Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						VERZLUNARMANNA
ÁSKRIFTARSÍMI
1S688    16888   18688
HANDBÓK
VERZLUHARMANNA
ÁSKRIFTARSÍMI
18888   16688
132. tbl. Miðvikudagur 16. júní 1965 — 49. árg.
SKÓLASUT í 119. SINN
BÞG—Reykjavík, þriðjndag.
Menntaskólanum í Keykjavík
var sagt upp í 119. sinn í dag,
og fór athöfnin fram í Háskólá-
bíói. Sálurinn var þéttskipaður
og bar að sjálfsögðu mest á
hvítu kollum stúdentanna. Rekt
or skólans, Kristinn Ármanns-
son, flutti skólaslitaræðuna,
gerði grein fyrir starfsemi skól
ans og ávarpaði nýstúdenta.
Þá skýrði hann frá því, að þetta
væri í síðasta sinn, sem hann
útskrifaði stúdenta.
Brautskráðir voru 164 stúd-
entar, en nemendur alls í upp-
hafi skólaárs voru 930 í 41
bekkjardeild. Kennarar voru
um 70. Hæstu einkunn á stúd-
entsprófi hlaut Borghildur
Einarsdóttir, ágætiseinkunn,
9.41. Næst hæstu einkunn hlaut
einnig stúlka, Sigrún Helgadótt
ir, 9.32, og er það í fyrsta sinn
að stúlka hlýtur hæstu einkunn
í stærðfræðidsild við stúdents-
próf.
f upphafi ræðu sinnar gat
rektpr þess, að þetta væri í
þriðja sinn, sem óhjákvæmilegt
hefði verið að láta skólaslitaat
höfnina fara fram utan skól
ans, vegna skorts á húsrými í
Menntaskólanum. Vék rektor
síðan að byggingamálum skól-
ans, og gat þess merka áfanga,
er náðist á skólaárinu, er ný-
byggingunni við gamla skóla-
húsið var að mestu lokið. Sagði
hann, að miðað við fólksfjölda
í Reykjavík, þyrftu að vera þar
Framhald í '4 sí*n
J
Myndin er tekin viS skólaslit M.R. í Háskólabíói í gær og sjást nokkrir
nýstúdefltar setja upp hvítuhúfurnar sínar, en rektor skólans horfir á
¦jr ræð'usról.                                       (Tímamynd  GE).
Deila slökkviliðsstjoranna í Hafnarfirði:
Bærínn segir báðum npp!
i
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Á fundi í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar í dag var samþykkt með
7 atkvæðum gegn 2 tillaga frá
borgarráði, sem felur í sér, að
slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðs
stjóri Hafnarfjarðar verði settir
af, en embætti slökkviliðsstjóra
verði síðan auglýst laust til um
sóknar. Var þetta gert vegna þess
ágreinings, sem risið hefur upp
milli þessara tveggja manna, vegna
þess, að varaslökkviliðsstjóri hef
ur oftsinnis neitað að hlýða skip
uivuin yfirmanns sins og jafnvel
geflð skipanir, sem voru í and-
stöðu við ákvarðanir slökkviliðs-
stjóra. Samþykkti bæjarstjórnar-
meirihlutinn að ráða í starf slökkvi
Iiðsstjóra iðn- eða tæknimenntað
an íuann, en áður hefur þess'
starfsmaður alltaf verið verk-
fræðingur, og jafnframt að ráða
engan varaslökkviliðsstjóra fyrst
um sinn.
Eins og fram hefur komið hér
í blaðinu, kom upp  ágreiningur
milli slökkviliðsstjóra og vara-
slökkviliðsstjóra, er unnið var að
því að slökkva eld í vinnuskúr á
Arnarnesi 25. maí s. 1. Endaði sá
ágreiningur . með því, að slökkvi-
liðsstjóririn lét fjarlægja vara-
slökkviliðsstjóra af brunastað,
yegna Þess að hann neitaði að
fara eftitf fyrirmælum yfirmanns
síns og gaf skipanir þvert ofan í
ákvarðanir hans.
Bæjarstjórinn  raktí  málið   á
fundinum bg las upp greinargerð
ir um atvik þetta frá báðum aðil
um, en þar kom fram, að vara-
slökkviliðsstjóri hafði, þrátt {yr-
ir margendurtekið bann slökkviliðs
stjóra farið með aðalslökkviliðs-
bifreið bæjarins út fyrir bæjar-
mörkin, og á umræddan brunastað
neitað að hlýða fyrirskipunum ýf
irmanns síns: Kom fram í greinar
gerð varaslökkviliðsstjóra að hann
gerði þetta vegna þess, að hann
taldi sig ráða, en ekki slökkviliðs-
Framhald á 15. síðu
TUNGNARJOKULL RANN-
SAKAÐUR SÉRSTAKLEGA
FB-Reykjavík, Þriðjudag.
Um síðustu áramót hófst al-
þjóðlegur vatnafræðilegur ára
tugur. Eitt aðalrannsóknarverk
efni Jöklarannsóknarfélagsins
á þessum áratugi verður að
ranusaka vatnabúskap Tungnár
jökuls og finna stærð hans.
Þáttur í þessuiu rannsóknum er
að kanna ákomuna og haf a ver
ið sett niður snjómöslur til
þess að mæla liimi árlegu snjó
söfmin, en af nákvæmni stað-
setningu þeirra verður einnig
unnt að sjá, hver hreyfing jök-
ulsins er og skriðstefna. Annað
aðalverkefnið er að mæla leys-
ingn á jöklinum í nánd við
jökuljaðarinn.
Undanfarið hafa nokkrir
rannsóknarleiðangrar verið
farnir upp á jökulinn, sá fyrsti
í maí-lok undir stjórn Sigurðar
Þórarinssonar, eins og skýrt
hefur verið frá í fréttum. Um
hvítasunnuna fóru svo Magnús
Hallgrímsson og Þorbergur Þor
bergsson með átta manna hóp
upp á jökulinn og mældu snið
á millí fjallstindanna Kerlingar
og Pálsfjalls. Var sama mæling
framkvæmd fyrir nokkrum ár-
um, svo hægt verður að sjá,
hvaða breytingar hafa átt sér
stað í millitíðinni, þegar nið-
urstöður þessara mælinga liggja
fyrir.
Þá fóru þeir Sigurjón'  R1st
og Páll Pálsson upp á Tungnár
jökul nú fyrir skömmu og
settu þar upp þrjú snjómöstur
í mismunandi hæð og mælingar
flokkur þeirra Magnúsar og
Þorbergs mældi þau inn. f fram
tíðinni verður komið að þeim
haust og vor til þess að mæla
ákomu og hreyfíngu á jöklin
um. 125 cm millibil .er á milli
hringanna á möstrunum svo
hægt verður að athuga þau úr
flugvélum, þegar flogið er yfir.
og hringirnir eru taldir Þá
settu þeir Sigurjón upp þrjár
Framhald á 1* síðu.
Hér er verlS aS setja upp sn|ó-
mastrið á  jöklinum  (Ljósm.-SR).

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16