Þjóðólfur - 01.03.1889, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.03.1889, Blaðsíða 2
38 eigi í fyrsta sinni. Jón Egilsson segir í biskupa-annálum sínumr „Þá daturn var 1525, þá hmn svo mikill fellivetur, að | Grímsnes liefur aldrei náð sjer aptur síð- an, að sögn sjera Einars. Um haustið fyrir \ voru tveir fátækastir í öllu Grímsnesi, sem áttu til fj'ortán handraða, og þeim, vom tí- undir lagðar; þá var ékkert það kot, sem ekki var á eitt hundrað fjár, sumstaðar tvö hundruð og enn þrjú hundruð eður j meir; þeir hjeldu mestu eptir, sem áttu um vorið 20 eða mest 30 sauða; svo mikil frost höfðu þá verið, að hestar stóðu dauð- ir frosnir í hel feitir, en fannalög svo mik- il, að enginn hann mundi slík; þenna vet- ur kölluðu þeir áttadagsvetur, því hann J kom. á áttadag sjálfan og hjelst allt til sum- j arsu (Safn til sögu Islands, I., bls. 64). Það er rjett af mönnum að lesa þessi j orð tvisvar og hugleiða svo með sjer, hvernig fara myndi fyrir íslandi, ef jarðleysur væru nú til sumars. Gretur slíkt eigi átt sjer stað? Ef menn hefðu rjett J til að afstýra felli, þá myndum vjer furða [ oss á bændum, ef þeir gætu rólegir lagt sig til svefns, án þess að hafa gjörtfull- nægjandi ráðstafanir til þess, að sjá lífs- stofni sínum borgið og tryggja velferð sína. Menn hafa ekkert vald og engan ! rjett í mesta velferðarmáli landsins. Efna- mennirnir eru skyldaðir til að sjá þeim J borgið, sem flosna upp, sýslunefndin á j að afstýra hallæri, en hún hefur ekki vald til neins annars en taka hallærislán. Ef almennur fellir verður, þá kemur sýslum. með rannsóknir málaferli, sektir, j og „allan af málinu löglega leiðandi kostn- að“, sem hinir seku verða að borga, og sýslunefndin tekur hallærislán, eða með öðrum orðum: eptir lögunum er þjóðráðið, að kasta byrðunum yfir á eptirkomend- uma, og láta þá bera afleiðingarnar af voru eigin ráðleysi. Þetta er föðurlandsástin. Það hefir áður verið i Þjóðólfi talað um orsakir til heyskorts hjá mönnum og j getum vjer vísað mönnum til þeirra hug- leiðinga og enn fremur til mikið fróð- legrar ritgjörðar, sem sjera Eiríkur Briem skriíaði um þetta mál í Isafold, meðan hann var ritstjóri hennar. það eru einnig góðar greinar um þetta atriði í Norðan- fara 1866—68. Eyrir því viljum vjer eigi ræða um þetta hjer, heldur að eins minnast á hvað neðri deild alþ. 1887 vildi hafa fram, og sem hefða orðið samþykkt sem lög af þinginu, ef efri deild hefði eigi skorið frumvarpið niður. Það var aðalhugsunin í frumvarpi því, er neðri deild samþykkti, að það væri eigi hægt að setja almennar reglur til að afstýra skepnufelli, heldur yrði að hafa mismunandi reglur eptir því, hvern- ig hagaði til í hverri sveit, en þetta gæti því að eins fundist, með því að bænd- um væri það frjálst, að setja reglur” hjá sjer um málið. Það hafa verið ýmsir, sem hafa talað um, að bændur gætu með þessu skert frelsi einstakra manna, en þegar tveir þriðjungar bænda eiga að setja reglurn- ar, þá liggur í augum uppi, að þetta hefur ekki mikinn stað. Almenningur hjer á laudi er ekki svo ófrjálslyndur, að það sje nokkur ástæða til þess, að í- mynda sjer, að hann noti þennan rjett illa. En reglurnar hugsuðu menn sjer einkum í því fólgnar, að bændur kysu ásetningsmenn, sem gætu heimtað að menn hefðu hey handa skepnum sínum eða sæi þeim borgið á einhvern hátt, alveg að sínu leyti eins og menn nú heimta, að menn í