Heimskringla - 02.06.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.06.1894, Blaðsíða 1
VIII. ÁR. © WINNIPEG, MAN., 2. JÚNÍ 1894. NR. 22. LÍFSÁBYRGÐARFÉLAG. Aðalból - - Winnipeg - - Manitoba. J. H. BROCK FORSTÖOUMADUR. TJppborgáður höfuðstóll.... $ 140.014.22 Varasjóður................ $ 54.720.00 Lífsábyrgð í gildi við lok fj/rsta ársins......... S2.268.000 Lifsábyrgð veitt með hvaða helzt nýmóðins fyrirkomulagi sem vill. Kaupið ábyrgð í The Great West og tryggið yður á þann veg þann hagnað, er háir vextir af peningum fé- lagsins veita. Þetta fjelag dregur ekki ýje burt úr fylkinu. K. S. Thordarson - - agent. 457 Main Str., AVinnipeg. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG 26. MAÍ. Fjórir menn í Canada voru sæmd- ir hoiðursnafnbót á 75. afmælisdegi drottningar Breta, 24. þ. m. Þessir menn eru W. C. Van Horne, forseti C. P. R. fél., C. E. De Boucherville, sena- tor, Francis Smith, senator og L. E. N. Casault, dómari við yfirréttinn í Que- bec. Framvegis er Van Ilorne ekki blátt áfram Mr., heldur Sir William C. Van Horne. Fornfræðingar frá Bandaríkjum hafa fundið rústir stórrar borgar í fjalldalsskoru i Mexico, örskamt frá rústum annarar borgar, er fyrir nokku er fundin og sem þeir voru að rann- saka. Þeir fundu jarðgöng mikil, höggvin gegn um klettana, undir fjöll- in, er leiddu að þessum nýfundnu rúst- um. Jarðgöng þessi kvað veta’mörg milli fornstaðanna, enda enginn annar vegur sýnilegur frá nýfundna staðnum, svo inniluktur er hann milli hamra. Báðir þessir fornstaðir segja fornfræð- ingar séu eldri en rústir fornstaða Aztec-þjóðarinnar fornu í Mexico og mið-Ameríku, og bencja báðir á mann- margt og voldugt ríki. Verkstæðisfél. eitt í Kingston, Ont., hefir keypt 1000 tons af kolum í Skot- Jandi og fær þau hingað til landsins komin fyrir lægra verð en hérlend kol 235,000 manns eru atvinnulausir i Bandaríkjunum fyrir uppihaldið á kola- tekju. t Félögin bæði í New York, er hafa fyrir atvinnu að safna skýrslum um ástand verzlana um endilanga Norður- Ameríku, segja alveg dæmalausa deyfð í verzlun yfir alt landið. Leynilegt kúlnagerðar og skotfæra- Stníðis-verkstæði er fandið í Serbíu, mælt, að þaðan muni búið að senda Um sveitir 3 milj. skotliylkja. MÁNUDAG 28. MAÍ. U tlegðartími dynamite-postulans O Donovan Rossa er nú á enda, og not- aði hann fyrsta tækifæri til að heim- sækja írland. Hann kom til Cork á Irlandi i gter og var vej tekiö. í þetta skifti hafði hann ekkert skað- legra að segja en ag láta í ljósi yfii oeining Íríi. Sagt er að Reseberry lávarður hafi boðið verkamannahjiðtoganum Jolin Burns sreti í ráðaneytinu, en að Burns hafi neitað. Það er og fullyrt að eftir næstu kosningar, ef Roseberry kemst að aftur, verði sjálfsagt tveir verka- manna-fulltruar tekmr í raðaneytið. Yfirrétturinn í Minnesota hefir dæmt ólögmæta farbréfaverzlun þá, er þar hefir tíðkast eins og víðast í Bandaríkjunum. En þeirri verzlun er þannig varið, að menn kaupa ónotuð