þess að bíða að fé hafi næg
an haga.
Guðmundur P. Valgeirs
son á Bæ í Trékyllísvík
sagði að nú væri þar engan
ís að sjá og gróðri færi
vel fram en þó væri enginn
hagi kominn enn þá. Von
væri nú alveg á næstunni á
áburðarskipinu, en enginn
áburður hefur enn verið
fluttur tíl íbúa Árnes-
hrepps.
Pétur Bergsveinsson á
Hólmavík sagði að allur ís
væri horfinn af Steingríms
firði. í fyrradag kom þar
vestankul og rak ísinn i
burtu. Sést nú^ enginn ís
frá Bólmavík. fsinn hefur
rekið austur yfir Húnaflóa
Framhald á bls. 14
Hofsjökull  siglir í  höfn  s.l.  sunnudagskvöld.
'Farmanni fagnað (Tímamynd GE)
4 Jöklar í alþjóðasiglingum
JHM—Iteykjavík, mánudag.
í gær, sunnudag, kom nýjasta
og stærsta skip Jökla h.f., Hofs
jökull, úr þriggja mánaða úti-
vist, drekkhlaðinn af bflum og
öðrum varningi. Eins og menn
muna, þá náði Eimskipafélagið
öllum frystiflutningunum frá
Jöklum með því að bjóða mun
togri flutningsgjöld. Þetta
var'ð til þess, að Jöklar urðu að
leita fyrir sér erlendis um flutn
inga, þar s«m ekki var nóg
fyrir þá að gera hér á landi
með sín f jögur skip.
í dag, mánudag, ræddu for-
ráðamenn Jökla við blaðamenn
um borð í Hofsjökli, ásamt hin-
um kunna skipstjóra, Ingólfi
Möller. Á þessum fundi skýrðu
þeir frá því, hvaða ráðstafanir
félagið hefur orðið að gera til
að geta haldið áfram eðlilegum
rekstri, og verið um leið sam-
keppnisfært á alþjóðaleiðum,
Jöklar h.f. er dótturfyrirtæki
Sölumiðstöðvarinnar og stofnað
í þeim tilgangi að flytja sem
mest fyrir þá aðila og á hag-
stæðu verði; þetta gerði skipa-
félagið í 18 ár og þá oftast fyr-
ir neðan heimsmarkaðsverð.
Ólafur  Þórðarson.  forstjóri
Jökla, skýrði svo frá, að á und
anförnum árum hefðu orðið
verulegar breytingar á rekstri
frystiskipa félagsins. Stofnend-
ur Jökla h.f. voru allir frysti-
húsaeigendur innan SH, og var
félagið stofnað til að þjóna
hraðfrystihúsunum á sem hag-
kvæmastan hátt m.a. með hröð
um afskipunum hvar sem var
á landinu og lágum farmgjöld-
um. Þessu hlutverki sínu hefur
félagig þjónað í 18 ár, eða þar
til 1. apríl s.l., þegar Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna gerði
samning við Eimskipafélag fs-
lands h.f. um flutninga á allri
framleiðslu frystihúsa innan SH
á flutningsgjaldi, sem er langt
fyrir neðan eðlilegan rekstrar-
grundvöll frystiskipa. Stjorn'
Framhald á 15. sfðn
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16