Heimskringla - 01.09.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.09.1894, Blaðsíða 1
NR. 35. VIII. ÁR. WINNIPEG, MAN., 1. SEPTEMBER 1894. FRETTIR. DAGrBÓK. LAUGARDAG, 25. ÁGÚST. Christopher Finlay Fraser, fyrver- andi ráðherra opinberra starfa 1 Mo- wats-ráðaneytinu f Ontario, lézt aðfara- nótt 24. þ. m. að heimili sínu í Toronto, 55 ára gamall. Á fimtudagskvöldið var hann lasinn, eins og um langan undan- farinn tíma, cn eiginlega ekki veikur, en á föstudagsmorguninn var hann kaldur og stirður f rúminu.—í sfðastl. Maí sagði hann af sér embættinu sökum heilsuleysis. Þingi Breta var slitið í dag. Merkur samningur er nýgerður milli margra skipasmíðisfélaga og vinnu- manna þeirra á Englandi, er á að vera í gildi um 5 næstu ár, en sem úr því má nema úr gildi með 6 mánaða fyrirvara. I samningunum er ákveðið að ni^ver- andi launum skuli ekki breyta fyr en 6 mánuðir eru liðnir frá því samningur- inn er samþykktur, og þá má breytíng- in ekki nema meir en 5%. Ef breytingu á að gera þarf sá, er hana heimtar, að gefa hinum málspartinum 80 daga fyr- irvara, og áður en sá fyrirvari er aug- lýstur þarf sá er breytinguna heimtar að biðja hinn málspartinn !að mæta á fundi til að ræða um breytinguna. Skal sá fundur hafður 14 dögum síðar en æskt er eitir fundinum. Ef launabreyt ing á sér stað, skal hún ganga f gildi að liðnum 30 dögunum frá því hún var auglýst. Yfirmenn i félögum beggja málsaðila hafa vald til að leggja þrætu- mál í gerð. Smá-innbyrðisþrætum skal visað til sömu yfirmannanna, er slétta skulu yfir misfellurnar, ef kostur er. Engar slíkar þrætur mega orsaka vinnu stöðvun, heldur skal verkið halda áfram en ef í það harðasta fer, skal leggja þau þrætumál f gerð, sem skyld er að dæma f þeim innan 14 daga, en í millitiðinni halda ailir áfram að vinna. Yfirmenn þeir, er fyrst skulu leita til sætta í smá- þrætum, eru þrir úr fiokki verkgefenda og 8 úr fiokki verkþiggjanda. Undir þennan samning hafa skrifað skipasmið isfélög, er til samnns eiga 850 miliíónir og þeirra um 25,000 verkmenn MÁNUDAG, 27. ÁGÚST. 40 menn biðu bana f kolanámum f grend við Seattle, Wash. (um 80 mílur suðaustur frá bænum, á föstudaginn var. Hafði kviknað í kolastufi. Sams- konar námuslys varð 2 mönnum að bana og skaðaði 11 í Pennsylvania á laugardaginn. Samdægurs misstu 4 menn lífið f málmnámum í Colorado. í vikunni er leið fór gufnskipið New Yokk yfir Atlantshaf frá Southamton til New York á 6 dögum 8 kl.stundum og 88 mfnútum. Er það hröðust ferð, sem enn hefir verið farin yfir hafið. Voðalegur fellibylur æddi í gær yfir Azovska-hafið f Rússlandi og strendur þess. Er sagt að 1000 manns að minsta kosti hafi týnt lífi. í gær var kveikt f borðviðarhlöðum e*gn félagsins J. R. Booth í Ottawa, Canada, og brend 8 millíónir fet af borð- við. Tjónið er metið $200 000. Þetta er sama félagið, er í sumar missti sög- unarmylnu sína f sama stað. Eftir því er næst verður komist var einnig kveikt í henni vísvitandi og er nú greinilegt að félagið á einhverja óvini, sem ætla sér að eyðileggja það. Þjóðverjar og Frakkar eru sem 6tendur mestu mátar, er stafar af sam- vinnu þeirra og tilraunum að yfirbuga anarkista. VKlTT hæstu VERÐLAUN A HbimSSÝNINQUNNI BAilNfi POIÍBÍR IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vfnberja Cream of Tartar Powder. Ekkert áiún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. Hveitiuppskeru áætlun heimsins er sem f j'lgir (tölurnar sýna milj. bush.) : ár 1894 ár 1893 Bretlandseyjar . 