eða hálfnotuð farbréf og selja þau aft- ur fyrir ögn minna verð en venju- legt fargjald er fyrir sömu vegalengd. Ekkert útlit enn að námamenn í Bandaríkjunum fái framgengt því er þeir vilja. Eru þeir nú farnir að verða róstusamir mjög á ýmsum stöðum. I lokkur þeirra stóð fyrir uppblaupi í Dorby plötu-reyktóbak selst ákaflega vel o<r sala þess fer sívaxandi. Pennsylvania á laugardaginn, féllu þar 5—6 menn og margir meiddust. Á föstudaginn sprengdu námamenn í Colorado upp náma og púðurhús. Lézt þar 11 manna. Til 31. Deccmber 1896 geta Ný-ís- lendingar fengið “odda-lotin” í nýlend- unni sem heimilisréttarlönd, Svo segja síðustu fréttir frá Ottawa. Sambandsstjórnin hefir afhent fylk- isstjórninni í Manitoba til eignar 5971 ekru- af landi í grend við Lako Dau- phin, i staðinn fyrir land í grend við Oak Lake, Man., er fylkinu bar, en sem C. P. R. fél. fékk eignbréf fyrir. ÞRIÐJUDAG 29. MAÍ. Verzlunar og verkstæðisfélög í Bandaríkjunum hafa nú keypt 260,000 tons af kolum á Englandi, og fá fyrstu skipsfarmana þessa dagana. Það má mikið vera ef sumum námamönnum, sem nú eru að reyna að skrúfa upp kaupið, dettur ekki í hug að þeim sé vel borgað eins og er, þar sem Eng- lendingar þannig geta selt kolin, þótt tollurinn sé 75 cts. á tonninu á kolum fluttum inn í Bandaríkin. Beinagrindur af 10—12 manns fund- ust i gær í gömlu húsi í Quebec, sem ekki hafði verið brúkað um fjölda mörg ár. Y'firvöldin ætla að rannsaka þetta mál. Timburtollurinn var umræðuefni efrideilar þingm. í Wasliington í gær, en ekkert var af gert. Repúblíkar lieimtuðu núgildandi toll óbreyttan, $1.00 á þúsund fetum af söguðum borðvið, $2 á þús. af stórtimbri sög- uðu, 50 cts. (aukreitis) fjTÍr borðvið heflaðan öðru megin, en $L ef hann er heflaður beggja megin, $1 ef hann er heflaður og plægður öðru megin og $1.50 ef plægðar beggja megin, Popu- hstar hoimtuðu tollinn tekinn af ó- hefluðum borðvið og færðan niður um helming á þeim heflaða og plægða. Út af þessu spunnust umræður er ent- ust allan daginn. Flóð hafa valdið miklu eignatjóni á Indlandi og orðiö fólki að bana svo hundruðum skiftir. Ritfölsunarmálið, sem fyrir nokkru var liafið gegn Erastus Wiman, í New York, kemur fyrir rétt næsla mánudag (4. Júní). Hann er kærður fyrir að hafa haft 810,000 af félagi því, er hann um mörg ár var riðinn við, með rit- fölsun. í þeirri stöðu meðhöndlaði hann milliónir dollara á ári, og at því og fleiru er ráðið, að málsóknin sé á- stæðulaus ofsókn og stafi af persónu- legum fjandskap. 3,859 nautgripir fóru til Englands frá Montreal í vikunni sem leið. MIÐVIKUDAG 30. MAÍ. Nýtt ráðaneyti komst á laggirnar í Frakklandi í gær. Dupuy heitir for- maðurinn. Alimiklar umræður áttu sér stað á þingi Breta í gær út af því, hvort tak- markaður skyldi imi langan tíma inn- flutningur nautpenings frá Canada. Ekkert afráðið. Flóð í Frazer og öðrum ám í Brit. Columbia hafa valdið miklu tjóni. Menntamálastjórnin i Manitoba mæl- ir með, að