Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						ÞJÓÐOLFUR
65. árgangur.
lleykjavík, 19. júní 1918.
13. tölublað.
ÞJÓÐÓLFTJR. kemur út einu sinni í
viku. Kostar til ársloka kr. 4.00. Gjald-
dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðslu
annast Björn Bjö'rnsson bókbindari,
Laugaveg 18, sími 286.
Danir koma!
Khöfn 16. júní.
Konungurinn skipaði i gær
sendinefndina, sem á að fara
til Reykjavikur, þá Christo-
fer Hage verzlunarmálaráð-
herra og þjóðpingsmennina
I. C. Christensen, Borgbjerg
og Erik Arup, prðfessor við
háskólann. Hage er formað-
ur nefndarinnar.
Ráðuneytið hefir skipað
cand. jur. Magnús Jónsson
ritara nefndarínnar.
Blöðin láta pá von í Ijósi
i dag, að nefndinni takist
að komast að samningum,
sem verði bæði Islandi og
Danmörku til gagns og gæfu.
Sænsk og norsk blöð segja,
að málið snerti ekki að eins
Danmörku og ísland, heldnr
næst þeim öll Norðurlönd.
Ritzau.
í b'ðru skeyti segir, að
ihaldsmenn Dana hafi engan
fulltrúa í nefndinni.
Svo langt er þá komið mál-
unum. Þeita hefir áunnizt á
seinustu 10 árum, síðán leitað
var samninga við Dani um
samband vort: Þá sendum vér
nefnd til Danmerkur. Nú senda
Danir nefnd til vor.
Wí verður ekki neitað, að
orðið hefir nokkur breyting á
afstöðu Dana til mála vorra.
Reynslan sker úr, hve mikil.
Fyrir þrásækni vora í sjálf-
stæðismáli voru hefir Dönum nú
skilizt svo, sem oss væri alvara.
Vafalaust hefir málið komizt
þetta áfram sökum þess, að
alþingi samþykti tillöguna um
siglingafána einum rómi. Senni-
lega hefir það og haft áhrif á
Danastjórn, er hr. Jón Magn-
ússon, einn hinn helzti maður
Heimastjórnarmanna, flutti mál
vort jafnlaglega og hann gerði.
Tíðindi þau hin miklu, er gerzt
hata úti i heimi á seinustu ár-
um, hafa og að líkindum með
fram valdið því, að þeim er
áhugamál að semja við oss.
Góðs viti er það, að hægri-
menn taka ékki neinn þátt í
fyrirhuguðum samningum.
Ekki hefði oss né sjálfstæði
voru orðið lið að þvi, er þeir
lögðu til málanna.
Sýnt er það, að Danir hafa
vandað val sendimanna hing-
að, þar sem þeir senda jafn-
gáfaðan og færan mann og
verzlunarmálafáðherra sinn,
^hr. Hage, hingað. En þess
^'erðum vér að gæta,  að leik-
urinn verður því meiri vandi,
þvi færari andstæðinga sem
vér eigum við að etja.
Fjárm4Jaráðherra Dana, dr.
Edvard Brandes (bróðir Georgs
Brandesar), hefir harmað það
í þingræðu, að Danir fylgjast
ekki allir að einu máli í samn-
ingum við oss (smbr. símskeyti
um sambandsmál vort hér í
blaðinu i dag), og hefir sagt
þingmönnum Dana, að íslenzka
þjóðin stæði sem einn maður
að baki fulltrúa sinna.
Vér megum ekki með nokkru
móti gera þenna gáfaða danska
stjórnmálamann að ósanninda-
manni að þessum lofsamlegu
ummælum um oss. Nú kveður
við krafan, boðorðið, er enginn
má brjóta: samhuga þing og
samhuga þjóð.
„Allir eitt!   Allir eitt!"
Brezkar
stórveldasambands-hugsjónir,
Réttur sérstaks þjóðernis og
einstakra þjóða.
Hér fer á eftir þýðing á köflum úr
ræðu, er J. 0. Smuts hershöfðingi flutti
í samsæti, er brezkir þingmenn, bæði
Úr efri og neðri málstofu, héldu han-
um fyrir rúmu ári, eða 15. maí 1917.
