Þjóðólfur - 19.05.1917, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.05.1917, Blaðsíða 1
IXIV. áiíí. Eyrarbakka 19. mai 1917. Nr. 10 P\ óðólfur kemur venjulega út livern föstudag. Argangurinn kostar innanlands 4 kr. til næstu ársloka en 5 kr. erlendis. Afgrciðslu annast póstafgre’ðslu- maður Sigurður Gruðmundsson en inn- heimtu og afgr. á Stokkseyri og Eyrar' bakka annast verzlm. Jóhannes Kristi jáneson. Aug'lýsingar í blaðið verða að vera komnar tii Jóh. Kristjánssonar, verzim. á þriojud^,gskvöld. Kjördæmaskiftingin Eitt af þeim málum, er sýslu« nefnd Árnessýslu hatði til meði ferðar á síðasta aðalfundi, var áskorun til Alþingis um að skifta Árnessýslu í þrjú einmenniskjör- dæmi, þar sem sú sýsla eftir manm fjölda á rétt á svo mörgum þingi sætum, miðað við flestar aðrar sýslur iandsins. fað er og sannast að, segja, að kjördæmaskifting landsins er mál, sem löggjöfin ekki getur hummað fraöi af sér til lengdar. Úr því þingræðisstjórn á sér stað, þ. e. a. s. traust meiri hluta þingsins ræður stjórnarfári landsins og því hverir með völdin fara, þá liggur í hlutarins eðli, að þingið verður að vera þannig sarnset.t, að hvert at1 kvæði á iandirm vegi jafnmikið þegar á þingið kemur, eða með öðrum orðum, að í öllum kjör1 dæmum landsins sé atkvæðatalan því sem næst hin sama. Að öðr1 um kost.i myndast misrétti milli landshlutanna, þegar fáir tnenn á einum st.að hafa meira að segja á þinginu, en margir annaisstaðar. Siðan stjórnin fiuttist ffm í landið heflr kjördæmaskiftingunni verið hveyft oftar en einu sinni, en niðurstaðan þó orðið sú, að alt hefir verið látið haldast óbreytt. Var þó vitanlegt, þegar 3 þing- mönnum var bætt við í kaupstöði unum með stjórnarskránni 1903, að sú ráðstöfun átti aðeins að gilda til bráðabirgða, gert fastlega ráð fyrir annari kjördæmaskiftingu þá. Sú hugsun sem kom fram á þingi fyrir nokkru, að gera alt landið eða hvern landsfjórðung að kjördæmi útafjyrir sig með tiltölm iegan þingmannafjölda, var kveðin niður þá, og mun líka vera gag*1- stæð óskum þjóðarinnar, sem oim mitt óskar héraðafulltrúa. Mun mtga telj.i, sjálfsagt, að vilji manna se em ói reyttur í þessu efni, og að lendskjöri verði ekki beitt, nenta þar sem 6 efridoildarsœtin eiga lilut að rááli. Sé haldið þeim kosniagagrund- velli, sem nú á sér stað í héraðs- skiftingunni, verður óhjakvæmilegt, að hin einstöku kjördæmi breytist, eftir því sem fólksfjöldi brevtist í hinum einstöku kjördæmnm. Það er sannarlega ekkert réttlæti í því að hundsa kröfur Reykvíkinga um aukna þingmannatölu, og það verð- ur ekki heldur mögulegt til lengdi ar. En það verða menn að vita, Reykvikingar ekki síður en aðrir, að það eru fleiri kjördæmi en Reykjavík, sem bera skarðan hlut frá borði með þingmannatölu eins og kjördæmaskiftingin er nú. Það er þó vitanlegt, að það myndi verða óþokkasælt að leggja niður sum þau kjördæmi, sem nú eru til, enda myndi sú leið tæp- ast verða farin. Hitt myndi talið gerlegra, að auka tölu þingmanna, sem nú má gera með einföldum lögum, og ekki leggja kjördœmi niður ðnnur en þau, sem eru svo fámenn, að engri átt nær. Væri með þessu móti leyst betur úr misréttinu, og þegar tölu þing- manna fjölgaði, mætti vænta þess, að flokkaskiftingin á þingi stæði ekki eins off. í járnum og hún gerir nú, heldur gæti myndast ákveðinn meiri hiuti, sem yrði betur fær en nú til þess að bera siðferðilega ábyrgð á löggjöf og landstjórn. Líkurnar fyrir jöfnum flokkum eða flokksbrotum, sem eru rnjög óholl fyrir eðlilega fram- þróun, veiða minni, þegar tölu þingmanna fjölgar. Það mun óhætt að segja, að hvenær sem kjördæmaskifting fer fram, veiða þuð einmenniskjördæm> in, sem alstaðar taka við á land- inu. Og í rauninni er það furðan- legt, hvað lengi menn hafa umi borið tvímenniskjördæmin, jafn ranglátt og vitlaust fyiirkomulag og þar er um að ræða, einkum þegar miðað er við hina gildandi kosningaraðferð. Meira að segja : Þótt niðurstaðan yrði sú, að þing- ið ekki treystist tii að sinni, að breyta kjördæmaskiftingunni eða skifta tvímenniskjördæmunum í einmenniskjördæmi, þá ætti það ekki að koma til mála, að oftar þyrfti að kjósa á þing með þeirri aðferð sem nú á sér stað í tví- menniskjördæmum, þar sem kosn* ingin oft leiðir í ljós þau úrslit, sem eru gagnatæð vilja kjósendi anna sjálfra. Skulu færð rök að þessu. 