tilsögn sé veitt í fræðigroin- um, er lúta að akuryrkju, í alþýðuskól- unum. ' Selkirk-búar tala um að koma up]3 tóvinnuverkstæði og í framkvæmdar- nefnd, sem kosin var á almennum fundi til að atliuga það mál Og ráða fram úr þvi, eru tveir íslendingar, kaupmeunirnir Páll Magnússon og Þ. Oddson. FIMTUDAG, 81. MAf. Flóð í Arkansas River i Colorado sópaði burt í nótt er leið um eða yiir 100 húsum í þorpinu Pueblo. Fregnin um xnanntjón ónálcvæm enn. Sambandsstjórnin tilkynnti þing- inu í gær, að fylkiskjörskrárnar j rðu hagnýftar framvegis, en að þau nöfn yrðu útstrikuö, er samkvænxt kosninga lögunum ættvx þar ekki heima, og þeim nöfnum bætt á, sem ekki ern ;x fylkis- kjöiskránni. Félag með $1 milj. höfuðstól er komið á laggírnar i Quebec, er retla að slátra nautgripum og senda kjötið frosið til Englands. 8—10 manns biðu bana og um 20 meiddust við járnbrautarslys á Wis. consin Central brautinni, milli St. Paul og Chicago, í gœr. Norðtnenn og Svíar fara í stórhóp- um heim til föðui-lands síns í vor, vegna harðærisins í Ameríku. Um 2000 fóru af stað frá New York nvina í vikunui. Sögur um stórflóð og þarafleiðandi eignatjón koma af allri KvJrahafs- ströndinni og endilöngum Klettafjalla- bálkanum. FÖSTUDAG, 1. JÚNÍ. í dag er sett allsherjar-þing “ungra kristinna manna fél.’ í Lundúnum. Maðnr beið bana í gær í Lundúnum af því, að regnhlífarskapt var rekið í auga hans. Að því leyti sem kunnugt er hafa 8 manns látið lifið í flóðinu í Frazer- ánni í British Columbia. Eignatjónið er enn lítt metanlegt til verðs. C. P.R. járnbr. var víða eyðilögð, enda gátu lestirnar ekki gengið alla leið 7 daga samfleytt, urðu svo tvær og tvær að mætast og taka við hver af annari. í gær var send út lest frá Winnipeg, sem vænt er að nái til Vancouver uppihalds- laust. Yfir 100 manns hafa týnt lífi í flóð- inu í Colorado. Óeirðir miklar í Serbíu, sérstaklega í höfuðstaðnum Sofia. í gær hækkaði hveiti um \ cent bush, á Chicago-markaðinum. Verð 58 cents. Efrideild Washington þingsins sam- þykkir að Bandaríkjastjórn skuli eng- in afskipti hafa af Havaiian-málunum, en að hún áliti afskiptasemi annara þjóða merki um óvináttu. ÍSLÐNDS-FRÉTTIR. Mannnlát á Islandi (eftir Þjódólfi : Friðrik Eggerz, fyrrum prestur í Skarðsþingum, fullra 92 ára að aldri. Frú Elín Einarsdóttir, ekkja Jóns prófasts Jónssonar í Steinnesi, að Bæ í Króksfirði, 83 ára að aldri. Páll Ingimundarson, bóndi í Mýr- artungu í Reykliólasveit, faðir Gests heit. Pálssonar, er og látinn og síðari kona hans Ingunn. Látinn er og Eggert Stefánsson, er fyrr bjó á Staðarhóli, bróðursonur séra Friðriks Eggerz. Enn fremur Guð- mundur Guðmundsson í Ljáskógum í Laxárdal, Þorleífur Andrésson í Vill- inxadal og Þórarinn Þórarinsson á Oddsstöðum. Merkisbóndinn Hafliði Ej’jólfsson i Svefneyjum er og látinn, hniginn á efi'a aldur. Eftir Fjallkonunni. Rej’kjavík, 24. Apríl 1894. Veðrið er mjög óstilt, Rg gerði hret 19. þ. m. með næturfrosti og snjó á fjöllum. Aflabrugð