Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						HANDBÓK
VERZLUNAR M ANN A
A'SKRIFTARSJMI
16668    16688   16688
136. tbl. — Þriðjudagur 22. júní 1965 — 49. árg.
HANDBOK
VERZL.UNÁRMANNA
ÁSKRIFTARSS^!
16688    16688   «66 Oa
Hömlur
ánadeiidar land
búnaðar í íánamálum óþolandi
EJ-Reykjavík, mánudag.
Aðalfundi Stéttarsambands bænda lauk kl. 4 s.l. nótt á
Eiðum, en þetta var í fyrsta sinn, sem aðalfundurinn var
haldinn á Austfjörðum. Fundurinn átaldí harðlega þá stefnu,
sem stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins hefur tekið upp
í lánamálum, sem fundurinn telur að virki sem hemill á alla
uppbyggingu og tækniþróun atvinnuvegarins. Bendir fundur-
inn á ýmsar takmarkanir á lánveitingum, sem hann telur al-
gerlega óþolandi, og skoraði hann á stjórn sambandsins að
beita sér fyrír því, að þessum nýju hömlum verði aflétt.
sér rétt til að lána síðan aðeins
% af því, sem áður hefur verið
venja. Aðalfundurinn telur þessar
takmárkanir á lánveitingum alger-
lega óþolandi og skorar á stjórn
Stofnlánadeildarinnar og landbun-
aðarráðherra að þessum nýju
hömlum verði aflétt. Þá telur
fundurinn að þær tafir, sem orðið
hafa á því að lánsbeiðnum bænda
hafi verið svarað, séu algerlega
óviðunandi."
Séð yfir fundarsalinn í Eiðaskóla.
Hér birtast álytanir fundarins
um lánamál, en nokkrar aðrar
ályktanir fundarins birtast annars
staðar í blaðinu.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar samhljóða:
„Aðalfuridur Stéttarsambands
bænda 1965 átelur harðlega þá
stefnu, sem stjórn Stofnlánadeild-
ar landbúnaðarins hefur tekið
upp í lánamálúm, og verkar sem
hemill á aíla uþpbyggingu og
tækniþróun atvihnuvegarins.
Nú er bændum neitað um lán
á sama ári, nema til þess, sem
stofnlánadeildin kallar eins fram
kvæmd, þ.e. til dæmis annað-
hvort f jóss eða hlöðu, þótt sam-
(Ljósm.:  Sigurjón Jónsson). stæðar byggingar séu, og áskilji
VERDLAGSGRUNDVELL-
INUM VERDI SAGT UPP
EJ-Reykjavík, mánudag.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda, sem lauk í nótt á Eiðum,
taldi það óviðunandi ástand, að
bændastéttin skuli ár eftir ár vera
langlægst launaða stétt þjóðfélags-
ins, eins og opinberar hagskýrslur
sýna. Taldi fundurinn rétt að segja
upp gildandi verðlagsgrundvelli
landbúnaðarafurða og fól stjórn
sambandsins að taka endanlega
ákvörðun um það í samráði við
fulltrúa bænda í sexmannanefnd.
Ennfremur benti fundurinn á ýms
ar lagfæringar, sem hann taldi að
gera þyrftu á verðlagsgrundveUin-
um.
Hér á eftir koma samþykktir
fundarins um verðlagsmál, og
einnig ályktanir um bjargráð
vegna kalskemmda, um stóriðju-
málið og fleiri mál.
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda, haldinn að Eiðum 20. júní
1965, telur það ástand óviðunandi,
að bændastéttin skuli ár eftir ár
vera langlægst launaða stétt þjóð-
félagsins, eins og opinberar hag-
skýrslur sýna. Því telur fundurinn
rétt að segja upp gildandi verð-
lagsgrundvelli landbúnaðarafurða,
en felur stjórn Stéttarsambandsins
að taka endánlega ákvörðun um
það í samráði við fullírúa bænda í
sexmannanefnd.
Við uppbyggingu næsta verðlags
grundvallar verði unnið að eftir-
farandi lagfæringum:
1. Fjárfestingarmannvirki land-
búnaðarins verði afskrifuð sam-
kvæmt fullu kostnaðarverði, svip-
að og heimilt er í útgerð og iðnaði.
2. Vextir og allur vinnukostnað-
ur verði tekinn inn í verðlags-
grundvöll.
3. Landbúnaðarvörur     verði
vaxtafærðar til framleiðenda strax
og þær eru afhentar til sölumeð-
ferðar.
