Þjóðólfur - 01.08.1906, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.08.1906, Blaðsíða 1
58. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 1. ágúst 19 06. J& 35. Hafið þér reynt hina nýju og glæsilegi Iitíi í €9inborg? Par fást yfir 20 litartcgfundir, t. a. m. Kronesvart Hárautt Marinhlátt Fjólublátt KaíTibrúnt Millum-Kypeblátt og margir fleiri inndælir litir. Þola »ól og: þvott. Borgar sig vel að reyna. Þingmannaförin. Koraa alþingismannatil Kaupm.hafnar. Móttðkuviðhöfn í hátíðasal háskólans. Yiðtökur ríkisþings og konungs. (Frá fréttaritara Þjóðólfs). Kanpm.höfn 19. júlf. Eins og eðlilegt er, hefur koma íslenzku alþingismannanna hingað til Danmerk- ur vakið hinna mestu athygli og eptir- tekt meðal manna hér um land allt, og undanfarinn tíma hefur heimsókn þessi verið hið mest umrædda efni og efst á dagskrá, að minnsta kosti í öllum blöð- am höfuðborgarinnar. Mörg helztu blöð- in, svo sem »Politiken«, »Vort Land« og og »Dagens Nyheder« hafa flutt æfisögu- ágrip og myndir af öllum þingmönnunum. Sömuleiðis hafa staðið greinar og ritgerð- ir um Islendinga og ísland í flestum blöðunum, mjög velviljaðar og að miklu leyti réttar. Hér í höfuðborginni hefur verið hinn mesti undirbúningur síðustu dagana undir öll þau miklu hátíðahöld, sem halda á í virðingarskyni við þingmennina. Eins og rnönnum er kunnugt, er ekki einungis öll ferðin og dvölin hér þeim að kostnaðarlausu, heldur sýna og borg- arbúar, stjórnin og hin danska þjóð yfir- leitt alþingismönnum — og þar með Is- landi — að öllu leyti hina mestu virð- ingu, viðhöfn og alúð. Sem lítið dæmi þeirrar alúðar, sem borgarbúar sýna al- þingismönnum í hvívetna, má geta þess, að stjórn rafmagnsvagnaféiags borgarinnar hefur gefið þeim öllum ókeypis ökumiða um alla borgina, og er hann skreyttur með íslenzka fálkanum. Bæði ríkisstjórn, borgarstjórn og einstök félög keppast um að halda þeim dýrðlegar veizlur. I gærmorgun bauð blaðið »Vort Land« alþingismenn velkomna með mjög hlý- legri grein á íslenzku og »Politiken« flutti fyrstu og síðustu vísuna af »Eldgamla Isafold« á íslenzku á fyrstu síðu. Frá því kl. 7 í gær e. m. fóru menn að safnast niður að tollbúðinni og kl. 73/4 þegar sást til »Bothnia«, var allt orðið fullt af fólki bæði kringum sjálfa tollbúð- ina og eptir allri Löngulínu. Kl. rúmlega 8, eins og ákveðið var, renndi svo »Botnia« upp að bryggjunni og kváðu þá við margföld húrraóp frá mannfjöldanum, en alþingismennirnir heilsuðu með því að veifa höttunum. Christensen ráðaneytis- forseti, konferenzráð Hansen, formaður í landsþinginu, og Thomsen kennari, for- maður fólksþingsins, fóru þegar út á skip og buðu alþm. velkomna. Litlu seinna var þeim ekið í skrautlegum vögnum með 2 hestum fyrir hverjum, til »Hotel Kongen af Danmark«, en þar hafði stjórnin leigt 45 herbergi handa þeim auk fleiri sala, er þeir njóta í sameiningu. I fyrsta vagn- inum, er ók burt, sátu þeir ráðaneytis- forseti Christensen og forseti sameinaðs þings, en í hinum næsta íslandsráðherra og forsetar efri og neðri deildar alþingis með forsetum rlkisþingsins. Dálítið fyrir kl. 11 söfnuðust þeir, er boðnir voru, saman í háskólahúsinu til að taka þátt f móttökuviðhöfninni og tóku sæti í hátíðasalnum. Þar voru saman komnir allir æztu menn ríkisins, svo sem allt ráðaneytið, ríkisþingið, borgarstjórn Kaupmannahafnar, dómendurnir í hæsta- rétti, flestir háskólakennararnir og allir æztu yfirmenn