Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						ÞJÓÐÓLFUR
65. árgangur.
Reykjavík, 7. maí 1918.
7. tölnblað.
ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í
viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald-
dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðslu
annast Björn Björnsson bókbindari,
Laugaveg 18, sími 286.
Fræðslumál.
Erindi  eftir  messu í Hrepphólum
I. april 1918.
Framh.
Þó að skilyrðin hér væru enn
þau sömu, sem fyrr, þá væru þau
því allsendis ónóg til alþýðument-
unar, eins og nú er komið. En
svo bætist þar við, að þau hafa
breytst að ýmsu leyti til hins lak-
ara. Stór hluti ísl. heimila er nú
kominn í kaupstaði og þorp, og
lifnaðarhættirnir svo lagaðir þar,
að ekki er um nokkra barnafræðslu
að ræða á þeim. Börnin læra þab
eitt, sem fyrir augu og eyru ber
innan veggja eða á götum úti,
og manni finst alveg ótrúlegt, hvað
þau böm vita lítið óg hvað sálar-
líf þeirra er fáskrúðugt. Auðvitað
er það ekki neitt undarlegt, því
að alt hugarlíf barnanna vex upp
smátt og smátt af því, sem þau
sjá og heyra, til fullorðna fólks-
ins eða þá leiksystkina sinna. Ef
nú faðir og móðir eru á þönum
allan daginn að strifcast við að
hafa ofan í sig og sína, og hugur-
inn og talið alt við það strit, eða
þá eitthvert bæjarþvaður, aldrei
litið í bók, blað ef til vill lesið í
hljóði, eða fréttirnar hentar á lofti
úti, alt miðað við eigin hagsmuni
og metið til aura, öll gjöld talin
eftir, til hvers sem þau eru, öðr-
um aldar nægtir og öfundaðir, alið
á stéttaríg og miklu fleíra þessu
líkt, og enda sumt ennþá verra,
hvernig getur þá barnssál, sem
elst upp í þessu inni og við götu-
sollinn úti, orðið fjölskrúðug að
þekkingu eða göfug að hugsunar-
hætti? Ef góður barnaskóli getur
ekki hamlað á móti þessu upp-
eldi, sent eitthvað af bjartari og
hlýrri hugrenningum inn í veslings
barnshjartað, iyft því ögn upp úr
þessum sora, þá skil eg ekki ann-
að, en að kaupstaðalýður okkar
verði að meira og minna leyti orð-
inn að viltum og spiltum skríl
þegar í annan og þriðja lið. Frá
þeim forlögum held eg, að ekki væri
nokkuis undanlausnar von.
Það má nú ef til vill segja, að
fjöldinn af þorpalýðnum mundi
láta börnin sín í skóla, þó að það
væri ekki lagaskylda, ef skólinn
einungis stæði til boða. Ea fyrir
því er alls engin trygging. Það
eru til foreldrar — að eg segi
ekki meira —, sem mundu meta
Það miklu meira, ef þau gætu not-
að börnin til að vinna sér inn
aura í staðinn fyrir að vera í
skólanum. Það eru til foreldrar,
sem hugsa meira um sinn stund-
arhag heldur en framtíð barnanna
sinna. Ef engin væri skólaskyldan
og alt í því efni á valdi foreldra
— eða barnanna, því að oft ráða
foreldrarnir ekki við þau — þá
mundu æfinlega mörg börn fara á
mis við skólafræðsluna, sum að
nokkru, sum að öllu leyti, og auð-
vitað helzt þau, sem mesta þörf
hefðu á henni.
Þeir eru nú annars líklega ekki
margir, sem vildu afnema skóla-
skyldu í kaupstöðum og þorpum,
þó að þeim finnist henni of aukið
í sveitunum. En hvar eru þá tak-
mörkin? Yrði ekki vandheitt lög-
unum, ef skólaskylda væri í þorp-
unum, en ekki í sveitunum? En
sleppum því. Eg hygg, að þörfin
sé líka mikil í sveitunum. Sveita-
heimilin h<ifa stórum breytingum
tekið á síðari árum, og einmitt í
þá áttina, að líkjast kaupstaða-
heimilunum. Fólkinu fækkar, svo
að víða eru ekki nema húsbænd-
urnir og börnin, og kyrðar- og
næðisstundum fækkar að sama
skapi. Meira og meira eykst þörfin
að nota börnin til snúninga og
vinnu, undir eins og þau komast
nokkuð á legg. Eg talaði um lífið
innan veggja á þorpsheimili áðan,
en er ekki svipaða sögu að segja
af andlega Iífinu og andrúmsloft-
inu á mörgu sveitaheimilinu? Sama
er oftast matarstritið, sem von er.
