Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						HANDBOK
VERZLUNARMANNA
t
ÁSKRtFTARSÍMI
teeee
HANDBÓK
VERZLUNARMAMM*.
A'SKRIFTAR&ImI
140. tbl. — Laugardagur 26. júní 1965 — 49. árg.
Bráöabirgoalög
EJ-Reykjavík, föstudag.
í gær, 24. júní, gaf forseti
íslands, að tillögu sjávarútvegs
málaráðherra, út bráðabirgða-
lög um ver'ö'jöfnunar- og flutn
ingasjóö síldveiða árið 1965.
í þeiin felst, að heimilt er að
láta greiða sérstakt gjald á
hvert mál bræðslusíldar. Fé
þessn skal varið til hækkunar
á verði síldar til söltunar, til
flutningsstyrks til veiðiskipa,
sem sigla með eiginn afla til
Norðurlandshafna og til þess
að standa straum af útgerð sér
staks flutningaskips, sem flytji
kælda sfld til frystingar og
söltunar til Norðurlandshafna.
Er þetta í samræmi við loforð
þau, sem ríkisstjórnin gaf verka
lýðsfclögunum fyrir norðan í
sambandi við samninga þeirra
við atvinnurekendur á annan
í hvítasunnu 1965.
Bráðabirgðalögin eru svo-
hljóðandi:
„Forseti íslands gerir kunn-
ugt: Sjávarútvegsmálaráðherra
hefur tjáð mér, að verðþróun á ¦
síld til söltunar og bræðslu
hafi orðið sú undanfarið, að
hætt sé við að örðugt reynist
að fá síld til söltunar á kom
andi sumri að óbreyttum að-
stæðum. Geti þetta ástand
dregið verulega úr síldarsöltun
og þannig haft alvarleg áhrif
á aðstöðu fslands á erlendum
mörkuðum fyrir saltsíld og
stórspillt afkomumöguleikum
þeirra, sem atvinnu hafa af
síldarsöltun.  Því  beri  brýna
nauðsyn til að komið verði á
verðJjoifnun síldar í bræðslu
og síldar í salt. Þá sé ennfrem
ur nauðsynlegt að draga úr bið
fiskiskipa í Austfjarðahöfnum
og greiða jafnframt fyrir sigl
ingu síldveiðiskipa með eiginn
afla til hafna Norðanlands.
Loks hafi atvinnurekstur á und
anförnum árum átt örðugt upp
dráttar í ýmsum kauptúnum og
kaupstöðum Norðanlands vegna
aflaleysis og af öðrum á-
stæðum. Til að bæta úr þessu
ástandi sé ráðgert að hefja sér
stakar aðgerðir, sem hafi í för
með sér nokkurn kostnað. Fyr
ir því eru hér með sett bráða
oirgðalög samkvæmt 28. gr.
stjórnarskrárinnar á þessa
leið:
I. grein: — Ríkisstjórninni
er heimilt að ákveða, að af allri
bræðslusíld, sem veiðist frá
og með 15. júní til 31. desemb
er 1965, á svæðinu frá Rit norð
ur og austur að Stokksnesi við
Hornafjörð, greiðist sérstakt
gjald, kr. 15, á hvert landað
mál bræðslusíldar hvar sem
henni er landað. Af hausum og
slógi frá síldarsöltunarstöðv-
um greiðist hálft gjald. Síldar
Framhald a 14  siðu
FersksíldarverS
FBr-Reykjavík,  föstudag.
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv
arútvegsins úrskurðað lágmarks
verð á f ersksíld, veiddri á Norð
ur- og Austurlandssvæðinu. þ.
e. f rá Rit norður um að Horna
firði, sem fer til vinnslu í sfld
arverksmiðjur. Á tímabllinu
frá og méð 15. jímí til og með
30 september 1965 skal greiða
kr. 220 fyrir hvert mál. og er
þá reiknað með, að síldarverk
smiðjurnar hafi innt af hendi
Þær greiðslur, sem ákveðnar
eru með sérstökum lögum, það
er 15 kr. pr. mál.
í fyrra var verðið á bræðslu-
sfldinni 182 kr. á  mál að við-
LÍÚ mótmælir
EJ—Keykjavík,  föstudag.