í her og flota. Líka voru þeir fáu ísl. stúdentar, sem nú eru hér í borginni, boðnir og ennfremur allir nafn- kunnir eldri Islendingar hér búsettir. Stundvíslega kl. 11 gengu alþingis- mennirnir inn í salinn og var þá leikið lagið »Ó guð vors lands« á horn með mikilli list. Kl. 1D/4 kom öll konungs- ættin, Friðrik konungur og Lovísa drottn- ing, Kristján krónprins og Alexandrfna krónprinsessa, prinsarnir Valdemar og Gustav og prinsessurnar María og Þyri og flestir af hirðmönnunum og hirðmeyj- unum. Þegar konungur og hirðin gekk inn 1 salinn, var lagið »Kong Christian* leikið. Þá steig ráðaneytisforseti J. C. C h r i s t- ensen í ræðustólinn og bauð alþingismenn velkomna með nokkrum vel völdum orð- um. Seinna bauð formaður fólksþings- ins, Anders Thomsen, þá velkomna með stuttri og mjög alúðlegri ræðu. Þá sté formaður sameinaðs þings, E i r í k u r B r i e m , upp í ræðustólinn og þakkaði fyrir ræðurnar og boðið með nokkrum hjartfólgnum orðum til konungs og þings og stjórnar Danmerkur. Þá var sunginn ljóðaflokkur, er skáldið L. C. Nielsen hafði ort við þetta tæki- færi. Hinn heimsfrægi danski söngmaður H e r o 1 d söng sóló, ennfremur hinn frægi söngmaður Helgi Nissen, og sungu þeir báðir af hinni mestu list. Loks hélt sagnfræðingurinn E d v. H o 1 m alllangan og fróðlegan fyrirlestur um ísland. Hátíðinni var lokið kl. d/4 e. m. Eptir hátíðaviðtökurnar á háskólanum gengu alþingismenn til morgunverðar í skemmtigarðinum »Tivoli« ásamt þing- forsetunum dönsku og allmörgum þing- mönnum öðrum (30 alls), er kosnir höfðu verið í nefnd til þess að annast sérstak- lega um móttöku þingmannanna og fylgja þeim og leiðbeina eptir þörfum allan tím- ann, sem þeir standa við í Danmörku. Að loknum snæðingi fór allur hópur- inn að skoða höggmyndasafnið (Glypto- teket), síðan forngripasafnið og loks ráð- húsið. I kvöld á að halda þingmönnum mikið samsæti í ríkisþingshöllinni. Kanpm.höfn 21. júlí. Til kvöldsamsætisins, sem alþingismönn- um var haldið til heiðurs og fagnaðar á fimmtudagskvöldið (þ. 19.) í ríkisþings- höllinni, var boðið um 500 manns. Menn söfnuðust fyrst saman í landsþingssaln- um og buðu formenn ríkisþingsins alþings- menn þar velkomna með nokkrum hlýjum og vel völdum orðum. Eptir það fóru menn niður í fólksþingssalinn. Voru þar 8 stór borð, hlaðin allskonar dýrindis- krásum. Það voru bæði heitir réttir og kaldir og vín margskonar. Menn stóðu við borðin og snæddu og drukku með beztu lyst, en að því búnu var farið út í hinn fagra lystigarð-, þar stóð kaffi, cog- nac og Havannavindlar á borðum. Þegar menn höfðu gert sér gott af öllu þessu, hófust ræðuhöldin. Fyrstur hóf aldurs- forseti landsþingsins B 1 u h m e máls. Honum fórust mjög hlýlega orð í garð Islendinga. Talaði um, hve gleðilegur og merkur atburður þetta væri, að sjá alþingi Islendinga og ríkisþingið saman komið á eihn stað. Hann minntist á þá baráttu og erfiðleika, sem Islendingar hefðu orðið að stríða við, áður en þeir náðu sínu núverandi frelsi og sjálfstæði, en benti á, að ánauðin og ófrelsið á ísl. hefði þó aldrei verið eins mikið og meðal lýðsins hér í Danmörku. Hann kvaðst óska og vona, að þessir samfundir yrðu til þess að auka og efla velvildarhug og bandalag milli Dana og íslendinga. Loks bað hann menn að hrópa nífalt húrra fyrir Islandi. Þá steig Georg Brandes í ræðu- stólinn og flutti hina ágætustu ræðu til al- þingismanna. Vér getum ekki hugsað