Smuts barðist gegn Bretum í Búastríð-
inu um seinustu aldamót, og kveða
Bretar hann þá hafa verið einn hinna
skæðustu andstæðinga sinna. En svo
mjög hefir hjól stjórnmála og tíðar snú-
izt, að nú er hann yfirhershöfðingi
Breta í hernaði þeirra í Austur- og
Suður-Afríku og þykir hafa sýnt þar
frábæra hershöfðingjahæfiieika, kallað-
ur snillingur í hernaðarlist. Hann kom
til Bretlands sem fulltrúi brezkra ríkja
í Suður-Afríku á stórri hernaðarráð-
stefnu, er stjórnmálamenn í öllu hinu
víðlenda brezka heimsveldi áttu með
sér í Lundúnum. Var honum tekið með
hinum mestu virktum í Englandi, gerð-
ar fyrir hann veiztur stórar og prýði-
legar. Elutti hann þá margar stiórn-
málaræður, er vakið hafa mikla athygli.
Ræðu þá, er kaflar úr eru birtir hér á
eftir, flutti hann i brezka þinghúsinu,
þar sem veizla var ger, og var gerður
að henni óvenju góður rómur, og hún
hefir verið prentuð og þýdd á aðrar
tungur og dreift þannig út um veröld-
ina. Virðist mega ráða af því, að Bret-
ar og stjórnmálamenn þeirra vilji gera
að stefnuskrá sinni skoðanir þær um
stöðu x>g réttindi hvers þjóðernis, er
þar er haldið fram.
Smuts hóf ræðu sína á frásögn
af viðuraign Sir John's French's
og hans í Búastríðinu. Þá minn-
ist hann a afleiðingar Búastríðs-
ins, og þá verður honum —¦ eðli-
lega — hugsað til afleiðinga þeirra,
er heimsstríðið mikla muni hafa.
Hann kemst svo að orði:
Tímarnir voru þá (o: í Búaatríð-
inu) bæði erfiðir og stríðir. En við
fengum þá andlegt nesti, er dugði
okkur, það sem eftir var æfinnar.
Þá lærðist okkur það, að þegar
óskaparaunir hrúgast saman, hryn-
ur að kalla alt undir fargi þeirra,
og að eins eitt stendur óhaggað,
og það eru þær mannlegar tilfinn-
ingar, er bjóða manni að vera
góður og tryggur félagi, og sú
föðurlandsást, er engiD byrði er
ofþung og fleytir okkur yfir allar
nauðir og erfiðleika. Við hermenn-
irnir vitum, hve geysimikils virði
þessar tilfinningar eru, hve langt
vér komumst með styrk þeirra,
hve mjög þær þola þunga byrði
og hversu sjálf siðmenning vor
hvílir að síðustu á þeim. Það stríð
var báðum megin háð á riddara-
lega vísu og með góðum íþrótta-
anda. Af óhamingju þeirra tíma
hefir þróast sá gæfuhagur, er nú
má líta í Suður-Afríku og gert
hefir þann grunn, sem vór getum
reist á stærri og hamingjusamari
Suður-Afríku, þá er nú rís.
Og eg er þess vís, að af núver-
andi ófriði leiðir margt verðmætt,
er haldgott mun reynast. Á víg-
völlum Norðurálfu má nú sjá unga
menn frá öllum hlutum hins brezka
heimsveldis. Og stjórnmáiamenn
vorir bera ráð sín saman um,
hversu þeir á ókomnum tímum
megi skapa roikið ríkjasamband,
það er tengi saman gervalt ver-
aldarveldið brezka. En mér finst,
sem mikilvægasta hluta þess verks
sé nú lokið, því að á vígvöllum
Norðurálfu hefir til orðið réttur
lagsmensku-andi. Og það er sann-
færing mín, að þeir, er erfa eiga
starf vort og semja reikninginn
og finna fullnaðar-árangur þessara
viðburða, komast að þeirri niður-
stöðu, að sú sambýlis-tilfinning og
félagsskapar-andi, er þeir hafa
skapað, sé oss öllum næsta mik-
ilsverður gróði. Aftur gýs nú eld-
fjallið þýzka sem fyrir mörgum
hundruðum ára á dögum keisara-
dæmis Rómverja og allur heimur
skelfur.