Blaðinu barst í kvöld eftir
farandi samþykkt frá bátadeild
Landssambands íslenzkra út-
vegsmanna í sambandi við
bráðabirgðalðgin um verðjöfn
unar- og flutningasjóð sfld-
vefða 1965. og vegna ákvörðun-
ar meirihluta yfirnefndar Verð
lagsráðs sjávarútvegsins um að
ákveða, eftir á, tvö verð á
sumarveiddri      bræðslusíld,
veiddri fyrir Norður- og Aust
urlandL Samþykktin var svo
hljóðandi:
„Stjórn bátadeildar L.Í.Ú.
samþykkti á fundi sínum í
dag, að mótmæla harðlega
þeim ákvæðum br.b.l., uen
verðjöfnunar- og flutnihgasjóð
síldveiða 1965, sem ákveða, að
4 millj. króna skuli teknar af
bræðslusíldarverðinu til at-
vinnubótar fyrir Norðurland,
svo og að veiðiskip fái ekki
greitt úr flutningasjóði ef þau
flytja síld til SV-lands, þegar
þróarrými er ekki fyrir hendi
á Austurlandi.
ENNFREMUR átelur stjórn
L.Í.Ú., að greiðslur úr jöfnun-
arsjóði á saltsíld skuli ekki
gilda óháð því hvar síldin er
söltuð á landrnu.
Stjórn L.Í.Ú. bendir á, að
starfandi er Atvinnuleysis-
tryggingasjóður, sem í eru um
7 hundruð millj. króna og því
óþarft að láta útvegsmenn og
Framhald á 1* síðu.
bættum 3 krónum, sem fóru í
sjóð til uppbóta á síld, sem
síldarskipin sigldu með lengri
leiðir en eðlilegt mátti teljast.
Samkvæmt úrskurði nefndar
innar er heímilt að greiða 30
krónum lægra verð fyrir síld
armál, sem tekið er úr veíði-
skipi í flútningaskip 'úti á rúih-
sjó (utan fjarða og hafna),
enda sé síldin mæld við mót-
töku  í  flutningaskip.
Verðið á síldarmálinu frá
byrjun síldarvertíðarinnar og
fram ttl 14. júní er úrskurðað
190 krónur. Framangreint verð
er miðað við það, að síldin sé
Ikomin í löndunartæki verk-
smiðjanna eða hleðslutæki sér-
stakra síldarflutningaskipa.
f yfirnefndinni áttu sætí:
Bjarni Bragi Jónsson, deildar-
stjóri í Efnahagsstofnunni, sem
var oddamaður yfirnefndar,
Sigurður Pétursson. útgerðar-
maður, Reykjavík og Tryggvi
Helgason, formaður Sjómanna-
félags Akureyrar
Tilnefndír af fulltrúum selj
enda í Verðlagsráði eru Sigurð
ur Jónsson, framkvæmdastjóri,
Siglufirði, og Vésteinn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri,
Hjalteyri, tilnefndir af full-
trúum kaupenda í Verðlags-
ráði.
Síldarverðið, er hér hefur ver
ið skýrt frá var ákveðið með at
kvæðum oddamanns yfirnefnd
ar og fulltrúa kaupenda gegn at
kvæðum fulltrúa seljenda. Um
heimild til verðmismunar i
flutningaskip úti á rúmsjó var
samkomulag í yfirnefndinni.
a
UndanfariS hafa veriS miklir vatnavextir í Dóná, oq er ástandiS
mjög alvarlegt í suðurhluta Ungverjalands. Þá hafa leysingar í Ölpunum
orsakað gífurleg flóð í Austurríkl og eru margir dalir eitt vatnshaf.
i gær unnu 35 þúsund manns baki brotnu vi5 að hlaða flóSgarSa 09
styrkja aSra meðfram Dóná í Ungverjalandi og sams konar ráðstafanír
hafa veriS geröar i Austurríki. Vatnsborð Dónár stígur stöðugt og einna
mest á landamærum Ungverjalands og Júgóslavíu. Erlendir sérfræðingar
hafa verið kalIaSir á vettvang fll þess aS stjórna björgunaraðgerSum.
FlóSin hafa þegar valdiS mikilli eySileggingu, veglr hafa grafizt sund-
ur og járnbrautarlínur rofnaS. í Tékkóslóvakfu hafa einnig flóS geisa'ð
og hafa 50 þúsund manns orSið að yfirgefa heimiti sín þar.