En er ef til vill baðstofuhjalið þar
altaf prúðara, eða börnunum holl-
ara að hlusta á? Eða hugarflugið
hærra eða víðara? Eða hugsunar-
hátturinn, sem þar ríkir, göfug-
mannlegri og hollari barnasálum?
Er þar ekki líka oft og einatt að-
alumtalsefnið kvartanir um tiðar-
far og veðráttu, verðlag og sveit-
arútsvar, dagdómar um bresti og
rangsleitni annarra og hnjóðsyrði.
Gróðabrögðum mest hrósað og þó
öfundast yfir. Öll gæfa miðuð við
efnahaginn, svo að manni getur
oft dottið í hug sagan af karlin-
um, sem gat ekki skilið í því, af
hverju ekkjan væri að gráta í erf-
isdrykkjunnij þegar maturinn væri
alt í kringum hana. Er ekki von,
að börn, sem alast upp í slíku
andrúmslofti öll bernskuárin, verði
að lágfleygum, samansaumuðum
húskasálum? Það dugir ekki að
hlaupa í það, að kristindómsfræðsl-
an og presturinn geti bætt þetta
upp. Það er nú víða í heilum hér-
uðum steinhætt að lesa húslestur,
og mér er grunur á, að þar sé
þá ekki heldur mikið umtal um
trúmál eða fræðsla, börnum til
sálubóta. Og alkunnugt er, hvernig
komið er um klrkjurækni víða.
Fyrir innan 10 messur á ári í
heilum prestaköllum, og þær l;k-
lega ekkí við fjöimenni allar. Börn-
in sumstaðar spurð 2—3 sinnum,
áður en þau eru fermd.
Það er í það vitnað, að áður
var prestum falið að sjá um upp-
fræðslu barna í lestri, skrift og
reikningi, og gátu þeir neitað um
fermingu, ef þeim þótti of mikill
misbrestur verða á þessu. Þetta
mætti svo duga enn. En sú fjar-
stæða! Hvernig dugði þetta? Þau
voru ekki öll læs, börnin, sem svo
voru kölluð, því síður skrifandi og
reiknandi, og umsjón sumra prest-
anna um þessa fræðslu var lítils
virði. Nei, það var ekki gætt hags-
muna baruanna með þeim Iögum,
þó að þau væru vitanlega betri
en ekki neitt. En nú hafa presta-
köllin verið stækkuð stórum síð-
an, fjöldi presta hættir að húsvitja;
komast varla yfir það. Hvað yrði
þá úr svokölluðu eftirliti þeirra?
Vafasamt jafnvel, hversu mikið
aðhald væri í fermingu í þessu
efni nú á dögum, enda finst mér,
að hún eigi beinlínis að vera mið-
uð við kristindómsþekkingu barna
og ósk þeirra sjálfra og ekki ann-
að.
