Þjóðólfur - 13.04.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.04.1918, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR 65. árgangnr. Reykjayík, 13. apríl 1918. 4. tölnblað. Þ.TÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald- dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bókbindari, Laugaveg 18, sími 286. Alþingi 1918. Aukaþing er »helgað og hafið« og tekið til starfa — að minsta kosti að tjaldabaki. Þingmenn eru ekki öfund- verðir af veg sínum og vanda nú, þ. e. a. s., ef þeir finna til ábyrgðar þeirrar, er á þeim hvílir. Síðan vér fengum lög- gjafarvald, höfum vér ekki haft slíka þörf á dáðrökkum og ráð- snjöllum mönnum á þing- bekki og i stjórnarsess. Og þvi valda hagur vor og framtíðarhorfur, að menn láta sig meir skifta gerðir þings þessa og samþyktir, en ef til vill allra undanfarandi löggjaf- arþinga. Sjaldan hafa jafn- margir einstaklingar þjóðfélags vors átt eins mikið undir álykt- unum og úrræðum löggjafar- valds og stjórnar og nú. Aukaþingið 1918 er sann- kallað fánaþing og dýrtíðarþing. Á fánann hefir áður verið minst hér í blaðinu. Þótt ekki væri annai's en sóma sins vegna, getur alþingi ekki stungið þvi undir stól, enda dettur slíkt víst fáum í hug. Berjast verða þingmenn og stjórn fyrir því og koma því fram — afslátt- arlaust. En munum, að við ramman er reip að draga. Þetta mikla vandamál verður að sækja með þeirri fyrirhyggju, er framast er unt. Ella getur íarið svo, að þjóðin bíði af því bæði skömm og skapraun. Þá eru dýrtíðar-málin. Odd- ar dýrtíðarinnar stinga oss flesta, einkum kaupstaðarbúa, en — »því er ver, aö enginn veit hvaö eflir fer«, yrkir Gestur. Verst er þó, hve dimt er yfir framtíðinni, mest- ar likur til, að ilt versni lengi enn þá. Dýrtíðin er sem illur og langvinnur sjúkdómur, er að vísu þjáir sáran í bili. En það er samt lakast, að sjúkl- ingnum á eftir að elna sóttin, kvalir hennar að magnast, ef til vill langa hríð enn, og að búast má við nýjum og illkynj- uðum sárum og krankleika. Ef ekki er að gert, virðist 1. d. vofa yfir atvinnuleysi með allri þeirri siðspillingu, böli og raunum, sem það hefir í eftir- dragi. Að vísu verður ekkert fullyrt um það með nokkurri nálcvæmni. En mörgum botn- vörpunga vorra hefir verið fargað, sem fjöldi manns hefir haft af atvinnu. Nú er sama sem ekkert fengist við húsa- gerð í kaupstöðum. Og stór- eignamenn og ríki ráðast ekki — eða sama sem ekki — í smíðar mannvirkja, sem gert hefði verið, ef árað hefði sem venjulega. Og ókunnugt er Þjóðólfi um nýjar atvinnugrein- ir eða iðnii', er komið geti í stað starfa þeirra, er talin hafa verið. Þá er alls þessa er gætt, virðist mikil hætta á, að fjöldi manna verði sviftir atvinnu, án þess að þeir eigi á því nokkra sök, án þess að ódugn- aði eða leti verði um það kent. Hvað getur sjómaður gert að því, að seldur er botnvörpung- ur, þar er hann var háseti á og vann fyrir konu og börn- um? Er það smið að kenna, að sama sem ekkert hús er smíðað? Það er því mikil- vægasta réttlætisskylda alþingis nú að girða fyrir atvinnuleysi á næstu tímum, að leita ráða gegn þvi. Og það er meira en réttlætisskylda. Mannúð heirot- ar, að saldaus böfn séu ekki látin þola sult og skort, hvar sem þau eru á landinu. En slikt yrði óhjákvæmileg afleið- ing atvinnuleysis. Og framtíð- arheill þjóðar vorrar gerir sömu kröfu til þings og stjórnar. Allra æðsta boðorð i dýrtíðarmálum vorum er, að ungu kynslóð- inni, börnum og unglingum, verði komið óskemdri úr vand- ræðum hennar og mótlætis- éljum. Það er og skýlaus skylda þings og stjórnar — og í raun- inni vor allra —, að gera ráð fyrir því, að langt verði friðar að bíða. Eru og engin friðar- merki sjáanleg nú. Þrjár sterk- ustu menningar- og öndvegis- þjóðir heims, Bretar, Þjóðverj- ar og Bandaríkjamenn, geta lengi enzt, er þær beina öllum kröftum sínum, auð og viti að því, er þær hver i sínu lagi telja »hið eina nauðsynlega«: að berjast, unz yfif lýkur. Af þessum rökum verður enn meiri vandi að finna góð ráð gegn öllum þeim bágindum, er dunið geta á oss á næstu árum af völdum stríðs og dýr- tíðar. Þjóðólfur óskar þess einlæg- lega, að alþingi heppnist eins vel og kostur er á að finna bjargráð þjóð vorri til handa — og að dýrlíðarsamþyktir þess megi draga að nokkru úr erfiðleikum þeim, er margir landsbúa eiga nú við að stríða og ógna þeim. LilUega má samt ekki við miklu búast. En ef til vill má gera ráð fyrir, að stjórn og þingi takist nú í eitt skifti betur en — flestir gera sér vonir um. ^nþingiskostnaðar 1917 Dýrtíðaruppbót