Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAt, ClíOWH Sendit! eítir verSlista til Royal Crown Soap Ltd., 654 Main St. Winnipegf. VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAU, CROWN SenditS eftlr vertílista til Royal Crown Soap Litd., 654 Main St. Winnipegr. XXXVIII. ARGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 20. ÁG\ÚOT. 1924. NÚÍMER 47. CANADA Veitingahús hér í Winnipeg hafa greitt $24.800 I sektir síðan 1. janúar 1 vetur, fyrir brot á móti vínsölulögunum. Eitt veitingahús sektað sjö sinnum, annað fimm sinnum og tvö fjórum sinnum. l>rír veitingahúseigendur hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. , Kuldatíð hefir verið hér í Canada sem víðast annarstaðar á norður- helmingi jarðarinnar. Frosið hefir á nóttunni vestan frá Yorkton, Sask. og að Swan River, Man. Frostin hafa l>ó verið væg, og ekki fullvíst um hvert þau hafa gert skaða til muna. Er nú vonandi hið versta búið, því nú er óðumi að hitna í veðri og uppskera fyrir höndum. Eandbúnaðarráðuneytið í Mani- toba hefir nú sent út endanlega skýrslu um flatarmál sáðlands í fylkinu þetta ár. Nemur það 6.399. D34 ekrum, til jafnaðar við 6.383. 678 ekrum í fyrra. Sánar hveiti- ekrur eru um 15% minni, en í fyrra, en flax hefir verið sáð meira en tvöfalt á við það sem gert var í fyrra. Bændur eru taldir 51500 í öllu fylkinu og koma þvf rúmar 120 ekrur á mann. Einn af fyrverandi borgurum Winnipegbæjar, Edwin R, Seott, sem nú býr í Detroit þykist nú hafa fundið upp nýjan helgeisla, miklu sterkari en þann er enski upp fyndingamaðurinn Grindell M)att- hews þykist hafa fundið. Segist Scott hafa reynt helgeislann á rott- um, hundum, og síðast á stórgrip um og steindrepi hann alt er fyrir honum verði á feikna stóru svæði. — Maklar eru framfarimar í heiminum. Hinir brezku vísindamenn er fund hafa átt með sér að Toronto und- Janfarna daga, koma hingað til Winnipeg í dag. Heldur borgin og fylkið þeim veizlu í þinghúsinu i kvöld. Um 100 stærðfræðingar er stærðfræðingafundinn hafa setið í Toronto, slást með í förina, og ! töluvert af vísindamönnum úr Bandaríkjunum. Ymsir þessara manna eru heimisfrægir vísinda- inenn, og hefir Winnipeg sjaldan I eða aldrei fyr fagnað jafnágætum hóp manna. Hér í Winnipeg verður stofnað til heljarmikils læknafundar þ. 2. september næstkomandi. Um 350 meðlimir “American College of Surgeons”, koma þá saman hér, og ýmsir frægustu* læknar þessarar álfu taka þátt í fundinum. Fyrir- lestrar verða haldnir hér í spítölun. um meðan fundurinn stendur yfir, um meðferð og fyrirbyggingu ýmjsra sjúkdóma. Búist er við að þingið í Mani- toba verði sett annaðhvert 27. nóvember, eða 4. desember næst- komandi. Eitt af því er fyrst ligg- ur fyrir þinginu eru umbætur á vínsölulögum fylkisins. Hingað hefir borist sú fregn frá Englandi, að fjöldi manna mjuni þaðan hingað koma á næstunni, sökum hins mikla atvinnuleysis, er jafnt og stöðugt háir Englandi. Er og sagt, að enska stjórnin muni alt vilja gera til þess að létta undir með mönnum er til nýlendanna vilja nú flytja sig, sérstaklega Canada. Uátinn er nýlega senator Joseph Bolduc, er fyrrum var forseti öld- ungaráðsdeildar þingsins í Ottawa Fór jarðarför hans fram í