Heimskringla - 15.01.1919, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.01.1919, Blaðsíða 1
Opi5 á kveldin til kl. 8.30 Þegar Tennur Þurla AíígeríSar SjáitS mig DR. C. C. JEFFREY “Hinn varkári tanjnlæknir” Cor. Loean Ave. og Maln St. UÓMANDI FALLEGAR SILKIPJÖTLUR til að búa til úr rúmábreiðm- —* “Crazy Patchwork”. — Stórt úrval af stórum silki-afklippum, hentug- ar i ábreiður, kodda, sessur og fl. —Stór “pakki” á 25c„ fimm fynr PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG XXXIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 15. JANÚAR 1919 NÚMER 17 r LJÚFAR RADDIR. _______________________________- SKEYTI Á ÞJÓÐRÆKNISFUND. Samkvæmt áskonm. A5 mér t>ó sé lítið lið, • Læt ég uppi mína þrá: Þjóðerni vort — það ég styð, Þetta svona — 'hvað ég má. Jón Kjærnested. “Lestrarfélagið “Þjóðernið”, á Winnipeg Beach, má telja með þjóðræknis-hugmyndinni, þó fundi hafi ekki orðið við komið fyrir Winnipeg-fundinn núna inn þetta efni. J. K.” Þannig skrifar skáldið á “Beach”, og er hann fyrstur til að verða við áskorun minni um þjóðræknis- yfirfýsingu, sem birt var í blöðunum nýlega. Hafi J. K. heiður og þökk fyrir þessa ljúfu rödd sína. — Hvaðan mun hin önnur óma? Að margar slíkar raddir vaki í vestur-íslenzk- um brjóstum, þarf ekki að efa; nú er að eins að lyfta þeim út fyrir túngarðinn, svo þær blandist sam- an og úr verði ein rödd, rík og há, ljúf og laðandi, er ljóði hverjum Islending í eyra með unaðshreim Jónasar: “Ástkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegra! blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svan- hvítu; móðurmálið mitt góða, milda og ríka, orð áttu enn eins og forðum, mér yndið að veita.” Meðlimir íslenzkra félaga! Takið eftir: Hreyfið þessu máli á fundum yðar og leggið fram yðar skerf í hina sameiginlegu hljómbylgju, er í vorblæn- um léiki um hvert vestrænt Islands bam. Nú er hin æskilega tíð! Þjóðrækinn. Bréf frá Belgíu. Belgíu, 5. des. 1918. Kæra Heimskringlal Eg var fyrir skömmu staddur í smóþorpi emu, er Mormont heit- hr. Eg var úrvinda af þreytu, e-ft- ir erfiSi dagsins, því herdeild mín er á langri og erfiSri göngu, al'a leiS frá Mons í Belgíu til Þýzka- lands. ViS förum margar mílur dag hvem, um aurblauta vegi, því TÍgningar eru tíSar um þetta leyti órs í Belgíu. Sitt af hverju gerist, sem uppfjörgar okkur strákana, en þetta kvöld uppfjörgaSi ÞaS mig meira en alt annaS, aS fá 2 eintök af Heimskringlu, meS kvæSi SigurSar frá Amarholti o. fl. góSu. Eg get nú sagt þér “í trúnaSi”, aS eg hefi í huga aS skrifa bók uro þetta ferSalag mitt, i er tími og aSrar ástæSur leyfa, en | núna vildi eg sýna lit á, aS eg er þér þakk*átur fyrir aS þú barSir á1 dyr mínar þetta kvöld í þorpinu, meS þvi aS «krifa þér stutt bréf. Þú verSur aS taka viljann fyrir verkiS, þótt þaS verSi hvorki langt né skemtilegt, því eg er lú- inn og löng gangá fyrir hendi á morgun. Eg gæti nú sagt þér frá ýmsu, sem drifiS hefir á dagana síSustu mánuSi. Eg gæti sagt þér frá ó-, yndisdögum