58 . .... 50J Frakkland 820 .. .... 280 Þýzkaland, Belgíaog Holland 128 . .... 141 Austurríki og Ungverjaland 181 . .... 204 Ítalía 120 .. .... 180 Rúmenía og Búlgaría 80 .. .... 90 Rússaveldi 280 .. ... 820 Indland 258 .. Bandaríkin 464 .. Canada 53 .. .... 50 Alls 1.945 1992J Þessa árs áætlun er því 47 millfón- um bush. minni en uppskeran reyndist f fyrra. Sem stendur liggja óseld síðan f fyrra eitthvað 16-17 milliónir bushels. Af þessu,ef það annars er nokkuð nærri lagi, má því ráða, að heldur ætti hveiti- verðið að þokast upp en ofan. ÞRIÐJUDAG. 28. ÁGÚST. Sagt er að A. W. Ross hafi sagt af sér þingmennsku-embættinu, en þó ekki sent uppsögnina til þingforseta, og er hún því ómerk, ef hún annars hef- ir verið send. Hafi hann sent hana mun mega taka það sem mótmæla yfir- lýsing, af því Daly sagði um daginn, að engar kosningar mundu fara fram í Lis- gar í haust, en sem Ross eiuum mun um að kenna. Uppsagnarsagan er þess vegna ekki sennileg. í þessu sambandi má geta þess, að eystra fljúga þær fregnir fram og aftur, að Dominion- þingið verði kallað saman í Nóvember f haust, það svo uppleyst og efnt til al- mennra kosninga seinni part næsta vetrar. En vitanlega er þetta nokkuð, sem enginn getur staðhæft. Japanitar eru að sögn ekki ánægð- ir með að berjast gegn Kínverjum á Kóreu-skaganum, en vilja færa leik- inn þaðan inn f Kínaveldi. Er talað um að sameina sem mestan herafla Japaníta, senda hann inn í Gulaflóa og hefja svo hergönguna til stjórnar- seturs Kínrerja, Peking, og setjast um hana. Nýr verzlunarsamningur milli Breta og Japaníta öðlaðist gildi í dag, og í dag tók nýr sendiherra Japaníta við embætti sínu í Washington. Stambuloff, fjTverandi ráðaneytis- formaður í Bulgaríu, segir í þýzka blaðinu “Frankfurter Zeitung” að stjórn Rússa hafi boðið sér £ milj. rúbla til að reka Ferdínand prinz frá rfki. Congressi Bandaríkja var slitið kl. 2 e. h. í dag, viðhafnar og seremoníu- laust. I efrideild voru að eins 20 þing- menn viðstaddir og fögnuðu lausninni. 1 neðrideiid var einn þingritarinn f óða önn að lesa upp frumvarp til laga þegar þingforseti Crisp stóð upp og sagði þingstörfum lokið. Þingið hefir setið rétta 9 mánuði, frá fyrsta mánu- degi í desember 1893. Skógareldar hafa eyðilagt um 2000 cord af eldivið fram með C. P. R. brautinni 10—20 mílur fyrir austan Selkirk, og mörg hundruð cords hafa einnig brunnið norður við Nettley- læki 10—12 mílur fyrir norðvestan Selkirk. MIÐVIKUDAG 29. ÁGÚST. C. P. R. félagið auglýsir að fram- vegis felli það um fullan þriðjung flutningsverð á borövið frá Rat Port- age til Winnipeg. Hingað til hefir gjaldið verið 15J cent fyrir hver 100 pund, en framvegis verður það 10 cent. Mun þessi niðurfærsla gerð í þeim til- gangi að síður sé ástæða að fá bygða Suðausturbrautina, en það er hætt við að þetta ráð þeirra Greenways og C. P. R. reynist litilsvirði f þvf efni. Jafnframt færir og C. P. R. fé- lagið bændum þær góðu fréttir, að