Heimskringla - 16.05.1918, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.05.1918, Blaðsíða 1
Hinir Beztu—Sendið Oss Pantanir Opið á kveldin til kl. 8.30 Þegar Tennur Þurfa Aðgerðar SjáiS mig DR. C. C. JEFFREY “Hinn vai’kári tannlæknir” Cor. Logan Ave. ok Maln St. 12 þuml............$3.23 13 ok 14 ]>uml.....$3.65 15 oK 16 þuml......$3.05 Sendi5 eftir vorri nýju Ver'Cskrá.—Vér seljum allskonar verkfœri og vélparta THE JOHN F. McGEE C0. 79 Henry Ave., WINNIPEQ V XXXII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 16. MAI 1918 NÚMER 34. Bræður frá Saskatchewan. ÁSGEIR HAI.LDORSON JOHN HALLDÓRSON Þessir ungu og efnilegu íslenzku hermenn, frá Paddling Lake, Sask., eru synir Kristjáns Halldórssonar og Sigurbjargar Ásgeirsdóttur frá Heydalsá í Strandasýslu á íslandi. Piltar þessir mistu móður sína á unga aldri og hafa siðan verið með föður sínum. Pte Oscar Halldorson, No. 913328, er fæddur að Hamilton í Norður Dakota 1. desember 1887; hann innritaðist i 108. her- deildina í byrjun aprílmánaðar 1916, í Prince Albert Sask., var síðan færður í 230. “Forestry Battalion”, og er hann nú á Frakk- landi. Áritun hans er: Pte. Oscar Halldorson, No. 913328, 230th Forestry Battalion, Army P. O., London, England. Pte. John Halldórson er fæddur að Mountain í Norður- Dakota 24. marz 1893. Innritaðist hann í 65. herdeildina í Prince Albert. Sask., 15. október 1915, fluttist til Englands í marzmánuði 1916 og var þar færður í 44th Battery, llth Brigade, og hefir síðan verið á Frakklandi. — John særðist á öðrum handlegg 1916 og var þá á spítala í þrjá mánuði. Síðasta bréf hans frá 19. febrúar þ.á., getur þess að hann hafi verið á spítala um mánaðartíma í vetur, en getur ekki um orsökina. — Áritun hans er: Gunner John Halldorson, No. 308619, 44th Battery, llth Brigade, C.E.F., London, England. Styrjöldin Frá vettur-vígstöðvunum. Síðustu viku var lítið um stói'við- burði ó orustusvæðum Frakklands og Belgfu. Engum vafa virðist bund- ið að Þjóðverjar eru þar í undir- búningi með nýja atrennu, hve nær cða hvar sem úr henni verður. Nú er svo komið fyrir l>eim, að til þess að afstýra sundrung þjóðarinnar heima fyrir, er þeim nauðugur einn kostur að halda sókninni á- fram hvað sem á dynur. Þýzku biöðin eru nú að verða vonlftil að sókn þessi ætli að bera tilætlaðan árangur og fer eitt þeirra svo langt, að segja hana haifa “algerlega mis- hepnast.” Við þetta bætist svo, til þess að gera kröggur herstjórnar- innar sem allra verstar, að Hinden- burg ihershöifðingi er nú sagðiir dauður. Er þar í val hniginn, eða orðin eili að bráð, einlhvier helzti Ivermiálagarpur þýzikrar þjóðar og við fráfall hans mun hún þvf slegin söiknuði isárum og þungum trega. Ekki er þó fuiivíst, að frétt þessi sé sönn—er hún höfð eftir þýzkum föngum. Ekki liggja bandamenn á liði sínu og vaifalaust á undirbúningur mik- ill sér stað á þeirra hlið engu síður en Þjóðverja megin. Ferdinand Foeh æðsti herforingi þeirra, lætur nú ekkert ógert, sem stuðlað getur til þess að ©fla vörn þeirra og tryggja þeim möguleika til þess að geta hafið öfluga sókn gegn óvin- hernum, undir eims og þeim býð.st heppilegt tækifæri til þcss. Varalið þeirra hefir nú aukist að miklum mun við liðstyrk frá ítalíu — er sagt að ítalir séu nú búnir að senda til Frakklamds um 225,000 hermenn. Þó lilé sé á stórorustum eiga sér