Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 1
TVÖFALT EINANGRUNAR - 20ára reynsla hérlendis SIMI 114 00 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF 242. tbl. — Sunnudagur 24. október 1965 — 49. árg. 24 SÍÐUR OSRAM i Ljósaperur Reglugerðin um umferðagjald á Reykjanesbraut komin: TOLLURINN ER 40-300 KRÓNUR KJ-ReykjavÁc, laugardag. f dag barst Tímanum reglu- gerð um vegatollinn á Kefla- víkurveginum, og eins og hún ber með sér þá er minnsta gjald fjörutíu krónur, en það mesta 300 krónur. Vegurinn mun væntanlega verða opnað- Ur til almennrar umferðar klukkan tíu á þriðjudagsmorg- uninn. Hér á eftir fer reglugerðin um vegatollinn og hluti af greinargerð sem fylgdi reglu- gerðinni, en greinargerðina er ekki hægt að birta í heild núna vegna rúmleysis, en verður birt öll eftir helgina. 1. gr.: Af hverju ökutæki, sem ekur um Reykjanesbraut, fram hjá gjaldstöð nálægt Straumi sunnan við Hafnar- fjörð, skal greiða umferðar-' gjald, miðað við aðra leið, sem hér segir: I. fl. Fólksbifreiðar undír 1100 kg. eigin þunga og sendi- ferðabifreiðar undir 450 kg. að burðarmagni 20,00 kr. ELDEY SOKKIN KJ - Reykjavík, laugardag. Þrátt fyrir miklar björgunarað- gerðir sökk Eldey KE 37 í nótt á sfldarmiðunum fyrir austan, en allir skipverjar eru heilir á húfi. Komu þeir með Brimi til Nes- kaupstaðar um hádegisbilið í dag, og fóru strax þaðan með flug- vélinni Norðfirðingi til Reykja- vikru. Mikill viðbúnaður var á sildar- miðunum til að freista þess að bjarga bátnum, en allt kom fyrir ekki. Allir bátarnir, sem voru á miðunum, voru komnir í kring um Eldey, sem maraði í hálfu kafi, og með þrjá skipsmenn inn- anborðs, sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð. Munu þeir hafa verið um borð í hinu hálfsokkna skipi rúma fjóra tíma, en urðu að yfirgefa það um klukkan tvö. Fóru þeir þá yfir í Brimi, þar sem hinir skipverjarnir voru, og komu með honum til Neskaup- staðar um hádegisbilið. Rétt fyrir klukkan þrjú kom Norðfirðingur með skipsbrotsmenn ina af Eldey 12 að tölu til Reykja víkur. Fréttamaður Tímans náði talí af Pétri Sæmundssyni skip- stjóra, og bað hann að segja frá því hvað gerzt hafði. — Við yfirgáfum Eldey í gúmmíbát og vorum teknir um borð í Brimil. Þegar við höfðum verið þar um nokkra stund ákváð um við þrír ég Henry Kristjáns son stýrimaður og Valdimar Framhald á blaðsíðu 22. II. fl. Fólksbifreiðar yfir 1100 kr. eigin þunga, sendi- ferðabifreiðar yfir 450 kr að burðarmagni og vörubifreiðar undir 1,5 tonn að burðarmagni 25,00 kr. III. fl. Vörubifreiðar með burðarmagn 1,5—5 tonn, al- menningsbifreiðar fyrir 8—20 farþega 50,00 kr. IV. fl. Vörubifreiðar með yfir 5 tonna burðarmagn, kranabifreiðar og almennings- bifreiðar fyrir fleiri en 20 far- þega 100,00 kr. V. fl. Vörubifreiðar með yf- ir 5 tonna burðarmagni, með tengivagn og dráttarbifreiðar með festivagn 150.00 kr. Önnur ökutæki en bifreiðar greiði: Eigin þungi 1—3 tonn, sam kv. II. fl. Eigin þungi 3—6 tonn, samkv. III. fl. Eigin þungi yfir 6 tonn, samkv. IV. fl. 2. gr. Umferðagjald samkv. 1. gr. skal innheimt af Vegagerð rík- isins í gjaldstöð nálægt bæn- um Straumi sunnan við Hafn- arfjörð. Skal gjaldið innheimt þar tvöfalt af öllum ökutækj- um á suðurleið, en innheimtu gjaldsins sleppt af öllum öku- tækjum á norðurleið. 3. gr. Undanþegnar greiðslu umferðargjalds eru eftirlitsbif reiðar lögreglunnar, sjúkrabig- reiðar og slökkvibifreiðar. Heimlit er að veita afslátt á umferðargjaldi, samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, ef keyptir eru 50 gjaldseðlar eða fleiri í einu. 4. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að 100 þús. kr., nema þyngri hegn ing liggi við að lögum. 5. gr.: Með bröt gegn reglu- gérð þesSari skal farið að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt 95. gr. vegalaga nr. 71. 