kornhlöðugjald þeirra í Fort William verði lækkað um helming. Önnur kornhlöðufélög, er kornhlöður eiga út um fylkið, hafa svo tekið sér þettað til fyrirmyndar og hafa lækkað gjald- ið fyrir móttöku og 20 daga geymslu, úr 2 í 1J cent busli. Þessi ýmislega niðurfærsla nemur í heild sinni nálægt 2 cents á hvert bush. Hraðfrétt til Parísar frá vestur- strönd Afríku segir, að Arabar hafi nýlega strádrepið setulið Frakka í þorp- inu Timbucto, eftir 8 daga orustu. Friðarþing var sett í Antwerp í Belgíu i dag og mættu þar 200 fundar- menn frá meginlandi Evrópu, Englandi og Bandankjum. Skorað var á stór- veldin að banna Kínv. og Japanftum að berjast, en að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn skyldu kjörnir til að rannsaka þrætumál þeirra og dæma í því. Tolilögin nýju í Bandaríkjunum öðluðust gildi á miðnætti aðfaranótt 28. þ. m., því eins og til var getið, staðfesti Cleveland forseti þau ekki og skifti sér ekkert af þeim.' Um morg- uninn kl. 8 voru lögin send utanrík- isstjóranum og fylgdi miði, er kunn- gerði honum, að þau væru í gildi gengin án forseta staðfestingar. Undir eins, og enda áður en lög- in öðluðust gildi, voru þau að sögn farin að verka út í frá, og var verk- un þeirra öll í þá átt að lifga við- Skiftin og auka. Canadamenn eystra, sérstaklega borðviðarsalar, hrósa happi yfir þessum lögum. Vonast eftir, að áður mjög langt líði. selji þeir á ári hverju $20 milj. virði af borðvið til Bandaríkja. í gær var Pullman-keisarinn.George M. Pullman, 8 kl.stundir í vitnastóln- um fyrir rannsóknarréttinum. Sýndi hann þar rækilega sína hlið á málinu en óþægar voru sumar spurningarnar, er fram voru settar fyrir hann. “Nú, Mr. Pullman,” spurði Wort- hington dómari, "ef við tökum alt árið til álita, hefir þá félagið tapað eða grætt ?" “Það hefir grætt”, svaraði Pullman “Hefir félagið goldið hluthöfum venjulega vöxtu?” "Já, 8%”. "Það er þá sem næst 82,800,000, er félagið hefir þannig goldið”, var skýr- ingargrein, er Wortliington bætti við. Siðar spurði sami maður : “Hefir fé- lagið nokkurn tíma á velgengnisárum sínum hækkaðkaup vinnumannanna ó- beðið ?” Ekki gat Pullman munað að svo hefði verið. “Voru yðar laun lækkuð, Mr. Pull- man ?” spurði Kernan. Pullman kvað nei við og sagði, að yfirmenn allir og verkstjórar héldu óskertum launum, af þvf slika menn væri ekki svo auðvelt uö fá.—Sama daginn bar klerkur einn frá New York það fyrir réttinum, að neyð- in í Pullman væri hvergi nærri eins mikil og af væri látið. FIMTUDAG, 80. ÁGÚST. Hraðfregn frá Shanghai í Kínr seg- ir að Kínar hafi unnið einn sigurinn eftir annan f orustum gegn Japanít- um hinn 13., 14., 16. og 18. þ. m. Sama fregn segir, að Kóreumenn séu unnvörpum að ganga á hönd Kín- verjum. Allar fregnir að austan eru svo óáreiðanlegar, að engu er hægt að trúa. í orustu við frumbygpjana á eyj- unni Lombok. suðaustur af Jafa, féllu um 500 Hollenskir hermenn. Skógareldar eru sagðir venju frem- ur miklír á Ivyrrahafsströndinni, bæði í British Columbia og Washington. Rússakeisari er sagður heilsulaus. Þjáist af nýrnaveiki. Þorpið Elliston f Montana gjör- eyddist af eldi f gær. Eignatjón 8100.000. FÖSTUDAG 81. ÁGÚST. Rannsóknarréttinum í vinnustrfðs- málinu í Chicago