stöðugt stað smiáslagir hér og þar og oft með litlu mi'liiibili. Við Mont- didier brutust Frákfkar fram í lok vikunnar, hröktu óvimina töluvert þar á einu svæðinu og tóku hátt á þriðja ihundnað fanga. Orustur áttu sér einnig stað í Pieard.v, beggja megin við Avre ána, og fóru Þjóð- verjar víðast hvar halloka. Nærri Morlaneourt gerðu þeir áhlaup gegn Bretuin og voru hnaktir til baka. Fyrir norðan Robecq, i Fiandri, hófu Bretar allharða sókn nýlega og vanst töluvert á. Á Cham- pagne svæðinu og víöar hafa einnig ót sér 'stað ismáoritstur. -------o—------- Annað áhlaup gegn Ostend. á íimtudaginn var gerðu Bretar annað áhlaup gegn hafnarhorginni Ostend, sem er eimhver ihelzta kaf- bátaistöð Þjóðverja með fram Belgíu ströndinni. Viðhöfðu þeirsömu að- ferð og 22. f.m., or þeir iokuðu höfn- inni við Zeebrugge, en vart mun þó þetfca síðara áhlaup ihafa borið eins mikinn órangur. Gömiu Iherskipi stóru var sökt í hafnarmynninu, en sökum uppihaldslausrar iskothríðar fiá iandbyssum Þjóðverja var ekki hægt að koma því eims vel fyrir og áformað hafði verið. Hvað þetta snertir ber ifréttunum ekki samian og sögðu fyrstu fréttirmar Ostend hafnarmynninu alveg hafa verið lokað. Þrátt fyrir ]>að þó Bretar væru Þjóðverjum svo nærgöngulir f þetta ainn og hættan mikil, sem þeir sto.fnuðu sér út í, var mannfall furðu lítið í iiði þeirra. Háskólaprófin. Við nýafstaðin jiróf Maniboba há- skólans hafa íslendingar sfcaðið sig vel að vanda. Sainikvæmt prófskýrsl- um, ®em birtar hafa verið, hafa þessir íslendingar unnið verðlaun: Val. Valgarðsson (3. ár) ,$100. Sigurbjörg Stefánsson (2. ár) $60. —(Misis Stefánso.sin hlaut heiðurs- viðurkenningu í ensku, frönsku og íslenzku). •Tórunn Hinriksson (annað ár í lögum) $100. Þessir útiskriifuðust: Sigurgeir Bardal (Iæknisfræði) Ólafur T. AndersoVi (vfsindi). Jóhann Kr. Sigurðsosn (lög). Upp úr fjörða bekk f læknisfræði: J. S. Árnason. Kristján J. Bachmann. SkoÓanir bænda skiftar. Fulltrúamefnd, sem saman stóð af bændum í þúsunda tali, frá Ontario og Quebec og eins nokkrum bænd- um frá New Brumswick og Manitoba fylkjmm, mætti nýlega á ráðstofnu í Ottawa til þess að andmæla ýmsum gerðum istjórnarinnar í sarnbandi við herskylduna, sérstaklega því til- tæki hennar að afneina undanþág- ur bændasona á aldrinum 20, 21 og 22 ára. Er þetta sú stærsta fullfcrúa- nofnd, sem til Ottawa hefir komið i nokkrum lerindagjörðum og vofctar ljóslega hve móðmikiir bændur auisturfyiHkjanna eru í þessu máli. Um leið og lögð var frain bænar- skrá, undirskrifuð af mörgum þús- uindum bænda í ofanncfndum fylkjum, var stjórninni brugðið um að ihafa svikið loforð sín bændum viðkomandi. Forsætisráðhermnn svaraði str-ax á ráðsfcefnunni og lagði álierzlu á hvað þörfin á auknum liðstyrk væri; nú brýn og hvað mikið væri í húfi ef varnargarður þandamanna á Frakk landi fengi ekki staðist atrennur óvimanna. Meðal annars sagði hann: “Eg veit það fullri vissu, að of hafnarborgirnar í grend við víg- sfcöðvarnar vcrða herteknar af óvin- unum, þá er afarsfcórt spursmál hvort framleiðsla sú, soin þér balið um, kenmr að nokkrum notum fyr- ir bandaþjóðir vorar erlendi's eða menn vora á orustmvellinum. Eg skoða því æðstu skyldu istjórnarinn- ar að sjó um að menn þessir, se<m svo lengi og vel hafa barist, séu styrktir á ailan hátt -og sendur sá liðsauki, «em geri þeim mögulcigt