Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Heimskringla

						Opíð i kveldin tfl kl. 8.3«
Tennur
Þurfa
A3frer5ar
Sjáií  mig
DR. C. C. JEFFREY
"Hhwi  varkári  tannlæknir"
Cor. Lsiai Atí. ok MalB St.
Sti,*i*
SLATTUVÉLA- og bindara-
PARTAR ALLS KONAR
Bladara StftUkn, hnr - - . . . $7.30
Stattuvtla  HaffblSS  (35)  ....  1.75
Bladara  HnlfblðS (25)---------------  1.78
SlattavCla  Hnffar, arer .....  2.75
Bladara  Halfar,  kver ----------- -  3.25
Slattnvéla og Bladara Gaarda - -  0.33
Gnard Platea (25)-------------...  1.50
Sendio eftir vorri nýju Veroslcrá.—Vér
seljum allskonar verkfserl og vélparta
THE JOHN F. McGEE CO.
79 Henry At».,        WHÍNIPJIO
XXXII. AR
WINNIPEG. MANITOBA. 11. JÚLI 1918
NÚMER 42
Styrjöldin
Frá Vestur-vígstöovnm
Haft er eftir þýzkum föngum,
teknum í nýafstöðnum orustum á
vestur-vígstöðvunum, að næsta
stórsókn Þjóðverja verði hafin í
byrjun ágústmánaðar. Verði þá
brotist til atlögu á stórum svæðum
með engu minni krafti en við und-
angengnar atrennur og eigi sér nú
stað stórkostlegur undirbúningur
til þess að gera sókn þessa sem
allra öflugasta. Alt bendir til, að
þessi frásögn þýzku fanganna muni
rétt vera, en á hvaða svæðum þetta
verður, er enn hulin ráðgáta. Tím-
inn einn verður að leiða slíkt í ljós.
Síðasta vika var bandamönnum
sigursæl yfir höfuð að tala.  Við
hvert áhlaup, er þeir gerðu, höfðu
þeir yfirhöndina og tóku á sitt vald
mörg öflug vígi er Þjóðverjum var
hinn mesti skaði  að  missa.  Við
Bouzincourt,  nærri  Albert,  tóku
Bretar hæð eina, sem gnæfir yfir
Ancre dalinn og sem er eitthvert
öruggasta vígi á öllu þessu svæði.
Var  þetta  bandamönnum  hinn
mesti gróði.   Annan ósigur biðu
Þjóðverjar,  er  Bandaríkjamenn
sóttu gegn þeim í grend við Cha-
teau-Thierry, hröktu þá þar á all-
stóru svæði og tóku af þeim "Bel-
leau skóginn", sem þeir höfðu víg-
girt svo vel og að sjálfsögðu búist
við að geta haldið.  Við að missa
þann stað töpuðu Þjóðverjar haldi
við Marne-dalinn að vestanverðu
og verður þeim kostbært  að  ná
stað þeim aftur,  ef  þeir annars
geta það.   Á Oise svæðinu sóttu
Frakjcar og Bandríkjamenn fram í
sameiningu  og fengu hrakið þá
þýzku þar aftur  á  bak  á tveim
stöðum, tekið marga fanga og or-
sakað mesta mannfall í liði þeirra.
Fyrir  austan  Villers-Bretonneux,
framanvert við Aimiens,  ruddust
Ástralíumenn  til  atlögu,  ásamt
Bandaríkjamönnum,   á   fjögra
mílna svæði, komust þar töluvert
áfram og tóku á sitt vald þorpin
Hamel og Vairewoods.  Allir þess
ir  sigrar bandamanna  stuðla  til
þess  að  tryggja  viðnám  þeirra,
þegar þeir þýzku hef ja sírjta marg-
umtöluðu sókn, og hafa því mikla
þýðingu. Síðustu viku tóku banda-
menn í alt um 5,000 fanga og 195
flugvélar skutu þeir niður fyrir
Þjóðverjum á þessum tíma.
