Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 1
PERSÓNAN Samhent sveit bls 22 LISTIR Nauðsynleg rassaspörk bls 16 PUXINN Ráðherradóttir dúxaði bls 22 Jarðgerðartankur Minna sorp! 5! H.UTNINGATÆKNI Súðarvogi 2, Reykjavík Sími 535 2535 FRETTABLAÐIÐ 99. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 28. maí 2002 ÞRIÐJU DACUR Þróunarsjóður EFTA fundur Fjármálaráðuneytið og Út- flutningsráð standa fyrir morgun- verðarfundi kl. 8.30 á Grand Hóteli. Á fundinum verða ræddir mögu- leikar íslenskra fyrirtækja á þátt- töku í verkum, sem styrkt eru af Þróunarsjóði EFTA. Per Bondesen, framkvæmdastjóri Þróunarsjóðs EFTA, mun kynna starfsemi sjóðs- ins. Benedikt Steingrímsson, yfir- verkefnisstjóri á rannsóknasviði Orkustofnunar, fjallar um verkefni sem Orkustofnun hefur tekið þátt í á Grikklandi. IVEÐRIÐ í DACl REYKJAVÍK Hæg austlæg eða breytiieg átt Skýjað með köflum og síðdegisskúrum. Hiti 7 til 13 stig. VINDUR URKOMA HITI (safjörður Q 5-8 Bjart Q9 Akureyrí o 5-10 Rigning Egilsstaðir © 5-10 Rigning ^14 Vestmannaeyjar o 3-8 Rigning £^16 Ljóðagerð sem andspymuafl fyrirlestur Dr. Enrique Fierro, ljóð- skáld og háskólaprófessor frá Úr- ugvæ, flytur fyrirlestur í Odda í Háskóla íslands klukkan 16.15. Fyr- irlesturinn nefnist: Ljóðagerð sem andspyrnuafl í Rómönsku Ameríku. Hann fjallar um ljóðagerð í þess- um heimshluta á 20. öld. Dr. Fierro bregður ljósi á mikilvægi ljóða- hefðarinnar sem andspyrnuafls allt frá tímum sjálfstæðisbaráttu álf- unnar. Þriðja umferð Símadeildar fótbolti Fram mætir ÍBV í þriðju umferð Símadeildar karla. Leikur- inn hefst kiukkan 19.15 á Laugar- dalsvelli. ÍKVÖLDIÐ í KVÖLD| Tónlist 16 Bíó 14 Leikhús 16 íþróttir 10 Myndlist 16 Sjónvarp 20 Skemmtanir 16 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- 64,5% borgarsvæð- inu á þriðju- LS% dögum? Meðallestur 25 til 39 ára á þriðjudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 70.000 eíntök 70% fólks les blaðtð MEÐALLESTUR FÖLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002. Samfylkingin í Kópa- vogi vill í meirihluta Ekki er frágengið að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur haldi áfram meirihlutasamstarfi sínu. Samfylking sögð hafa boðið Sjálfstæðisflokknum bæjarstjórastól ef flokkarnir fara í sam- starf. Margir sjálfstæðismenn eru Framsókn reiðir. KOSNINGAR Forystumenn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar í Kópavogi hafa ræðst við um myndun meirihluta. Innan Sam- —♦— fylkingarinnar Samstarf Gunn- mun vera mikill ars og Ármanns ? framhaldi hefur verið með viðræðna. Vmstri miklum ágæt- menn hafa yerið i umoger það mmmhluta i 12 ár talið styrkja °§ Þelrra a meðal ...A i 1 * eru raddir sem stoðu Armanns. krefjast breyt_ inga. Heimildar- maður blaðsins sagði að með sama áframhaldi muni flokkur- inn ekki ná að snúa vörn í sókn. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur hafa starfað sam- an síðustu þrjú kjörtímabil. í kosningunum hélt Sjálfstæðis- flokkurinn sínum fimm fulltrú- um en Framsókn bætti við sig einum. Þrátt fyrir að Framsókn sé sigurvegari kosninganna hef- ur Sjálfstæðisflokkur rætt við Samfylkinguna um meirihluta. Heimildir herma að Samfylking- arfólk sé tilbúið í meirihlutavið- ræður við Sjálfstæðismenn þar sem gert verði ráð fyrir að Sjálf- stæðisflokkur fái embætti bæj- arstjóra. Framsóknarmenn hafa ekki gefið færi á viðræðum við Sam- fylkinguna. Ekki náðist í Sigurð Geirdal, bæjarstjóra síðustu 12 ára, þegar fréttin var í vinnslu. Sama er að segja um talsmenn