1. Það getur vel komið fyrir í við kosningu í tvimenniskjördæmi, I að þeir menn nái kosningu, sem minstur áhuginn er fyrir. Við ; kösningar er það algengast, að ; hverjum einstökum kjósenda sé áhugamál að koma á þing einum af þingmannsefnunum. Hann verði ur þó engu að síður að kjésa tvo menn, annars er seðill hans ógild- ur. Sé nú um skynsaman kjós- anda að ræða, kýs hann með þessum aðalmanni sínum einhvern þann, sem hann telur ólíklegastan til að ná kosningu, annars getuf hann búist við, að gera þing- mannsefni sínu meiri skaða en gagn. Ef nú margir breyta svo af gagnstæðum flokkum, er opin leið til þess, að sá maður nái kosningu, »em óliklegastur er af öllum frainbjóðendum og í raum inni heflr ekkert fylgi. Það kann að vísu satt að vera, að lítil lík- indi eru til þess að svo fari. En þess meiri líkindi eru til hins, að kjósandinn ásamt aðalmanni sínum kjósi þann frambjóðanda, sem hann telur skaðminstan, þótt hann sjálh ur játi, að hann um leið sé hinn ónýtasti. Getur til þess borið bæði flokksástæður og annað. En alveg á sömu leið getur annar kjósandinn breytt, sem gagnstæð heflr áhugamálin. Dugnaðarmað* urinn heflr að vísu öflugt fylgi, en hann heflr líka öfluga mót* stöðu, ónytjungurinn heflr í raun- inni lítið sem ekkert fylgi, en ekki heldur neina teljandi mótstöðu, og afleiðingin verður sú, að dugnað* armaðurinn fellur við kosninguna, en ónytjungurinn hrósar sigri og telur sig hafa mikið fylgi. Og það gera aðrir líka, sem eingöngu horfa á atkvæðatöluna án þess að gera sér neina grein fyrir þvi, hvernig þessi atkvæðatala er til orðin. En þetta er áreiðanlega rangt litið á málið; atkvæðatalan ein út affyri ir sig dugir að vísu til að koma manninum inn á þing, en í tvímenn- iskjördæmi er hún engin sönnun fyrir fyigi hans, og væri hægt að leiða nánari rök að þessu, ef til- efni yrði til. Tvímenniskjördæmi in gefa mjög oft tilefni til, að dugn&ðurinn og orkan verði að lúta í lœgra haldi, en heimsku þingmannsefni, margreyndu að öll- um ónytjungsskap, stendur byr undir báða vængi. Frh. Ef atvinnuleysi verður í sumar — Það er kannske vonandi, að ekki komi til slíks, en eins og nú stendur á verzlun og siglingum, sýnist þó mega gera ráð fyrir þessu. Og þarf þá ekki að lýsa þeim vandræðum, sem af þessu myndi leiða, þegar svo að segja heilar atyinnugreinar yrðu að stöðvast nú í dýrtíðinni, og þeir sem þær stunduðu gætu einkis aflað, en yrðu þó að lifa eins og aðrir. Sjálfsagt yrði þá að leggja löghald á þær matvörubirgðir, sem hér væru framleiddar, og hið opin- bera að hlutast til um, að þeir menn, sem atvinnuna mistu, fengju sínar birgðir eins og aðrir. Engin leið mun vera til a$ varna því, að atvinnuvegirnir tepp- ist, ef rás viðburðanna heflr það í för með sér. En önnur leið er til sem sjálfsagt virðist að ganga, ef svo ber undir, og hún er að stofna nýja atvinnu í stað þeirrar, sem kann að lokast. Kemur þá fyrst til mála Flóaáveitan, sem búið er að gera fullnaðarmælingar undir, og 'ekkert er til fyrirstöðu að byrja á hvenær sem er. Þarf þar ekki á öðrum verkfærum að halda en skóflum og göflum, sem von- andi verður einhver leið að útvega. Og gangi þess máls er svo varið, að vitanlegt er, að þar eiga í hlut þær umbætur, sem afráðið er að gera, og Alþingi í heild sinni heflr fallist á, án tillits til flokksskift.- ingar. Vantar því aðeins lög um framkvæmd verksins og fjárveiti ingu til þess. Það segir sig sjálft, að það er gagnstætt venju, að stjórnin leggi í eða byrji stórfyrirtæki, án heim- ildar þingsins. En þegar alt geng- ur öfugt og öndvert eins og nú, er þetta eitt af því, sem getur komið fyrir, og rás viðburðanna knýr áfram. Það er ekki heldur lítið í húfl, ef til þess kemur, að alment atrinnuleysi verði hjá þeim, er sjóinn stunda. Hinsvegar er Flóaáveitan það fyrirtæki, sem hefir dregist skað- lega og skammarlega lengi. Fyrstu aðaimælingar fóru fram sumarið 1906 (eða 1907), þegar Thalbitzer verkfræðingur var á ferðinni; kostnaðaráætlun hans.var 600 þús. kr. og var það nóg til þess að mönnum blöskraði, leiðtogum Búnaðarfélagsins ekki síður en bændunum. Nú er þó sú breyt- ing á orðin, að stórar fjárhæðir vaxa mönnum ekki eins mikið í augum og að undanförnu; menn kunna nú, betur en áSur, að spyrja, hvort fyrirtækið sjálft sé heilbrigt og geti borið sig, hvort arður sá, sem af því megi vænta, fari yfir l>au 1 ; , ,1 ián* tökunni leið-a eða iianu g., áað- ist þau og meira til. Og . , ví er enginn vafi, að hér hiýtur að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.