Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 6. JANÚAR 1916. ‘iEIMSKRINGLA. 3 Colonel Watterson um friðinn. 1 blaðinu Couricr Journal, sem út er gefið í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum, stendur eftirfylgj- andi grein "Um friðinn”. Grejnin er rituð af Colonel Watterson, er nú er orðinn aldraður. Hann var hermað- ur fyrir mörgum árum, og hefir lengi þótt einn merkasti blaðamað- ur Bandaríkjanna. Greinin er á þessa leið: -— — Og nú kemur friðarboðskapur- ínn beint frá herbúðum þeirra Hoh- enzollern-manna, frá blóði drjúp- andi grönum hins prússneska her- valds; frá fursta myrkranna, er nú fyrirdæmir stríðið. “Sem stendur vilja óvinir vorir eugan frið”, segir Hindenburg. — “Þeir eru ekki orðnir nógu lamaðir ennþá. Vér verðum því að halda á- fram að þjappa að þeim”. í dæmisögum Æsóps er sagan um rottuna, sem náði ostinum og fór að halda heimspekilega ræðu um dygð- irnar og réttlætið og hið mikla göf- uglyndi rottunnar, hennar sjálfrar. Alveg á sama hátt er veglyndi og á- nægja Hindenburgs með gjörðir sin- ar og Þjóðverja. Hann hefir ætíð hatað stríð og deilur. Hann vildi fremur öllu öðru taka sér Cincinna- tus til fyrirmyndar, sleppa tign og embættum öllum og fara að ganga á eftir plógnum. — En “Þjóðverjar voru neyddir út í stríðið”, segir liann. “Þeir geta ekki sliðrað sverð- ið, jafnvel þó að það mundi. gleðja hvern Þjóðverja, ef að endir yrði á þessu voðalega blóðbaði”. Þcir finna samt að latjst er á þá að heiman. Milli línanna má þó lesa það, að heima þar er ýtt á. í fyrsta sinni þurfa þeir að taka tillit til þjóðar- ínnar. 1 fyrstu var ekkert spurt um vilja þjóðarinnar þýzku. — Það var búið að búa hana undir með hálfrar aldar menning. Það voru “Krupp- arnir”, sem sátu í söðli. Hervaldið reið óbeizlað. Þá vantaði ekkert ann- að en viðbáru að slá fyrir sig, — merki þurfti að gefast. Morðin í Sar- ajevo voru fyrirtaks viðbára, og Vil- hjálmur blóð gaf merkið. Það var um að gjöra, að koma að Englandi óviðbúnu, áður en þeir vissu nokk- Uð af. Því næst að vaða yfir Belgíu til Parisar og taka alt Frakkland. Að þvi búnu yrðu Þjóðverjar að snúast móti Rússum. í huga keisarans var þetta eins auðvelt og að fella feysk- ið sprek í skógi. En það fór eins og stundum vill verða, að hin beztu ráð músa og manna fara þveröfugt. Þarna stóð Belgía litla á miðri götu, —- sveinninn Davíð með slöng- una sína. Hver hefði getað hugsað sér, að þetta væri mögulegt? Og svo komu Frakkar hlaupandi til viganna. Skaparinn hafði ekki yfirgefið Frakkland, eða hina frönsku þjóð. — Og guð blessi Frakkland og alla Frakka! Nokkuð seint og hálfhaltur kom hann gamli, ríki, klunnalegi Jón boli vaggandi fram á völlinn. En hann komst á völlinn og náði í slaginn, og i bardögunum við Marne fór hon- um að hitna, og þá fór hann að liðk- ast og heltin fór af honum. Þeir hrundu aftur tröllóðum sveitum Þjóðverja frá París og norður í land og settust niður, og Jón boli var svo þungur í sætinu, að það var ekki viðlit að róta honum tíl; hann sneri við hornunum og beit á