gærdag, að viðstöddu miklu fjölmenni, og var þar viðstaddur fulltrúi, af hendi sambandsstjórnarinnar. Önnur lönd. Frá Kansas City M,o. er símað, að verkfræðingar, er sá bær hefir feng- ið til að rannsaka reikningsfærslu Thomasar Kelly, — þess er rnestan orðstír gat sér hér í Winnipeg um árið,, — viðvíkjandi skolpræsa byggingu, er hann tókst þar á hend- ur, fullyrði að hann og félagi hans Dennis hafi stolið af bænum um 150, OOC dölum. Kaupsamningurinn um skolpræsin nam $2,453,749.50. Á nú að höfða mál móti þeim félögum, en Kelly er allur á bak og burt, “einhversstaðar í Californíu”. Yerkainannafélögin armerísku ætla að styðja La Follette til for- setakosningar. Hefir Samúel Gom. pers, formaður þeirra nýlega orð að þá fyrirætlun þannig: “Við ætl- uin að gera alt, sem f okkar valdi stendur, til þess að kjósa La Follette og Wheeler. Við höfum trú á því, að samvizka amerísku þjóðarinnar, sé nú vöknuð til fullr- ar njeðvitundar um, að nýju lífsfjöri verði að veita inn í stjórnarfar vort, og að þjóðlíf vort verði yfirleitt að grundvallast á nýju siðferðislög- máli. — ; s ; Frá London er símað, að Grey, vísi greifi af Falloden hafi sagt af sér, sem formaður Liberala flokksins á Englandi. — Grey lávarður var ut- anríkisráðherra Breta, 1914, sem kunnugt er, og einn af merkustu stjórmálamönum Breta. Mijög hljótt hefir verið um hann eftir að As- quiths ráðuneytið fór frá völdum. Hann er nú 63 ára gamall. Frá Reykjavík er símað 19. þ. m., að báðar amerísku flugvélarnar, sem ]>aðan ætluðu á mánudaginn til Grænlands skemldust, er þær voru settar á stað, sökum þess að þær voru ofhlaðnar af olíu. Flug- mennirnir verða því að bíða, þar til skipið Richmond nær til Rvíkur, en það hefir meðferðis öll nauðsynleg áhöld og efni til viðgerðar. Er búist við að þeir geti lagt á stað á fimtudag eða föstudag. — Næsti á- fangi er að Frederiksdal á Græn- landi, en þangað er 825 enskra mílna loftferð, og er það á suður- odda Grænlands. Ætluðu þeir sér í fyrstu að lenda við Angmasalik á austurströndinni, en urðu að hætta við sökum þess hvað ísinn liggur þétt að landi. Frá Alexandríu í Egyptalandi er símað, að róstusamit sé í Soudan, sem stendur, og er jafnvel búist við alvarlegu uppþoti. Hefir lengi þótt agasámt þar um sveitirf. Er Allen- by lávarður, hershöfðinginn frægi, sem óðast að flýta för sinni suður til Khartoum, þar sem Gordon var myrtur 1885. Frá Capetown í Suður-Afríku er símað 16. þ. m., að Hertzog forsæt- isráðherra hafi stungið upp á þvf, að Suðvestur Afríku, er Þjóðverjar áttu fyrir stríðið mikla, en sem nú er í varðveizlu Englendinga, skuli nú veitt sjálfsstjórn á sama grund- velli og Suður-Afríka hefir. Fréttir um nýja uppreisn eða I uppþot berast enn frá Brasilíu. í þetta skifti er uppþotið í því héraði er framleiðir mest toglegur (rubb- er), og eru þau lönd að mestu leyti 1 höndum amerískra auðkýfinga. Líkist þessi Brasilíu-uppreisn meir og meir Mexicouppreisninni í vet- ur, er stofnað var til af lendum mönnum þar í samráði við ameríska auðkýfinga. Frá London er símað 16. þ. irt., að |samkomu,lag sé nú komið á milli bandamanna og Þjóðverja um ■það, að Frakkar og Belgir skuli vera búnir að rýma rýma Ruhr-héraðið að fullu 