Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 1
HANDBÖK VERZLUNARWIANN A ÁSKRNFTARSÍIVH HANDBOK VERZLUNARMANNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 16688 157. tbl. — Laugardagur 17. júlí 1965 — 49. árg. FYRSTA NÆRMYNDIN AF MARS Myndina hér til hliðar fékk Tíminn símsenda i gærkvöldi og er perfa fyrsta myndin af Mars, sem bandaríska gervi- tunglið Mariner 4. sendi frá sér og sú eina, sem opin- beriega hefur verið birt. Myndin er óskýr, en vfsindamenn gátu margt lesið út úr henni, svo sem fram kemur f fréttinni hér að neðan. Mikill sigur NTB-Pasadena, 16. júlí. Mariner 4. sendi í kvöld þriðju myndina af yfirborði reikistjörnunnar Mars til jarð- ar og eru vísindamenn í rann- sóknarstöðinni í Pasadena him inlifandi yfir þeim góða ár. angri, sem þessi einstæða til- raun ætlar að gefa. Alls eiga að berast á næstu 8 dögum 21 mynd og búast vísindamenn við að seinni myndir verði skýrari en þessar fyrstu. Hins vegar segja vísindamenn, að varla sé þess að vænta, að myndirnar gefi svar við hinni umdeildu spumingu, hvort líf sé á Mars. Fyrsta myndin, sem barst frá Mariner 4. sýnir hluta af sjón- deildarhring Mars, sem sker sig úr svörtu himinhvolfinu. Er hér um að ræða þríhymt svæði, sem vísindamenn kalla Phlegra, en það er hluti af hinni miklu Amazonif-eyði- mörk. Þessi hluti ber rauðan blæ, eins og nær allt yfirborð Mars. Afmarkast svæðið af þrem grænum línum, sem sumir hafa haldið fram að væru gífurlega stórir skurðir, grafnir af líf- verum á reikistjömunni, til þess að veita vatni á eyðimerk- ursvæðin. Á myndinni, sem barst af þessu svæði, sáust framangreindir skurðir ekki, en vísindamenn segja, að það geti stafað af afstöðu þeirri, Framhald á bls 14 60 vísindamenn við eldflauga- skot á Skógasandi 23. ágúst nk JHM-Reykjavík, föstudag. Eftir tíu daga kemur Tungu- foss hingað til lands, með útbún- aS frönsku vísindamannanna, sem ætla að skjóta upp eldflaug frá Skógarsandi þann 23. ágúst n. k. Skipið mun flytja hingað um 80 tonn af vamingi og tækjum, en nákvæmustu mælitækin og annar viðkvæmur útbúnaður kemur flug leiðis. Alls verða hér um 62—65 útipndingar. þegar flest verður, í sambandi við skotið, flestir Frakk ar, og þrír Bandaríkjamenn. Það verður Almenna bygginga félagið sem mun sjá um alla flutn ingana austur á sand, og innan fyrirtækisins er þetta verkefni Þessi mynd er meðal þeirra fyrstu sem leyft var að birta oplnberlega af hinni nýju prinsessu Grikklands, Alexíu. Eins og sjá má fer vei á með þeim mæðgum, litlu prinsess. unni og ungu drottningunni Önnu Maríu. Er móðirin að gefa dóttur sinni snuð á myndinni. Greinilega sést, hve dökkhærð litla prinsessan er og það er áreiðanlega rétt hjá pabbanum, Konstantjn. Grikklands konungi, að Alexia litla „er mjög . falleg ,lík móður sinni“. ..- ■fÆVjj kallað „Operation Skógur'. Fyrstu j ferðirnar með útbúnaðinn austur verða þann 27. júlí, en skipið kem | ur 26. júlí. Flutningarnir koma til j með að taka þrjá daga Eitt merkilegt og hálf spaugi legt „milliríkja vandamál“, eins ; og maður nokkur komst að orði,, átti sér stað þegar Frakkarnir! voru hér í fyrra og á eftir að taka sig upp í ár. Eins og alþjóð veit þá drekka Frakkar létt vin eins og við drekkum mjólk. Menn þessir vildu vín með máltíðum á Þeim stað sem þeir dvöldu í fyrra, en vínveitingabann kom í veg fyr j ir allt slíkt. Þetta þótti Frökkun um hálf undarleg lög, og um leið óþægileg, því þeir vildu ekki vera án síns þjóðardrykks Nú er spurn ingin hvort Frakkarmr fái að ! drekka vín á Skógarskóla með máltíðum sínum, en þar ætla þeir 1 að búa. Ef að þeir fá það, geta þá landsmenn sem snæða á skólan um líka fengið létt vín með matn um? Fyrsti hópurinn kemur til lands ins þann 26 n. k. og f honum verða 12 Frakar, sem munu vinna að undirbúningnum og upp setningu tækjanna. Alls koma 62 eða 65 menn. Þar af þrír banda- rískir vísindamenn. sem munu fylgjast með tilraununum. en þeir hafa lagt fram þau tæki. sem nota á til neðanjarðarmælinga í sam- bandi við eldflaugarskotið. Al- menna byggingafélagið hefur þeg ar byggt 2 skotpalla og smáar brautir á sandinum. Áætlað er að skotið verði þann 23. ágúst n k.. en búast má við að það dragist. ef t. d. veður verð ur ekki hagstætt Sigurður Júlíus Framhald á bls. 14. SKAMMT STÓRRA HÖGGA í MILLI: FIMM SOVÉZK GERVIDINGL Á LOFT MEÐ SÖMU ELDFLAUG! NTB-Moskvu, 16. júlí. Sovézkir vísindamenn unnu það afrek í dag að skjóta á loft fimm gervitunglum með einni og sömu eldflaug, en það hefur ebki verið gert áður. Þetta síðasta geimskot Sovétmanna hefur komið af stað orðrómi um. að þeir hyggi bráð- lega á sendingu nýs mannaðs geim fars út í himingeiminn. Gervitunglin fimm nefnast Kos mos 71 til 75 og fara nú á braut, sem er mjög nálægt að vera rétt ur hringur. Er það hið óvenju- legasta við þessa tilraun. því að hingað til hafa Kosmos-gervitungl in farið á sporöskjulagaðri braut.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.