jakslinn, og gráir fyrir járnum og gjósandi eldi hrukku Þjóðverjar frá honum. Hann hristi hausinn og sat kyrr, og blóð- stokknar lágu raðir óvinanna fyrir framan hann. Og París, borginni fríðu, var bjarg- j ið frá múrum liennar. að, herskörum Þjóðverja var hrund-j En þarna voru Þjóðverjar búnir að tapa en Bandamenn að vinna. —- Þetta var voðalegt stríð. Hohenzoll- ern og Habsburg töpuðu þarna! Mál- efnið, sem þeir börðust fyrir, var al- gjörlega tapað, — fari þeir sjálfir norður og niður! Og þcir sau það og vissu að þeir voru búnir að tapa. Þá fóru þeir að myrða og drepa á sjó og landi og brenna, bræla og ræna. Þeir tóku upp á því að ógna inönnum, þegar hin þýzka menning dugði ekki. Þeir vildu bæta upp það, sem Krúpp-byssurnar ekki gátu á- orkað, með brandi, báli og óheyri- legum hryllingum. Guð vildi ekki að málefni þeirra sigraði. Það hefir aldrei fullan sig- ur unnið og mun ekki vinna. Og nú kemur hinn kaldi vetur, vetur kuldans og þrautanna, að eyði- leggja Habsburgana og Hohenzoll- ernana og kæla hinar blóðstokknu kjúkur hervíkingsins Hindenburgs, sem fyrstur hlcypti lausum hundum striðsins. Nú er hann svo i kreppu kominn, að hann neyðist til að tala um frið, og samt liggur Serbía flak- andi og fötum rúin við fætur hans, sem kaldur, líflaus nárinn, og Belgía liggur bi'otin og rænd undir rústum mustera sinna og véa. En i sjálfum friðarræðum hans bólar á draumum blóðs og herskapar, er hann segir: (Flutt á aldar afmæli JÓNS þingforseta SIGVRBSSON- AR, sem Islendingar í Vancouver, B. C., héldu há- tíðlegt þar í borginni þ. 17. júni 1911). Vort ættland er jafnan svo friðsælt og fritt, að finnast mun liki þess eigi, en margur samt hefir það níðingur nitt á nóttu og — sólbjörtum degi! Og sagt að þar væri nú uppblásið alt: jafn efnin og mentin og jörðin; að sálu og líkama sé þar æ kalt, og sofandi guðsbarna-hjörðin. En ef vér nú litum á ísland með ró og einhverri sanngirni’ og viti, og eruin ei bornir i bölsýnis-kró, og berum vel kensli á liti, — þá sjáum vér glögt að í sumarsins dýrð, Það sælu svo margbreyttrar nýtur, að á veraldar-tungum hún verður ei skýrð, því valið á líkingum þrýtur. Þá útsýni landsins er orðlágt um heim, því enginn, sem lítur, má gleyma; hve undrandi’ er maður í unaði þeim, sem öli veitir náttúran, heima: Sjá iðgræna dali og engjar og tún, og elfur, með hólmum og fossum; sjá firði, með skipum og fánuin við hún, og fjöllin, í ársólar blossum! Þá sjáum vér einnig, að auður vors lands, þó ei sé í billjónum talinn, mjög kúgaðri þjóð hcfir komið til manns, en — kynstofninn hennar var valinn. Að bókmentir þjóðinni blómgvast vel hjá, að Bacchus er rekinn úr landi; að kosningar-rétt sinn þar konurnar fá, að kærleikans ræður þar andi. Að fornu og nýju þá frægustu menn oft framleitt og landið vort hefur; að verkunum þeirra það þakklátt býr enn, og þau fast að brjóstum sér vcfur. — En mestur þó allra er mæringur sá, sem myrkust i ræningja inni • alt frelsi jiess sótti og framtiðar-þrá, og foldinni bjargaði sinni. Og fyrir þá sagnfrægu sigurför