Fjallkonan


Fjallkonan - 14.04.1905, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 14.04.1905, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni viku. Verð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða 11/2 dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- FJÁLL BÆNDABLAÐ 10 M Uppsögn (skrifleg bund- in við áramó, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafj kaupandi þá borgað blaðið Afgreiðsla og skiifsfofa Hafnarstr .2. VERZLUNARBLAÐ XXII. árgr. Reykjavík, 14. apríl 1905. Nr. 15 Edinborff er nú sem ný. Nýtt er margt að skoða Af nýjum vörum þar er þvi Þúsundir til boða. Edinborgar vefnaðarvörubúðin nýja er nú opin. Edinborg1 hefir aldrei fengið jafnmikið af alls konar fjölbreyttum vefnaðarvörum, eins og nú. Edinborg hefir aldrei fengið jafnmikið af ýmsum smávörum eins og nú, og einnig ýmsum munum hentugum til sumargjafa. Edinborg' hefir aldrei haft tækiíæri til að sýna sínar fjölbreyttu og smekklegu vörur eins vel og nú. Edinborg hefir nú hina stærstu og skrautlegustu vefnaðarvörubúð á landinu. Edinborg hefir aldrei fyr staðið jafnvel að vígi, til að standast alla samkepni. Edinborg býður alla viðskiftavini sína velkomna. Asgeir Sigurðsson. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. í ■hverjnm mán. kl. 2—3 i spltalanum. Forngripaxafn opið á mvd. og ld ‘ - 12. Hlutabankinno\)\nn'k\.\ 0—iiog Bl/a—71/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. ’Osíðd. Almennir fundir á hverju fiistudags- og lunnudagskveldi kl. 8'/s siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. á og kl. 6 á hverjnm helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravit jendnr kl. 10‘/s—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafit opið hvern virkan dag -kl 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnid opið á þrd., fimtnd og ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókeypÍB i Pósthússtrseti 14. 1 eg 3. uiánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Danariki hér á landi. Vér erum þess fullvísir, að enginn sanngjarn maður muni bera ritstjóra þessa blaðs á brýn, að hann hafi sýnt tilhneiging til þess að blása að nokkurum kolum óvildar gegn Dönum. Vér höfum margsinnis tekið i þann strenginn að bæla þá óvild niður, ef oss hefir fundist á henni brydda. Vér lítum á Dani sem bræðraþjóð vora, er vér að sjálfsögðu eigum að lifa í sátt og samlyndi við, þó að það sé stundum dálitið örðugt vegna þeirr- sr megnu vanþekkingar á landi voru ng þjóð, sem svo oft bólar á með Dönum, og furðulegrar ógætni í vorn garð, sem stundum kemur þar fram, eins og t. d. í sýningarmálinu í vetur En hvað sem því líður, eru Danir mjög merk menningarþjóð, sem vér getum mikið lært af og eigum að meta mikils. Vér eigum að gera alt, sem vér get- nm með heiðarlegu og virðulegu móti til þess að efla bræðraþel með íslend- ingum og Dönum. Og vér eigum að varast alt, sem rýrir það bræðra- þel. Sérstaklega eigum vér að heimta af stjórn vorri, að hún hafi þetta hug- fast. Enginn hlutur er skaðvænlegri fyrir góða sambúð Islendinga og Dana en óvirðulegur beygjuháttur og sleikju- skapur stjórnar vorrar við danska vald- hafa. íslendingar þola hann ekki — og eiga ekki heldur að þola hann. Ein af afleiðingum hans verður óhjá- kvæmilega stórum spilt samkomulag með þjóðunum. Þegar vér fengum stjórn vora út af fyrir oss, bjuggust menn við, að allur sá urgur mundi undir lok liða, sem óneitanlega hafði við og við verið í oss íslendingum út af miður nær- gætnislegu atferli danskra valdhafa í vorn garð. Og hann hefði líka vafa- laust liðið undir lok, ef stjórn vor hefði verið stöðu sinni vaxin. En sá urgur hefir aldrei verið meiri en nú. í öllum viðskiftum stjórnar vorrar við danskt vald hefir komið fram hrein fyrirmunun, eigi að eius allrar staðfestu heldur og allrar skynsemi. Roluhátturinn og sleikjuskapurinn hefir verið svo gegndarlaus. Lítum fyrst á undirskriftar- m á 1 i ð. Ríkari hvatir til þess að sýna stað- festu fyrir Islands hönd en þær, er þar voru fyrir hendi, eru nokkurn veginn óhugsanlegar. Þar er að tefia um landsréttindi vor, sem ráðherrann á framar öllu öðru að vernda. Þar er að tefla um stjórnarskrá vora, að ekki sé brotið gegn henni. Þar er að tefla um greinilega yfirlýstan vilja þingsins, að hann sé virtur og hon- um sé ekki traðkað. Og þar er loks að tefla um ráðherrans eigin orð, er hann hefir ritað og talað á alþingi sem fulltrúi þjóðarinnar. Og svo — jafnskjótt sem danskir valdhafar vilja traðka þessu öllu, er það talið sjálfsagt og guðvelkomið af stjórn vorril Var þá nokkur hætta því samfara fyrir ráðherra