oss, að hægt sé að bera fram ræðu með meiri snild og mælsku, en Brandes gerði við þetta tækifæri. Eptir að Brandes hafði lokið þessari ágætu ræðu, sem þökk- uð var með margföldu lófaklappi, steig skáldið Holger Drachmann fram og las upp með mestu snild og hárri og skýrri raust fagnaðarkveðju-kvæði til al- þingismannanna. Hannes Hafstein ráðherra þakk- aði að lokum stjórn og ríkisþingi fyrir boðið með mörgum fögrum orðum. Líka þakkaði hann ræðumönnum og skáldinu fyrir öll þeirra hlýju og fögru orð. Hann kvaðst vona að vinahugurinn milli Dana og Islendinga myndi aukast meir og meir eptir því sem þekking þjóðanna hvorrar til annarar ykist. Að lokum bað hann alla viðstadda Islendinga að hrópa nffalt húrra fyrir Danmörku. Að ræðuhöldum loknum dreifðust menn um hinn skrautlega lystigarð og hresstu sig á kampavíni og á öðrum ljúffengum vínum, er á ný höfðu verið sett fram. Menn ræddust svo við í stærri og minni hópum og hin mesta glaðværð ríkti hjá öllum. Menn fóru að tínast burt kl. n og hafði þá þsssi samkoma, sem í alla staði hafði heppnast mjög vel, staðið yfir í 3 r/2 klukkustund. I gær (föstud. 20.) var alþingismönnum og dönsku þingmönnunum boðið að borða morgunverð hjá konungi í hinni fögru og stóru konungshöll Fredensborg, er liggur við Esromsvatn. Á leiðinni þangað stóðu alþingismenn við í Hille- röd og skoðuðu hina yndisfögru listaverka- höll Frederiksborg, er þeim fannst mjög mikið um, er ekki höfðu séð hana áðúr. Á leiðinni frá Frederiksborgarhöll til Fredens- borgarhallar var ekið í opnum vögnum. Fólk safnaðist saman meðfram veginum og stúlkurnar köstuðu rauðum rósum og öðrum blómum upp f vagna alþingis- mannanna. Lfka blöktu fánar á hverri stöng og sást þar á meðal fálkamerkið íslenzka. Hið merkasta, sem skeði í gær, er þó ræða konungs, er hann flutti undir borð- um með mikilli mælsku og snild. Kon- ungur hóf mál sitt á þessa leið: »Þessi stund er mjög hátíðleg og mik- ilvæg fyrir mig og oss alla, er eg og hús- frú mín bjóða yður alla hjartanlega vel- komna hingað til vorrar kæru Fredens- borgar, þess staðar, sem fyrir oss og marga aðra geymir svo margar dýrmætar endurminningar, og f dag bætist nú hér við ein endurminning, sem verður ógleym- anleg 1 framtíðinni, og það er minningin um, að það var hér, sem konungur Dan- merkur í fyrsta sinn naut þeirrar ham- ingju, að vera saman með báðum lög- gjafarþingum ríkisins. Þetta er því sögu- legt augnablik fyrir oss. Vér óskum af öllu hjarta að þetta mætti verða byrjun til hamingjusamrar framtíðar fyrir öll lönd vor, til gagns fyrir þjóðirnar og til þróunar og eflingar kröptum þeirra og þjóðerni, svo að allt hið danska ríki eflist og styrkist«. Konungur snéri sér þá að alþingismönn- unum og sagði meðal annars: »Vér þökkum yður innilega og af öllu hjarta fyrir það, að þér komuð, og vér notum nú tækifærið til þess að þakka yður fyrir þá hlýju kveðju, er þér senduð oss við konungaskiptin fyrir milligöngu ráðherra vors yhr Islandi. Vér sjáum af þessu hvorutveggja, að ís- lenzka þjóðin óskar að sýna oss sömu hylli og áður vorum heittelskaða föður og þetta hefur tyllt hjarta vort með dýpstu gleði. Vér gefum yður hér með vort konung- lega heitorð um það, að þér skuluð ávalt finna opin eyru fyrir því, er getur orðið framþróun íslands til gagns. Vér óskum landi voru íslandi blóm- legrar og hamingjusamrar framtíðar, 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.