hans, sem seint niun víst gleymast á Fróni, hver einasti þjóðvinur kærleikans kranz nú knýtir, i dag, honum — Jonil Já, fyrir hans eins-dæma, ágætis verk mun Eykonan sannfrjáls enn verða, og gjörast svo voldug og mikil og merk, að megi’ ekkert gæfu’ hennar skerða. Þó fóstran vor góða sé afskekt og ein, og um hana stormarnir þjóti, hún bregður sér hvergi, á stuðlabergs-stein hun stendur í úthafsins róti. Þó stríða hún þurfi við margskonar mein, og misjafnar þakkir æ hljóti, hún ávalt er göfug og háleit og hrein, og horfir beint sólinni inóti. Um þúsundir alda hún eirt hcfir Kér við ísliafið, kalda og hljóða. Enn driflivíta faldinn, sem forðum, hún ber, þá fyrst grét hún Baldur, hfnn góða. Hið heiðbláa tjald hennar himininn er, — við heimsskaut hann valu sitt má bjóða. Þar tindrandi stjaldrar við stjarnanna her og starir á spjald — sagna’ og ljóða. Þó flyttum vér hingað of freyðandi ál, og fjörlangt hér munum og sveima, þá kólni samt aldrei vort kærleikans bál til kynbræðra vorra, þar heima. Og bókmentir vorar og mærasta mál, þá menningu norrænna beiiua, vér læra hér skyldum, af lífi og sál, og láta’ hana börnin vor geyma! Þvi munum og elskum vort móðurland æ á meðan um nokkuð vér tölum; þess menning oss styrkir á mannlífsins sæ þá mætum vér andviðrum svölum. í einum og sérhverjum íslenzkum bæ hún uni hjá snótum og hölum, og ávalt hún verði það ódáins fræ, sem upp-vaxi’ i hugarins sölum. J. Asgeir J. Lindal. “Ef að Frakkaf vilja fá Elsas-Lor- raine, þá cr bezt fyrir þá að koma og taka fylkin”. Og ef að guð lofar, þá vona eg, segir Watterson, að þeir gjöri það áður en stríðinu lýkur. Sannarlega var heimsókn Hohen- zollern (Vilhjálms) til Habsburg (Jósefs) hér um daginn ekki þýð- ingarlaus. Það er þó langt frá Ber- lin til Vínarborgar. En hvað segir Amerika? Fagurlega talaði forseti Bandaríkjanna. Og er það hæfilegt, að vér samþykkjum og stöndum við hin göfugu orð hans. Hinn lögum hlýðni, sanni Banda- ríkjamaður hatar enga þjóð og ekki ert land, en elskar sína eigin fóstur- jörð. Og segir til allra annara þjóða heimsins: Bandaríkin vilja vera vin- samleg og réttlát í þjóðastríði þessu. Þau heimta það eitt, að hver þjóðin virði alþjóðalögin og treysta því, að hver þeirra virði drottins lögmál og krefjast af öllum virðingar fyrir tign vorri og hreysti (prowess), virðingar fyrir rétti vorum á landi og sjó, til sæfara, verzlunar, iðnað- ar og landeigna. Næst kemur til vorra kasta. En vér viljum ekkert ábyrgjast; ekkert taka sein áreiðanlega víst. Vér verðum að búa oss undir að verja rétt vorn. Ef að Þjóðverjar skyldu sigur úr býtum bera, þá kem- ur að oss. Keisarinn myndi þá smella fingruin framan í oss og segja; “Eg hirði ekki vitundar ögn um Monroe-kenninguna ykkar Ame- ríkumanna!” Vér höfum enga og gætuin ekki haft neina sök á hendur Frökkum. Og deilur vorar við England rista ekki úr skinni voru inn. Jón Boili og Jónathan frændi geta æfinlega kom- ið sér saman á endanum. Og hvað uppruna striðsins snertir, þá hefir Jón Boli algjórlega á réttu að standa, — liann