Þjóðólfur - 10.10.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.10.1918, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR 65. árgangur. Reylíjavíb, 10. obt. 1918. 29. tölnblað. ÞJÓÐÓLPUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Qjald- ■dagi fyrir lok júlímánaðar. Afgreiðsl- an er í Hafnarstræti 16 (níðri). Opin kl. 1—4. Frá útlöndum. Allar fréttir sem hingað berast daglega, með símanum eða í loft- inu, eru af ófriðinum. Br nú einna helzt útlit fyrir að Miðveldin séu farin að sjá sitt óvænna og hugsi nú í alvöru um að kaupa sér frið. Sigur eru þau hætt að gera sér von um og jafnvel ekki um jafn- tefli. Enda kenna þau nú aflsmun- ar í viðureigninni að vestan. Á Balkanskaganum má nú ætla að leikurinn sé þar brátt á. endá fyr- ir þeim, er Búlgarar eru úr sög- unni og Tyrkir einangraðir að kalla. Almenningsálitið er farið að breytast, mjög hjá þeim og víga- móðurinn að minka. Þjóðirnar þrá frið. Yilja ekki draga lengur, ef ske kynni að takast mætti að koma tauti við mótstöðumennina, og því hafa Miðveldin séð sig knúð til þess að leita fyrir sér um frið. Hin nýja stjórn Þýzkalands tekur það sem aðalmál á stefnuskrá sína að koma á friði og býður sæmilegustu boð. Yill jafnvel teygja sig svo langt að játa öllum skil- málum Wilsons, sem þó virðast fullharðir frá þeirra sjónarmiði séð. — Jafnvel láta af hendi Elsass-Lothringen, sem hefir þó hingað til eigi mátt nefna, og endurreisa Pólland samkvæmt kröf- um Wilsons, og heflr það tals- verða skerðing hins núverandi Prússaveldis í för með sér. En vanséð er að Bandamenn vilji sinna friðarumleitunum þessum, er þeir þykjast fyrsta sinni sjá bilbug á fjandmönnum sínum, og svo hafa þeir áður látið digurlega um mælt, að Miðveldin skuli i engu geta ráðið um friðarskilyrð- in, hvað sem nú verður uppi á teningnum. Væri betur að ófriðar- þjóðirnar a 11 a r bæru nú gæfu til, þrátt fyrir alt sem á undan er gengið, að sjá hið óviðurkvæmi- lega í framferði sínu, og haldi eigi ófriðinum lengur áfram og vægi hvorir til við aðra svo friður gæti orðið. En líklegra er þó að Banda- menn kjósi það er báðum gegnir ver og berjist nú til þrautar, þar annaðhvort Miðveldin eru yfirunn- in eða þeir, sjálflr spryngi. Skeyt- in sem hér fara á eftir sýna ljós- ast hvernig nú er ástatt í heim- inum. Loftskeyti. (Einkaskeyti til dagbl. í Reykjavík.) (Talsvert stytt.) Berlín 5. oht. Ríkiskanslarinn nýji Max von Baden hélt ræðu sína í þinginu í dag og var gerður að góður róm- ur. Stóð allur þingheimur á önd- inni er hann gaf eftirfarandi skýrzlu: „Fyrir öviðjafnanlega hreysti hersveita vorra, er víglína vor að vestan órofin. Með þeirri göfugu meðvitund getum vér ókvíðnir litið til framtíoarinnar i fullu trausti. En einmitt vegna þess er lika skylda vor að tryggja það, að þessi dýrkeypta hlóðuga glíma standi ekki einn einasta dag fram yfir þá stund er oss virðist auðið að lúka ófriðinum með sœmd. Með samþykhi allra þar til kvaddra stjórnarvalda í ríkinn og með samþybki samherja vorra, hefl eg í gærbvöldi, fyrir milligöngu stjórnar Sviss- lands, snúið mér skjallega til forseta Bandaribjanna í Yest- urheimi og beðið hann að gangast fyrir að koma á friði og setja sig í því efui í sam- band við stjórnir allra ófrið- arríkjanna. í*etta sbjal mitt kemnr í dag eða á morgnn til Washington. Skjal mitt er stílað til forseta Bandarikjanna sökum þess að hann hefir í þingboðskap sínum 8. jan. 1918 og í seinni yfirlýs- ingum sínum, einkum í rœðu sinni i New Yorlt 27. septemher, sett fram skilmála sína fyxir allsherj- arfriði, sem vér getum lagi til grundvallar fyrir friðarsamning- um.u París 6. obt. Bandamenn héldu áfram í nótt að veita Þjóðverjum eftirför á öll- um Suippe vígstöðvunum, hafa farið yflr Aisne-skurð hjá Sapigny óg náð umhverfi Aignicourt. Þeir nálgast austar Aumenancourt-le petite. Yið Nogent l’Ablesse hafa þeir unnið á og sótt víðar fram, tekið Pont Faverger við Suippe. Her ítala vinnur vel á. Blóðugir bardagar eru um St. Quentin og mikið unnið á að nýju hjá Les- dins. Þing Búlgara samþykti á 5 stunda lokuðum fundi í einu hljóði í gær svofelda rökstudda dagskrá: Eftir að þjóðþingið heflí hlýtt á frarnsögu forsætisráðherra um á- stæður þær er leiddu til