að haida uppi vörninni.” Ekki er þess getið í ifréttunum hvaða áhrif svar þetta liefir haft á bændafulltrúa þá, ■sem á það hlýddu — ien full líkindi eru til þoss að það hafi vakið þá til alvarlegrar unmhugsunar hve afaráríðandi og nauðisynlegur aukinn liðstyrkur er nú Canada hernum á Frakklandi. Þann 13. þ.m. héldu forstöðumenn bændafélagsins í Alberta — Unifced Farmiers of Alberta — fund í bæn- um Calgary og á 'fundi þeim var samþykt yfirlýising, isem fer nokkuð í aðia átt en bæmarskiá bændafull- trúanma eystra. Yfirlýsimg þessi vottar samúð Alberta bæmdanna með stjórninni í þessum sökum og heldur því fram, að stjórnin muni hafa haft góðar og gildar óstæður til þess að stíga það -spor að afmema allar undanþágur veittar mönnum á aldrinum 20—22 ára. Þetfca muni ef til vill draga úr fram'leiðslunni, en skylda bændanna sé að styðja stjórnina af alliug hvað þetta snertir. Er yfirlýsing þessi isterklega orðuð og vofctar þjóðrækni og eld- heifcan áhuga. --------o------- , Verkföllin í Winnipeg. Útlitið -er nú að verða hið hörmu- legasta hér í Winnipeg, þar sem mieginlwrri slökkviliðsins 'befir gert verkfall og önnur verkföll í aðsigi. Tilraunir að koma á samkomulagi hafa allar mishepnast að svokomnu. Fcr borgariáðið íram á að ágrein- ing.smiálin öll iséu sett í gjörðardóm, en ifulltrúar iðnfólaganna (Unions) virðast þeirrar skoðunar að ofbeld- ið muni þeim happadrýgra. Nefnd sú, sem sett var af borgarráðinu tii þess að reyna að koma á samning- um, gerði þá tillögu, að kröfum verkamanna væri að mestu full- nægt, en þegar gengið var til at- kvæða um tillögu þá í borgarráðinu var hún feld. Eins og nú horfir virðist því ekki um .annað að gera on langa og stranga baráttu—þang- að til önnur hvor hliðin er neydd til að láta undan. -Slíka aðferð virð- aist ihinir svo nefndu verkanvanna fullltrúar álíta í ialla staði heppi- tegri, en að reynt sé að miðla mál- um á 'friðsamlegan hátt. --------o------- Mannskaða fellibyljir. Stórkostlegir f-ellibyljir geisuðu á stórum svæðum í ríkjunum Illinois og Iowa á ifimtudaginn var og orsök- uðu hæði mikið ínanntjón iog eigna- skaða. Sagt er að ihátt á annað hundrað manns hafi meiðst og far- ist í alt af völduin þeirra og eigna- tjónið 'er metið að vera upp á rúma miiijón doilara. Að dæma af frétt- unurn tbafa fel'libyljir þessir verið hinir ógurlegustu. Gjöf frá Doukhobors. Tu-ttugu þúsund pund af berja- sultu (jam) var nýlega roeðtekið af nefnd þeirri, -er sér uin sjúkrahús hermanna (Military Hospit-al Com- mission), og var það gjöf frá I)ouk- hobor bygðinni í Brilli-ant í British Oolumibia, til isærðra hermanna, sem dvelja til læknimga á hinum ýmsu spítölum í Vestur-Canada. — Þátt- taka í stríðinu er á móti trúarskoð- unum þessa -fólks, og und'anþága frá allri herskyldu var veitt þeim af sambandsstjórninni, þá þeir komu frá Itússlandi til Canada. — I þess- ari gjöf Dou'khoborsa eru 7,500 pnd. af strawberry sultu, 7,500 pd af rasp- berry sulfcu og 500 pd. af öðrum teg- undum. Þetta er a'lt ræktað í Koot- eney héraðinu og soðið niður í eiig- in niðursuðuhúsum Doukhobor- anna, sem eru viðurkend að fram- lciða hreina og ágæta vöru. -------o------- íslands fréttir. (Eftir Vísi frá 2. tii 23. apr.) Njörður kom úr Englandsferð i gær (1.). Hafði seit aflann fyrir rúm- lega 6,900 sterlingspund eða um 100 þús. krónur. Kol