Á þriðjudaginn þessa viku gerðu
Frakkar áhlaup á hálfrar annarar
mílu  svæði  milli  Montdidier  og
Oise, fcóku um 500 fanga og 30
vélbyssur. Bretar hófu einnig sókn
í grend við Arras og vanst töluvert
á þar.
----------o----------
Frá ítaliu.
þessi eru af öllum stærðum og til
allra nota. Er þetta álitlegur við-
auki við skipastól bandaþjóðanna
og vottur um fram úr skarandi af
kastasemi af hálfu Bandaríkjanna
Kafnökkvarnir koma Þjóðverjum
að litlu gagni framvegis, ef þannig
verður haldið áfram að "brúa
höfin."
Jámbrautarlestir rákust á ná-
lægt Nashville, Tenn., þann 9. þ.
m. og biðu um 100 manns bana—
mest megnis svertingjar. Um 75
manns meiddust meira og minna
og er sumu af fólki þessu ekki ætl-
að líf. Orsökin að slysi þessu er
enn ekki komin í ljós.
Þann 7. þ.m. sökk við árekstur
stórt skemtiferðaskip á Illinoisánni
í samnefndu ríki. Nærri 500 far-
þegar voru um borð þegar þetta
skeði og mun flest af fólki þessu
hafa verið frá bænum Peoria og
grendinni. Um 120 manns drukn-
uðu og margt af fólki þessu liggur
nú þungt haldið í sjúkrahúsum í
Peoria og Pekin, eftir að því var
bjargað með naumindum.
Norðanvert á Italíu gengur við
það sama, að Itölum og banda-
mönnum veitir að mun betur í öll-
um viðureignum. Hafa Austurrík-
ismenn nú í öllum stöðum verið
hraktir frá vestur-bökkum Piave-
árinnar og mörg öflug vígi hafa
verið frá þeim tekin á öðrum
svæðum. Talið er sjálfsagt, að
Austurríkismenn muni hefja aðra
stórsókn, undir nýrri herstjórn, og
það áður langt líður. Ástandið í
löndum þeirra heima fyrir fer ein-
lægt versnandi og sem gerir að
verkum að stjórn Austurríkis verð-
ur að vinna bráðan sigur á Itölum
eða að öðrum kosti að leggja árar
í bát.
Bandaríkin.
Bandaríkjastjórnin hélt hátíðleg-
an 4. júlí þetta ár með að hrinda
af stokkum 74 nýjum skipum, sem
ekki hafa komið á sjó áður.  Skip
Mannafli Canada.
Smágrein með fyrirsögninni:
"Mannafli Canada' birtist nýlega í
blaðinu Hamilton Herald, og sem
oss virðist eftirtektaverð í meira
lagi. Hljóðar hún sem fylgir í ís-
lenzkri þýðingu:
"Menn, er nú vekja ótta að ó-
þörfu með þeim staðhæfingum, að
herskyldan sé að ganga hart að
þjóðinni, hafa mjög óljósa hug-
mynd um mannafla þessa lands.
Ef nauðsyn krefði, gæti Canada-
þjóðin sent þrefalt fleiri menn til
vígvallar en hún þegar hefir sent.
Skerfur þessa lands í mönnum er
enn ekki jafn mikill hlutfallslega
og annara brezkra nýlenda. Hon
N. W. Rowels, forseti Privy Council
stofunnar, sýndi nýlega fram á
þetta í ræðu, er hann flutti
Bowsmanville, og tilfærði skýrslur
þessu til sönnunar. Kvað hann Can
ada verða að leggja fram 125,000
fleiri ihermenn til þess hlutfallslega
að jafnast á móti Ástralíu, 300,-
000 fleiri hermenn til þess þannig
að jafnast á við Nýja Sjáland, og
400,000 fleiri hermenn til þess
hlutfallslega að hafa lagt fram
jafnstóran skerf og Suður Afríka
hefði gert. Til þess að jafnast á
móti Englandi yrði Canada að
senda 800,000 fleiri hermenn í
viðbót við þann her, sem þegar
hefir sendur verið.