vestur í Ontario í sumar sem leiS, frá lífinu í tjöld-l unum og ýmsu öSru. Eg gæti sagt þér hvaS í huga minn kom, eT egl sigldi niSur St. Lawrence fljótiS og ferSinni yfir hafiS, fra þvi sem eg sá á Englandi, fru Lundunaför o. fl. Eg gaeti líka sagt þér frá SENDIÐ EFTIR Okeypis Premíuskrá yfir VERÐMÆTA MUNI ROYAL CROWN SOAPS, Ltd. •64 Main St. Winnipsg þessum fáu dögum, sem eg dvaldi í þessu landi og Frakklandi, áSur en samiS var um vopnahléS, en a't þetta verSur aS bíSa betri tíma. I þetta sinn ætla eg aS sýna lit á, aS skrifa fá orS um þaS, sem eg hefi séS á göngunni yfir þetta fallega land, sem margur góSur drengur vestra gat ei séS: “viSjum reyrSa og meiSslum marSa, marglega þjáSa — og fá ei bjargaS”— og því gáfu líf sitt, — þaS bezta, sem þeir áttu. Eg ætla ekki aS skrifa um hrun- in hús og brend, né um svívirtar konur og meidd börn. Eg ætla aS skrifa fáein orS um brosandi andlit. Eg geri þaS vegna þess, aS nú hefir gleSm sjálf haldiS inn- reiS sína í þetta land. Allir brosa. Menn og konur og börn brosa. Eg hefi engan mann eSa konu séS eSa heyrt hlægja hátt. ÞaS, sem liSiS er, var svo sárt og ömurlegt, hugsa eg. En allir brosa. Því frelsiS og blessun friSarins ríkir nú í þessu landi. Þegar viS för- um belgisku þorpin, reka ungu stúlkurnar varirnar aS vöngum okkar, aldraSir menn standa meS hattinn í hendinni, á meSan viS göngum frarn hjá og blessuS bömin teygja sig upp til þess aS reyna aS klappa okkur. Og aS svara, brosa, þó þaS sé oft meS tárin í augunum. Alt er flöggum skreytt og allar dyr standa hermönnum opnar. “Vive le Canada” er á hvers manns vör- um. Smábömum, sem ekki meira en svo kunna aS tala, hefir veriS kent aS segja þaS. Al'ir biSja um “Souvenir” í minningar skyni. Hér um bil allar ungar stúlkur hafa náS í “Canada badges” eSa "Maple Leaf badges”. Nafn Can- ada er blessaS í þessu landi. Því er öllum svo kært aS bera þessar málm-plötur, sem nafniS Canada er greypt í, því þeir vita þaS allir hér, 'hvaS Canadamenn hafa lagt í sölumar. Þeir hafa nú heyrt um Vimy Ridge og vita, aS Canada- menn tóku Denein, voru fyrstir í Cambrai og Mons. Þeir vita, hvaS þeir hafa lagt í sö'urnar. ViS og viS mætum viS hópum af .hermönnum, sem hafa veriS fangar í Þýzkalandi. Þeir eru ó- rakaSir og klæSi þeirra rifin. AS hungriS hefir kvaliS þá, er auS- séS. En þeir brosa líka. Allir brosa. — Og seinast, en ekki sízt: Her- deildirnar, sem eru á leiSinni til Þýzkalands, eru ein brosandi hers- ing. Þeir brosa, því nú er þessu starfi nær lokiS. Þeir brosa, því aldrei framar verSa þeir aS sofa á köldum aurnum, í daunillum kjöl'urum hmndra húsa. Þeir brosa, því aldrei framar munu þeir líta félaga sína falla í 'hópum og líSa meiri kvalir en nokkur penni fær málaS. Þeir brosa, því aldr- ei framar munu þeir liggja særSir á vígveUinum, án vatns og hjukr- unar. Þeir brosa,- því réttlætiS hefir sigraS og frelsiS er aftur orS- iS eign hinna undirokuSu. Þeir brosa, því þeir bmgSust ekki skyldu sinni. Þeir brosa, því