Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						flANDBOK
VER ZLUNARMAWNA
ASKRlFTARSrwn
16688
127. tbl. — Fimmtudagur 10. júní 1965 — 49. árg.
VERZLUNARMANNA
A'SKRIFTARSÍMI
16688    16688   16688
Bátarnir
streyma
með síld
til hafna
nyrðra!
MB—Reykjavík, miðvikudag
Mokafli hefur verið á mið
unum norðaustur af Langa-
nesi síðasta sólarhringinn,
og eru nú allar þrær á Aust
fjörðum að fyllast og bát-
arnir streymdu síðd. í dag
með sfld til Siglufjarðar og
Eyjafjaröarhafna. Heildar-
aflinn frá þriðjudagsmorgni
til miðvikudagsmorguns var
rúmlega 57 þúsund mál.
Samkvæmt upplýsingum
frá Síldarleitinni á Raufar-
höfn var stanzlaus síldveiSi
í allan dag, og virtist ekkert
lát á henni. Allar þrær á
Austfjörðum eru nú fullar
eða að fyllast, og í kvöld var
von á einu skipi með síld
til Raufarhafnar, og þar með
voru þrærnar þar orðnar
fullar, en bræðsla er enn
ekki hafin þar. Síðdegis í
dag tóku síldarskip með full
fermi að streyma vestur á
bóginn til Siglufjarðar, Eyja
fjarðarhafna og Húsavík-
ur rétt eins og í þá gömlu
góðu daga og mun mikil
sfld berast til þessara staða
í nótt og fyrramálið.
Síldveiðin er „gerð upp"
eftir hvern sólarhring, sem
er frá morgni til morguns,
og veiðin frá þriðjudags-
morgni til miðvikudagsmorg
uns var talin vera rúm 57
þús. mál .Þessar tölur eru
þó e.t.v. ekki alveg nákvæm
ar vegna þess, að þegar öll
síld fer í bræðslu, halda skip
in áfram að kasta, þar til
þau hafa fengið svo gott sem
fullfermi, svo eitthvað af
þessu magni getur hafa
veiðzt raunverulega fyrr.
Síldin hefur færzt heldur
vestar og norðar, og nú í
dag hefur bezta veiðin ver-
ið í kringum 10 gráðu vest-
lægrar lengdar og 67 gráð
ur og 15 mínútur norður
breiddar. Ægir er kominn
inn á Raufarhöfn og heldur
aftur út á morgun. Blaðið
náði tali af Jakobi Jakobs-
syni í kvöld, og sagði hann,
að þeir á Ægi hefðu ekki
orðið neinnar síldar varir
nbrður af Sléttu, en nokkur
rauðáta væri þar á sömu
slóðum og þegar Ægir var í
fyrri leiðangrinum. Jakob
kvað það verða verkefni leið
angursins þegar aftur yrði
haldið út frá Raufarhöfn
að sigla norður með vestur-
kanti, hve vestarlega hún
Framh á bls. 2.
1
Haf na sam-
omulaqinu
EJ—Reykjavík, fimmtudag.
Formenn verkalýðsfélaganna á
Neskaupstað, Vopnafirði, Seyðis-
firði, Fáskrúðsfirði og Breiðdals-
vík sátu á fundi á Egilsstöðum frá
þvi klukkan fimm í gær, miðviku-
dag, til kl. tæplega eitt í nótt,
fimmtudag, og varð samkomulag
milli formanna þessara félaga um
að hafna samkomulagi því, sem
verkalýðsfélögin fyrir norðan og
á Eskifirði og Reyðarfirði skrif-
uðu undir á annan í hvítasunnu.
Náðist samkomulag á þessum
fundi um sérstaka taxta, sem bera
á undir félagsfundi í þessum fé-
lögum á laugardaginn kemur.
Blaðið hafði samband við Sigur
fihn Karlsson frá Neskaupstað í
nótt, en hann var fulltrúi síns fé-
lags á Bgilsstaðafundinum, og
skýrði hann blaðinu frá þessu.
Hann sagði það vera samkomulag
formannanna að segja ekkert nán-
ar frá samkomulagi því, sem náðist
á fundinum, fyrr en búið væri að
bera það undir félagsfundina, sem
haldnir verða á laugardagskvöldið,
en sagði alla formennina sammála
um að hafna samkomulagi því, sem
norðanmenn og tvö Austfjarðafé-
lög skrifuðu' undir, og sem sum
þessara félaga hafa þegar sam-
þykkt á félagsfundum sínum. Eins
og kunnugt er, skrifuðu þau Aust-
fjarðafélög, sem á Egilsstaðafund
inum voru, ekki undir þetta sam-
komulag.