15. ágúst 1925. Sömuleiðis hafa þeir samþykt að rýma allar aðrar borgir og héruð, er þeir nú hafa setið í, og þeim ekki var leyft að hafa samkvæmt Versaillesfriðn- um. Þýzku sendimennirnir hafa nú samþykt að ganga að tillögum Dawes-McKenna og virðist nú blása byrlega f Evrópu í bili, en vafasamt er að þeir geti haldið þá •skilmála, eða jafnve] ætla sér að gera það. Að saman gekk að lok- um með Bandamönnum og Þjóð- verjum, þakka allir fyrst og fremst McDonald, viturlegum og góðgjörn. um tillögum hans, stillingu og þol- inmæði. Herriot var illa bundinn á klafann heimanað og er búist við árás á hann frá hervaldssinnum, en frjálsiyndir menn hafa mikinn viðbúnað að fagna honum. U r vesturbygðum. Ekki get ég skilið í öðru en a 'L fleirum en mér hafi komið það undarlega fyrir sjónir, að ekkert skuli hafa verið minst á í blöðun- um samkomu þá er Quill Lake söfnuður hált í Wynyard, þriðju- dagskvöldið 6. ágúst. Held ég þó, að ekki hafi menn hér um slóðir átt kost á að heyra annað eins af hálfu ísiendinga áður. Ekki hefði það heldur átt að skaða, að lög- in er þar voru sungin eftir vestur- fslenzku tónskáldin Stgr. Hall og Björgvin Guðmundsson voru alveg ný. Það er mikið áhugaleysi að enginn héðan skuli hafa á þetta minst eða þakkað söngfólkinu. Viðstaddur. Breytiþróunarkenning “Lögbergs”. Þá er nú “Lögberg” komið á móti breytiþróunarkenningunni, sem vís. indaheimurinn hefir viðurkent um síðastliðna hálfa öld. Það gerir ekki endamjótt við ályktanir seytj- ándu aldarinnar. Sennilega verður ekki mikið eftir af þeirri kenningu um það að ritstj. lýkur máli, jafn fióður maður og djúpsær. Þá er “Lögberg” eitthvað að am- ast við öpunuiu. Oft sannast hið fornkveðna: “frændur eru frænd- um verstir”. * * * Ur bænum. Á föstudagskvöldið 8 þ. m., setti umboðsmaður st. “Heklu”, H. GMslason eftirfylgjandi meðlimi í embætti: F. Æ. T. — Jón Marteinsson, Æ. T. — Sumarliði Mathew, V. T. — Aðalbj. Guðmundsson, R, — Árni Goodmann. A. R. — Joh. Tli. Beck, F. R. — Bergsveinn M, Long, G. — Jóhann Vigfússon, K. — Sigríður Jakobson, D. — Sigríður Patterson, A. D. — Stefanía Sigurðsson, V. — Guðm. K. Jónatansson. Þórarinn B. Þorláksson, listmálari. Hann var fæddur aað Undirfelli I Vatnsdal, 14. febrúar, 1867, sonur Þorláks prests Stefánssonar og konu lians Sigurbjargar Jónsdóttur fPéturssonar prests að Höiskulds- stöðuin. Móðir Sigurbjargar var Elfasbet Björnsdóttir prests að BóLstaðarhlíð. Þórarinn var yngstur 10 bræðra, er upp komust, og ólst upp hjá for- eldrum sínum* þar til faðir hans andaðist 1872. Þá fluttist hann á- samt móður sinni til Björns bróð- ur síns að Stafholti í Borgarfirði. Vorið 1885 réðst hann til bókbands- náms hjá Halldóri Þórðarsyni bók bindara f Reykjavík, og stundaði námfð hjá honum í 2 ár. Vorið 1887 setti Björn heitinn Jónsson, þáver- andi prentsmiðjueigandi og rit- sljóri ísafoldar á stofn bókbands- vinnustofu, og varð það þá að sam, komulagi milli hans og H. Þ., að Þórarinn fór til Bj. J., og mun hann þá þégar hafa tekið við forstöðu vinnustofunnar. Litlu síðar fór hann utan til þess að fullkomna sig í þessari handiðn, og dvaldi nokkra mánuði í Kaupmannahöfn. Veitti hann síðan vinnustofu Bj. J. for- stöðu til 1895. Hann