er að berjast fyrir frelsinu. En Jónathan óskar að eins þess, að hann fari varlega og troði ekki á tær Yankeanna; þær eru svo viðkvæm- ar. En fyrst og fremst má það vera öllum Ijóst, að oss snerta málin Bandamanna, i baráttu þeirra við Hohenzollern og Habsburg — ekki | við hina þýzku þjóð —, og svo höf- um vér aðrar sakir á hendur þeip . og sem vér getum ekki látið afskifta- laust. En það eru tilraunir höfðingj-* anna þýzku, að reyna að kveikja hcr innanríkisstríð. Það var eins konar árás, þó að hún væri fyrirlitleg og vitlaus. Svo yru dráp Bandaríkja- borgaranna í frlandhafi, sem algjV- lega eru óbætt og órefsað fyrir. Þá eru glæpsamlegar tilraunir frá Ber- lin, að flækja oss í stríðið og spill i iðnaði vorum; og hefir þctta verið rakið til þeirra Dumba Og B^rn- storff og Boy-ed og Papen. Landráðamennirnir hér. Væri ekki þetta væru allir mmn einhuga í Bandaríkjunum. En eins og nú stendur eru þeir allir laiíd- ráðamen við Bandarikin, sem fyl.ia að málum Hohenzollern og Habs- burgunum, — sem ættu að fara norð- ur og niður. Hver sem hann er og hvar sem hann er, þá er sá mafur svikari við föðurland sitt. Hvert sein það er millíónaeigandinn Ford, að auglýsa sjálfan sig og margfalda millíónir sínar; auminginn sá, ■ a gullflóðið hefir gjört að vitfirr ngii Eða það er Bryan gamli, hálfærður af heilaspuna og á hlaupum eftir Nobel-verðlaununum og silfrinu og gullinu, — það eru aðrir af liku tagi. — En frá Hindenburg heyrum vér fyrsta vonleysis andvarpið. Prúss- nesku fyrirliðarnir eru nú fyrst farn ir að sjá, að það er til þjóð á Þýzka- landi auk þeirra sjálfra; og svo hitt, að það kynni nú kanske að vera ein- hver Guð til yfir heiminum, þó að þeir hafi ekki trúað því fyrri. Skór- in:i er farinn að kreppa að þeim heima fyrir. Og nú er þýzkur vetur fyrir höndum, — já, það er líka rússneskur vetur fyrir höndum, — sannarlega væri friðurinn guðs gjöf! Og ekki myndu Bandaríkin standa hjá og horfa á slátrun þessa halda áfram, ef að til væri nokkur þýzk ábyrgðarfull stjórn til að semja við. Og leggja þann eina hugsanlega grundvöll sa'mninganna, sem heim- urinn getur tekið gildan eða þolað. En hann er sá, að sundra hinu þýzka keisaraveldi og skipa hinum 4 konungsríkjum i sinn fyrri sess; að selja í hendur Frakka aftur Elsas Loathringen, og skylda Þjóðverja til að greiða þeim aftur allar þær fébætur, sem Þýzkir tóku af þeim árið 1870; að bæta Belgum að fullu alt sitt tjón, og að lokum að allar þjóðir leggi vopnin niður. En hitt getur beðið fyrst um sinn: Þessi billíón dollara, sem við heimt- um i skaðabætur fyrir Lúsitaníu og Arabic, og annað smávegis, er snert- ir dráp kvenna og barna, og borgun fyrir hverja verksmiðju, sem eyði- lögð hefir verið af völdum þýzkra flugumanna. En fari þeir báðii1 — Hohenzollern og Habsburg — norð- ur og niður og alt þeirra kyn! Hvernig lízt þér nú á, gamli Hin- denburg? — Þetta verður að vera grundvöllur friðarins. Hvað eiga verkamenn í vændum? Enginn maður man eftir öðru eins harðæri og nú er í sjóþorpun- um hér á iandi, vegna