fékk skipið að eins “klipt og skorið” til næstu veiðiferðar og er sbuld'bundið til að koroa með aflann til Englands. “Lagarfoss” mun fara frá Hjalteyri á morgun. “Sterling fór 'frá Blönduósi í gær. Voru fluttar þar á l'and vörur, som áttu iað íara til Borðeyrar og Hvammstang því að ís hindraði forð skipsins til beggja þeirra staða. Fiskiskipin hafa verið að koma inn þessa dagana með ihlaðafla. Valtýr hafði aflað 16 þús. á 14 dög- um -en Ása um 14 þús. á 12 dögum. Alls hefir Valtýr fengið 24 þúsund á vertíðini en Asa 23 þús. — Hafnar- fjarðarskipin hafa einnig fengið hlaðafla: Haraldur 12 þús., Akorn 12 þús. Botnvörpungurinn Ymir kom in á páskad-ag eftir þrjá daga hlaðinn af fiski og með um 70 tunn- ur af lifur, og Víðir kom inn í gær sökkhlaðinn mcð um 100 tunnur af lifur. Afli er mikill kominn á Svið- inu og eins fyrir sunnan land. Hafnarfjarðar hotnvörpungurinn Ýmir kom inn í gær (6.) fullur af fiski, eftir fjögra daga útivist. —Tvö liilskipin úr Hafnarfirði komu inn á miðvikudaginn, Surfirise með 35 smál. af fiski og Toyiler með 32. — Hafníirðingar eru nú farnir að fá þrjátíu 'til fjörutfu króna hiuti á handfæri á grunnmiðum og sækja ekki lengra en svona klukkustund- ar róður. Og vinna or nóig við allan fiskinn í landi, bæði dag og nótt. Lýwismarkaðurinn í Englandi er nú, samkvæmt sbeyti frá Birni Sig- urðissyni frá 4. þ.m. lmnnig: — 85 pd. eterl. fyrir sml. af óhreinsuðu meðalalýsi, eða eeon svarar kr. 1.43 kg. Hreinsað, 150 sfcerlpd. simál., eða sem svarar 2,40 kg. Er verð þetta miðað við iýsi þangað komið, en í fyrra var töluvert hærra verð á því hér; þá gáfu Bretar kr. 1,60 fyrir kg. af ólireinisuöu lýsi hér á höfn. 20. apr.—Á handfæri fengu tveir mienn á báti um 230 króna virði af þorski í gær, eða 115 kr. í hlut. Á upp-boði, sem lialdið var í Mið- dal í Mosfellesveit á dögunum, kom- uet ærnar í hærra verð on áður hef- ir heynst, eða 62 kr. Siníði'sgripur einn merkilegur var sýndur hér i Bámhúsin'u um síð- ustu hefligi. Það er iitill gufubátur, sam fslendingur einn ihcfir smíöað tflsagnarfauist, með vélum og öllum útbúnaði. Báturinn er sagður snild- aiverk, af þeim sein vft haf-a á Cang- vélln knýr hann áfram með 15 faðma hraða á mínútu og gufuflauta er á honnm til að gef-a merki með, eins og á gufus'kipum tíðkast. — Thor Jensen kauponiaður, ®em 'séð hefir bátinn, gaf smiðnuim 50 krónur í viðurkenninigarskyni. S. Á. Gíslason, cand. theol., hefir fengið heimiboð frá kirkjufélaginu ísfonzka f Vesturheimi, til þess að koinia þangað vestur og dvelja þar og ferðast um 6 mánaða tírna,, og borgar kirkjufélagið allan kostnað af förinni. Gunnarsson rithöfundur, er kom hingað með Botnfu um daginn ætl- ar að dvelja hér á landi I surnar. Sama indælistíð enn um alt land, sunnan og suðaustan ótt og iiiý- indi; 5,2 st. hiti í Rvík og Vestmann- eyjum, 6,7 stig á ísairði, 4 á Akurcyri og 3 á Grímsistöðun on á Seyðisirði 6,1 í mioi'gun (22.). Loftvog töluvert hærri í Færeyjum en hér. Björn Kristjánsson bankástj. mun hafa í hyggju að segja af sér því ©m- bætti bráðlega; er frumvarp komið frain á þingi um að bankinn skuli greiða honum 4000 kr. eftirlaun á Vilhjálmur á batavegi. Frétt frá New York segir skeyti nýlega komið frá Vilhjálmi Stefáns- syni norðurfara þess efnis, að hann sé nú á batavegi, þó batinn isé frem- ur hægfara,- en ekki muni hann geta lagt