þeir hafa sýnt, aS þeir voru menn. Þeir brosa af gleSi yfir því, aS þar sem sóknin var hörSust, og létu sig ekki. En þeir brosa líka, því nú er því lokiS, og mun enginn lá þeim þaS. En þeir brosa líka af öSrum orsökum. Þeir geta bráSum kom- iS heim. Heim, heim! 1 þessu fallega orSi býr svo mikiS. Margra ára söknuSur og þrá — og vonin — nú vissan — aS fá aS sjá aflur kynjaland sléttulandsins — þar sem “reyki Ieggur beint frá bæj- um” og hjörtu þeirra, sem eru þeim kærstir, hafa beSiS meS von og ótta þeirra drengja, sem nú eru 'kohmir og — aS koma. ViS sofum nú í góSum húsum, aS jafnaSi. Á kvö'din eru eldar kveyktir. ViS sitjum og vermum olkkur og v^S brosum, því viS erum aS hugsa og tala um þaS, sem felstíí orSinu heim. ÞaS er líka annaS orS, sem eg oft heyri á kvöldin viS eldana og þaS er fallegra en hitt. ÞaS er orSiS móSir. Hafi hermennimir nokk- uS lært hér, þá hafa þeir lært aS elska og virSa heimiliS sitt. Og er þaS fengur.hverjum manni. Nú, kæra Heimskringla, er pappírinn þrotrnn, en efniS ekki. En mig mun bera aS garSi þínum seinna. A. Th. —-----o------ Lenine í fangelsi. Frétt frá Kaupmannahöfn í síS- ustu viku segir Nikolai Lenine, æSsta ráSherra Bolshevik flokks- ins á Rússlandi, nýlega hafa veriS hneptan í varShald alf Leon Trot- zky, hermála- og sjóflotamála ráS- herra. Sé frétt sú sönn, hermir hún frá stórsögulegum atburSi. Þessir sjálfkjörnu leiStogar rúss- neskrar þjóSar hafa haft öll æSstu yfirráS þar í landi um langan tíma, og aS þeir nú snúast and- vígir hverir öSrum hlýtur aS hafa illar afleiSingar í för meS sér fyrir Bolsheviki flokkinn. Ósamkonlu- lagiS er sagt hafa orsakast af því, aS Lenine hafi viljaS koma á bandalagi milli Bolsheviki og Menseviki (minni hluta?) flokk- anna til stuSnings ýmsum umbót- um, er stjómin vill hrinda í fram- kvæmd. En Trotzky var slíku al- gerlega mótfallinn og greip til þess mikla valds, er hann 'hefir viS her- inn. Rostur í Berlín. Órjúfanlegt lögmál virSist þaS vera, aS uppreistir og blóSsúthell- ^ ingar fylgi hverju stríSi hjá þeim þjóSum, sem ósigur hafa beSiS. HvaS þetta snertir er sagan nú aS endurtaka sig á Þýzkalandi. Alt er þar nú aS fara í bál og brand og í höfuSborg landsins eru háS- ar blóSugar orustur aS heita má daglega. Uppreistarflokkur, sem ýmist er nefndur “Spartacus” eSa “Bolsheviki” flokkurinn, hefir haif- ist þar til handa gegn stjóminni undir fórustu Karls Liebknechts og um tíma virtist sem væri aS veTSa yfirsterkari. SögSu fréttimar þá uppreistarmenn hafa náS s.tómm hluta borgarinnar á sitt vald og aS hersveitir þeirra væm teknar aS bera sigur úr býtum í öllum viSureignum. En af síSustu fréttl um aS dæma virSist sem slíkt hafi eitthvaS veriS orSum aukiS. Frétt- ir þær segja Ebert-Scheidemann stjómina á góSum vegi aS bæla uppreistina niSur, bæSi í Berlín og eins öSrum borgum landsins þar róstur hafa átt sér staS. — Ein fréttin sagSi Karl Liebknecht dauSan, hefS hann falliS í götu- baraga, en áSur langt leiS, var frétt sú borin