Vér getum lagt fram 100,000
menn og ef nauðsyn krefur tvö-
faldað þessa tölu, án þess nokkur
hætta sé á, að mannafli þessa lands
gangi til þurðar. Brýnasta þörfin
nú er á meiri samvinnu hér heima
fyrir, svo hægt sé að færa vinnu-
kraft landsins til sem beztra afnota
og meiri gangskör þarf að því að
gera, að láta kvenfólk gegna störf-
m þeirra karlmanna, sem ættu að
vera í herþjónustu. Skrásetningin
nýafstaðna er spor í þessa átt."
Þýzki sendiherrann á Rússlandi
myrtur.
Stórtjón af eldi.
Eldur kom upp í bænum Gra-
ham í Cjntario á mánudaginn og
orfsakaði þar stórkostlegt tjón.
Allur verzlunarhluti bæjarins var
lagður í eyði og fórust í eldinum
mörg gömul hús, sem staðið hafa
síðan á fyrstu landnámstíð þar
eystra. Sökum þess að öll mat-
vöruhús og verzlunarbúðir fórust
í eldinum var bærinn vistalaus um
tíma og fékst ekki bót á þessu fyr
en farið var senda þangað matvöru
og annað frá Fort William og öðr-
um bæjum í grendinni. Manntjón
varð ekki neitt í eldi þessum, en
eignatjón í alt er afarmikið.
Á laugardaginn var gerðist sá
atburður í borginni Mscow á Rúss-
landi, sem ef til vill á eftir að hafa
í för með sér stórkostlegar afleið-
ingar fyrir rússnesku þjóðina.
Þýzki sendiherrann á Rússlandi,
Mirbach greifi, sem aðal-aðsetur
sitt virðist hafa haft í Moscow, var
myrtur af tveimur mönnum er
fengu komist inn í skrifstofu hans
með því að ljúga til nafna sinna.
Eftir að hafa gengið frá sendiherr-
anum dauðum komust menn þessir
á brott og hafa enn ekki náðst.
Segir ein fréttin þá nú vera undir
verndarvæng jafnaðarmanna upp-
reistar flokks eins í Moscow og er
muni verja þá örugglega. Uppþot
mikil hafa átt sér stað í borginni
og blóðugir bardagar verið háðir
þar á götunum á milli uppreistar-
manna og herliðs Bolsheviki-
stjórnarinnar. Af síðustu fréttum
að dæma hefir hermönnunum veitt
betur og fengið bælt uppþotin nið-
ur — í bráðina að minsta kosti. —
—Undir eins og fréttin um morð
sendiherrans barst til Berlínar,
skipaði keisarinn kanzlara sínum
að slíta tafarlaust sambandi við
Rússland. Er sagt að keisarinn
hafi verið æfur mjög og fái hann
vilja sínum framgengt verði þessa
hegnt stranglega. Segir ein fréttin
að keisarinn muni ekki staðar
nema fyr en hann hafi hertekið
borgina Moscow og sé hann nú að
senda af stað liðsafla mikinn til
þess að koma þessu í framkvæmd.
Allar eru fréttirnar um þetta frek-
ar ruglingslegar og óljósar og þyí
lítið mark á þeim takandi. Svo
mikið er\ þó víst, að þetta morð
hins þýzka sendiherra getur haft
stórvægilegar  afleiðingar  hvað
stríðið snertir.
----------o----------
Mismunandi kjöt-prísar.