vorn að sýna staðfestu í málinu og láta ekki stjórn Dana vefja sér um fingur? Síður en svo. Gerum ráð fvrir, að hann hefði neit- að að taka við ráðherraembættinu með öðrum skilmála en þeim, að landsrétt- indi vor og stjórnarskrá, vilji alþingis og ummæli sjálfs hans hefðu verið virt að fullu. Enginn íslendingur mundi hafa fengist til að taka við embættinu, þegar hr. H. Hafstein hefði verið frá því genginn á þennan hátt. Og svo hefði Hafstein orðið ráðherra engu að siður og um leið unnið sæmd- arverk og nytsemdar fyrir þjóð sína. Gerum samt sem áður ráð fyrir því, að eins til frekari skýringar, að ein- hver íslendingur hefði reynst svo fífl- djarfur, að hann hefði þegið tignina með þeim afarkostum, er Hafstein hefði verið búinn að hafna. Hvernig hefði farið fyrir þeim ráðherra ? Hann hefði getað átt víst að standa uppi mannlaus fvrstu dagana á næsta al- þingi. Og sá, sem þá hefði tekið við með sæmd og vinsældum frá allri þjóðinni, hefði verið núverandi ráð- herra vor. Því fer svo fjarri, að neitt hefði verið í húfi fyrir hann, ef hann hefði sýnt staðfestu í málinu, að hann átti þá sigur og sæmd vísa. Samt fór alt svo sem kunnugt er. Svo miklu meira vald höfðu danskir valdhafar yfir hon- um en alt hitt, sem var íslands megin. Alveg hins sama kennir í ritsíma- málinu. Glæsilegra og hugljúfara hlutverk hefir aldrei fallið neinum íslendingi í skaut en það, að koma þjóð vorri í hraðskeytasamband við umheiminn. Því ríkari hlaut hvötin að vera til þess að leysa það verk vel af hendi og með hagsýni fyrir þjóð vora. En hvernig hefir farið? Marconifélagið hefir boðist til að láta oss fá hraðskeytasamband við önn- ur lönd og milli allra fjögurra kaup- staðanna hér á landi fyrir fjárhæð, sem væri oss vel kleif, ef vér fengj- um sæmilegan stuðning frá Dana hálfu, þann stuðning, sem vér með fylstu sanngirni eigum heimting á, og jafn- vel viðráðanleg fyrir oss, þó að Danir brygðust með öllu, sem sannast að segja er lítt hugsanlegt. Enginn vafi virðist geta á þvi leikið, að nú hefði mátt komast að enn betri kjörum við félagið en boðin höfðu verið, eins og Fjallkonan hefir áður bent á. Þrátt fyrir þetta er gerður samn- ingur við stóra norræna ritsímafélagið, sem býður oss afarkosti, þvert ofan í íjárlög landsins og tilætlun alþingis og án þess að landsmönnum sé einu sinni jafnframt gerður kostur á að gera sér grein fyrir, hve mikill sá kostn- aður er, sem þjóðinni er steypt út í. Þetta hafa Danir mátt sín í einu voru mesta velferðarmáli. Valdhafar þeirra vilja halda hlífiskildi yfir rit- símafélaginu, vernda það fyrir sam- kepni loftskeytanna. Og svo eigum vér að gera það líka — jafnmikið og íslenzkri alþýðu koma við hagsmunir þess félags eða hitt þó heldur. Enn kennir hins sama og ekki hvað sízt i sýningarmálinu. Ráðherra vor segir sig úr forstöðunefnd hjá- leigusýningarinnar, þegar hann verður þess var, að sýningin er afaróvinsæl með íslendingum. En jafnskjótt sem Danir fara að ilskast út af því, lætur hann þess getið, að hann sé fyrir sitt leyti sýningunni alls ekkert mótfallinn. Og þeir menn hér, sem honum eru nákonmastir, styðja sýninguna af alefli. Með því, og því e i n u, er henni bjargað frá falli. Fyrir það eitt bíða Islendingar ósigur í málinu. Þegar litið er á þessi mál, verður naumast sagt með réttu, að Danaríki hafi enn farið þverrandi hér á landi við stjórnarbreytingu þá, sem svo mikið hefir verið fyrir barist. Það hefir fengið ískyggilega mikinn stuðn- ing hjá æðsta manni lands vors. Þessi frámunalega lipurð við Dani, þessi nákvæma umönnun fyrir því að ríða ekki bág við vilja danskra vald- hafa stingur nokkuð einkennilega í stúf við sumar aðfarirnar hér á landi, ofsóknir gegn alsaklausum mönnum í Snæfellsnessýslu og ósleitulega við- leitni við að gera prentsmiðjueigendur hér í bænum félausa og koma prent- frelsi landsins fyrir kattarnef. Þar eiga líka íslendingar hlut að máli! Bskihlíðarmálmarnir. Bor vatnsleitarmannanna hefir farið gegnum i málmlög; eitt þeirra er ÝU þuml. á þykt og tvö 2 þuml. Milli þeirra eru þunn leirlög. Borinn var í fjórða málmlaginu í gær. Enn hefir ekki sannast með vissu, að gull sé i þessum málmlögum, en nokkurn veg- nn víst, að þar eru fleiri málmar en eir og járn. Botnvörpungar höndlaðir. Strandgæzluskipið Hekla hefir ný- lega náð í 6 botnvörpunga, sem voru að veiðum í landhelgi nálægt Vest- manneyjum. Landssjóður hefir þar fengið nær é1/^ þús. kr. í sektir, auk upptækra veiðarfæra og afla. Veiðiskipin. Af þeim er svipað að segja eins og áður, aflinn stöðugt mjög rýr. Hæstan

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.