Þjóðólfur - 07.11.1876, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.11.1876, Blaðsíða 2
130 sæluhússins, þannig orðið að upphæð 2600 krónur. Var þá þegar fenginn Björn steinsmiður Guðmundsson í Reykjavík, sem nú er ( mesta áliti hjer um slóðir sem múrsmiður, og skoðaði hann byggingarstæðið og byggingarefnið, og gjörði áætlun um byggingarkostnaðinn ásamt trjesmið herra Helga Helgasyni í Reykjavík. Komust þessir menn eptir nákvæma yfirvegun að þeirri niðurstöðu, að sæluhúsið hlyti að kosta 3600 krónur, ef það yrði að efni og smíði vel vandað, og með þeirri stærð og lögun, sem vjer höfðum tilætlazt, og sem flestum skynsömum mönnum, sem við oss hafa talað, þykir hæfileg. þegar vjer sáum, að húsið eptir skoðun þess- ara leiknu smiða hlaut að kosta 1000 kr. framyfir fjárupphæð þá, er fyrir hendi var, þá treystumst vjer eigi til að byrja byggingu hússins, og vonum vjer, að enginn lái oss það, einkum þegar þess er gætt, að eitt skilyrðið fyrir því, að 1000 kr. styrkurinn úr landssjóði fengist, var svo látandi, að húsið yrði fullbúið á komanda vori. Vjer treystum því staðfastlega, að þjer allir, heiðruðu vinir, sem hafið hvatt til samskotanna og safnað fje til stofn- unar þessarar, munið ekki letjast nú, er þjer sjáið, að svo miklu fje er þegar safnað, og að ekki vautar nema herzlu- muninn; og vjer lýsum einnig yfir því trausti voru til herra landshöfðingjans, að hann muni veita síðar hinn umrædda fjárstyrk, eins fyrir því, þótt ástæðurnar hafi gjört það ó- mögulegt, að húsið yrði fullbyggt á næstkomunda vori. Vjer treystum þollyndi og staðfestu yðar, Sunnlendingar, til þess, að þjer eins fúslega keppist við, að fje það fáist, sem enn vant- ar til þess, að byggingin komist áfram, eins og þjer hafið svo loflega lagt fram fje það, sem þegar er gefið. f>að er full- víst, að enginn skynsamur maður vill láta reisa húsið úr lítt- nýtu og endingarlausu efni, og ekki heldur, að húsið verði gjört svo lítið að ekki megi víð una. Fyrir því leyfum vjer oss enn á ný, að reyna á drengskap yðar og veglyndi, og skorum á allar hreppsnefndir hjer í nærsveitunum og svo einnig á alia þá, sem áður hafa veitt máli þessu hjálp og fylgi, að þeir skýri málavextina fyrir mönnum, og safni við- bótarsamskotum, er vjer veitum móttöku sem fyr. Annars verðum vjer að taka til annara neyðarúrræða, sera hljóta að tefja mjög fyrir því, að sæluhúsið verði reist úr rústum. Vjer óskum innilega, að gjafir þær, sem kynnu að verða gefnar sæluhúsinu í vetur, verði svo snemma komnar til vor, að ó- hikað megi byrja á byggingunni á næstkomandi vori þegar er árstiminn leyfir. Reykjavík 14. okt. 1876. Guðm. Thorgrimsen. Jem Pálsson. Randrup. Þakkarávörp. — þakklætistilfinning sú, sem eg ber innanbrjósts, knýr mig til að votta opinberlega, og þó í veikleika, þakkir fyrir allar þær stóru velgjörðir, sem eg fæ ekki talið, þeim miklu heiðurs- hjónum Eíriari snikkara Jónssyni og husfrú íngibjörgu Jó- hannsdóttur. þegar eg rúmlega tvítug fluttist i hús þeirra með manni mfnum og ekki þekkti annað en þá blíðu hlið lifsins, og því lakara að öllu ókunnug og óreynd, sýndu þau mjer al- úð í orði og verki; en svo fór fyrir mjer sem svo mörgum öðrum, að eg fór smátt og smátt að sjá skugga slá á lífsins sólskin, og þá reyndust þau mjer sem sannir foreldrar bæði í orði, vjðmóti og stórkostlega í verki, og nú ofan á allar þeirra fyrri velgjörðir hafa þau bætt þeirri, að taka af mjer barn í mínum ailt annað en góðu kringumstæðum, og eru strax nú eptir stuttann tíma. farin að sína á þvi, að velgjörð þessi er ekki gjörð að hálfu, því þau fara með það með sama sóma, sem þau hafa farið með ungmenni þau, sem hjá þeim hafa alist upp. Llvernig get jeg þakkað þeim eins og skylda og tilfinning bíður mjer? jeg get aðeins f mínum einslegu bæn- um til föðursins á bimnum þakkað honum, að bann næst minum ógleymanlegu fósturforeldrum hefur sent mjer aðra eins velgjörara á minni lífsleið; hann sem einn getur metið verkin, hann aðeins getur og metið, með hvaða þakklætis og elsku tilfinningu, að hjarta mitt er þeim bundið. Reykjavik 26. ágúst 1576 Oddrún Samúelsdóttir. — það hefur mikið lengur en jeg vildi, undan dregistt gjöra augljóst fyrir almenningi, hvern einstakann velgj°r ^ tveir höfðingsmenn á mjer sýndu, þegar jeg í ofsaveðrinu faranóttina 3. jan. þ. á., varð fyrir þeim þungbæra s*ía'. s:er missa algjörlega vetrarvertíðar skip milt áltróið; þá lýstl ?