Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						HANDBOK
VERZLUNARMANNA
ÁSKRIFTARSÍMI
16688   16686   16688
125. tbl. — Laugardagur 5. júní 1965 — 49. árg.
24 SIÐUR
HANDBÖK
VER2LUNARMAWNA
ÁSKRIFTARSÍMI
«6688    16688   16688
Frá aSalfundl Flugfélagsins í gær.
Frá aSalfundi Loftlelða f gær. (Tímamynd GE)
Einhugur á aðalfundi Flugfélags íslands:
Hrindum hverri
St|órnarformaður Loftleiða um Flugfélagíð:
HVE LENGI GETA
árás á f élagiö  BÚRN VERIÐ PELABÖRN?
IGÞ-Reykjayík, föstudag. Aðalfundur
Flugfélags íslands var haldinn ao' Hótel
Sögu í dag. Forstjóri félagsins, Örn Ó.
Johnson, skýrði frá rekstri féiagsins ár-
ið 1964, en hagnaðurinn naiii rúmlega
einni milljón. Varð nær fjögurra millj-
óna króna tap á innanlandsfluginu, en
fimm milljóna ágóði af millilandaflugi.
Samþykkt var á fundinum að gefa út
jöfnunarhlutabréf, þannig að núgildand-i
verð hlutabréfa fimmfaldaðist. í frétta
tilkynningu um fundinn segir, að fram
hafi komið mikill einhugur um að
standa trúan vörð um félagið, og hrinda
hverri árás, sem það kynni að verða
fyrir, svo það mætti í framtíðinni, sem
hingað til, veita landsmönnum þá þjón
ustu, sem það frá upphafi hefur Iagt
sig fram um að rækja sem bezt.
Guðmundur Vilhjálmsson, formaður
stjórnar Flugfélaggins, setti fundinn,
en fundarstjóri var kjörinn Magnús
Brynjólfsson og fundarritari Jakob Frí-
mannsson.
í skýrslu forstjóra um flugið kom
fram, að flogið var til sömu staða og
áður en ferðum fjölgað. Mikil aukning
varð í farþegaflutningum, bæði innan
lands og milli landa. Þar varð far-
þegaaukningin 27,7% en innanlands
nam aukningin 12,5%. Alls flugu 112.
315 manns með flugvélum félagsins ár-
ið 1964. Aukning vöruflutnings nam
36,3%. Samanlagt fiugu „Faxarnir"
nokkuð á fjórðu milljón kílómetra.
Forstjórinn sagði, að þrátt fyrir aukna
flutninga og auknar tekjur, hefði vax-
andi dýrtíð hér og i sumum nágranna-
löndunum valdið því að hagnaður af
rekstri félagsins hefði' orðið minni  en
vonir stóðu til. Heildarveltan nam 180,3
milljónum króna. Hagnaður af milli-
landaflugi varð 5 millj. en tapið á inn
anlandsfluginu 3,9 millj. Reksturshagn
aður varð 1,1 millj. og höfðu þá eignir
vérið afskrifaðar um 11,5 millj, kr. Um
s. 1. áramót unnu 312 starfsmenn hjá
félaginu og hefir sú tala tvöfaldast á s.
1. 10 árum. Á sama tíma hefur umsetn-
ing félagsins fjórfaldast.
Forstjórinn kvað kauþin 'á Fokker
Friendship skrúfuþotunni merkasta á-
fangann í sögu félagsins á liðnu ári.
Þá skýrði Örn forstjóri frá því, að nú
væri í athugun að kaupa fullkomna
þotu til millilandaflugs, og sagðist hann
vænta þess, að þær athuganir leiddu til
niðurstöðu seint á þessu ári. Hér væri
um mestu fjárfestingu í sögu félagsins
að ræða, þvi þotur af þeirri gerð, sem
henta mundi Flugfélaginu myndu kosta
frá 150—250 millj. kr. ásamt varahlut-
um og þjálfun starfsmanna.
Þá ræddi Örn samninga, sem staðið
hefðu yfir milli Flugfélagsins og Björns
Pálssonar um stofnun sameiginlegs flug
félags, en þeim samningum væri ekki
lokið.
í stjórn félagsins voru kjörnir Guð-
mundur Vilhjálmsson, Bergur G. Gísla-
son, Birgir Kjaran, (fyrir Richard
Thors, sem baðst undan endurkosn-
ingu eftir tuttugu ára setu í stjórn),
Jakob Frímannsson og Björn Ólafs-
son. f varastjórn voru kjörnir Sigtrygg
ur Klemenzson og Eyjólfur Konráð
Jónsson.
Margir tóku til máls á fundinum, sem
var fjölsóttur og kom þar fram einhugur
um. að hrinda hverri árás, sem félagiíí
kynni að verða fyrir, og mun þar höfð
að til hlutabréfasölu sem annars.
t^SB3SBS5*T*Z!S!5£?*
IGÞ-Reykjavík, föstudag. Aðalfundur
Loftleiða var haldinn í Tjarnarbúð í
dag. Aðalframkvæmdastjóri félagsins Al
freð Elíasson, skýrði frá rekstri félags-
ins árið 1964, en Slgurður Helgason,
varaformaður félagsstjórnar las reikn-
inga þess.; Hagnaðurinn 1964 nam rúm
iim þrjátíu og fjórum milljónum. Veltú-
aukningin nam rúmlega 23%. Skatt-
greiðslur í ár munu nema rúmum
fimmtán milljónum.