30. desember 1963, til að öðl- ast þegar gildi og birtist til iainnaui á blaðsiðu ZZ SIF TÖK SINN FYRSTA TÖGARA MB-Reykjavík, laugardag. Landhelgisgæzluflugvélin TF- Sif tók í gærkvöldi Hull-togarann St. Andronicus H-241 að veiðum um tvær sjómílur innan fiskveiði- lögsögutakmarkanna út af Bjarn- arey. Flugvélin sveimaði yfir tog- aranum, þar til varðskipið Óðinn kom á vettvang og fór með tog- arann til hafnar. Þetta er I fyrsta skipti, sem SIF tekur togara að landhelgisveiðum. Landhelgisgæzluflugvélin Sif fór í eftirlitsflug um hádegið í gær og svipaðist áhöfnin um á ýmsum stöðum við landið. Skip- herra var Þröstur Sgtryggsson. Um klukkan 18 i gærkvöldi var flugvélin stödd út af Digranesi og var þá komið myrkur. Sáu menn á Sif þá í ratsjá sinni skip að veiðum innan fiskveiðilögsögutak- markanna út af Bjarnarey og er þangað var komið var haft sam- band við skipstjóra skipsins. Reyndist þar vera Hull-togarinn St. Andronicus og var skipstjór- anum þá 'tilkynnt hverjir væru á ferð og að hann væri innan fisk- veiðilögsögutakmarkanna. Togaraskipstjórinn virðist ann að hvort ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann væri innan tak- markanna, eða þá að hann hefur ekki gert sér grein fyrir því að um Landshelgisgæzluflugvélina að ræða, því eftir að þeir höfðu sagt til sín og tilkynnt honum um að hann væri staðinn að ólögleg- um veiðum, brá svo við að ekki var nokkur leið að ná sambandi við hann og hélt hann þegar á fullri ferð til hafs. Varðskipið Óðinn var fyrir Aust fjörðum er þetta gerðist, og hélt hann þegar af stað í átt til tog- arans. Náði hann sambandi við skipstjórann um klukkan 21 í gærkvöldi og féllst skipstjórinn þá á að stöðva skip sitt og hélt til Seyðisfjarðar með varðskipinu. Allan tímann, þar til hann sneri við með varðskipinu, sveimaði Sif yfir togaranum, til þess að um óslitna eftirför væri að ræða. Flugvélin hélt síðan til Egilsstaða og tók benzín áður en hún fór suður, enda hafði hún þá verið nærri dægur á lofti stanzlaust. Framhald á bls. 11. Skýjaborg viS Grófarbryggjuna í gærmorgun Var á reki í 2 sólarhringa mei bilui loftskeytatæki og óskráia skipshöfn MB—Reykjavík. taugardag. Varðskip fann í nótt, eiginlega fyrir hreina tilviljun, Iítinn bát á reki úti á Faxaflóa. Var þar um að ræða bátinn Skýjaborg, RE-71. Hafði báturinn þá verið á reki í tvo sólarhringa með biluð loftskeytatæki án þess að útgerð in í landi gerði neitt til þess að reyna að hafa upp á bátnum, þótt hann ætti að réttu lagi að vera kominn að. Verður það að teljast furðulegt kæruleysi. og það, sem meira er: ENGINN virðist hafa verið skráður á bátinn a.m.k. eng inn þeirra, sem um borð voru, en j það voru tveir karlmenn og ein koina. Nánari tildrög þessa voru þau, ' að í gærkvöldi var Landhelgis- S gæzlan beðin um að svipast eft- , ir trillubáti frá Hafnarfirði, sem menn var farið að lengja eftir. Er varðskipsmenn fóru að gá að þessum báti, sögðu menn, sem voru á báti á þessum slóðum, að rauðu blysi hefði verið skotið upp af Búðagrunni Um líkt leyti var tilkynnt að trillubáturinn frá Hafnarfirði væri kominn að, en varðskipsmenn töldu rétt að at- huga hitt málið nánar og um sama leyti höfðu þeir samband við bát, sem var þarna á sömu slóðum, og höfðu bátsverjar þar einnig séð blysið. Varðskipsmenn sigldu sjðan þangað, sem blysið hafði sézt, og hittu beint á bát, sem var á reki. Var þar kominn báturinn Skýjaborg, RE-71, sem fengið hafði vjr í skrúfuna og rak stjórnlaust. Varðskipið tók bátinn í slef og sigldi með hann til Reykjavíkur. Enn er þó ekki nema hálfsögð sagan. Furðulegur trassaskapur virðist hafa ríkt um útgerð þessa báts, en útgerðarmaðurinn er ein hver fisksali í Reykjavjk, sem hef ur bátinn á leigu. Loftskeytatæki bátsins voru biluð, og þótt bátur- inn hefði verið á reki í tvo sól- arhringa, hafði enginn maður í landi áhyggjur af honum, og hvorki Slysavarnarfélaginu né Landhelgisgæzlunni var kunnugt um, að neitt væri athugavert við ferðir bátsins, fyrr en varðskipið fann hann, nánast af tilviljun, Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.