Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						HANDBÓK
139. tbl. — Föstudagor 25. júní 1965 — 49. árg.
HANDBÓK
WWILUWAKMANNA
AMCftlPTARSÍMI

BILLINN VALT OG AF HONUM ALLT
Myndin hér að ofan er af
tunnuflutningabfl frá Akureyri,
sem hvolfdi efst á Fjarðarheiði
sl. miðvikudag. 240 tunnur
voru á bflnum, og þeyttust þær
út um allt, þegar bfllinn valt.
Orsök slyssins var sú, að djúp
hola myndaðist fyrir nokkru í
veginn og mun bflstjórinn ekki
hafa séð hana, fyrr en hann
var svo til kominn að henni.
Skipti eng'um tokum,  að bif-
reiðin valt. Engin slys urðu
á ínöiniuin og litlar sem engar
skemmdir á bflnum, sem var
frá Akureyri. — Ljósmynd —
Hákon Aðalsteinsson.
- ¦
VERULEG V£RD-
HÆKKUN A BLAUT
SÖLWÐIM FI5KI
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Mikil eftirspurn hefur undan-
farin ár verið eftir blautsöltuðum
fiskL og hefði verið hægt að
selja talsvert meira magn af
Þeim fiski síðastliðið ár og á
þessu ári, ef birgðir hefðu verið
fyrir hendi. Veruleg verðhækkun
varð einnig á blautsöltuðum salt
fiski bæði í fyrra og í ár. Sagði
Helgi Þórarinsson, framkvæmda
stjóri Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda (SÍF), að í fyrra
hafi verðhækkunin verið 20—30%
og í ár8—12%.
í fréttatilkynníngu frá aðalfundi
SÍF, sem haldinn var 18. júní, seg
ir, að á árinu 1964 hafi SÍF flutt
út 21.724 tonn af blautsöltuðum
fiski og 1.044 tonn af þurrkuðum
saltfiski. Aðalmarkaðslöndin voru
Brazilía, Bretland, Grikkland,
ítalía, Spánn og Portúgal. Sala
þessa árs framleiðslu hefur gengið
mjög vel og er það af vertíðar-
framleíðslunni. sem flutt verður
úr landi blautsaltað, þegar  selt
Vélbáturinn Ágústa VE 350 hætt kominn við Surtlu í fyrrinótt:
Sogaðist á dularfullan
hátt ao gosstöðvunum
BÞG-Reykjavík, fimmtudag.
Vélbáturinn Ágústa VE 350
var mjög hætt kom'inn við
nýju gosstöðvarnar hjá Surts-
ey í nótt, þar sem hann var
á veiðum. Flæktist nót báts-
ins í skrúfuna og sogaðist bát-
urinn síðan á lítt skiljanlegan
hátt að gosstöðvunum og tók
þar niðri.
Fréttir af atburði þessum
eru enn óljósar og hvílir yfii"
þeim dula. Þeir, sem í þessu
lentu, verjast allra frétta, og
skýrist málið sennilega ékki
til fulls fyrr en við væntan-
leg sjóþróf.
Samkvæmt upplýsingum þeim,
sem Tíminn aflaði sér í kvöld hjá
mörgum aðilum, varð atburðurrnn
með eftirfarandi hætti.:
Sjómenn hafa tekið eftir því, að
síld hafði þjappazt mikið saman
þarna við gosstöðvarnar og hafði
Ágústa farið þangað á veiðar í
nótt. Var nýbúið að kasta er það
óhápp varð, að nótin flæktist í
skrúfu bátsins og tók hann strax
að reka að Surtlu, þ.e. nýju gos-
stöðvunum.
Er báturinn nálgaðist eyjuna,
tók að gæta mikils sogs, sem
hreif bátinn með sér nær henni,
þar til hann tók niðri á rifi. Var
báturinn þá svo nærri, að gos-
mökkurinn lék um hann. Ein-
hvern veginn losnaði báturinn þó
af sjálfsdáðum af rifinu og rak
nú í átt að Surtsey sjálfri. Var
báturinn  kominn  mjög  nærri
henni, er vélbáturinn Ófeigur 11.
kom á vettvang og dró Ágústu út
á frían sjó. Var þá Lóðsinn úr
Vestmannaeyjum einnig kominn
til aðstoðar. Var froskmaður þar
um borð, sem kafaði þegar og
skar nótina úr skrúfu Ágústu, sem
hélt síðan rakleiðis áfram á veið-
ar.
Ekki reyndist unnt að ná sam-
bandi við Ágústu í kvöld og má
raunar segja um alla aðra, sem
voru þama á vettvangi, að þeir
verjast allra frétta.