Fyrstur tók til máls Kristján Guð-
laugsson, formaður félagsstjórnar.
Ræddi hann einkum skipti Loftleiða og
Flugfélagsins allt frá árinu 1950 og
gerði grein fyrir því tilboði Loftleiða að
kaupa hlutabréf Flugfélags íslands, sem
nú eru í eigu Eimskipafélagsins á
fimmtánföldu verði. Taldi hann i ræðu
sinni að hvergi hefði hallað á Flugfé-
lagið í skiptum þess og Loftleiða. Sagði
hann í lok máls síns um Flugfélagið,
að forstjóri þess virtist telja félag sitt
eitt af óskabörnum þjóðarinnar, „én
þaó rísa ekki allir undir því nafni og hve
lengi geta óskabörn verið pelabörn?"
Það kom fram í skýrslum félagsins, að
afskriftir urðu rúmar 84 milljónir árið
1964. Félagið á nú fimm flugvélar af
Cloudmastergerð og fjórar af gerðinni
Rolls Royce 400. Þrjár þeirra eru nú
í förum. Aukningin í farþegaflutningi
varð 27.5% á árinu og vöruflutningar
jukust um 23,3%.
Um síðustu áramót voru fastir starfs
menn félagsins 615 að tölu. Þar af
unnu 424 þeirra hér á landi. Kaupupp-
bót þeirra nam rúmum tveimur milljón
um króna. Félagið skilaði bðnkum gjald
eyri sem svarar til 132.302 millj. kr.
og 120 millj. fóru í afborganir af flug-
vélum.
Skuldir  og  skuldbindingar félagsins
gagnvart Canadair og bönkum þess fé-
lags nema nú rétt um 822 millj. kr.,
auk vaxta. Hins vegar er hrein eign fé-
lagsins nú samkvæmt skattaframtali
ekki nema 53 milljónir og hlutfalliS
milli hreinnar eignar og skuldbinga því
einn á móti fimmtán. Þá stendur félagið
í hótelbyggingu á Reýkjavíkurflugvelli,
sem talið er að muni kosta hundrað
milljónir uppkomið.
Samþykkt var að greiða 15% arð
tii hluthafa og greiða starfsmönnum fé-
lagsins kaupuppbót. Einnig samþykkti
fundurinn að leggja 200 þús. kr. til
orlofsheimilis starfsmanna Loftleiða.
Eins og fyrr segir fjallaði ræða
stjórnarformanns að töluverðu leyti um
Flugf'élagið. Sagði hann að vegna skipt-
ingar flugleiða innanlands upp úr 1950
sem öll hafi ' verið Flugfélaginu í vil,
hafi Loftleiðum verið bolað út úr inn-
anlandsfluginu. Sagði hann að það hefði
valdið deilum á sínum tíma, og Loft-
leiðir hefðu sannarlega ekki hætt innan-
landsflugi af fúsum vilja." Þá skýrði
hann frá því, að IATA hefði að tilmæl-
um Flugfélagsins hækkað fargjöld á
N-Atlantshafsleiðinni 1956, og hefði >að
brotið i bága við vilja og stefnu Loft-
leiða í fargjaldamálum á þeirri leið. Um
hugsanlega samvinnu flugfélaganna
sagði Kristján, að þar virtist þrákelkni
og metnaður standa í vegi. Engum
dytti hins vegar í hug að sameina fé-
lögin. Sjónarmið um samvinnu hefði
ráðið því, að tilboð var gert i hluta-
bréf Eimskipafélagsins.
Stjórn Loftleiða var endurkjörin.
Hana skipa Kristján Guðlaugsson, Al-
freð Elíasson, Sigurður Helgason, Krist
inn Olsen og Einar Árnason. f vara-
stjórn eru Dagfinnur Stefánsson og
Sveinn Benediktsson.
SIGRUN VIGNIS VARÐ
FEGURÐARDROTTNING
IGÞ-Reykjavík, föstudag. Sigrún
Vignisdóttir hefur verið kjörin
Ungfrú ísland 1965. Úrslit voru
kunngjörð í fegurðarsamkcppninni
upp úr miðnætti í Súlnasalnum á
Sögu og jafnframt fór fram krýn-
ingarathöfn.
Bára Magnúsdóttir varð númer
tvö í keppninni, númer þrjú varð
Herta Arnadóttir,
Sigrún er dóttir Vignis Guð-
mundssonar, blaðamanns við
Morgunblaðið og Önnu Pálu
Sveinsdóttur Bjarman. Hún er
fædd á Akureyri og ólst þar upp
hjá foreldrum sínum. Nú á hún
heima hér í Reykjavík og vinnur i
Seðlabankanum. Sigrún er mjög
myndarleg stúlka eins og hún á
kyn til. Hún er dótturdóttir Sveins
heitins Bjarmans.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12