Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						FATLAÐIR
Leitað
eftir stuðningi

MENNiNG
Við viljum
franskbrauð   1
FÓLK
Stressið
er minn
keppinautur
Hjálpum Afganistan
907 2003
<Str
Rauði kross íslands
142. tölublað - 1. árgangur
MANUDAGUR
Fjórda lota hjá
sjúkralidum
verkfall Fjórða þriðja daga lota
verkfalls sjúkraliða hófst á mið-
nætti. Verkfalið verður sífellt víð-
tækara. Langur sáttafundur var
haldinn í gær og virðist sem heldur
hafi þokast í samkomulagsátt.
Hvað gera bændur
nú?
bænpur í dag rennur út frestur
kúabænda til að mótmæla ákvörð-
un landbúnaðarráðuneytis og
bændasamtakanna um að skerða
með afturvirkum hætti beingreiðsl-
ur til þeirra sem ekki framleiddu
upp í allan kvóta sinn. Nokkrir
bændur á Suðurlandi hafa falið lög-
manni sínum að sækja um fram-
lengingu.
Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500
IVlánudagurinn 12. nóvember 2001
PRETTASKYRING |    bls. 6 ?
Fjáraukalög:
Fjárheimildir á gráu
svæði.
VEÐRIÐ í DAGÍ
REYKJAVlK Austlæg átt og
dálítil slydda eða snjókoma
siðdegis.
Hiti 0 til -7 stig.
Isafjörður
Akureyri
Egilsstaðir
2001 og þrettán til
viðbótar
kvikmynpir Fjórtán myndir verða
sýndar á kvikmyndahátíð í Reykja-
vík í dag. Þekkktust þeirra er 2001:
A Space Oddyssey, meistaraverk
Stanley Kubricks frá árinu 1968.
!KVÖLDIÐ í KVÖLDI
Tónlist       18    Bló          16
Leikhús      18    íþróttir       14
Myndlist     18    Sjónvarp     20
Skemmtanir  18    Útvarp       21
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM|
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvað les fólk
á aldrinum
25 til 49 ára?
Meðaliestur 25 til 59
ára á vírkum dögum
samkvæmt könnun
PriceWaterhouse-
Coopers frá
september 2001
70.000 e:ntcr-
78% fólks :es blaðið
1 FJ0LMIÐLAK0NNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR
FRAMKVÆMD DACANA 17. TIL 2B. SEPTEMBER 2001
Eldhús í sendiráðið
kostuðu 20 milljónir
Sendiráð Islands í Japan er 1000 fermetrar að stærð en ekki 800 eins og utanríkisráðuneytið hafði
áður sagt. Þrjú eldhús eru í húsinu og kostaði búnaður og tæki í þau 20 milljónir króna. Islensk
húsgögn og listaverk kostuðu 15 milljónir króna.
STiÓRNSÝSLft Búnaður og tæki í þrjú
eldhús í sendiráð íslands í Tókýó
kostaði 20 milljónir króna að því er
utanríkisráðuneytið hefur upplýst.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá í Fréttablaðinu voru greiddar
540 milljónir
króna fyrir sendi-
Íráðshúsið en síð-
'wt an hefur því verið
breytt og það inn-
réttað fyrir 230
milljónir. Samtals
nemur því kostn-
aðurinn 770 millj-
ónum króna.
Samkvæmt
nýjustu upplýs-
ingum frá utan-
ríkisráðuneytinu
er sendiráðshúsið
HALLDÓR ÁS-
CRfMSSON
Utaríkisráðherra
opnaði nýtt sendi-
ráð Islendinga i
Japan fyrir rúmum
tveimur vikum.
1000 fermetrar en ekki um 800 fer-
metrar eins og ráðuneytið hafði
áður greint frá. Húsið var upphaf-
lega byggt sem íbúðarhús fyrir tólf
árum en var síðan breytt í skrif-
stofur.
Utanríkisráðuneytið aflaði til-
boða frá þremur japönskum verk-
takafyrirtækum vegna endurbót-
anna. Pétur Ásgeirsson, rekstrar-
stjóri ráðuneytisins, segir að öll til-
boðin hafi reynst vera óásættan-
lega há en að takist hafi að semja
við eitt fyrirtækjanna um rfflega
fjórðungs lækkun á uppsettu verði.
Með þessum samningi náðist verð
sem var nálega 10 prósent lægra
en tilboð lægstbjóðanda var.
Pétur segir að húsið hafi staðið
ónotað í tvö ár áður en íslendingar
keyptu það og að innréttingar þess
og búnaður hafi verið illa farin.
Húsið er þrjár hæðir og kjallari.
Neðst er íbúð ritara, ásamt
geymslum og starfsmannaaðstöðu.
Á næstu hæð eru sendiráðskrif-
stofurnar en þar fyrir ofan er sér-
stök móttökuhæð. Á efstu hæðinni
er síðan íbúð sendiherrans, en
fyrsti sendiherra íslands með að-
setur í Japan er Ingimundur
Sigfússon, áður sendiherra í
Þýskalandi og fyrrverandi for-
stjóri Heklu hf.
