Fréttablaðið - 20.08.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.08.2001, Blaðsíða 1
FOLK Islensk stjarna í Noregi. bls 22 FRETTABLAÐIÐ 82. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Mánudagurinn 20. ágúst 2001 Fimleikafélagið fer á Hlíðarenda FÓtbolti. 14. umferð Símadeildar karla lýkur í kvöld með leik Vals og FH á Hlíðarenda. ;KVÖLPIÐ í KVÖLD Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 8 ii HURÐ SKALL NÆRRI HÆLUM í HAFNARFIRÐI Klara Sveinsdóttir og Heiða Björk Vigfúsdóttir mega teljast heppnar að hafa sloppið óskaddaðar eftir að öflug rörasprengja sprakk í húsasundi við Strandgötuna og þeyttist á bíl þeirra. Lögreglan í Hafnarfirði leggur þunga áherslu á að finna ódæðismennina og hefur beðið hugsanleg vitni að gefa sig fram en það hafði enginn gert i gærkvöld. Á litlu myndunum sjást skemmdir sem urðu á bíl stúlknanna og nálægu húsi. Sprengjuvarga leitað í Hafnarfirði Rörasprengja boraði gat og sprengdi dekk á bíl tveggja skólastúlkna í Hafnarfirði á laugardags- kvöld. Rúður brotnuðu í verslunum og járnflísar stungust á kaf í húsveggi. Stúlkurnar sluppu með skrekkinn. Lögreglan leitar enn sprengjuvarganna en þrír drengir sáust hlaupa frá vettvangi. löcreclu Vinkonurnar Klara Sveinsdóttir og Heiða Björk Vigfús- dóttir sluppu með skrekkinn þegar bíll þeirra varð fyrir rörasprengju á Strandgötu í Hafnarfirði um tíu- leytið á laugardagskvöld. Klara hafði fengið bíl bróður síns lánaðan og ók honum en Heiða sat við hlið hennar þar sem þær óku í kvöldmyrkrinu og spjölluðu saman. „Það heyrðist allt í einu rosa- legur hvellur og við fengum skell á bílinn. Það var mikill reykur og við fundum brunalykt. Við héld- um að vélin hefði sprungið eða eitthvað annað gerst í bílnum og þutum út og frá honum,“ segir Heiða. Að sögn Heiðu kom fljótt í ljós að mikinn reyk lagði úr nálægu húsasundi. Þrír drengir, sem ver- ið höfðu í-hraðbanka, töldu víst að sprenging hefði orðið í sundinu eftir að þeir höfðu skoðað þar verksummerki. Ekki er enn ljóst hver eða hverjir eru ábyrgir fyrir hinni stórhættulegu sprengingu en að sögn Heiðu sagðist maður í ná- lægu húsi sem hringdi á lögregl- una hafa séð þrjá drengi hlaupa frá vettvangi. Lögreglan í Hafn- arfirði biður vitni sem telja sig geta varpað frekara ljósi á málið um aðstoð. Eftir skoðun á sjúkrahúsi kom í ljós að stúlkurnar sluppu með minniháttar vöðvatognun í hálsi. Þær hefðu hins vegar getað stórslasast eða jafnvel látið lífið hefðu þær orðið fyrir sprengju- hlut sem boraði sig í gegn um bíl- stálið og sprengdi framdekkið bíl- stjóramegin. Heiða segir að járn- flísar hafi stungist á kaf í veggi húsa og rúður sprungið í verslun- um við götuna. „Það hafa allir verið að segja við okkur hversu svakalega heppnar við vorum að sleppa svona vel en við erum ekki alveg farnar að gera okkur grein fyrir því sjálfar,“ segir Heiða. Þær Heiða og Klara eru skóla- systur í Flensborg en þar hefja þar einmitt nám að nýju í dag eft- ir sumarfríið sem endaði með hvelli. gar@frettabladiid.is | ÞETTA HELST | Kínversku neta- og togbátarnir niu sem komu til landsins í júlí standast ekki kröfur um stöðugleika og fá ekki haffærisskírteini fyrr en bætt hefur verið ballest í kjöl þeir- ra. bls. 2. —♦— Hús í eigu Fiskimjöls- lýsis hf. í Grindavík stórskemmdist í eldi. Talið er að kveikt hafi verið í. bls. 2. ..— Palestínumaður lést og þrír særð- ust eftir að ísraelskar hersveitir skutu í gær að Palestínumönnum. bls. 2. —«— Agust Einarsson hættir for- mennsku í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. bls. 2. Bílvelta við Súðavík: Ungur maður lést banaslys Umferðin heimti sitt 14. fórnarlamb í gærmorgun þegar ungur maður lést eftir að bifreið, sem hann var far- þegi í, valt á þjóð- vegi 61 sem liggur í gegnum Súðavík. Slysið varð um sjöleytið í gær- morgun og talið er að pilturinn hafi látist samstundis. Ökumaður bílsins og stúlka, sem ein- nig var farþegi í bílnum, voru flutt FLEIRI FALLA f VALINN 14 hafa látist í umferðinni á árinu. Ungur maður lést í keppni í akstursí- þróttum um helgina en samkvæmt lagalegri skilgreiningu telst það ekki umferðarslys. til aðhlynningar og rannsóknar að Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði. Þau sluppu nánast ómeidd og er líðan þeirra eftir atvik- um góð. Lögreglan á Isafirði verst allra frétta af slys- inu á meðan rann- sókn stendur og segir að enn sem komið er séu til- drög slyssins ekki ljós. Ekki er hægt að gefa upp nafn piltsins að svo stöd- du. ■ T ÍÞRÓTTIR~T Schumacher heimsmeist- ari annað árið í röð | FÓLK | Aqua missti neistann NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð eru lesin af foreldrum yngri barna? Meðallestur á virkum dögum meðal foreldra barna 12 ára og yngri. 65,5% HEIMILD: FJÖLMIÐLAKÖNNUN PWC JOnI/JÚLI 2001 70.000 eintök 70% fóiks ies fcieðið 72,5% IBUA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS A ALDRINUM Ip5 TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMT ! KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚLÍ 2001. Nýjar vísitölur vísiTÖLUR. Hagstofa íslands birtir í dag launavísitölu og samræmda vísitölu neysluverðs fyrir júlí og vísitölu byggingakostnaðar fyrir september. Uppgjörsvikan mikla HLUTABRÉF. Vinnuvika þeirra sem starfa á verðbréfamarkaði mun meðal annars mótast af því að mik- ill f jöldi fyrirtækja ráðgerir að birta sex mánaða uppgjör sín í vik- unni. Breyttar akstursleiðir SAMCÖngur. Veena framkvæmda við undirgöng breytast akstursleið- ir um Breiðholtsbraut neðan Stekkjarbakka og að Reykjanes- braut frá og með deginum í dag og fram í aðra viku í september. Nán- ari upplýsingar eru á vefnum www.gatnamot.is 1VEÐRIÐ í DACj REYKJAVÍK Fremur hæg norðaustanátt Rigning með köflum Hiti lOtil 15 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 8-13 Rigning O13 Akureyri O 10-15 Rigning Q10 Egilsstaðir Q 10-15 Rigning Ql2 Vestmannaeyjar O 1-5 Rigning Ql3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.