var slitið í gær. eftir að hafa setið í 14 daga og yfirhevrt 114 vitni. Nefndin kemur saman aftur f Washington 26. Sept. og býðst þá til að yfirvega ritgerðir, er sendar kunni aö verða um það, hvernig bezt sé að ráða fram úr vinnuþrætu-málum. Greifinn af Paris liggur þungt hald inn og búizt við andláti hans á hverri stundu. Bandarikjaherskip eru að hópa sig saman við strendur Kfna. Spánarstjóm hefir rofið verzlunar- samning sinn við Bandarikin, að þvf er snertir aðflutning vissra vörutegunda til Cuba og Costa Rica. Frá löndum. GARÐAR, 21. ÁGÚST 1894. Að kvöldi hins 9. þ. m. lézt Björn Björnsson frá Milton á heimili Sigmund- ar Jónssonar og Sofíu systur sinnar í Garðarbygð, þar sem hann hafði dval- ið vegna veikinda sinna mikin part vert arins sem leið og það sem af var sumr- inu. Jarðarförin fór fram á sunnudag- inn 12. s. m. að fjölda manns viðstödd- um. Björn heitinn var nálægt 38 ára að aldri. Hann var fæddur í Vopnafirði, en ólzt upp á Hallormsstað hjá Sigurði prófasti Gunnarssyni; gekk 2—8 ár á Möðruvaliaskóla, og flutti til Ameríku 1881. í Garðar-bygð dvaldi hann frá því 1883 til 1888, þá flutti hann til Mil- ton og var þar verzlunarþjónn meiri part tímans, qn rak þar að auki fast- eignaverzlun fjTÍr eigin reikning og heppnaðist það vel.—Hann hafði mikla hæfileika og góða menntun, var mjög stiltur og gætinn og frjálslyndur í skoð- unum og drengur hinn bezti, og kom hvervetna fram til góðs. Hans er þvi mjög saknað af öllum, sem til hans þekktu. Hann kvæntist aldrei, en skilur eft- ir tvær systur lifandi, Sofiu, sem fyr var getið, og Guðrúnu Björnsdóttir á Ytra-Núpi í Vopnafirði. H. GEYSIR, MAN., 20. ÁGÚST. Hinn 23. Júlí sfðastl. lézt að heim- ili sfnu í Nýja Islandi Jóhannes Pálsson frá Krossi í Haukadal í Dalasýslu. Fað- ir hans var Páll Bjarnason, sem lengi bjó á Gestsstöðum í Norðurárdal i Mýrasýslu. Jóhannes sál. var fæddur 24. Júní 1819; fór á tvitugsaldri til Rej-kjavíkur og bjó þar f 40 ár ; fór til Austfjarða 1878, og til Ameríku árið 1883 og dvaldi í Nýjaíslandi til dauðá- dags. Kona hans var Helga Pálsdóttir; börn þeirra eru : Páll bóndi að Græna- nesi í Geysir-bygð í Nýja íslandi, og Guðbjörg kona Boga jarðyrkjumanns, sem eittsinn var í Vogi á Mýrum. Jóhannes sál. var smiður góður, þrekmáður og kjarkmikill. Hann var framúrskarandi hjálpsamur og góðvilj- aður, en það sem mest einkenndi hann, var dæmafátt hreinlyndi og stöðug- lyndi. Margir sakna mjög hins góða, hjálp sama manns, og minning hans mun lengi gejrmast í hjörtum þeirra, sem kj-nntust honum. Fréttaritari Hkr. Islands-fréttir. Eftir ÍSAFCLD. ALÞINGI 1894. Aukaþing var sett í dag af lands- höfðingja M. Stephensen. Þingmenn allir viðstaddir nema Klemens sýslu- maður Jónsson, 1. þingmaður Eyfirð- inga; var settur amtmaður og fékk ekki fararlej'fi.