mjög misjöfn, meðfram vegna gæftaleysis. Lvtur út fyrir með- al-vertíð. Austanfjalls góður afli. Hluti á Ejrarbalvka nær 600 hæst. Ihiinn 16. apríl Iíjörtur Jónsson, héraðslæknir í Stykki^xólmi 53 ára, af eftitköstum influenzaveikinnar. • Hann var sonur Jóns prests Hjörtssonar á Gilsbakka, og útskrifaður af lækna- skólanum í Rvík 1855 með 1. einkunn, en var settur læknir í sj’ðri hluta Vestr- amtsins 1865; fékk veitingu fyrir em- bættinu 1867 ; liann var tvígiftr ; fyrri kona hans var Ilildur Bogadóttir Thor- arensen, síðari konan Ingibjörg Jens- dóttir rektors Sigurðssonar,- Set-ur héraðslæknir í Stykkisliólmi cand. med. & chir. Thomas Helgason. 8. Maí. JJ. Thomscn kaupm. hefir samið mjög fróðlega skýrslu um ferðir sínar um ýms lönd til að lcj’nna sölu á íslenzkum vörum, og verður hennar nánar getið í næsta blaði. Hún er þegar komin út á dönsku og kemur á íslenzku í “Andvara.” Dniknuii. Á Akranesi fórust 5 menn i lendingu 5. þ. nv. Eftir Þjóöólfi. f Rej’kjavík, 27. Apríl. Fjdrdauði af hvaldti. í bréfi úr ísafjarðarsýslu 21. febr. síðastl. er farið svofelldum orðum um hina einkenni- legxv fjárpest, er gert hefir vart við sig á ýmsum bæjum þar í sýslu hin síðustu misseri: “Fjárdauðiniv heldur áfram við Álptafjörð. Hr. Jón Guðmundsson bóndi í Eyrardal, sem mest missti í sumar og sem kej’pti í haust fé og kýr fj-rir 400 kr., nvissti nú næstliðna viku 9 kindur á 2 sólarhringum; sumir þurrabúðarmenn og bæxvdur, sem fáar skepnur áttu, eru búnir að missa aleigu sína af fullorðnunv kindum. Eivgum skj’nberandi manni lield ég blandist nú hugur um, að fjárdauði þessi stafi af hvaláti fjársins, því t. d. bar ekk- ert á fjárdauða x Ej’rardal, frá í sum- ar og þar til nú, að féð liafði komizt í livalþjós í fjörunni, sem stórstrauin- urinn hafði þýtt ofan af, enda sýnist sú skoðun manna hafa við gild rök að styðjast, að féð drepist af hvaláti, þar ekkert ber á neinni óáran x skepn- um.nema við þennan fjörð.þar sem allar fjörur eru þaktar af rotnuðum hval- þjósum, svo mesti viðbjóður er um að ganga eða ríða. En þó ekki hafi til muna borið á þessum fjárdauða fyr en nú í sumar, er náttúrlegt; það hafa ekki í ómunatíð heldur kom- ið jafnsterkir og langvarandi hitar sem í sumar, svo við það varð rotn- unarólgan í hvalþjósunum enn bráð- gerðari og stórkostlegri en áður. Haldi þessi fjárdauði áfram, lítur ekki út íyrir annað en að fjorður þessi verði sauðlafls. Það væri víst reyn- andi fyrir hréppsnefndina að fj’rirbjóða Amhe næst, þegar hann fer að veiða, að sleppa nokkurri þjós af sinni eigin lóð. Þannig vonv samningar gerðir við Vnn, sem sagt er að setjist að við Seyðisfjörð, og gekk hann að þeim.” John Anderson & Co. 379 l’oi-tnvíe Ave. Selja við óvanalega lágu verði allar þær kjöttegundir seni seldar eru á hinum beztu kjötsöluhúsum Winnipeg-bæjar. Nýtt nautakjöt af ýmsu tagi. Nýtt kindakjöt, einnig hangið kinda- kjöt. Nýtt, saltað og hangið svinakjöt. Nýtt kálfskjöt. Fuglakjöt af ýmsum tegundum. Einnig soðið, saltað og pressað nauta- kjöt. Egg, smjör og svinafeiti ætíð á reið- um liöndum, einnig laukur, kartöflur og ýmsir jarðarávextir, sem vanalega eru seldir á hinum betri og fullkomn- ari kjötsöluhúsum bæjarins. 