Eftir upplýsingum Tímans, hef-
ur hér verið um mjög alvarlegan
atburð að ræða, sem þó giftusam-
lega rættist úr. Lausafregnir
herma, að aðgerðir þær, sem áð-
ur getur, hafi staðið yfir í 6
klukkustundir og hafi mikil
spenna hvílt yfir öllu, meðan á
þeim stóð, því tæpt hafi staðið
um björgun bátsins.
Meðalaldur vöru- og fólks-
biíreiia fer nú lækkandi
EJ.-Reykjavík, fimmtudag
Meðalaldur vöru- og fólksbif-
reiða var nokkru lægri í árslok
1964 heldur en í árslok 1963. Sam-
kvæmt skýrslum frá Hagstofunni,
var meðalaldur vörubifreiða í árs-
lok 1964 10.7 ár en 1963 11.0 ár,
en meðalaldur almennra fólksbif-
reiða 7.3 ár en £rið 1963 7.6 ár.
Aftur á móti er meðalaldur al-
menningsbifreiða  í  árslok  1964
9.8 ár, en var 1963 9.6 ár.
í skýrslunni kemur í ljós, að
bifreiðaeign landsmanna var um
s.l. áramót 31.924 bifreiðar. Teg-
undir fólksbifreiða voru 112, en
tegundir vörubifreiða 109. í fyrri
hópnum var Ford efstur með
12.2% en Volkswagen kom rétt
á eftir með 12%. Af vörubifreið-
uai er Chevrolet efstur með
20.2% en Ford kemur rétt á eftir
með 19.1%. 308 mótorhjól voru í
eign íslendinga um áramótin af
45 gerðum. Vespan er efst með 77
hjól.    '
Bifreiðaeign landsmanna hefur
aukizt um helming síðustu 10 ár-
in, en mótorhjólum hefur aftur á
móti fækkað.
13.365 bifreiðar eru fimm ára
eða yngri, en til eru 274 bifreið-
ar, sem eru 25 ára eða eldri.
og verður afskipunum lokið um
hæstu mánaðamót. Hægt hefði
verið að selja verulega meira
magn af blautsöltuðum fiski síðast
liðið ár og á þessu ári, ef birgðir
hefðu verið fyrir hendi.
Framhald á 15. síðu
ISEYJAN ARLIS
I 12 HLUTUM
Reykjavík, fimoitudag.
Eftirfarandi tilkynning barst
frá Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna um íseyjuna Arlis II:
Þær fregnir hafa borizt af AR-
LIS II, íseyjunni, sem notuð var
í fjögur ár sem bækistöð vísinda-
manna á N.-íshafi, að hún sé nú
úrn það bil beint vestur af Reykja-
nesi, um 80 mílur frá srxönd
Grænlands.
Flugmenn, sem voru á flugi
yfir Grænlandshafi, komu auga á
jakann á 64° 14' n.br. og 39°42'
v.l. Er hann þá um 80 mílur beint
suður af þorpinu Ikatek á austur-
strönd Grænlands. Það fylgdi með
fregn þessari, að jakinn hefði nú
sundrazt í 12 minni jaka, scm
þekja um tveggja fermílna svæði.
Viðbótarpláss
fyrir 10 báta
FB-Reykjavík, fimmtudag.
Miklar framkvæmdir eru nú
í Reykjavíkurhöfn, og er gert
ráð fyrir, að á næstu vetrarver-
tíð verði komið viðlegupláss
fyrir tíu báta til viðbótar við
það sem nú er. Aðalfram-
kvæmdirnar eru við norður-
garðinn eins og er, og er þar
hafin bygging á hundrað og
fimmtíu metra langri bryggju,
sem á að koma innan á norð-
urgarðinn. Þar er búið að fylla
150 metra lengd meðfram hon-
um og hálfnað að steypa stöð-
múr, sem er upp við landið, en
síðan verður gerð trébryggja
þar framan við.
Áætlað er, að þessi bryggja
verði til fyrir næstu vetrarver-
tíð, eða að minnsta kosti geti
bátar athafnað sig þar að
nokkru leyti. Þá er einnig ver-
ið að enda við aðra bryggju,
sem er 75 metra löng, eða 150
m. viðlegupláss, sem ekki var
notað á síðustu vertíð, og verði
þessar tvær bryggjur komnar í
notkuri á vetrarvertíð. verður
viðleguplássaukningin      300
metra frá því sem var á síð-
ustu vertíð. Ættu að komast
þarna fyrir átta til tíu bátar
eftir því, hve stórir þeir eru.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16