—Forseti í sameinuðu þingi var kjörinn Benidikt Sveinsson. Efri deildar forseti varð Árni landfógeti Thorsteinson. Forseti i neðri deild Þórarinn Böðvarson. Þingritari í efri deild J. A. Hjaltalín og Þorl. Jónsson, f neðri deild Einar Jónsson og Guðl. Guðmundsson. Til þess að eiga sæti i efri deild þetta kjörtímabil, 6 ár, voru kosnir : Guttormur Vigfússon, Jón Jakobsson, Jón Jónsson þm. N, m., Sigurður Jensáon, Sigurður Stefánsson, Þorleifur Jónsson. Skritatofa alþingis. Fyrir henni ræður dr. phil. Jón Þorkelsson frá Kaupmannahöfn, Stjórjiarskrármdlið. Af milli 10 og 20 lagafrumvarpa, er þegar eru hlaupin af stokkunum á þessu þingi, ber vitan- lega fj'rst að nefna stjórnarskrárfrum- varpið, það er samþj'kkt var á þinginu í fyrra, eins og lög gera ráð fjrir, og er flutningsmaður þess Benidikt Sveinsson Ekki er það komið á dagskrá enn. Botnvörpvveiðar. Guðl. Guðmunds- son flytur nýtt frumvarp um bann gegn botnvörpuveiðum, er komi f stað lnganna frá 1889, sem hafa að eins inni að halda (lágt) sektarákvæði, en heimila eigi að gera veiðarfærin upptæk m. m. Frumvarp þetta bannar fiskiveiðar með botnvörpum í landhelgi við ísland og leggur við 200—10,000 kr. sektir i lands- sjóð, *‘og skulu hin ólöglegu veiðarfæri upptæk og andvirði þeirra renna i lands sjóð. Leggja má lögtak á skip og afla og selja, að undangengnu fjárnámi, til lúkningar sektum og kostnaði. Njjir verzlunarstaðir. Þingmaður Borgfirðinga flytur 2 frumvörp um lög- gilding nýrra verzlunarstaða : að Hrafn eyri við Hvalfjörð og að Seleyri viö Borgarfjörð. Þingmaður Snæfeiiinga vill liafa löggiltan verzlunarstað að Stakkhamri. Stjórnarskrármálið. Það er nú kom- ið í gegn um 2 umræður í neðri deild, báðar i einu hljóði (ncma einstakar greinar frumvarpsins við 2. umr,). Flutningsmaður, Ben. Sveinsson, flutti ræðu fjrrir þvi við 1. umr.; Tryggvi Gunnnarsson andmælti honum lftils háttar. Aðrir töluðu eigi. Siglinga- og járnbrautafélag. Þá eru þeir Jens Pálsson og Jón Þórarinsson flutningsmenn að allmiklu frumvarpi um að veita hlutafélagi (ensku) einka- leyfi til að leggja járnbraut frá Reykja- vfk austur f Rangárvallasýslu, og aðra frá Reykjavik eða Akranesi norður í land alt til Eyjafjarðar, sem og lengri og styttri greinar út frá þessum tveim- ur aðalbrautum innan sýslna þeirra, er þær liggja um. Félagið byrjar á þvi, að leggja járnbraut 50 mílur enskar austur frá Reykjavfk og lætur eimlestir ganga eftir brautinni 6 sinnum í viku f minnsta lagi frá 15. Apríl til 15. Nóvem ber ár hvert, en aðra tfma eins oft og við verður komið sökum Snjóa. Fjrir það áskilur félagið sér 50,000 kr. styrk árlega úr landssjóði i 30 ár. Jafnframt því tekur félagið að sér fjrir annan 50- 000 kr. stjrk á ári i 80 ár gufuskipsferð ir bæði milli Englands og ísiands (Faxa flóa) og umhverfis landið. Miliiiands- skipið á að vera 800 smálestir að stærð og fara 2 ferðir í mánuði f minnsta lagi á sumrum, en 1 á mánuði á vetrum. Strandskipið á að vera sífelt á ferð um- hverfis landið frá 15, Febrúar til 15. Nóvember ár hvert. Höfuðstóll félagsins sé 6 milliónir (6,000,000) krónur, en má hækka upp í 10 miljíónir. Hlutirnir séu 100 krónur hver. Félagið hefir varnarþing í Reykja- vík. Eftir þriggja stunda umræður var sett 7 manna nefnd í málið : Jens Pálsson, Valtýr Guðmundsson, Tryggvi Gunnarsson, Jón Jensson, Skúli Thor- oddsen, Jón Jónsson (þm. Eyf.) og Sig. Gunnarsson. Þeir landshöfðingi og Tryggvi Gunnarsson töldu frumvarpið allviðsjált að ýmsu leyti og vildu sízt láta hrapa að þvf að samþykkja jafn- stórvægilegt nýmæli á þessu þingi. Brunabótasjóður. Frumvarpið um stofnun inniends brunabótasjóðs, er