Eg vona, að menn misskilji mig
ekki svo, að halda, að það sem
eg hefi sagt um ástandið á land-
inu í sveitum og við sjó, segi eg
um öll heimili eða alment;
því far fjarri, svo er guði fyrir að
þakka. En svo vona eg líka, að
ef menn _verða að játa, að slíkt
ástand eigi sér stað á nokkrum
stöðum, þá séuð þið mér sam-
dóma um, að þörf só á að gera
eitthvað til bóta fyrir börnin, því
sem við það eiga að uppalast. Það
er skylda við börnin, því að þau
eru líka menn, eins og hin, sem
betur eru sett. Þau eiga ekki að
gjalda þess, hvar þau alast upp, ef
annað er hægt. Og það er skylda
þjóðfélagsins við sjálft sig, að láta
ekki nokkurt mannsefni ónýtast
eða spillast fyrir handvömm, að þvi
leyti sem unt er, eða án þess að
reyna að bjarga því. Okkar þjóð þarf
á öllum sínum kröftum að halda, og
stuðla að því af fremsta megni,
að úr hverju barni verði svo nýt-
ur maður, karl eða kona, sem það
hefir eðli til og hæfileika að geta
orðið. Með skólaskyldunni leitar
þjóðfélagið uppi hvert barn á land-
inu, til þess að reyna að hjálpa
því eitt spor í menningaráttina,
hvort sem það er rikt eða fátækt,
vel gefið eða ill'a. Kennararnir eru
erindrekar þjóðfélagsins, út sendir
í þessu skyni. Og þó að -foreldrar
eða húsbændur barns sparki móti
kennaranum og þykist hafa heim-
ild til að ráða yfir barninu, þá
segir þjóðfélagið með skólaskyldu-
lögunum: Ykkur er heimilt að
kenna barninu sjálf eða fá til þess
annan kennara. En ykkur má ekki
og á ekki að haldast uppi, að ala
barnið upp eins og skynlausa
skepnu eða vinnudýr. Það er ekki
eign ykkar í þeim skilningi. Svona
þarf þjóðfélagið að tala, og svona
á það að tala, og það getur það
tæplega með öðru móti en ál~
mennri skólaskyldu. Mér finst, að
öllum ætti að þykja vænt um hana,
óska að hún kæmist f sem full-
komnast horf, að henni væri sem
rækilegast fram fylgt, og reyna
að nota hana sem allra mest og
bezt, börnunum sínum til góðs.
Meira.
Magnits Eélgason.
Æl|>ioggi.
Þar gerist enn lítið til tíðinda.
í bænum er altalað, að þingmena
hafi afarlítið að starfa. Og mjög
þingkunnugur maður hefir sagt við
Þjóðólf, að sama sem ekkert væri
gert, alt væri sem í móki. Loks
eru komin frumvörp frá stjórninni,
er auka eiga tekjur Landsjóðs, og
von   hefir   verið á frá þingbyrjun.
Fráfærufrumvarp stjórnarinnarf
er nefndarálit er prentað um hér
í blaðinu í dag, hafði orðið nokk-
urt þjark um í efri deild á fimtu-
daginn. Lauk því þannig, að for~
seti tók það út af dagskrá.
Eftirlaunafrumvarp Bjöms Krist-
jánssonar er nú til íhugunar í alls-
herjarnefnd neðri þeildar.
Af rannsóknum þingnefnda á
gerðum stjórnarinnar fréttist ekk-
ert.
Um Oaulverjábœjar-mÁli?) urðu
allsnarpar umræður í neðri deild,
þriðjudaginn 30. apríl. Hafði land-
búnaðarnefnd klofnað um málið —
en henni var það til meðferðar
falið. Vildi meiri hluti eindregið
samþykkja tillögu Sigurðar Sigurðs-
sonar um að skora á stjórnina að
selja ekki, og hafði Sigurður Sig-
urðsson framsögu fyrir hann. Fram-
sögumaður minni hlutans, er selja
vildi þetta höfuðból á áveitusvæð-
inu, var hr. Pétur Þórðarson í
Hjörsey. Auk þess talaði fastlega
með sölunni h/. Einar Jónsson á
Geldingalæk, mágur Skúla Thor-
arensens, er kaupa æskir á jörð-
unni. Þótti mörgum það undarleg.
samkvæmni, að sumir þeir lög-
giafar, er skora vildu á stjórnina
að selja ekki Ólafsvelli, vildu ekki
láta sama ganga yfir Gaulverja-
bæinn, þar sem likt stendur þó á
að ýmsu leyti um þessar jarðir.
TJiðu umræður allhvassar & köfl-
um, einkanlega milli þeirra Einars
á Geldingalæk og Sigurðar Sig-
urðssonar, og þótti áheyrendum
hin bezta skemtun að, enda mátti
iengi ekki á milli sjá, hvor betur
hafði. Að lokum hafði þó Sigurður
betur, því að samþykt var rök-
studd dagskrá, svohljóðandi:
„í því trausti að landsstjórnin
selji ekki jörð þessa fyrst um sinn,

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28