Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 47
LISE GJEDSS0 BERTELSEN YNGRIVÍKINGAALDARSTÍLAR Á ÍSLANDI Hentugt er að skipta listþróun á víkingaöld í ákveðna stíla. Hugmyndir fræðimanna um þessar stíltegundir eru ögn mismunandi, en þrátt fyrir það er skiptingin í sex „klassíska" víkingaaldarstíla fyrst um sinn besta að- ferðin til að skilja list tímabilsins. I myndlist víkingaaldar ríktu fastar hefð- ir, á sama hátt og í skáldskap tímabilsins. Hinir sex „klassísku" víkingaaldarstílar í Skandinavíu eru: á fyrri hluta víkingaaldar svonefndir Ásubergsstílar, Borrestíll og Jalangursstíll, og á síðari hluta víkingaaldar hinir svonefndu Mammenstíll, Hringaríkistíll og Úrnesstíll. Borrestíllinn var fyrsti norræni víkingaaldarstíllinn, sem barst til landa þeirra er norrænir menn settust að í og til hins nýja víkingaaldar- samfélags á íslandi, þar sem hann er velþekktur. Ástæðan fyrir þessu er að sjálfsögðu að þegar Borrestíllinn var fullmótaður á síðari hluta 9. aldar höfðu norrænir menn tekið sér búsetu á íslandi. íslendingar héldu áfram alla víkingaöld að fylgja sömu tísku og ríkti á Norðurlöndum, þeir höfðu sömu viðhorf til listar og ríktu í "gamla land- inu". í stórum dráttum má segja að Mammenstíll hafi verið stíll síðari hluta 10. aldar, Hringaríkisstíll hafi verið stíll fyrri hluta 11. aldar og Úrnesstíll hafi verið stíll síðari hluta 11. aldar. Þá verður reyndar að hafa í huga hve náskyldir Mammen- og Hringaríkisstílar voru, enda báðir í notkun um aldamótin 1000. Einnig ber að hafa í huga að um miðja elleftu öld má sjá sífellt sterkari og sterkari áhrif Úrnesstíls á Hringaríkisstíl. í þriðja lagi verður að muna að Úrnesstíll hvarf ekki skyndilega við upphaf 12. aldar þegar hin nýja evrópska rómanska list barst til Norðurlanda. Gripir í yngri víkingaaldarstílum eru bæði á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum úr ýmsu efni svo sem tré, beini, tönn, steini, málmi (kop- arblöndum, silfri, gulli o.s.frv.). Gagnstætt því, sem þekkist annars staðar á Norðurlöndum, er ekki vitað um nein dæmi um stór listaverk gerð í stein á íslandi. Rúnasteinar með myndum komust þar aldrei í tísku. Þá eru ekki heldur nein íslensk dæmi kunn um víkingaaldarstíla á textílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.