dagaði uppi í fyrra í efri deild, flytja þeir nú Ólafur Briem, Skúli Thóroddsen og Jón frá Múla, eins orðað og neðri deild gekk frá þvf. Stafsetning m. m. Valtýr Guðmunds son ber upp þingsályktunartiílögu um að skora á stjórnina að hlutast til um, að skipuð sé nefnd manna til að gera tillögur um, hverri réttritun skuli fylgja við kennslu í islenzkri tungu. að öllum kennslustofnunum oe kenn- urum, sem njóta stjrks af aimanna- fé, sé gert að skyldu að kenna þá réttritun eina, er nefndin hefir álitið heppilegasta og stjórnin síðan sam- þykkt, að samdar séu ýtarlegar rit- reglur eða orðabók með hinni fjrrir- skipuðu réttritun til leiðbeiningar fyrir Borgarlegt hjónaband. Frumv. um það er bera þeir fram í efri deild, Jón Jakobsson, Jón Jónsson (N. M.) og Guttormur Vigfússon, um að þjóð- kyrkjutrúarmenn þurfi ekki að láta presta gefa sig í hjónaband, heldur megi veraldlegir valdsmenn gera það. Kosningarlög til alþingis. Sem nauð- synlegan dilk með stjórnarskránni bera þeir upp nýtt kosningarlagafrumvarp Jón Jónsson (N. M.) og Þorleifur Jóns- son. Er það j'firleitt samliljóða sam- kynja frumvarpi frá aukaþinginu 1886 nema um kosningar til efri deildar. Er nú stungið upp á, að þeir séu kosn- ir f hverjum landsfjórðungí sem kjör- dæmi, af sýslunefndum og bæjarstjórn- um ; kosningar skulu frara fara f Júní- mán. til beggja deilda. Útflutningslög. Þeir Guðl. Guðmson og Einar Jónsson flytja frumvarp um viðauka við útflutningslögin frá 1876.: “Engir aðrir e» þeir, sem eru löggilt- ir útflutningastjórar og umboðsmenn þeirra, mega gera samninga við útfara, hvort heldur er munnlega eða skrif- lega, um útflutninga í aðrar heimsálfur, eða á nokkurn annan hátt starfa hér á landi að slikum útflutningi. Enginn má með ósönnum fortölum tæla eða leitast við aö tæla menn til útflutn- inga. Brot gegn ákvæðum þessum varða sektum 100—4000 kr. eða fang- elsi. Afnumin undanþága póstgufu- skipanna frá eftirliti lögreglustjórnar- innar. Síðari hluti frumvarpsins mið- ar helzt til að afstýra stroki til ann- ara heimsálfna. Nýr verzlunarstaður. Bæta vill Gutt- ormur Vigfússon Kj-rkjubólshöfn í Stöðvarfirði í tölu löggiltra verzlun- arstaða á landinu. Búseti'. fastakaupmanna, Benedikt Sveinsson ber upp frumv. um það mál, samhljóða að mestu þvi, sem Sigurður Stefánsson var með í fjTra, en felt var þá við 2. umr. f efri deild. Þó er það hert í viðlögunum, að sektir (í lands- sjóð) séu 200—5000 kr. og ólögleg verzlunarhús, skip, verzlunaráhöld og vörur upptœkt gert og andvirðið renni í landssjóð. Ráðgjafa-dbyrgð. Lagafrumvarp um það efni er einn stjórnarskrárdilkur- inn, þ. e. á að ganga í gildi þegar stjórnarskráin er staðfest. Flutnings- maður er nú Bened. Sveinsson, og er það samhljóða samkynja frv. frá 1886. Áfengisbann. Fjórir þingmenn í neðri deild (Einar Jónsson, Sig. Gunn- arsson, Jens Pálsson og Eir. Gíslason) hafa borið upp frumv. um að veita sýslunefndum vald til að gjöra sam- þj'kktir um bann gegn innflutningi alls áfengis, sölu þess og tilbúningi. Æfinleg erfingjarenta. Þeir Þorhall- ur Bjarnason og Ólafur Briem flytja frumvarp um, að við skifti á hverju dánarbúi, sem að skuldum frá dregnum nemur minnst 200 kr., skuli taka frá 1% af hverjum