11. Maí. Ný lög. Þessi 8 lög frá síðasta al- þingi hefir konungur enn fremur undir- skrifað, öll 13. f. m.: Gleymið ekki staðnum, sem er 279 PORTAGE AYE. - TELEPHONE 169. Lög um ýmisleg atriði, er snerta gjaldþrotaskifti. . Lög um vegi. Lög uih breyting á 3. og 5. gr. yfir- setukvennalaga 17. des. 1875. Lög um viðauka og breyting á lögum 4. nóv. 1881 um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl. Lög um samþykt til að friða skóg og mel. Samþj’kktarlög um verndun, Safa- mýrar í Rangárvallasýslu. Lög um fuglveiðasamþj’kkt x Vest- mannaeyjum. Lög um löggilding verzlunarstaðar á Svalbarðseyri. Þá eru eftir 7 lög óstaðfest frá síð- asta þingi auk stjórnarskrárinnar, þar á meðal um stofnun lxáskóla, afnám hæstaréttar, lækkun eftirlaunanna, aukinn prestkosningarrétt og kjör- gengi kvenna, þ. e. öll stærstu og merk vxstu lagafrumvörpin, sem eflaust verða ekki staðfest að þessu sinni. Það er ekki í fj-rsta skiftið, sem stjórnin virðir vilja þings og þjóðar að vettugi. Lítt markvert smálaga-rusl, það getur hvin gjarnan samþj’kkt, en.þáertil hinna stærri, þýði ngarmiklu framfaramála kemur, þá er eins og rekinn sé hnifur í hjartað á blessaðri stjói’ninni, sem er svo kunnug í landinu, að hvin sæmir löngu dauða menn heiðursmerki dana- fánans!! Manntjón, I Marzmánuði varð úti bóndi frá Mel, býli inn af Vopnafirði; var lialdið, að liann hefði orðið veikur og þv’í ekki komizt heim til sín. Á bæ nokkrum í Skriðdal datt barn ofan af palli og dó að 2 klukkustundum liðnum. 8. apríl drukknaði í Lagarfljóti gegn Egilsstöðum, kvæntur maður, Jó- sep að nafni frá Fjallseli í Fellum, bróð- ir Vigfúsar kaupmanns Sigfússonar á Vopnafirði. 5. apríl fórst skip í hákarlalegu frá Gjögri í Strandasýslu með 10 mönnum. Formaðurinn Torfi Einarsson á Hclliv á Selsströnd, dóttursonur Torfa heit. al- þingismanns Einarssonar á Kleifum. 5. þ. m. varð skiptapi á Akranes' nærri lendingu og drukknuðu 5 manns, þar á ineðal formaðurinn Ylagnús Helgaston á Marbakka, en 2 var bjarg- að. Lik af manni rak f jwir skömmvv á Akranesi (vestanvert við Krosshverflð), Það var allsnakið og vantaði höfuðið og annan handlegginn, en að öðru leyti ó- skaddað. Síðan hefir höfuðið og hand- leggurinn rekiðá samastað, sitt i hvoru lagi. Engin kennimerki sáust á líninu, en ekki hugðu menn það af íslenzkum manni vera. Þótti því líkast senv Ixöf- uðið hefði verið höggvið (eða skorið) frá boltium, ogauðsætt þótti, að líkið hefði skamma Stvvnd hrakizt í sjó. Virðist þurfa að hefja rannsókn um þetta, en líklega verður samt ekkert úr því, enda auðvitað alltorvélt j’ið það að fást. Eftir “ísafold.” 