til baka og þá sagt hann hefSi aS eins særst en þó ekki hættulega. Sambandsbingið. TaliS er nú nokkurn veginn víst aS næsta sambandsþing verSi sett1 10. eSa 13. feb. næstkomandi. Sir Thomas White, sem forsætis ráS- herra sætiS skipar í fjarveru Bor- dens, tilkynti nýlega aS öll aSal- mát nú fyrir höndum og sem næsta þing myndi um fjalla frekar öSru, væru í sambandi viS upp- leysing hersins og viSreisn og endurbygging alls þess marga og mikla, sem aflaga hefir fariS hér í landi á hinum nýafstöSnu stríSs- tímum. SagSi hann mál þessi öll hafa veriS ræklega undirbúin fyr- ir þingiS. Frá |Elfros. Vér höfum veríS beSnir aS birta eftirfylgjandi yfirlýsingu, er samþýkt var á sveitarráSsfundi í Elfros þann 6. þ.m. Var yfirlýs- ing þessi lögS fyrir fundinn af sveitarráSsmanni lsfeld og sam- þykt eftir nokkrar umræSur. HafSi sveitarráSsstjóri áSur dreg- iS athygli fundarins aS afstöSu fylkisþingsins gagnvart tungu- mála kenslu í skólunum.— HljóS- ar yfirlýsingin á þessa leiS: “Þar sem sú yfirlýsing var sam- þykt af sveitarráSi voru, þann 9. des. síSastl., er lét í ljós þann vilja aS núverandi skólalögum fylkisins væri þannig breytt, aS enskan og enskan eingöngu væri kend eSa viShöfS sem íkenslumiSiIl í bama- skólum vorum, Og þar sem þaS er föst og á- kveSin sannfæring þessa sveitar- ráSs, aS slíkt sé vilji íbúa fylkisins yfir höfuS aS tala, Og þar sem afstaSa núverandi fylkisstjómar í Saskatchewan í sambandi viS þetta mál er andvíg vilja meiri hluta fylkisborgara og kenslumála embættismanna, Þess vegna lýsir sveitarráS vort yfir sterkri vanþóknun á afstöSu þeirri, er fylkisstjórnin núverandi hefir nýlega tekiS gagnvart þessu máli, og skoSar slíka afstöSu bæSi í bága viS vilja fólksins og hlunnindi fylkians.” Yfrlýsingin var samþykt í einu hljóSi. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON rithöfundur. GUÐMUNDUR MAGNUSSON ViS fráfall Guðmundar Magnússonar, eða “Jón Trausta”, á islenzka þjóðin á bak að sjá sönnu andans stórmenni, sem eftir sig skilur óafmáanleg “spor á sandi tímans”. Hann' hefir gefið þjóð sinni þær gjafir, sem henni eru ómetanlega mikils virði og sem ætíð munu geyma minningu hans. Sem söguskáld hefir Jón Trausti óefað komist lengst allra á bók- mentasviði íslenzkrar þjóðar; yfirgripsmeiri eða efnisríkari sögur en hans hefir enginn íslenzkur rithöfundur samið, jafn- vel þó í stöku stað finnist lítt heflaðar setningar eða form- gallar. Slíkt eru að eins smámunir í samanburði við kostina og yfir heila tekið eru sögur hans þau listaverk, sem íslenzkan bókmenta akur munu jafnan fegra og prýða.-------------Eftirfylgj- andi ritgerð um Jón Trausta, lífskjör hans og lífsstarf, birtist nýlega í Lögréttu, og þar sem hún er auðsýnilega rituð af manni, sem vel hefir þekt til hins látna, finst oss hún fyllilega verðskulda að koma fyrir augu sem flestra íslendinga.