þingmanna. Þjóðólfi hefir verið sent „Yfir- lit um alþingiskostnað frá 1. jan. til 31. des. 1917. Er það sér- prentun úr Alþingistiðindum 1917 C. Eru prentuð með því 9 fylgi- skjöl. Seinasta fylgiskjalið er eft- irrit af bréfl forseta alþingis þriggja til Stephans G. Stephanssonar, er þeir skrifuðu honum með heiðurs- gjöf þingsins til skáldsins. Yfirlit þetta er ekki langt, ekki nema 21 bls., en í því felst þó mikill fróðleikur og margt um- hugsunarefni. Allur alþingiskostnaður 1917, bæði við aukaþing og aðalþing, nemur kr. 171733,43. í þessu er þó ekki talinn allur kostnaður við síðasta aukaþing, heldur aðeins kostnaður frá ársbyrjun 1917. Má því vafalaust fullyrða, að auka- þing 1916—17 og aðalþing í fyrra hafi kostað nálægt 200 þús. kr. Er það að sönnu álitlegur skild- ingur, en ekki eftirtöluverður, ef viturlega og haglega væri starfað. Þess skal getið um einstaka liðu, að þingfararkaup nemur alls kr. 57235,80. Útgáfukostnaður alþingistíðinda er alt að því eins mikill — 53758,24. Mér kemur í hug, er eg nefni kostnað við prentun þingtíðinda: Hví í ósköpunum eignast landið ekki prentsmiðju? Það er ekki svo lítið, sem það, nú orðið, þarf á prentun að halda. Auk þing- tíðinda ætti og að prenta þar alt, sem stjórnarráðið gefur út og læt- ur birta landslýð. Þar er stjórn og.þing eiga í hlut, er fráleitt um mikla samkeppni að ræða,. Prent- smiðjueigendur koma sér víst saman um kosti þá, er þeir bjóða alþingi, sem eðlilegt er. Petta er mál, er 1. þm. Reykvíkinga ætti að athuga. Það sem mér þótti fróðlegast í þessum kafla þingtíðindanna, voru skjöl um dýrtíðaruppbót þá, er löggjafar vorir veittu siálfum sér á aðalþingi 1917, og lesendur Þjóðólfs hafa eflaust heyrt getið. Uppbót þessi nam 30°/o af „dag- peningum þingmanna frá þingsetn- ingardegi til þinglausna". Meginatriði málsins, dýrtíðar- uppbótina, hljóta allir sanngjarnir menn að fallast á. Það er ekkert vit, í að launa þÍDgmannsstörf eins nú og 1912, er kaup þingmanna var seinast ákveðið með lögum. Það er aðeins óviðfeldið, að þing- menn neyðast til að gera slíkt sjálfir, verða að skamta sér sjálfir af annarra fé. En á því eiga þeir ekki sök. Hér er því ekki minst á mál þetta sökum sjálfs þess, eða af því að dýrtíðar-uppbót þessi til þingmanna sé eftir talin. En því veldur framkoma sumra „hátt- virtra" þingmanna í sams konar málum öðrum, og leið sú, sem valin var til að koma kauphækk- un sjálfra þeirra fram, að eg fæ ekki orða bundizt um þessa sam- þykt seínasta þings. Það hefði sem sé mátt búast við því um ýmsa háttvirta þing- menn, eftir margítrekuðum at- kvæðagreiðslum þeirra og óralöngum sparnaðarræðum um frumvörp og tillögur um dýrtíðaruppbót til starfs- manna landsins, að þeir hefði alls ekki litið við þessari launahækk- un. Á aukaþinginu 1917 gerðust nokkrir þeirra sekir um þann skort á sanngirni, að þeir greiddu at- kvæði móti þingsályktuqartillögu um dýrtíðaruppbót til embættis- og sýslunarmanna lands vors. Og á seinasta þingi gerðust þau und- ur, að dýrtíðaruppbót þessi var lækkuð, þótt allar vörur hefði hækkað geysilega í verði milli aukaþings og aðalþings. Og einn háttvirtur þingmaður hélt ræðu um það, að embættismenn ættu að spara, spara endalaust, að eg held, ganga þar á undan öðrum með góðu eftirdæmi, eða þau ummæli höfðu blöðin eftir. Hvað var eðli- legra, en að þeir „háttvirtir11 þing- menn, er fluttu slíkar kenningar, hefðu riðið hér á vaðið, sparað við sjálfa sig, starfsmönnum lands- ins og öðrum íbúum þess til eft- irbreytni, og til þess að hafa sam- ræmi milli orða sinna og verka? Þingmenska er hið mikilvægasta trúnaðar- og vandastarf. En af þeim, sem til mikils er trúað, verður mikils krafizt. „Af ávöxt- unum skuluð þér þekkja þá“ var sagt forðum, og hefir löngum þótt spaklega mælt. Af samkvæmninni skuluð þér þekkja þá, má segja um stjómmálamenn. Af samræmi í skoðunum og atkvæðagreiðslum um svipuö nýmæli og skyldar tiilögur er auðkendastur siðferðisstyrkur þeirra. En skýrast sést ■ alvara þingmanna í skoðunum og trúleik- ur þeirra við stefnur sínar, er þeir eiga fyrir hönd þjóðar sinnar að ráða til lykta málum, er snerta hagsmuni sjálfra þeirra og vel- megun. Sannast að segja var ekki nærri eins brýn þörf á að veita þing- mönnum dýrtíðaruppbót og lang- samlega mestum hluta opinberra starfsmanna. Mjög margar fasta- stöður krefjast langs og dýrs und- irbúnings, þingmenskan ekki. Ýms- ir lðggjafar vorir hafa að sönnu búið sig undir lífsstarf sitt. En

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.