út í leiðangur þann, sem h-ann hafði fyrirhugað og undirbúið. Skeyti þetta er sent frá Fort YukOn í Alaska og er Viihjálmur enn á sjúkrahúsi þar. Áform hans mtinu hafa verið þau að ijúka við landa- könnun sína í bróðina í vor og sum- ar, koma svo hingað í september- miánuði næsta iliaust og íerðast l>á um og 'halda fyrirlestra, ti'l arðs fyr- j ir Canada Rauða kross féiagið og önnur líknarfélö'g. En þar sem lækn- ar lians hafa lagt bann við því að hann leggi á sig nokkurt erfiði i m-arga miónuði, getur ekkert orðið úr þossu að sinni. ári, 'þegar hann 'hefir látið af banka- stjórninni. Gullfoss er Jagsfcur aftur við hafn- arbakkann og er verið að flytja í hann gærur, sem hann ó að fara mieð til Ameríku. Hann á að leggja af st-að héðan annað kvöld (24.). (Eftir “Lögréttu.) Reykjavík 10. aprfl 1918. Tíðin ihefir verið í meira Jagi um- hleypingasöm sfðasti. viku og veVir oft rosafengið. Fyrir helgina kom norðanátt og frost. Komst það hér í Rvík upp í 9 st., á Akureyri í 15 og á Grím'sstöðum í 16 st, en stóð ekki lengi. Hríðar voru um alt Norður- land og hér snjóaði einnig nokkuð. Haffshella sögð skamt undan landi alla leið frá Straumnesi vestra aust- ur að Siéttu, en þar er ísinn næstur landi. 1 dag er orðin breyting á veðri, komin suðaustan átt með 4 st. hifca. Lagarfoss kom sunnan um iand 1 morgun og fer -héðan til Noregs með kjöt, sem hanm ihefir tekið á Norð- uillandi og Austfjörðum. — Gullfoss fór 'fiá New York 5. þjm, iheim á leið og þarf nú ekki að koma við í Hali- fax, svo að hann ætti að vera vænt- anlegur hingað 16. eða 17 þ.m. — Botnfa á að fara frá Khöfn 14. þ.,m. -Geysir kvað og vera væntanlegur fró Khöfn með vörur. — Danskt Seglskip, Duen, kom ihingað fyrir nokkrum dögum í lirakningum á 1-eið fiá Spáni til Danmerkur. ___ Sterling var á Þórshöfn í gær. Síðastl. sunnudag Ihélt 'frú Christ- ophinie Bjarnhéðmsson fyrirlestur í f ðn aðarma n n-ah úsi n u um braut- ryðjendur hjúkrunarstarteominnar og talaði imest um hina frægu ensku konu Florence Nightingale. Var fyrirleeturinn fróðlogur, og” í enda hans imintist frúin nokkuð á ástæð- ur hjúkrunarstarfseminnar hér ó laindi, en hún er sjáilf 'lærð hjúkrun- arkona, og ibafði, svo sean kunnugt er, óður á hendi 'forsböðu hjúkrun- arstarfseminnar á Laugan-esspítalan- um. Að líkindum kemur fyrirlest- urinn síðar út á prenti. Sýisluimiannsombæbtið í Sk'aftafells sýsiu er nú veitt Gísla Svein-ssyni lögmanni, þingmianni VesturSkaft- fellinga. (Frainh . á 8. bls.) -------o------- Frá þingi Sjálfstæðismálin. 1 'gær voru tillögurnar um skipun nofnda til að ihuga ’sjálfstæðisiinál- in samiþyktar í 'báðum deildum í einu hljóði. Framisögumenn voru: í Ed. Karl Einarsson og í Nd. Bjarni Jónisson frá Vogi. Töiuðu þeir báðir í iíkum anda. Út af uiiiniiælunum í ríkis- ráði um sambandssainninga sagði B. J., að ef konungur vildi gera út mann á fund Aiþingis til að ræða þau mál, þá myindi þingið fúst til þoss að reyna ,samninga við hann. Annars væri um bvær leiðir að ræða til að bind'a enda á þetta mál: önn- ur sú, að skilja úrslit fánamálsins í ríkisráði í vetur sem endilogt svar konums og Dana, og hin að fela stjórninni enn á ný að reyna að fá kröfum vorum framgengt og yrði þingið þá eð sitja þar tii málið væri til lykta 1-eitt. Aðrir töluðu ekki, en nefndirnar voru skipaðar þannig: Nd. Magnús Pétursson (form.), Jón Jónisson -frá Hvanná, Magnús Guðmundsoisn, Bjarni Jónsson (rit- ari), Þórarinn Jónsson, Sveinn Ólafs- son, og Matthías Einarsson. . Ed.