var prýðilega vel að sér í handiðn sinni, og eink- anlega fór honum svo vel úr hendi, að gylla á bækur, að ekki munu aðrir hafa betur gert hér í bæ sfðan. Um 1890 fór Þórarinn að fást við dráttli.st í tómstundum sínum, til- sagnarlaust, í fyrstu. Hann byrjaði á því að teikna andlitsmyndir með biýanti eða svartkrft, stækkaðar eftir ljósmyndum, og með elju og þrautsegju náði hann furðu fljótt talsverðri leikni í þessu. Litlu síð. ar fór hann að fást við málun, og tók þar einnig furðanlegum fram- förum. Einhverrar dálítillar til- sagnar mun hann hafa notið hjá frú Þóru Thoroddsen. Á alþingi 1895, var honum veittur lítilfjörlegUr styrkur til utanfarar til að fuilkomnast í málaralist, og fór hann til Khafnar haustið 1895 og tók að stunda nám á listaháskól- anurn (Kunstakademiet). Það var strangur skóli, og gerði einkanlega mjög miklar kröfur til fullkominn- ar þekkingar og leikni í dráttlist áður en nemendur fengju að taka l>átt f málunarnámi efri deildanna og voru þeir fáir, sem höfðu þolin- mæði til að ganga þá braut eftir setturn regium. Þórarinn stundaði námið af mesta kappi, og náði á skólanum þeirri fullkoirínun í drátt- list, sem síðan varð traust undir- staða undir málaralist hans. En í málarlistinni naut hann kenslu hjá Harald Foss, sem þá var rneðal fremstu listmálara í Danmörku, og þótti bera af öllum öðrum í því hve nákvæmlega og snyrtilega hann gekk frá málverkum sfnum, og í þeim efnum var hann einnig strang. ur við nemendur sína. — Kennara þennan valdi Þórarinn sér sjálfur, og gerði það vitanlega vegna þess að nákvæmnin og áferðarfegurðin voru einmitt að hans eigin skapi. Yið námið dvaldi hann til 1902. oft við þröngan kost, en fluttist síðan til Reykjavíkur, og kvæntist 1903 iSigríði Snæbjairnardóttur kaup- manns Þorvaldssonar, frændkonu sinni af Bólstaðarhlíðarætt. Eftir að Þórarinn settist aftur að í Reykjavík, stundaði hann jöfnum höndum málaralistina og kenslu í dráttlist. Þegar Iðnskól- inn var stofnaður árið 1904, gerðist hann teiknikennari, og sfðar for- stöðumaður skólans frá 1916 til 1923. Einnig kendi hann teiknun í öðrum skólum og þótti ágætur kcnnari. Bóka. og pappírsverzlun rak hann einnig hin síðari árin. Hann átti góðan þátt í stofnun List- vinafélagsins, og var í stjórn þess frá upphafi og formaöur þess um eitt skeið. Það er eigi mitt meðfæri, að lcggja fullgildan dóm á málaralist Þórarins. Haifh málaði einkum landlagsmyndir, og er það mltt álit — og margra annara leikmanna í þessum efnum, sem eg veit um — að honum hafi tekist bezt allra mál ara vorra að sýna sumarblíðu ís- lenzkrar náttúru á myndum sínum. Hann varði miklum tíma til at- vinnustarfa sinna, og var þess vegna ekki eins afkastamikill á m,ál. verkagerö og sumir samtíðamenn hans, mjálaði einungis fáar myndir á ári hverju síðari hluta lista- mannsæfi sinnar. Þær stundir, sem hann gat varið til málverkagerðar vorff ánægju- og hvíldarstundir hans frá daglegum störfum, o'g bygg eg að þetta hafi átt sinn þátt í því, að halda listgáfu hans full- komilega fölskvalausri til síðustu stundar. Ætla eg að ýmsir aðrir af listamönnum vorum og listamanna efnum mættu að ósekju taka sér lífsferil hans til fyrirmyndar að þessu leyti. Málverk