Rvík tryggi hús sín gegn elds- voða því að fellir er engin minni hætta fyrir velferð sveitarinnar, heldur en það væri fyrir Reykjavík, ef húsin þar brynnu. Enn fremur var hugsað til þess, að hrepps- nefnd væri lögð sú skylda á herðar, að sjá um, að jafnan væri einhver, sem gæti selt mönnum að vorinu hey eða korn, er menn svo borguðu fullu verði. Það hefur stundum að vorinu komið fyrir, að menn hafa boðið á með á. Menn hafa boðið eina á loðna og lembda til þess að fá hey um stuttan tíma handa annari á. Þetta vildi neðri deild að eigi ætti sjer stað, heldur að hreppsbúar ættu jafnan víst, að geta fengið keypt hey, ekki fyrir ránverð, heldur fyrir það verð, sem væri fullt endurgjald fyrir heyið. I þessu var aðalstefna frumvarpsins fólgin. En það verða bændur nú að at- huga fyrir alþing í sumar, hvort þeir vilja fylgja þessu eða ekki. Það eru þeir, sem eiga að ráða því. hvort þeir vilja hafa frelsi til að setja reglur í þessu efni og hvort þeir ætla, að þeim sje trúandi til að nota þetta freisi, sem þeim er veitt með þessu, fósturjörð sinni til heilla eða ekki. Síðan á alþ. 1887 hefur Björn Bjarna- son búfræðingur skýrt frá því í Fjall- konunni, að Norðmenn, — sem annars fara sumstaðar skammarlega með skepn- ur sínar og verða iðulega heylausir, þótt aldrei komi grænlenskur ís til þeirra—, reyndu að örfa menn til betri meðferðar á skepnum sínum með verðlaunum. Þetta getur verið mikið gott, og því væri gott að menn hefðu vald til að setja reglur um slikt. Það mun því best að hafa lögin sem frjálslegust og liðlegust með því að á- kveða að eins í frumvarpi um þetta mál, sem vonandi kemur fram á næstaþingi: í samþykktum hreppsmanna má gjöra ákvæði um ýmsar ráðstafanir til að bæta meðferð á skepnum og koma í veg fyrir skepnufelli. Afnám vistarskyldunnar, Á næsta þingi kemur þetta mál von- andi til umræðu. Það er því vert fyrir menn að athuga það, þangað til næsta alþingi kemur saman. Það, sem mælir með því, er fyrst og fremst eðlilegur rjett- ur hinna vinnandi manna á landinu til að leita sjer atvinnu á hvern sómasamlegan hátt, er vera skal, og enn fremur líkind- in til þess að vinnan aukist í landinu. Hins vegar mælir það á móti, að vjer sje- uin eigi því vaxnir, að hafa slíkt frelsi, og menn myndu leggjast í flæking og ó- mennsku, ef þeim væri eigi skylt að vera í ársvistum. Alþingismaður lijer í Reykjavík hefur bent oss á gott ráð tii að sameina þetta tvennt. Hann er því samdóma, að öllum ætti að vera heimílt, að vera lausamenn, en þó með því skilyrði, að þeir hefðu fast heimili og fengu einhvern til að takast sömu skyldur á hendur að því er þá snerti, eins og húsbóndi hefur við hjú. Hverjum, sem hefur nokkurn dugnað og sparsemi til að bera, ætti að vera auð- velt að fullnægja þessu skilyrði, en með þessu er sveitarfjelögunum einnig borgið, þegar einstakir menn taka að sjer sömu skyldur gagnvart lausamanninum, eins og ef hann væri hjú. Athugaorð. Ritstjóri ísafoldar hefur skrifað langa grein í blaði sínu, þar sem hann hneyksl- ast mjög á því, að vjer höfum talað um skoðun lians á kveðskap á 15. og 16. öld, en satt að segja gerðum vjer þetta afkur- teysi, því að oss fannst það óviðkunnan- legt, að gjöra ráð fyrir því að hann færi að blanda sjer í það málefni, sem hann ekki gæti haft neina skoðun á. Enn frem- ur hneykslast liann á því, að vjer liöfum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.