25. Apríl. Siýrimannaskólinn i Reykjavik 1893-91. I bj’rjun skólaársins voru 1' lærisvein- ar. Upp frá því bættust 7 við. Þann- ig voru 17 lærisveinar til nýárs, en 18 eftir það. Þessir lærisveinar voru : Derby plötu-reyktóbak er hið geðfeldasta o<j þægi- legasta tóbak fáanlegt. JOKN ANDERSON & GO. 1. Stefán Snorrason, Rvík ; 2. Ólaf- ur Einarsson frá Vatnsdal í Patreks- firði; 3. Björn Sveinsson, Rvík; 4. Bergur Jónsson, Rvík ; 5. Ottó Nóv- ember Þorláksson, Korpvflfsstöðum, Mosfellssveit; 6. Bergur Sigurðsson, frá Sj’ðri-Gröf í Árnessýslu ; 7. Oddgeir Magnússon, frá Melshúsum, Seltjarnar- nesi; 8. Geir Sigurðsson, Rvík ; 9. Þor- valdur Ej’jólfsson, frá Straumfirði á Mýrum; 10. Þórarinn Guðmundsson, Rvík ; 11. Halldór Þorsteinsson, Rvik; 12. Jafet Egill Ólafsson, frá Njarðvík; 13. Magnús Pétursson, Rvík ; 14. Frí- mann Finsson, frá Kambagerði á Skaga, 15. Árni Jónsson, frá Bakka í Hnífsdal; 16. Jón Teitsson, Rvík; 17. Haraldur Samúel Halldór Jónsson, Rvík; 18. Magnús Brj’njólfsson, úr Engej’. Hinir 6 fyrsttöldu voru eldri læri- sveinar skólans en allir hinir nýsveinar. Allir lærisveinar sögðu upp skólaver- unni í byrjun Marzmán., nema þeir, sem prófiö tóku. — Forstöðumaður skólans, M. F. Bjarnason, kendi reikn ing og stýrimannafræði 33 stundir á viku. cand. mag. Þ. Bjarnason dönsku 4 st. á viku og ensku 2 st. á viku, og cand, phil. P. Hjaltested sjórétt 2 st. á viku. — Skólanum var sagt upp 19. þ. m. að afloknu prófi. Prtjf í slýrimannafrceði. Hið minna islenzka stýi'imannapróf var haldið í stýrimannaskólanum dagana 16.—18. þ. m., og gengu þessir 4 af lærisvein- um skólans undir það: Ólafur Einarsson........57 stig Stefán Snorrason........52 “ Björn Sveinsson.........46 “ Bergvxr Jónsson.........21 “ Hæsta stigatal við þetta próf er 63, en lægsta 18. — Þeir leystu úr 4 skrif- legum spurningum, sem stýrimanna- kennsluforstjórinn . í Kaupmannahöfn bjó til og sendi landshöfðingjanum til umsjónar. Enn fremur lej’stu þeir úr 4 munnlegum spurningum, senv próf- nexndin valdi, og þar að auki voru þeir rej’ndir í mælingum með sextanti, samkvæmt laganna ákvæðxvm. Prófdómendur voru : Premierlieut- enant Garde, j’firmaður á “Thyra,” valinn af stiptsj firvöldunum, og docent Eiríkur Briem, valinn af bæjarstjórn- inni, en skipaðir prófdómendur af lands- höfðingjanum. 9. Maí. Skiptapar. Laugardag 5. þ. mán. drukknuðu 5 menn á Akranesskaga, á heiinleið úr fiskiróðri ; ólag sökti skipinu undir þeim nærri lendingu, í fromur góðu veðri, en grjót í skipinu mikið og fiskur að auki töluverður. Alls voru 7 á, en 2 bjargaði Tómas Tómasson frá Söndum. Þeir, sem drukknuðu, voru : formaðurinn Magn- ús Helgason frá Marbakka, vaskleika- maður, á fertugsaldri, frá kouu og 4 börnum (vátrygður þó fyrir 500 kr.); Jón og Bjarni Halldórssj’nir bónda á Brúarrej’kjnnx í Stafholtstungum ; Gamalíel Guðmundsson (frá Árdal); Kristinn Guðmundsson frá Götuhúsum á Akranesi. 