—Karl Einarsson (form.), Jó- Jiamnes Jóhannesson (iskrif.), Magn- ús Torfason, Eggert Pálason og Gm. Ólafsson (með hlutkesti milli hans og Kr. Dan.). Tillögur flytja þeir Karl Einans- son, Magnús Torfa,son og Hjörtur Sixorrason í Ed., um að skora á land stjórnina að hlutasit til um að útibú Landsbankans verði isett á stofn 1 Vostmianmaeyjum og þingmenn Ey- firðinga flytja tillögu um útibú á Sigilufirði.—Vísir. Dáoarfregn. Helga Erlendsdóttir. Helga Erlendisdóttir andaðisit 16. apríl 1918 I Por land, Oregon (að 427 Blackstone St.l. Banamein hennar var slag. Hin framliðna var flutt til Sheridan; þar hvílir hún í grafreit bæjarins við hlið síns elskaða eigin- manns, Stefánis Brynjóifssonár frá Botnasfcöðum í Húnavatnssýslu á í'Slandi. — Þökk og heiður sé þeim, er með nærveru sinni j£ndu henni og ástvinum hennar sönn vináttu og virðingarmerki. — Eg sé í anda hjónin, sem unnust og dauðinn hafði um stundiaiisakir aðskilið, nú sameinuð aftur og inndælu blómin, er vinir þeirra hafa stráð á grafir þein'a. — Helga Erlendsdóttir var fædd . júlf 1850 á Bakkagerði, Stöðv- arfirði, Suður-Múlasýslu, á íslandi. Ættiartala henmar er rituð í sögu- þættinum “Markland”, er bróðir ihennar ritaði um dvöl fslendinga í Nýja Skotlandi. Til fósturs var Helga tekin, tæplega ársgömul, af heiðurshjónunum Guðmundi Magn- ússyni og konu hams Jórunni Brynj- ólfsdóttur í Hnefilsdal, Norðurmúla- sýslu. Til þessa lands fluttist hún 1875 'rneð þeim, cr það sumar settust að í Nýja Skotlandi. Vorið 1881 gekk hún að eiga Stefán Brynjólfsson. Eins og kunnugt er orðið leyistist upp íslenzka bygðin í Markland það suinar; flutti þá Stefán með konu sína til Winnipeg; ári síðar nam hann heimilisréttarland tvær mílur fyrir vestan Gardar i Norður Dakota. Þar munu þau ihjón liafa eignast fyrsta barn sitt, er dó ungt. Ágæblega búnaðist þeim hjónum I Gardarfbygðinni. Eftir nokkurra ára dvöl þar seldi Sbefán bújörð sína og búslóð; dvöldust þau hjón eitt ár á Mountain, N. D., en fluttu svo þaðan til Sheridan, Ore., hvar þau eignuðust einkarfalelgt heimili; þar dó Stefán fyrir nokrkum árum. Eftir dauða hans var Helga á vist með dætrum sínum, Erlínu (Mrs. George A. Yeaton og Jónfnu (Mrs. Oharles E. WUliams). Báðir eru eig- inmenn þeirra 'systra amerfkanskir, meistu atgerfismenn, búsettir í Port- land, Ore. Mér til mikillar ánægju var eg sjónarvottur að því sumarið 1914, að Helga var virt og elskuð af dætrurn sínum, tenigdasonum og fóstursyni, Páli, er þau hjónin tóku til íósturs yeturinn er þau dvöldu á Mountain, að báðum foreldrum ibans látnum (Mr. og Mrs. Björn Bjömsson). Páll skrifar sig Brynj- ólfsson, tilheyrir nú 43. flugliðsdeild Bandarikjanna og er kominn til Englandis. Sjálfri fórust Helgu orð þannig: “Eg get sagt þér það, bróð- ir, að engri gamalli konu getur liðið betur en mér; dætur mínar og tengdasynir bera mig á örmum.” — Mér er málið of skylt til þess eg geti skrifað um þá framliðnu það hrós, er ihún verðskuldar; það eitt vil eg segja, að hún var ástúðleg eigin- kona og móðir, vel skýr og trúkona mikil, og bar framkoma hennar þess ljós merki. Blessuð sé minning' henanr. Guðbrandur Erlendsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.