stríðsins. Eini vonarneistinn er sá, að áður langt um líði verði friður saminn, og þá læknist meinin, þá hverfi dýrtiðin. En því miður er þetta tálvon. Dýr- tíðin hlýtur að haldast afar lengi eftir að friður er saminn, og þar af leiðandi hin sömu ókjör, eða þvi sem nær, sem nú þjaka mönnum. — Ástæðan til, að þetta hlýtur svo að verða. cr auðsæ: Styrjaldarþjóðirn- ar berjast til þrautar, annaðhvort þannig, að jafntefli verður, eða þá þannig, að Bandamenn gjörsigra Miðveldin. En þó að þau verði pínd eins og unt er, þá verður ekki af þeim að hafa neitt sem nemur upp i herkostnað sigurvegarans. Skuldir ófriðarþjóðanna eru nú þegar orðn- ar óskaplegar. Þjóðverjar skulda nú svo mikið, að ríkistekjur þeirra, eins og þær voru fyrir striðið, gjöra ekki betur en að hrökkva upp í rent- ur af lánunum. Þó er, með þeim út- gjöldum, sem áður þóttu afskapleg, ekkert til upp í afborgun lánanna, hvað Jiá til annara nauðsynlegra út- gjalda. Og svipuð er sagan í hinum öðrum styrjaldarlöndum. Að stríð- inu loknu hlýtur að verða feykilega liátt verð á öllum varningi og þar af leiðandi dýrtíð, þar sem stjórnirnar verða á allan hátt að ná inn skött- um og skyldum af landsfólkinu, upp i ríkisskuldirnar. En þeir skattar hljóta að koma niður á þeim varn- ingi, sem út er fluttur. Má þvi búast við, að allur erlendur varningur haldi áfram að vera mjög dýr. En af dýrtíðinni erlendis leiðir, að islenzk ar afurðir, svo sein fiskur og kjöt, verði einnig í háu verði; þvi að auð- vitað fer verðlag á þeim varninvi eftir hinu almenna markaðsverði er- lendis. Fyrir frainleiðendur, sem sjálfir selja vöruna, svo sem útgjörð- armenn og sveitabændur, er fram- tiðin ekki óttaleg. Að öllum likind- um græða þcir að striðinu loknu eigi minna en nú á sér stað. En öðru máli er að gegna með verkamenn. Á þeim hlýtur dýrtíðin að bitna með öllu sínu afli, þar sem þeir hafa ekki annað að selja en vinnu sína og framleiðsla þeirra fer á markaðinn úr höndum annara manna. Fyrir fá- tæka kaupstaðarbúa er framtiðin í- skyggileg, ef þeir ekki hefjast handa til sjálfsvarnar og það fljótt. Ráðið er afar einfalt. Verkamenn verða að taka höndum sainan í hverju kaup- túni á landinu og mynda sterk sgm- tök, ef þeir eiga að forða sjálfum sér og börnum sínum frá hungri og voðaneyð. Þessi samtök verða að nokkru leyti að snúast gegn öðrum stéttum, ef þær sýna sig líklegar til að nota sér neyð alþýðu i kaupstöð- unum. En að miklu meira leyti þarf þó að berjast við náttúruna, að gjöra hana mönnunum undirgefna. Til þess þurfa verkamenn að verða framleiðendur. Bæjarfélögin geta gjört út skip til fiskiveiða, engu sið- ur en einstakir menn, og mætti með þeim gróða (þó fiskimönnum væri vel borgað) greiða mikið af þeim gjöldum, sem nú þarf að pína út úr mönnum með útsvörunum. f öðru lagi er jarðrækt nauðsynleg okkar fátæku bæjarfélögum, bæði túnrækt og garðrækt. Mætti þá lickka i verði niargar jiær fæðutegundir, sem menn mcga sizt án vera, svo sem fiskmeti, mjólk, smjör og kartöflur. Þessu samfara þurfa bæjarfélögin að hætta lóðasölu