4. Hækkaður verði vaxta- og
geymslukostnaður á kjöti, sem
reiknaður hefur verið mánaðar-
lega.
5. Leitað verði eftir því að fá
lækkanir á verði aðkeyptra rekstr-
ar- og fjárfestingarvara í því skyni
að lækka framleiðslukostnað.
6. Hlutur sauðfjárræktarinnar
verði bættur með sérstöku tilliti
til aukins útflutnings.
7. Tekið verði til athugunar
hvort ekki sé rétt að stofnsetja
sérstök verðlags- og viðmiðunarbú
undir opinberu eftirliti til þess að
Framhald á 15. síðu
ANDSP YRNUHREYFING
GEGN HERRÁÐIALSÍR
NTB-Algeirsborg, 21. júní.
Lögreglu- o-g hersveitir tóku í
dag algerlega á sitt vald miðborg
Algeirsborgar eftir að miklar mót
mælaaðgerðir höfðu farið þar
fram svo klukkustundum skipti,
vegna Þess að Ben Bella var
steypt af stóli. Hermenn rneð
stálhjálma og vélbyssur um
kringdu háskólahverfið og flest-
uni búðum í miðborginni var
lokað.
Bendir margt til þess. að verið
sé að skipuleggja andspyrnuhreyf
íngu gegn hinni nýju stjórn og til
styrktar Ben Bella.
Mikið fólksstreymi var til mið-
borgarinnar snemma í dag og
heyrðust þá nokkur skot, en tal
íð er, að aðeins hafi verið um að
ræða aðvörunarskot og ekkert
bendir til að um vopnaða viður-
eign skjólstæðinga Ben Bella og
hersveita Boumdienne hafi verið
að ræða.
Fréttamenn segja, að mikið sé'
nú um símahringingar og önnur
skilaboð, þar sem menn séu hvattír
lil að mæta á ákveðna staði og
taka þátt í mótmælaaðgerðum
gegn stjórninni.
Telja menn, að þetta bendi til
þess, að hafinn sé víðtækur und
irbúningur að stofnun andspyrnu
hreyfingar gegn herráðinu, sem
nú hefur tekið við völdum.
Enn líggja ekki fyrir neinar upp
lýsingar um afdrif Ben Bella, sem
Fraaihald á 15. síSu.
„Fundurinn vísar til ályktana
þeirra, sem samþykktar voru á
aðalfundi      Stéttarsambandsins
1964 um lánamál, og felur stjórn
sambandsins að vinna áfram að
framgangi þeirra. Fundurinn legg-
ur ríka áherzlu á hina brýnu
nauðsyn, að Veðdeild Búnaðar-
bankans verði efld svo aS henni
sé gert mögulegt að veita lán til
jarðakaupa sem nemi að minnsta
kosti helmingi af eðlilegu kaup-
verði jarða. Lánstími verði 40—50
ár með 4% vöxtum."
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1965 skorar á stjórn sam-
bandsins að vinna að því við
lánastofnanir að þeim bændum,
sem erfiðast eiga með að standa í
skilum með vexti og afborganir
af af áhvílandi lánum, sé veittur
frestur með þessar greiðslur með-
an þeir skapa sér betri búskapar-
aðstöðu.
Ennfremur felur fundurinn
stjórn sambandsins að vinna að
því við lánastofnanir landbúnað-
arins, að menn, sem eru að hefja
búskap, hafa oflítil bú eða skortir
fé til annarra nauðsynja búsins,
eigi kost á lánum, sem séu afborg-
unarlaus fyrstu árin."
Eins og áður segir, var þetta
fyrsti aðalfundur Stéttarsambands
ins, sem haldinn var á Austur-
landi. Mættir voru tveir fulltrúar
úr öllum sýslum, og einn úr Vest-
mannaeyjum, einnig framkvæmda
stjóri Stéttarsambandsins og er-
indreki þess, framleiðsluráðsmenn
og framkvæmdastjóri framleiSslu-
ráðs, landbúnaðarmálaráðherra,
formaður Búnaðarfélags fslands,
lan^námsstjóri og fleiri gestir,
þar á meðal allmargir bændur úr
nágrenninu.
Fundurinn hófst kl. 10 árdegis
á laugardag, eins og frá segir í
TÍMANTJM á sunnudaginn. Fund-
arstjóri var kjörinn Bjarni Hall-
dórsson, Uppsölum, en til vara
Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku,
Framh á bls. 2-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16