Það er reyndar hægt að komast
SENDIRÁÐ í JAPAN
K
Upphæð
í milljonum
Kaup á húsi.........................................540
Hönnunarkostnaður.........................  15
Verkefnisstjórn og ferðakostnaður  15
Búnaður í sendiráð og ibúðir........  15
Ófyrirséður kostnaður......................   5
Utanhússviðgerðir.............................  15
Pípulagnir og hreinlætistæki.........  25
Raflagnir og öryggiskerfi.................  25
Tæki og búnaður í 3 eldhús..........  20
Gólfefni.................................................  15
Veggir og loft......................................  65
Loftræstikerf i.......................................  15
Kostnaður samtals            770
ofar í sendiráðinu en á fjórðu hæð:
„Þar sem lítil sem engin lóð fylgir
húsinu yar á þaki hússins sett upp
einfóld aðstaða til útiveru, enda er
þakið flatt og útsýni þaðan gott,"
segir rekstrarstjóri utanríkisráðu-
neytisins.
Athygli vekur að tæki og búnað-
ur í þrjú eldhús í húsinu kostuðu 20
milljónir króna eða nærri sjö millj-
ónir króna að meðaltali á hvert eld-
húsanna.
Eins og áður segir kostuðu end-
urbæturnar 230 milljónir króna.
Þar af nam hönnunarkostnaður 15
milljónum króna, verkefnisstjórn
og ferðakostnaður 15 milljónum.
Einnig runnu 15 milljónir króna til
kaupa á búnaði en húsgögn voru
keypt af Á. Guðmundssyni að
loknu útboði á íslandi og lístmunir
og fleira eftir íslenska hönnuði var
fengið á „ýmsum stöðum".
gar@frettabladid,is
FÓSTBRÆÐUR UNNU Fóstbræður fengu Edduverðlaun í flokkinum leikið sjónvarpsefni og Jón Gnarr var valinn leikari ársins. Ómar
Ragnarsson er fréttamaður ársins og sjónvarpsþáttur ársins þátturinn Mósaík. Logi Bergmann Eiðsson var valinn sjónvarpsmaður ársins.
Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson fengu sérstök heiðursverðlaun á hátíðinni.
Verkfall sjúkraliða hófst á miðnætti:
Dregið úr starfi og deildum lokað
Edduverðlaunin:
Mávahlátur
sigurvegari
verðlaunahátíð Edduverðlaunin
voru veitt við hátíðlega athöfn í
þriðja sinn á Broadway í gær-
kvöldi. Kvikmyndin Mávahlátur
fékk langflest verðlaun og var
hún valin besta mynd ársins og
framlag fslands til forvals Ósk-
arsverðlaunanna. Ágúst Guð-
mundsson, leikstóri myndarinnar
var valinn leikstjóri ársins og
fékk hann jafnframt sérstök
handritsverðlaun. Leikkona árs-
ins er Margrét Vilhjálmsdóttir,
Mávahlátri. Jón Gnarr var valinn
leikari ársins fyrir leik sinn í
Fóstbræðrum. Kristbjörg Kjeld
og Hilmir Snær Guðnason fengu
verðlaun fyrir leik í aukahlut-
verkum í Mávahlátri. ¦
KIAradeila Sáttafundi sjúkra-
liða og ríkisins lauk á níunda tím-
anum án þess að samningar næð-
ust. Fjórða þriggja daga verkfall
sjúkraliða skall á á miðnætti og
nær það til um 1.200 sjúkraliða.
Þórir Einarsson, ríkissátta-
semjari hefur boðað deiluaðila til
nýs sáttafundar klukkan 16 í dag
og væntir þess að fram til þess
tíma móti þeir nánar afstöðu sína
til ákveðinna ágreiningsefna, eins
og segir í tilkynningu sáttasemj-
ara.
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri Landspítalans, segir
áhrif verkfallsins nú svipuð og í
lotunni fyrir tveimur vikum. Búið
er að ræða við sjúkraliða um und-
anþágur til vinnu og eru þær álík-
ar þeim sem veittar voru síðast.
„Við þurfum að minnka við
okkur starfsemina, loka deildum
og bregðast við með svipuðum
hætti og fyrir tveim vikum," segir
Anna. Loka þarf átta deildum sem
hefur áhrif á nánast hvert einasta
svið spítalans. „Þetta hefur víð-
tækari áhrif heldur en tvö fyrstu
verkfóllin."
Hjá Félagsþjónustu Reykjavík-
urborgar starfa 50 sjúkraliðar og
nær verkfallið til 35 þeirra. Þeir
stárfa við ummönnun aldraða og í
heimahjúkrun.
Anna segir langvarandi áhrif
verkfallanna þau, að margir
sjúkraliðar hafa sagt upp störfum.
„Við höfum ekki getað verið með
fulla starfsemi vegna þess að
margir sjúkraliðar hafa hætt hjá
okkur." ¦
I ÞETTA HELST |
Engir samningar gilda um
krossbandaaðgerðir milli
lækna og Trygingastofnunar og
þurfa sjúklingar að greiða 350.000
kr. kostnað af fullu.       bls. 12.
Við vitum ekkert um neinn milt-
isbrand," sagði Osama bin
Laden og hló. „Bandaríkin munu
aldrei ná mér lifandi."    bls. 13.
Tveir kjarnorkuvísindamenn í
Pakistan hafa viðurkennt að
hafa tvívegis á þessu ári átt fundi
með Osama bin Laden. Kjarnorku-
bvopnabúr landsins hefur verið
flutt á nýja geymslustaði í kjölfar
hernaðarins í Afganistan.   bls. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24