Virðist því svo sem þessi fimm
félög ætli sér að leggja taxta þá,
sem samkomulag náðist um á Egils
staðafundinum, fyrir félagafundi
sína, og ef þeir verða samþykktir
þar, þá að auglýsa þá og láta vinna
eftir þeim, án þess að semja sér-
staklega við atvinnurekendur um
'þá. Er þó ekkert hægt að fullyrða
um þetta fyrr en málið vprður lagt
fyrir félagsfundina.
::   :::::::::::::::--:::::::::::::::::::::::::::::r:::::::
-~«fn f('i
;:ji:l-
Flokkunarvélará
öllplönin eystra
FB—Reykjavík, miðvikudag.
Síldarsaltendur eru nú sem óð-
ast að búa sig undir að geta hafið
síldarsöltun, og einn liður í þeim
undirbúningi er að þessu sinni
kaup á síldarflokkunarvélum, sem
voru reyndar á Austurlandi í
fyrsta sinn í fyrrasumar með góð
um árangri. Útlit er nú fyrir, að
flestar ef ekki allar söltunarstöðv
ar á svæðinu frá Raufarhöfn suð
ur að Djúpavogi verði komnar
með flokkunarvélar, þegar söltun
hefst.
Tveir aðilar hér á landi fram-
leiða flokkunarvélarnar, sem hér
um ræðir, og hafa þær reynzt vel,
og töldu síldarsaltendur austan
lands í fyrrasumar, að ekkert vit
væri í öðru en að hafa flokkunar-
vélar á stöðvunum, enda var ó-
framkvæmanlegt að salta síldina,
vegna þess hve blönduð hún var,
nema með því að flokka hana
fyrst í vélunum.
Haraldur Haraldsson hjá Stál
vinnslunni hóf fyrstur framleiðslu
á flokkunarvélum fyrir nokkrum
árum, og voru þær fyrst framan af
aðeins notaður hér suðvestan-
lands, en monn þorðu ekki að nota
Framb á bts 2
Páll Helgason tvíhendir  árina og  hrósar sigri eftir  að  hafa  reist fs-
lenzka fánann í nýju eyjunni, Surtlu, sem sézt rétt fyrir afran gúmbátinn.
(Ljósm. Tíminn, AMi Ásmundsson).
HORFUR A AD SURTLA
NIST SURTSEY
MB-Reykjavík, miðvikudag.
Enn er látlaust gos á nýju gos-
stöðvunum norðaustur af Surtsey
og nýja eyjan heldur áfram að
stækka. Eyjan er tæpa fimm
hundruð metra frá Surtsey, og dr.
Sigurður Þórarinsson, sem var úti
við gosstöðvarnar i nótt, telur
mjög sennilegt að nýja eyjan sam-
einist Surtsey fljótlega, ef jafn-
kröftugt áframhald verður á gos-
inu. Atli Ásmundsson í Vestmanna
eyjum var um borð í varðskipinu
Þór á vegum Tímans um það leyti
er Páll Helgason fór í land á nýju
eyjunni  með  íslenzka  fánann  í
gær og fylgir frásögn hans hér á
eftir.
Um fimmleytið i gærdag,
þriðjudag, fóru fjórir ungir ,Vest-
mannaeyingar á litlum báti frá
Eyjum út að gosstöðvunum nýju.
Þeir voru Bragi Steingrímsson,
Gísli Steingrímsson, Ragnar J6-
hannesson og Páll Helgason, og
átti hann bátinn. Þeir voru komn-
ir að nýju eyjunni um sjöleytið
og kynntu sér þar aðstæður. Aft-
an í trillubátinn yar bundinn gúm-
bátur og er þeir voru komnir eins
nálægt eyjunni á trillubátnum og
þeir komust, fór Páll í gúmbát-
inn og ýtti honum og reri alveg í
land. Þar varð fyrir honum nokk
ur bakki, í brjósthæð eða svo.
Páll brauzt upp á bakkann og
stakk niður í hann stöng með ís-
lenzka fánanum. Páll beið ekki
boðanna að koma sér burtu, því
honum fannst ótryggt í eyjunni.
Hann lýsti því svo við mig,i að það
hefði verið eins og að standa á
hlaupi, svo mjög titraði eyjan
og honum fannst að skelin sem
hann stóð á hlyti að vera mjög
þunn. Einnig virtist honum á öllu
að stutt væri í sprengigos. Hann
stökk því strax um borð í gúm-
bátinn og um leið sigldi trillubát-
urinn á fullri ferð með gúmbát-
inn aftan í sér frá eyjunni. Það
mátti heldur ekki seinna vera, því
örskömmu síðar kom mikið
sprengigos, sem huldi eyjuna al-
gerlega og þeytti gosefnum tugi
metra ú't frá sér. Er enginn vafi
á því, að það gos hefði reynzt öll-
um skeinuhætt, sem hefðu verið
í eyjunni eða alveg við hana.
Þegar þeir félagar fóru að eyj-
unni og Páll fór í land, var Þór
í nokkur hundruð metra fjarlægð
og ég var ásamt Sigurði Þórar-
Framh. á Ws. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16