Nefnd sú, sem skipuð var af
borgarráðinu til þess að rannsaka
tilhögun alla á kjötverzluninni hér
í Winnipeg, birti fyrstu skýrslur utti
miðja síðustu viku. Af skýrslum
þessum að dæma er kjötverðið hér
mjög mismunandi hjá hinum ýmsu
kjötverzlunum. Svínsfresk (bac-
on) er t.d. selt í sumum verzlunum
42 cent pundið, en í öðrum verzl-
unum 60 cent. pundið. Ham (reykt
svínslæri) er seldur frá 38 centum
upp í 60 cent. Nautakjöt er selt
frá 28 centum upp í 42 cent pund-
ið. Verðmunur þessi fer alls ekki
eftir gæðum kjötsins, heldur hvaða
verzlanir eiga hlut að máli. Sama
kjöt er selt með mörgum mismun-
andi prísum og sem kjötverzlanir
þær, er skýrslurnar eru miðaðar
við, hafa að líkindum allar keypt
inn sama verði. Enn hefir engin
tilraun verið gerð, hvorki af kjöt-
verzlunarmönnum eða öðrum, að
útskýra hvernig á þessum mikla
mismun kjöt-prísanna standi, og
munu margir bíða með óþreyju eft-
ir frekari rannsókn hvað þetta
snertir.
Blaoaútgefandi tekinn fastur.
Dr. Edward A. Rumely, varafor-
seti og féhirðir Mail and Express
félagsins í New York og útgefandi
blaðsins New York Evening Mail,
var tekinn fastur nýlega og sakað-
ur um að hafa keypt ofangreint
blað að tilstilli þýzku stjórnarinn-
ar. Keypti hann blaðið í júnímán-
uði síðastliðið ár og er haldið að
þýzka stjórnin hafi lagt fram það
fé, sem til þurfti. Málsrannsókn
verður hafin í þessu áður langt líð-
ur og þá Ieitt í ljós hvert grunur
þessi er á rökum bygður. Reynist
maður þessi sekur, er ekki ólíklegt
að gangskör verði ger syðra að
því að grenslast eftir hvort ekki
muni eins ástatt með fleiri blaða-
útgefendur þar.  Ekki er heldur ó-
mögulegt, að eitthvað svipað eigi
sér stað hér í Canada—því stjórn-
in þýzka hefir margar klær úti og
er óspör á fé.
----------o----------
íslendingadagurinn.
Nú fer að verða skamt til Is-
lendingadagsins, og er verið að
vinna að undirbúningnum af mesta
kappi. ÞaíS mun sannast bezt á
sínum tíma, hve óvenju vel hefir
verið vandað til hátíðarhaldsins í
þetta sinn.
Á síðasta fundi lslendingadags-
nefndarinnar var samþykt í einu
hljóði að bjóSa hr. Einari Jóns-
syni myndhöggvara aS vera heiS-
ursgestur vor á þjóSminningar-
deginum. Fáir munu þeir Islend-
ingar uppi vera, er jafn víSfrægir
eru og Einar Jónsson eSa útbreitt
eins fagurlega veg þjóSar vorrar
og hann.
MeSal nýstárlegra skemtana,
sem í þetta sinn verSa á þjóShá-
tíSinni, má telja þaS, aS einn af
okkar ramíslenzkustu rímnakveS-
skapar öldungum kveSur nýortar
íslenzkar hringhendur. Þar gefst
eldra fólkinu -wostur á góSri þjóS-
legri íslenzkri skemtun og unga
fólkinu tækifæri á aS kynnast
forn-íslenzkri list.
lslendingar í hinum ýmsu
bygSum, utan borgarinnar, er
ætla sér aS halda hátíSlegan 2.
ágúst, aettu aS panta hnappana
hiS allra fyrsta. Hnapparnir bera
í þetta sinn mynd af stjórnmála-
skörungnum og bjartsýnisskáldinu
Hannesi Hafstein. Hnappana skal
panta hjá féhirSi Islendingadags-
nefndarinnar, hr. Hannesi Péturs-
syni, Northern Crown Bank Bldg.,
Portage Ave.,  Winnipeg.
íslendingar viljum vér allir vera.
FjólmenniS á íslendingadaginn.
Yfirvofandi verkfall.