en Jeigja grunn- ana með skaplegu verði. Þau verða ennfremur að byggja hús yfir þá, sein eigi geta það sjálfir, og að síð- ustu að forðast ágengni kaupmannc með öflugum kaupfélögum. Viðar. (Grein þcssi er tekin úr blaðinu Dagsbrún, sem nýlega er farið að koma út i Reykjavík. Það er blað verkamanna, jafnaðarmanna, og er vel úr garði gjört). , Athugið þetta! Hvernig stendur á þvi, að islenzk- ir bændur senda ci inn neina beiðni um útsæði, sem þeir sannarlega þurfa með, og sem þeir geta fengið fyrir ekki neitt, ef þeir að eins vilja rétta út hendi sína til að taka á móti því? Vér höfum verið beðnir að brýna þetta ýtarlega fyrir bændum. Þess hefir áður verið getið, að fylkis- fyrirmyndarbúin — (Experiinental Farms) í Brandon og Indian Head gefa öllum kartöflu-útsæði, ef þeir óska eftir þvi; en Central Experi- mental Farm, Ottawa, sendir korn- tegundir. Það er ákaflega þýðingar- mikið fyrir bændur, að fá þetta gjafa útsæði, — fyrir alla þá, sem skilja, hvers virði það er, að fá sér hreint útsæði af góðri tegund. Einnig ættu mcnn að hafa áhuga á þvi, að senda inn nöfn sín fyrir útsendingalista (Mailing List), svo að þeir framvegis ge.ti fengið bækl- inga um búskapinn og svo margt og margt annað. Þetta geta þeir alt fengið fyrir ekki neitt. , Mr. S. A. Bjarnason, B.A., B.S.A., Brandon Experiinental Farm, er rétt núna að senda út boðsbréf í hundr- aðatali og hann vill fá nöfn yðar sem allra fyrst. Ef að menn ekki eru færir um, að skrifa nöfnin sin und- ir bréflappa og senda svo bréfin á pósthúsið, þá mega þeir eins vel ganga inn og leggja sig upp i rúmið, og bjóða mönnum góða nótt. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg ÞAÐ VANTAR MENN TIL A<5 læra Automobile, Gas Tractor ItSn I bezta Gas-véla skóla i Canada. Þab tekur ekkl nema fáar vlkur ab læra. Ökkar nemendum er fullkcmlega kent aS höndla og gjöra viö, Automobile, — Auto Trucks, Gas Tractors, Stationary og Marine vélar. Okkar ókeypis verk veitandi skrlfstofa hjálpar þér aö fá atvinnu fyrir frá $50 til $125 á mánuöl sem Chauffeur Jitney Driver, Tractor Engineer eöa mechanic. Komiö eöa skrif- U5 eftir ókeypis Catalogue. Hemphills Motor School Maln St. Winnipec: Að læra rakara iðn Gott kaup borcatS yfir allan ken- slu tímann. Áhöld ókeypis, aö- eins fáar vikur nauösynlegar til aö lœra. Atvinna útveguö þegar nemandi útskrifast á $15 upp í $30 á viku eöa viö hjálpum þér aö byrja rakara stofu sjálfum og gefum þér tœkifæri til aö borga fyrir áhöld og þess háttar fyrir lítiö eltt á mánuöi. t»aÖ eru svo hundruöum skiftlr af plássum þar sem þörf er fyrir rakara. Komdu og sjátiu elsta og stæösta rakara skóla í Can- ada. Varaöu þig fölsurum.--- Skrifaöu eftir ljómandi fallegri ókeypis skrá. Hemphills Barber College Cor. IvlngSt. nnri Pnelfic Avenne WIXNIPEG. I trtlbú í Regina Saskatchewan. Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivið D. D. Wood & Sons. -------------——Limited-------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími; Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.