12. Maí. Póstskiptð Liura, er fór hóðan til Vostfjaröa 3. þ. m., lcom aftur þaðan í fyrra dag (10.) og moð hcnni nokkrir farþegar. þar á meðal settur sýslumað- ur og bæjarfógeti á Isafiröi Lárus K. Bjarnason snöggva ferð. Til útlanda leggur skipið á stað hóðan í kvöld. Aflabrögð. Austanfjalls hcfir vetr- arvertíð verið allgóð. 4—600 hlutir al- mennt milli ánna (Eyrarbakka, Stokk- ej’ri, Loftsstéðum), en 6—800 í Þorláks höfn, þar af fullur heloiingur eða meira vænn þorskur. í Grindavík mikið rýr vertíð og í Höfnum og Suðurnesi afleit, sama sem engin. Hér við flóann sunn- anverðan alt upp að 600 hlutum, en smátt og rýrt, varla meira en 3 skpd og fjöldamargir miklu minna, 1, 11 eða 2 skpd.; bezt í Njarðvíkum, Keflavík og Leiru, og á Akranesi, þar næst í Garði og á innnesjum, lakast á Vatnslej’su- strönd og í Vogum, Frá Ólafsvík og undan Jökli frétt- ist um mikið góðan afla með síðustu ferð (póstskipsin^). Við ísafjarðardjúp sömuleiðig byrjaðxxr allgóður afli. Þilskipaafli mjög rýr yfirleitt, bæði hér og vesti’a. Að eins 2 skip héðan, Gj’lfi (G. Z. & Co.) og Njáll (Framnes- inga), er fengið hafa allgóðan afla, kornu í gær og fyrradag með 11 000 og 11 500 af vænum þorski, öfluðu undan Látra- bjargi djúpt. Skipslrönd. Fiskiskútuna Hebrides eign kaupmanns Ej’þórs Felexsonar í Rvilt, 22 smál. að stærð, skipstj. Þór- arinn Arnórsson, bar upp á Kyrkju- tanga í Grundarfirði í stórviðri á sunn- an-landsunnan 30. f. m. og brótnaði I spón. Skipshöfnin, 12 manns, bjargað- ist á land sumpart í bát frá Bi-j’ggju, er kom að bjarga. Fatnaði skipverja og vistum varð og bjargað, en aflinn, um 3000 fiska, ónýttist í sandi og sjó. Upp- boð var haldið á strandinu 7. þ. m. og nam varla 200 kr. Hobrides átti áður Gísli Þormóðsson í Hafnarf. Hún ' var keypt upphaflega frá Skotlandi. Var nú orðin 35 ára gömul. Vátryggð fyrir 2000 kr. • Nokkrxx áður sigldi hafnsögumaður dönsku kaupskipi til Clausens verzlun- ar í Stykkishólmi upp á tíxið við Geld- inga fj’rir innan Bildsej’, á innsigling; til Stj’kkishólms. Bra.ut stefnið, en tókst þó að fleyta því til lands í Maðka- vík hjá Stykkishólmi. Þar var það gert að strandi og selt fj’rir 900 kr. á uppboði 4. þ. m. Vöruui bjargað ó- skemmdum. Kaupandino, Steindór uokkuV smiöur, er sagt muni gera við það og hafa til fiskiveiða. Það heitir Pálmi, um 50 smál. Prestsköllun frá Ameriku. Sam- kvæmt köllun frá Bræðrasöfnxiði í Nýja íslandi gerist séi'aO. V. Gíslason á Stað í Grindavík pi’estur þar og tíytur sig vestur með fólk sitt alt snemma sum- ars; — hefir sagt lausu brauði sínxx hér frá fardögum þ. á. / kjöri um Valþjófsstað eru þeir Guttormur prófastur Vigfússon a Stöö, séra Kristinn Daníelsson á Söndum og séra Þórai’inn Þórarinsson áFelli i Mýr dal. óceitt, brauð. Staður í Grindavík, laus fyrir uppgjöf séra O. V. Gíslásonar, er nietin 780 kr. 75 a. og á að veitast frá þ. á. fardögum. VEITT hæstu vbrðlaun a heimssýningunni. IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönfluð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára rejTizlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.