Sameinuð iðnfélög járnbrautar-
starfsmanna við Canada brautirnar
hafa lagt fram kröfu um kaup-
hækkun meðlima sinna og hóta
verkföllum verði krófum þessum
ekki sint. Undirtektír forstöðu-
manna járnbrautanna hafa verið
daufar að þessu og segja þetta
myndi að eins hafa í för með sér
hækkun á flutningsgjaldi og far-
bréfaverði—annars fái brautirnar
ekki staðist að hækka að svo
miklum mun verkalaun starfs-
manna sinna. Járnbrautarráð
stjórnarinnar vinnur kappsamlega
að því að reyna að koma á samn-
ingum, enda myndi slíkt verkfall
nú á tímum óefað.hafa hinar alvar-
legustu afleiðingar.
Póstflutningur meo flugvélum.
Þann 9. þ.m. skeði sá sögulegi
atburður, að póstur var fluttur
með flugvél í fyrsta sinni hér í
Vestur-Canada. Flugmær ein, Miss
Katherine Stinson að nafni, flutti
dag þann í flugvél sinni póst á
milli Calgary og Edmonton og
hepnaðist þetta eftir vonum vel.
Sýning stóð yfir í Edmonton þenna
dag og var Miss Stinson fagnað
með gleðilátum miklum, er hún
kom af fluginu. Um 196 mílur eru
á milli bæjanna Calgary og Edmon-
ton og er gert ráð fyrir að hægt
sé að fljúga þessa vegalengd á
rúmum teimur klukkustundum, ef
engin óhöpp koma fyrir.
Til Sölu—
370 concrete netasökkur fyr-
ir $1 1.00. FinniS eSa skrifiS
S. D. B. Stephanson, 729
Sherbrooke St, Winnipeg.
Bréf frá Frakklandi
Frakklandi, 17. júní 1918.
Herra ritstj. Hkr.
Þetta er dagurinn, sem ætti aS
vea frídagur og skemtidagur allra
sannra Islendinga, sem Islandi og
íslenzku þjóSerni unna; fæSingar-
dagur þess mesta og bezta manns,
sem Island hefir átt og notiS, Jóns
SigurSssonar.
ÞaS er samt enginn frídagur í
dag fyrir okkur, Islendingana, sem
hér erum. En viS munum eftir
honum fyrir því.
HéSan er ekki margt hægt aS
segja; þiS fáiS fréttir héSan meS
hraSari skrefum, en bréf okkar
berast. ÞaS gengur hér alt í þessu
þófi og þaufi. Eins og þiS vitiS,
byrjuSu ÞjóSverjar á annari til-
raun meS innreiS sína til Parísar-
borgar 2 1. maí, og hefir sá tilraun
veriS látlaus aS heita má síSan.
ÞaS hefir mest af tímanum gengiS
þannig til, aS annan daginn hafa
þeir ögn unniS á, en hinn hprfaS
aftur á bak. Samt virSist heldur
vera aS lina mesta móSinn í þeim.
En má vera, aS þaS sé bara til
þess aS safna kröftum, og mun
þeim ekki af því veita.
Eg get búist viS, aS mörgum
þyki þetta mjög ískyggilegt, ef
þaS er ekki meira en svo, aS sam-
bandsþjóSirnar geti aSeins haldiS
þeim til baka frá því aS vaSa meS
eldi og brennisteini yfir þvert og
endilangt Frakkland. Eg vona þó,
aS þaS séu ekki margir Islending-
ar, sem þaS halda. Því þaS er al-
veg röng hugmynd, hver sem
hana hefir. Heldur er ástæSan
sú, aS sambandsmenn hafa nú
sameiginlega eitt höfuS, sem ræS-
ur yfir öllum gjörSum þeirra hér
á Frakklandi, síSustu mánuSina.
og er þaS sannarlega vel fariS.