Viðræður liggja niðri
EJ-Reykjavík, föstudag.
Viðræður verkalýðshreyfimgar-
innar og ríkisstjórnarinnar, hafa
verið Iagðar til hliðar um sinn,
sagði Hannibal Valdimarsson, for-
seti ASÍ, við blaðið í dag. —
Engir fundir hafa verið halðnir
að undamförnu, vegna þess, að
tveir af þrem fulltrúum ríkis-
stjórnarinnar í þessum viðræðum
hafa verið erlendis í sambandi
við alúmínmálið.
í samninganefnd ríkisstjórnar-
innar um húsnæðismál, eiga sæti
Eggert G. Þorsteinsson, Þorvaldur
Garðar og Jóhannes Nordal. Egg-
ert var í þingmannaförrnni til
Noregs og Sviss í sambandi við
alúmínmálið og Jóhannes var í
Sviss í sambandi við sama mál.
Gátu því engar viðræður farið
fram.
Ekki er enn ljóst hvenær við-
ræður hefjast að nýju. Hannibal
sagði, að samningar við ríkis-
stjórnina væru í nánum tengslum
við samninga verkalýðsfélaganna
við atvinnurekendur, sem gengu
erfiðlega hér sunnanlands enn
sem komið er, en ef einhver
breyting til batnaðar yrði á af-
stöðu atvinnurekenda, mætti bú-
ast við því að viðræður hefðust
að nýju við ríkisstjórnina.
Eins og kunnugt er, samþykkti
kjaramálaráðstefna ASÍ í marz
8.1. að hefja viðræður við ríkis-
stjórnina um ýmis mál. Meðal
þeirra voru skattamál, og lag'ði
verkalýðshreyfingin fram kröfur
sínar í þeim efnum, en ríkisstjórn-
in hafnaði þeim við afgreiðslu
málsins. Hafa allar viðræður við
Framhald t A síðu.
STORAUKINN FARÞEGAFLUTNINGUR F. I.
FB-Reykjavík, föstudag.
Mikíl aukning varð í farþega
flutningum Flugfélags íslands
fyrstu f jóra mánuði Þessa árs bæði
í millilandafluginu og í innanlands
flugi, að því er segir í ,,Faxafrétt
um", fréttabréfi FÍ sem er ný-
komið út. Þar segir ennfremur,
að hin nýja vél félagsins Blikfaxi
hafi reynzt mjög vel frá því hún
hóf  áætlunarflugið,  og   horfa
Flugfélagsmen nú fram til þess
dags með gleði. er næsta Fokker
vélin kemur.
Blikfaxi hóf áætlunarflugið 16.
maí og frá þeim degi fram til
mánaðamóta maí/júní flutti vélin
1604 farþega í áætlunarflgi, og
er það 21% af heildarflutningun
um innanlands í þeim mánuði.
Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi
sagði í dag, að þess mætti  líka
geta í þessu sambandi, að Blik-
faxi hefði verið notaður í þjálf
unarflug, og væri þvi ekki ólíklegt
að vélin gæti afkastað allt að
helmingi meiri flutningum. Blik-
faxi fór í sína fyrstu ferð til
Vestamannaeyja í dag.
Um millilandaflugið er það að
segja, að fyrstu fjóra mánuði árs
ins flutti FÍ 6477 arðbæra far-
þega í áætlunarflugi milli landa
en 4798 á sama tíma í fyrra og er
aukningin 35%. Ferðum fækkaði
um 2% miðað við árið áður.
Sagði Sveinn, að fyrstu mánuðir
hvers árs hefðu venjulega verið
dauðfastir, en nú hefði aukningin
til dæmis í febrúarmánuði einum,
sem er einna versti mánuður, und
ir venjulegum kringumstæðum,
numið 40%. Arðbær frakt 1 milli
landafluginu jókst um 13%, póst
ur um 21%, og sætanýtingin var
48,95% miðað við 34.83% á sáma
tíma í fyrra.
í áætlunarflugi innanlands voru
fyrstu 4 mánuði ársins fluttir 16.
796 arðbærir farþegar, en 14.223
í fyrra, aukningin er því 18%.
Ferðafjöldi jókst um 21%. Arð-
bær frakt jókst um 16%, póstur
um 7% og sætanýtingin varð;
55.71% en 54.30% í fyrra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16