Enginn efl leikur á því, að í
þessum miklu umbrotum hafa
þessu landi borizt hin erflðustu
og óskaplegustu úrlausnarefni, er
örlögin hafa nokkru sinni fengið
nokkurri þjóð eða nokkurri stjórn.
Mörgu þarf að ráða fram úr. Vér
verðum að þreyta hernaðarlist um
víðan heim. Það þarf að afla nauð-
synlegs liðsfjölda, það þarf að sjá
um viðhald á öllum hinum geysi-
miklu samgönguleiðum, það þarf
að útvega þá fæðu, sem nauðsyn
er á. Það þarf, í stuttu máli, að
ráða fram úr öllum hugsanlegum
vandamálum og þeim svo víðtæk-
um, að mannlegum vitsmunum
er næstum því ofraun að leysa
úr þeim. Það er því auðskilið, a$
yður gleymist, er þér eruð í slík-
um vanda staddir, að líta yflr alla
stöðu vora af sama sjónarhól.
Og þó er mikil nauðsyn á, að slíkt
sé gert. Það er fortakslaust nauð-
synlegt, jafnvel á tímum þessa
harða stríðs, þá er Norðurálfan
gleypir svo mikið rúm í huga
vorum, að vér athugum alla af-
stöðu vora í heild. Vér verðum
að skoða rólega alt hið mikla verk-
efni, er bíður vor. Gleymið ekki
á slíkum tímum sem yfirstandandi
hinu brezka ríkjafélagi og heims-
veldi. Gleymið því ekki, að til er
stærri heimur, veröld (o: en veldi
Breta í Norðurálfu). Og þann heim
byggja allar þjóðir, er teljast til
hins brezka heimsveldis. Gáið að
því, að Norðurálfa er ekki svo stór,
er öllu er á botninn hvolft. Og
hún verður ekki altaf jafDvoldug
og hún er nú. Og í þessu stríði
hefir jafnvel sést bóla á þessu.
Hið brezka heimsveldi er dreift um
allan heim. Þó að dragi úr mætti
einhvers hluta þess, vex öðrum
hluta þess megin. Því verðið þór
að skoða alla myndina, ef þér
eigið að geta metið rétt og skyn-
samlega öll þau ðfl, er áhrif hafa
á heildina.
í kvöld langar mig til að far3
fáeinum orðum um þetta efni. Eg
held, að nokkur tilhneiging sé tii
að gleyma sumum hliðum á þeim
hinum miklu vandamálum, er vér
eigum að ráða fram úr.....
Gætið að því, að það er ekki
eingöngu Norðurálfan, er taka
verður tillit til, heldur og fram-
tíðarskipulag þess heims- og ríkja-
bandalags, er vér heyrum allir til.
Þetta heimsveldi er einkennilega
sett. Það er dreift um allan hnött-
inn. Það er engin samföst heild.
Tilvera þess er komin undir óslitn-
um heimssamgöngum, er halda
verður uppi. Ella liðast ríkið alt í
sundur. Og þér sjáið, hvað gerzt
hefir á síðustu þrjátíu árum. Við
allar krossgötur á leið yðar hafa
Þjóðverjar numið landi Hvar sem
leið yðar liggur um gervallan
hnöttinn, hafið þér rekizt á, þýzk-
ar nýlendur. Og vafalaust hefði
komið þar, að hið brezka heims-
veldi heíði verið í hættu statt.
Pér hefðuð átt á hættu, að slitn-
ir hefðu verið samgönguvegir yðar.
Nú hefir orðið sá aukaárangur
þessa stríðs, að allur heimur ut-
an Norðurálfu hefir verið hreins-
aður af óvinum vorum. Þjóðverj-
um er sópað burt af öllum heims-
höfum og öllum meginlöndum,
nema Miðevrópu. Þjóðverjar hafa
unnið land í Miðevrópu. Hvarvetna
annarstaðar í heimi hefir þeim
verið stjakað burt. Og því er nú
komið svo fyrir yður — það má
nærri því kveða svo að orði, sem
forsjónin sjálf hafi skipað yður þá
afstöðu —, að þér getið skoðað
ðll framtíðarvandamál yðar sem
heild og frá sama sjónarsviði. Þá
er friður verður saminn, verða
allar þær nýlendur, er þér hafið
unnið í stríðinu,   í eigu yðar,   og

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54