Þetta eina höfuS, sem eg tala um,
er okkar mikli og snjalli yfirhers-
höfSingi Foch. Hann mun vel
vita, hva'o hann er aS gjöra og
hvaS bezt er aS gjöra. Hann veit
þaS, aS hann getur látiS okkur
reka ÞjóSverja aftur á bak, hve
nasr sem hann vill. En aS þessum
tíma mundi þaS hafa kostaS mik-
iS af mannslífum. En þaS er þaS
sem hann vill forSast sem mest aS
unt er. Hann er ekkert líkur
Hindenburg, eSa krónpridzinum
þýizka, meS þaS aS skipa mönn-
um sínum þetta og þetta, hvaS
sem þaS kostar. Nei, hann bíSur
eftir hagstæSum byr.
Ekki óhugsandi, aS ÞjóSverjar
hamist svona þenna mánuS út og
máske eitthvaS fram í júlí. En
bíSiS róleg átekta þar til aS þiS
heyriS og sjáiS hvaS gjörist í júlí
og ágúst; eg yrSi ekkert hissa, þó
aS þá yrSu dálítil endaskifti og
breytingar á útkomum frétta héS-
an. BíSiS róleg og sjáiS; látiS
ykkur aldrei detta í hug, aS ÞjóS-
verjar séu aS vinna sigur meS
þessum djöfulmóSi sínum og
hamförum. Nei, Jpeir eru aS
tapa.
Sem stendur erum viS Canada-
menn ekki mikiS í því versta. ÞaS
er veriS aS gefa okkur hvíld. En
líklegt er og sjálfsagt aS mér
finst, aS viS reynum aS borga fyr-
ir þessa hvíld áSur en sumariS er
á enda.
Margar góSar og skemtandi
sögur ganga hér manna á meSal á
þessum grimmu tímum og eru
þasr misjafnlega sagðar. Ejna
heyrSum viS góSa á þriSjudag-
inn 4. júní síSastl. Og set eg hana
hér, því eg býst viS að hún sé
sönn, því hana sagði einn af
merkustu hershöfðngjum Breta og
hann kvaS hafa hana eftir þýzkum
fanga.  Hún hljóSar þannig:
Á mánudagskveldiS 3. júní
sendi krónprinzinn þýíki skeyti til
Þýzkalands svo hljóSandi: "I
nótt ætla eg aS taka Parísarborg."
Þetta skeyti hefir eflaust gjört sín
tilætluSu not, á suman hátt en
ekki allan. Þegar aS Vilhj. keis-
ari heyrSi þetta og heyrSi skrílinn
á torginu úti æpa fyrir syni haps,
hefir hann hugsaS meS sér, aS
hann skyldi fullkomna sannleiks-
gildi þessa (skeytisins) meS því
aS hann legSi á staS til þess aS
ko'ma jafn snemma syni sínum til
Parísar. Sva lagSi hann af staS.
En eftir öllu aS dæma, lítur út fyr-
ir, aS hann sjálfur hafi trúaS þessu
því er nálgaSist línu þá, sem þræl-
ar hans höfSu áSur haldiS, lét
hann þá aS eins einn mann fara
meS sér í þeirri skrautlegustu bif-
reiS, sem viS hendina var. Og
gaf hann Ökumanni sínum þær
skipanir aS taka skemstu leiS til
Par.ísar.
Þannig héldu þeir áfram um
stund, Vilhj. í djúpum þönkum
yfir hvernig hann ætti nú helzt aS
haga öllum þeim lofsyrðum, er
hann ætlaði að hella yfir son sinn
og lið hans inni í Parísarborg. En
alt í einu vaknar keisara garmur-
inn við það, að bifreiðin hendist í
loft upp og svo harðneskjulega
niður á jörðu aftur, að hann féll
út úr henni og misti af sér kórónu-
skriflið. En er hann hafði náð
andanum og þurkað augun, lítur
hann í kring um sig, og sér sér til
skelfingar, að röSum af sandpok-
um var hlaðið þvert yfir brautina
og á báðar hliðar út frá henni svo
langt sem hann gat eygt. En
þetta var nú ekki það versta, held-
ur sér hann fjölda af þrælum sín-
um kúra undir hliðinni öðrum
megin viS pokavegg þenna. Hann
var ekki aS hugsa svo mikiS um
aS heilsa upp á þá. En öskrar til
þeirra, og spyr, hvaS þeir séu aS
gjöra hér, því þaS geti ekki veriS,
aS þetta sé varnargarSur Parísar,
Mannabjálfarnir svara honum því,
aS Frakkar hafi ráSist á fylkingar
þeirra um kveldiS og þynt þær
hræSilega, og hrakiS þaS sem
eftir var til baka nálægt þremur
mílum. "Erum viS þá þrjár míl-
ur frá París?" spyr V. "Nei," var
svariS, "43 mílur eSa vel þaS."