—Ritst. Þunghögg og stórhögg hefir hún veriS, pestin, sem geisað hef- ir hér eins og grenjandi ljón, und- anfariS. jMarga hefir hún Iagt aS velli mæta menn og merka, þá er íslenzk þjóS tregar meS tárum. Þó hygg eg, aS einskis þeirra á- gætismanna sé jafn-mikiS og jafn- alment saknaS og GuSmundar Magnússonar, eSa Jóns Trausta, eins og hann hefir kallíist í hópi íslenzkra sagnaðkálda. Varla mun sá lslendingur, fullvita og yfir blá- bernsku, aS GuSmundur háfi ekki einhvem tíma hrifiS hann til ó- gleymis meS orSum sínum; flesta oft og mörgum sinnum. G. M. veiktist af inflúenzunni föstudaginn 8. þ.m., og ekki mjög þungt. HafSi þó alt af allmikinn hita. En áSur langt leiS tók hann lungnabólgu og þyngdi þá mjög. Hann dó s.l. mánudag, 28. nóv., kl. 2 e.h., og hafSi þá veriS rænu- laus frá kvöldinu fyrir. GuSmundur Magnússon fædd- m isrt 12. febrúar .1873 á nyrsta bæ á landinu, Rifi á Melrakka- sléttu í NorSur Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru GuSbjörg GuSmundsdóttir og Magnús Magnússon, húsmenskuhjón á Rifi. Ólst GuSmundur upp meS þeim þar og á Hrauntanga á AxarfjarS- arheiSi, til þess er hann var fimm ára, en þá dó faSir hans. Efni voru engin fyrir hendi. RéSst því ekkjan í vinnumensku, en bömin fimm aS tölu, fóru á sveitina. GuSmundur lenti hjá Jóni SigurSs- syni, er þá bjó í Skinnalóni; þar var hann fimm árin næstu. Þá giftist móSir hans annaS sinn, Hólmkatli Jónásyni. Reistu þau bú í Núpskötlu viS RauSanúp. Fór GuSmundur þangaS til þeirra og dvaldi hjá þeim til þess er hann var 16 ára. Margar voru minningar G. M. ekki sem fegurstar frá fjrrstu æfi- ámnum. Hvem vetur hafSi hann t.d. kuldabólgu á höndum og fót- um og duttu á sár (“kuldapoll- ar“). Kotalýsingarnar í HeiSar- býlissögunum eru reistar á minn- ingum frá þeim árum. Seint gekk GuSmundi kvemám- iS. Hugur hans var allur viS fom- sögurnar og “Þúsund og eina nótt, ’ og öll kvæSi lærSi hann, þau er hann náSi í. Lítt var hann vinnugefinn í bemsku—var kall- aSur latur. Enda er þaS algengt um þá unglinga, sem mikiS býr í, en engra fá aS njóta beztu hæfi- leika sinna. Fermingu náSi hann þó, og fór aS henni lokinni út í líf- iS — til þess aS bjarga sér á eigin spýtur. Tvö ár var hann vinnumaSur nyrSra. En í leysingum voriS 1 89 1 fór hann fótgangandi austur á MjóafjörS og bar alla eigu sína á bakinu. Þar var hann hálft ann- aS ár til ðjóróSra. Eftir þaS réSst hann til prentnáms hjá Skafta rít- stjóra Jósefssyni á SeySisfirSi. PrentiSn stundaSi hann þar og í Reykjavík (sumariS 1895), sam- fleytt hálft fjórSa ár. Fyrri hluta sumars 1896 ferSaSist hann um nyrSra meS Daniel Bruun, en fór í ágúst til Khafnar og dvaldi þar tvö ár. Um þá dvöl segir hann: “Eg barSist þar mínar 9—10 stundir á dag v i 8 hungriS, en þaS, sem þá var afgangs dagsins, f y r i r hugsjónum mínum. Fyr- nefnda baráttan gekk illa — hin síSamefnda skár.” SumariS 1898 kom G. M. hehn aftur, og dvaldi á Akureyri trl hausts, og giftist þá GuSrúnu Sig- urSardóttur trésmiSs Pétursson ar, systur Kristjáns, er Iengi var verzlunarstjóri Höepfnersverzlun- (PrAmlh. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.