Sjálfstæðisflokks. Flosi Eiríks- son, oddviti Samfylkingarinnar, vildi hvort neita né játa þegar hann var spurður um réttmæti þess að Samfylkingin hafi boðið Sjálfstæðisflokknum bæjar- stjóraembættið nái flokkarnir saman um meirihluta. Líklegast er talið að Ármann Kr. Ólafsson, annar maður á lista Sjálfstæðismanna og aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra, setjist í sæti bæjarstjóra ef sú staða kemur upp og samstaða næst. Gunnar I. Birgisson, odd- viti Sjálfstæðismanna, hefur lýst því yfir að ekki fari saman að sitja á þingi og vera bæjarstjóri. Samstarf Gunnars og Ármanns hefur verið með miklum ágætum. Margir Sjálfstæðismenn eru óánægðir með framgang Fram- sóknarmanna, og þá sérstaklega oddvita þeirra Sigurðar Geirdals bæjarstjóra, í kosningabarátt- unni. Þeim þykir sem Framsókn- armenn hafi eignað sér öll góð verk meirihlutans og þannig stolið af sér sigrinum. Skoðana- kannanir á fyrri stigum barátt- unnar höfðu sýnt að Sjálfstæðis- flokkur ætti möguleika á að vinna hreinan meirihluta. Innan raða Sjálfstæðisflokks mun þar verða ofan á að ræða fyrst við Framsókn - þó ekki væri nema fyrir kurteisissakir. ■ | ÞETTA HELST [ Síldarvinnslan 24% hlut í SR- mjöli í gæramherji keypti síð- ar í gær nær 8% í sama fyrir- tæki. bls 2 f-+— Utgerðir f jögurra báta á Snæ- fellsnesi hafa verið kærðar fyrir að veiða nær 500 tonn um- fram kvóta. bls 4 Oll börn frá þriggja ára aldri til 18 ára aldurs verða bólu- sett gegn heilahimnubólgu. bls 6 Horft er til stórfellds þorsk- eldis hér við land sem sókn- arfæris fyrir sjávarútveg í land- inu. bls. 8 MÓTMÆLI I RÓM George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fékk fremur kaldar kveðjur frá andstæðingum NATO, þegar hann kom til Rómar í gær. Kveikt var á kertum sem mynduðu orðin: „No NATO" og „NO BUSH." Leiðtogafundur NATO hefst í borginni í dag. Kjósendur Frjálslyndra og óháðra af hægri og vinstri væng: F-listinn sótti fylgi í báðar fylldngar kosningar „í könnunum spurðum við fólk meðal annars hvað það hefði kosið í borgarstjórnarkosn- ingunum 1998. Af þeim sem sögð- ust ætla að kjósa F-listann í Reykjavík við þessar kosningar hafði um það bil helmingur kosið Reykjavíkurlistann í kosningun- um fyrir fjórum árum. Hinn helm- ingurinn sagðist hafa kosið Sjálf- stæðisflokkinn þá. Framboð Frjálslyndra og óháðra var því að taka fylgi nokkuð jafnt af báðum flokkum," sagði Þorlákur Karls- Anfinn Kallsberg gerir enn tilraun til að mynda nýja heimastjórn í Færeyjum. Reynir fjögurra flokka stjórn. bls. 8 Polanski fékk Gullpálmann son framkvæmdastjóri Gallup. Eftir úrslit borgarstjórnar- kosninganna hefur fylgistap Sjálf- stæðisflokksins verið að hluta skýrt með framboði Ólafs F. Magnússonar og Frjálslynda flokksins. Sjálfstæðismenn hafa sagt það grafa undan gengi flokksins að klofningsframboð úr flokknum komi fram. Sverrir Hermannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, segir fráleitt að túlka F-listann sem klofningsframboð úr Sjálfstæðis- flokknum. Enda sé skrýtið ef Sjálfstæðismenn beri ekki meira traust til frambjóðenda sinna en að eitthvert smáframboð geti tek- ið frá þeim fylgi án þess að hafa eitthvað fram að færa. Þarna hafi einfaldlega komið fram sterkt framboð. Kosningarnar sýni að Frjálslyndi flokkurinn sé kominn til að vera. „Við erum ekki hætt að klípa í fylgi Sjálfstæðisflokksins. Við ætlum að sækja þangað miklu meira. Þeir geta farið að hlakka til.“ ■ ÍÞRÓTTIR Lykilmenn í lamasessi SÍÐA 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.