Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 79
ÞORKELL GRÍMSSON, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON FORNAR LEIÐSLUR í REYKHOLTI í BORGARFIRÐI Inngangur Eftirfarandi grein segir frá rannsóknum sem gerðar voru að Reykholti 1964 og 1984, á fornum gufu- og vatnsleiðslum eða stokkum. Leiðslur þessar voru þrjár talsins og lágu til vesturs frá hvernum Skriflu. Tvær þeirra voru vatnsleiðslur sem lágu að Snorralaug, en sú þriðja stefndi upp á bæjarhólinn og reyndist hafa verið fyrir gufu. Þessi gufuleiðsla er alveg einstæð í mannvirkjagerð hér á landi, og er fjallað um hana sér- staklega, getum leitt að því í hvaða tilgangi hún hefur verið lögð í upp- hafi og hvenær það hafi að líkindum gerst. Rannsóknirnar fólust m.a. í því að grafnir voru könnunarskurðir, tekin snið í gegnum leiðslurnar og þær grafnar upp að hluta. Að sjálf- sögðu voru snið og allar hleðslur mæld upp, mynduð og teiknuð. Hverjum könnunarskurði var gefið bókstafsheiti A—G, og hverri leiðslu var gefið númer 1—3. Rétt er að geta þess til glöggvunar, að skurður G sem er holræsisskurður, grafinn 1984, og F sem er könnun- arskurður, grafinn að enda gufuleiðslunnar 1964, skarast að hluta. Rannsókn Þorkels Grímssonar 1964 Haustið 1964 urðu þau tíðindi, að uppi í Reykholti í Borgarfirði fundust tveir fornir neðanjarðarstokkar, allfrumstæðir að gerð, og hafa verið notaðir til að veita í vatni og gufu. Var verið að grafa skurð undir skolpleiðslu frá nýbyggðum kennarabústað Reykholtsskóla. Bústað þessum hafði verið valinn staður norðan brekkunnar austan við bæjar- hólinn (teikning I). Hinn 17. september, en þá náði skurður þessi næstum niður að brekkurótum, kom í ljós hellulögn þversum í botni, og rás sást þar grafin undir. Var rásin um fet á dýpt, með lóðréttum hliðum og botn flatur. Gufa steig þarna upp. Hinn stokkurinn fannst við könnun nokkru ofar í skurðinum, og lá hann einnig þversum. Var hann ekki alveg ósvipaðrar gerðar, en rásin hér miklu minni, gufa var í. Báðir hafa stokkar þessir verið lagðir vestur og suður frá hvernum Skriflu. Á svæðinu var mýri, einnig kálgarðar og tún, og vegur lá hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.