*.a hin höfðiHglundaða góðvild þess góðfræga læknis, hom°P^ herra Lárusar Pálssonar, eins og máske optar, er hanu það tækifæri gaf mjer 40 krónur. En óðalsbóndinn he„ra Svb. I’órðarson á Sandgerði, gjörði allt tii þess, að gJe mjer skaðann sem ljettbærastan, með þvf að Ijá mjef s.'ja og gjöra það út á móti mjer um vertíðina. Fyrir þessi tu' mannelsku- og kærleiksverk bið jeg góðann Guð að b°'“l fyrir mig með tímanlegri og eilífri blessun sinni. Tjarnarkoti 24. ágúst 1876. Jón fsleifsson. — I*egar jeg á næstliðnu vori var fyrir mildiríka han^ leiðslu Drottins aptur heim komirm úr sjóhrakníngi þ6'01’ . jeg þá varð fyrir, og áður er um getið f þjóðólfi, gaf minn a? kæri sóknarprestur, herra S. B. Sivertsen Ild. Dbr. á LUs''a. um mjer upp allt það, er jeg átti honum að gjalda, sem a'' prests- og kirkjugjalds, var innifalið í leigum og landsku' eptir ábýli mitt, hvað nú í ár allt til samans mun verða n 60 kr. En daglega fram komnir velgjörningar hans og h® .j vandamanna til min og minna, eru meiri en melnir ver?',ra verðs. Fyrir allt þetta votta jeg mínum háttvirta velgjnra með ást og allra fyllstu virðingu mitt innilegasta þakklæt'i 0 bið af hrærðu hjarta góðan Guð að launa honum og ö*'u hans fyrir mig, með tímanlegum og eilifum gæðum. Móakoti f Garði 2. sept. 1876. Gunnar Magnússon. «Þakklœti fyrir góðverk gjallt Guði og m'önnum líkay | Sem blindum örvasa-manni, sem þó forðum þóttis' manna tölu, er mjer indælt að minnast þeirra 11 ára, se __ jeg dvaldi i þjónustu hins góðfræga höfðingja og staka manUj vinar, herra Brynjólfs sál. Benedictsen í Flatey, sem svo; le0tjj var öndvegis-öldungur Vestfirðinga. En nú er þessi ásts®■ maður, ásamt svo mörgum góðtim drengjum, sem j'eg 11 þekkt á llfs míns leið, horfinn sínum hjervistar viuum, eU P nýt jeg enn míns gamla, ágæta hússbónda, því ekkja hans frú Herdís (sem honum var samboðin) hefur sfðan hún s'j.j hingað suður, minnst mfn bæði notalega og höfðinglega. 1 ‘ jeg því góðann Guð að umbuna henni og hennar, samt öIluUI’ sem minnast mín f eymdar-myrkri sjónlausrar elíi. Kristján Haagensen. AUGLÝS1NGAR7 — þeir, sem vilja selja mislita ull, eru beðnir að snúa sJea til einhverrar af undirskrifuðum, er kaupa hana fyrir peniu8‘ með kaupstaðar prís. Reykjavík 19. okt. 1876. Ástríður Melsted. Olufa Finsen. Sigríður Pjetursson• Sigríður Siemsen. Soffia Thorsteinson. — Stór og nýleg baðstofa, með frambæ og 1 eða 2 k)efl grös, sljett og góð, fæst til ábúðar á næsta vori á SkógJJu y á Álptanesi, og mega lysthafendur snúa sjer til Chr. J. hiesens á Hliði fyrir næstkomandi júlí með skilmálana. — tareð mjer undirskrifuðum varð sú yfirsjón á, að ber^ það út, að baggi sá, sem eptir varð hjá mjer í suður ^ minni í síðastl. mán., hefði horfið á bænum Arnarnes', ^ Skerjafjörð, bið jeg hjer með viðkomandi heimilis menn 3 f þessum fyrirgefningar á þessum orðum minum, sem jeS nj með aptur kalla, sem tílhæfulaus og í ógáti töluð. Skálholti 9. okt. 1876. Ketill Sveinsson. ^ — Rauðstjörnótt hesttryppi á að giska I—2 vetrai 110 pp, biti fr. hægra, hefur verið um tíma í óskilum hjer j 111 Lr og verður selt eptir 14 daga svo framt að eigandi ekki vc ^ búinn að gefa sig fram innan nefnds tima með þv' Pafgjð borga hirðingu og þessa auglýsingu, en upp frá því v fyrir næstu fardaga. Seltjarnarneshreppi 31. okt. 1876. Ingjaldur Sigurðsson hrep pstjóri. j — Brún hryssa á að giska |3 vetra, með mark: hægra, hefur verið hjer f högum síðan á miðju suin.ri,(r0D toU' rjettur eigandi vitja hennar mót sanngjörnum hagagöngu og svo borgun fyrir þessa auglýsingu. Saurbæ 21/10 76. Eyjólfur Runólfsson. iTl íi ^ ^ — Fundist hefur trjebaukur hjer á götunum, °S andi vitja hans til Vigfúsar á Nauthól. f0r — B u d d a með dálitlu af peningum í, sem einhver týnt hjer á götunum, er geýmd á skrifstofu þjóðólfs- Afgreiðslnstofa pjóðólfs: í Gunnlögsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jocluvmff_ Prentaður í prentsmiðju íslands. Einar þórðarson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.