þess að samið var vopnahlé, felst það á gerðir stjórnarinnar í því máli og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." París 7. okt. Frakkar tóku í gær Remancourt, Tilloy og skóga mikla og mörg hundruð fanga. Mótstaða Þjóðverja er harðvítug, en víðast hvar hafa þeir verið hraktir. Orustur eru af- skaplega grimmar hvarvetna —• hafa Þjóðverjar sumstaðar staðið sem veggur fyrir, en sumstaðar orðið að flýja í óreglu. Er nú Rhcims algerlega unnin til handa Fröbbum. Bandaríkjaher sækir einnig fram í stóráhlaupum og fótgönguliðs-orustum milli Ogon skóga og Meuse. Berlín 7. okt. Tyrbnesba stjórnin heflr sam- tímis þýzbu stjórninni og stjórn Austurríbis og Ungverjalands snúiö sér til Wilsons forseta með friðarumleitanir, fyrir milligöngu Spánarstjórnar. Cambrai stendur í björtu báli vegna stanzlausrar skothríðar Breta. „€iaar þveræiugur“. Svo heitir nýtt blað, sem farið er að gefa út í Reykjavík. Á það að koma saniningunum við Dani fyrir kattarnef. Lítt er hann sigur-stranglegur þessi „Einar“ og mun ekki þurfa að óttast af honum. Hefir hann það sem af er (2 blöð), eigi borið fram, sínu málefni til stuðnings, annað en marghraktar staðhæfing- ar og endurtekningar eftir þá, sem áður hafa andæft málinu — eða þá minna verð og viðurkend auka- atriði, sem hann reynir að gera moldveður út af. Um kosti sam- bandslaganna er hann fámáll. Það sem einkennir þenna „Eínar Þver- æing“, er — ekkert nýtt í málinu, — engin skýring á neinu, sern eigi hefir þegar áður verið tekið til athugunar, ekkert nema marg- endurtekið stagl og því marghrak- íð fyrir iðngu. Sízt er hann líkur fyrirrennara sínum „Þveræingur- inn“, enda áhrif hans þegar fyrir- fram auðsæ. Enga ritgerð hefir hann birt ennþá, nema undir dul- nefni, og eigi lætur ritstjórinn nafns síns getið. Það er eins og enginn vilji gangast við honum opinber- lega eða halda fram skoðutium hans með nafni sínu fullu undir. Ábyrgðarmann hefir hann þó, — Pétur Lárusson prentara. Skrijstoja og ajgreiðsla þjóðótýs er í Hafnarstræti 16 (niðri). Op- in virba daga bl. 1—4 e. h. Par er auglýsingum veitt móttaba og þangað eru menn beðnir að snúa sér með alt sem blaðið áhrærir. „jslanð fyrir 9ani * og Sslenðinga", heitir nýútkominn bæklingur eftir Magnús Arnbjarnarson cand. jur, Er það flugrit ætlað til höfuðs sambandslögunum 19. okt. næstk. Á það mjög sammerkt við „Einar Þveræing“, að á því er fátt að græða í tilliti til málefnis þess, sem um er deilt, annað en það að höf. lýsir persónulegri skoðun sinni á sambandslögunum og hvetur menn til að aðhyllast hana og hafna lögunum. Finnur hann þeim flest til foráttu, en telur þeim mjög fátt til gildis. Röksemdir hans eru nákvæmlega þær sömu og and- stæðingar sambandslaganna hafa áður borið fram, nema öllu öfga- meiri og er því óþarfi að eyða oftar orðum um þær. Af þvi fáa sem eg hefi orðið var við rétt- mætt í aðfinslum höf., er meðferð málsins á þingi. Flausturverk þings- ins og misþyrmingar á þingsköp- um, var með öllu óþarft verk og heflr orðið til að vekja óánægju og jafnvel tortryggni meðal þeirra, sem ella hefðu orðið sambandslög- unum fylgjandi. En þetta hefir áð- ur verið vítt í blöðunum hér, og þar á meðal í Þjóðólfi, sem les- endur hans mun og reka minni til; svo þetta er ekkert nýmæli hjá heiðruðum höf. Er hætt við að bæklingur þessi verði létfvægur fundinn þann 19. okt. næstkom- andi. Það má taka betur á, ef duga skal. XiiMleiidLar- íréttir Kristján Árinhjarnarson cand. med. & chir, er settur héraðslæknir á ísafirði í fjarveru Vilmundar Jónssonar héraðslæknis þar. Nýr banbastjóri. Hr. L. Kaaber stórkaupm. tók við bankastjóraembætti við Lands- bankann 1. þ. m. af Birni Krist- jánssyni, sem þá lét af því starfi. Lárns Bjarnason, kennari við Fiensborgarskólann í Hafn- arfiiði, kvað eiga að taka við kennarastaifi hr. Þorkels Þorkels- sonar, við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Gifting. Mánudaginn 2. þ. mán., gekk ptófessor Har. Níelsson að eiga ungfrú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, kenslukonu frá Akureyri. Nýlega er bosning um garð gengin í Yerzlunarráð íslands og hlutu þessir menn kosningu: Jes Ziemsön konsúll,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.