Þá sortnaSi keisara svo fyrir aug-
um, aS hann datt. En hvæsti þó
út úr sér: "Hvar er sonur minn,
krónprinzinn?" "EitthvaS 8—10
mílur hér fyrir aftan; hann bara
sendir skipanir sínar á miSum til
okkar, en kemur ekki nær en 12
mílna fjarlægS sjálfur." "HvaS
er langt til þeirra frönsku héS-
an?" "Vitum ekki," var svariS.
"Búumst viS þeim á hverri stundu
hingaS."
Svo þjakaSur sem keisarinn var
eftir byltuna og allar þessar frétt-
ir, þá spratt hann á fætur og öskr-
aSi til mannsins, sem bifreiSina
keyrSi, aS fara meS sig til baka
samstundis. "Ó, bifreiSin er brot-
in, ySar hátign." Nú næstum leið
yfir keisara bjálfann. En rétt í
sömu andránni sér hann múl-
asna standa þar með klifsöðli á,
og hefir hann að líkindum haldið,
aS þetta væri góSur reiShestur
meS reiStýgjum á, því á bak hent-
ist hann og til baka hélt hann svo
hart sem asninn komst. En síSan
er sagt aS Willie blóS liggi veikur
meS rasssæri og marin lærin. Og
er þaS mjög sennilegt, því allir
vita aS asnar eru ekki neitt þíSir
eSa liprir í gangí, og svo klifsöS-
ull meS fjórum krókum á. sem
allir hafa líklega stungist iijin í lær-
in. Svo þaS er ekki hægt aS segja
annaS, en aS hann liggi í sárum.
Og eflaust verSur hann aS sæma
sjálfan sig einhverjum krossi fyrii
þetta snarræSi. En, hvaS skyldu
íbúar Þýzkalands sæma krón-
prinzinn bæSi fyrir skeytiS og
annaS fleira því líkt,? Því ekki
verSa þeir alla tíS jafn blindir;
einhvern tíma kemur aS því, aS
þeir vakna af þessum illu draum-
órum sínum, sem þeir hafa veriS
blindir af í fjögur árin síðustu.
Eg býst við, að þið hafið heyrt
um það, að Þjóðverjar báðu
Svissland að fara þess á leit við
sambandsmenn, að þeir létu ekki
flugdreka sína fara inn á Þýzka-
land á uppstigningardag, því það
er einhver mesti hátíðisdagur
Þjóðverja. Og við þessari bón
þerra urðu bandamenn, því það
er eins ag þeir vilji alls ekki vita
neitt ilt á samvizku sinni.
En hvað gera svo Þjóðverjar
sjálfir þann sama dag með sínum
flugdrekum? Þeir senda þá yfir
Frakkjrand og hella sprengikúlum
yfir kifkjur og sjúkrahús víðsveg-
ar um landiS. HvaS segja hinir
þýzksinnuðu menn um þessar
gjörðir? Eru þær góðar í þeirra
augum, af því Þjóðverjar frömdu
þær?
Með kærri kveðju til allra, er
eg ykkar með vinsemd.
Jón Jónsson,
frá Piney.
Pte. John Johnson,  No. 283253.
No. 1 Co'y 44th Batt. Canadians
B. E. F.   FRANCE

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8