erfðarhluta og dánar- gjöf, er hverfa undir einstaka menn, til að setja það undir nafni hvers þeirra sem vaxtaeiganda á æfinlega. erfingjaréttu í Söfnunarsjóði íslands. Afnám embœtta. Frv. þar að lút- andi frá þeim Sigurði Stefánssjmi og Sigurði Jenssyni, er sömuleiðis stjórn- arskrárdilkur, : landshöfðinga-embætt- ið, landritara, landfógeta og amtmanna leggist niður, og verzleg störf skului greind frá biskupsembættinu. Landsstjórnarlaun. Um það flytja þeir frumv., Guttormur Yigfússon og Jón Jakobsson, sömuleiðis stjórnar- skrárdilk. Landsstjóra ákveðin 10.0001 kr. í laun og leigulaus bústaður; ráð- gjafa 5,000 kr.; skrifstofustjórum 2,500 kr. hverjum; og til skrifstofukostn- aðar á ráðgjafaskrifstofunum ætlaðar alls 6,000 kr. árlega. kennara og þá aðra, er rétta staf- setning vilja nema tilsagnarlaust. Enn fremur, að íslenzkukennurum sé fjrir- skipað að nota einnig nýrri tíma (19. aldar) r-it við kennsluna, um að not- aðar séu íslenzkar kennslubækur, m. m. Utanþjóðkyrkjumenn. Þeir Skúli Thoroddsen og Jón frá Múla Jónsson flytja frumvarp um þá breytingu á utanþjóðkjrkjumannalögunum frá 1886 að þeir, sem hvorki eru í þjóðkyrkj- unni né í neinu kj'rkjufélagi utan þjóðkjrkjunnar, skuli greiða lögboðin gjöld fyrir aukaverk, svo og offur, lambseldi, dagsverk, ljóstoll og lausa- fjártíund til kyrkna og presta þjóð- kjrkjunnar, til barnakennslu í þeim hreppi er þeir eru búsettir i, en prestar fá þann tekjuhalla endurgoldinn úr landssjóði. Var samhljóða frv. frá Sk. Th. fellt í fyrra þegar við 1. umr. - neðri deild. 25. Júh'. Veðrátta og fieyskapur. Hér er enn mikil óþurkatíð um suðurland, og mun lítið sem ekkert hirt af túnum, enda. bjrjaði sláttur seint, því grasspretta var fremur slæm, vegna hinnar miklu kalsaveðráttu í f. mán., þótt væta væri nóg þá en lungvinnir þurkar þar á undan. Vestanlands og norðan byrj- aði sláttur talsvert fyr, enda mikið- betur sprottið. Báin er hér í bænum í morgurr ekkjufrú Valgerður Ólafsdóttir (Finsen) síðari kona Halldórs sál. próf. Jóns- sonar á Hofi, fædd 16. Marz 1893. Paines Celery — — Compound. Ef söguatriði þess væru skráð, þá irðu það marg- ar stórar bækur. Það er langt fyrxr ofan ÖLL ÖNNUR MEÐUL. Ef saga Paines Celerjr Compound væri skrifuð, og öll þau undur og næst- um því kraftaverk, sem það meðal hefir gert, þá mundi það verða marg- ar og stórar bækur. Paines Celerjr Compound á sögu, þótt ekki sé skráð, og sem aldrei mun gleymast úr huga og hjörtum þeirra, sem hafa brúkað- það. Bæði menn og konur, sem um mörg ár hafa þjáðst af taugaveiklan, svefn- leysi, meltingarleysi, gigt, fluggigt og höfuðverk, hafa læknast að fullu og hf þeirra orðið glatt og ánægjulegt. Paines Celerj' Compound hefir verið vinur þingmanna, Bankahaldara, presta, lögmanna, kaupmanna, bænda og dag- launamanna. Okkar beztu og göfug- ustu konur hafa brúkað það, konur bænda og iðnaðarmanna þekkja bezt heilsubótargildi þess. Ekkert annað lyf í heiminum, hefir jafngott orð á sér fyrir áreiðanleik og lækniskraft, sem þetta meðal. Og þann dag í dag ráð- leggja okkar beztu læknar það, og s*gja að þeir þekki ekki betra lyf. Áreiðanlega læknar Paines Celery Compound sjúkt fólk.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.