hans féllu mönnum svo vel í geð, að öll síðari árin mátti svo heita, að hver mynd eftir hann væri seld jafnskjótt og hann hafði lokið við hana. Hann dvaldi nokkurn tíma á hverju sumri upp í sveitum, einkum í Borgarfirði, I^ingvaíllasveit og Laugardal, og eru flestar landlags- myndir hans frá síðari árum úr þessum sveitum. Fyrir skemstu hafði hann gert sér einkennilegan og einkar smekklegan sumárbú- stað hjá Laugarvatni í Laugardal, og þar andaðist hann að morgni 11. þ. m. Hafði hann kent hjarta- bilunar síðasta árið, en hafði þó fótavist jafnan og virtist vel hress til hins síðasta. Kona hans lifir hann ásamt 3 börnum, tveim dætrum uppkomn- um og einum syni í bernsku. Jón Þorláksson. (Morgunbl.). Frá Islandi. Hóla-dómkirkja. — Um þessar mundir er verið að gera við dómkirkjuna á Hólum í Hjaltadal. Eru veggirnir endur- bættir og kalkaðir að utan og þak- ið málað. Lætur fornminjavörður, framkvæma viðgerðina fyir fé, sem veitt var til hennar úr ríkissjóði. Hrökkvi féð til, vill hann ennfrem- ur gera ýmsar umbætur innan kirkj- unnar, svo sem að láta smíða að nýju milligerðina milli kórs og kirkju o. fl. Skrifað er hingað vestur úr Reykjavík, að Alþingi hafi unnið það stórvirki að afnema embætti það við Háskóla íslands, er pró- fessor, dr. Guðmundur Finnbogason hefir gegnt frá fyrstu. Dr. Guð- mundur hefir nú verið settur lands- skjalavörður, í stað dr. Jóns heitins Þorkelssonar, er lézt í vetur. Katrín Thoroddsen læknir er eini umsækjandinn um Flateyjarhérað. Hr. Emil Rokstad á Bjarmalandi hefir gefí einkennilega tilraun til silungaklaks í vor. Hann keypti í vetur um 4000 urriðahrogn í Noregi, og lét flytja hingað f deigum mosa. Þegar hingað kohi, bjó hann um hrognin í kjallara í húsi sínu, lagði þau þar í lítið trog og hafði malar- 'iag undir á botninum. Lét hann svo streyma vatn úr krana yfir hrogn- in, nætur og daga, en renslið var mjög lítið. Mátti heita, að hvert hrogn lifanði og nú eru seyðin að verða sjálfbjarga, þó að lítil séu enn, og verður þeim slept í lækjar- poll við Elliðavatn innan fárra daga og þaðan í sjálft vatnið, þegar þau stækka. Ekkert hefir hann gefið þeim, nema “blávatnið”, og eru þau þó hin sprækustu í troginu. Ef þau komast til fullorðins ára, og ná sama þroska sem kyn það í Noregi sem þau eru af komin, þá eiga þau að verða um 20 pund. — Rokstad hefir áður stundað silungaklak á Elliðavatni, og hefir veiði aukist stórlega í vatninu síðan hann eign- aðist þa'ð. Síðastliðin sumur hafa enskir botnvörpungar gert usla mikinn á grunnmiðjum við eyjarnar, í skjóli þess, að varðskipin eru norðan- lands. Einna verstu af lögbrjótum þessum vissu menn að var skipstjóri nokkur frá Hull, sem heitir Thomas Worthington. Hefir hann í suipar haldið uppteknum hætti og skafið grunnmiðin við Eyjar. Þóttu mönn. um þetta þungar búsifjar, því að með þessu tekur alveg fyrir smá- bátafiski á þeim slóðum, sem ann- ars eru beztu sumarfiskimið Eyja- manna. í gærkveldi mannaði hinn setti bæjarfógeti, Sigurður Sigurðsson frá Yigur, tvo mótorbáta, með úr- vali dugandi manna. Hafði hann sjálfur forustuna og fóru bátarnir svo vestiir fyrir eyjar, til þess að reyna að handsama lögbrjótana, Þegar á leið kveldið, kom botn- vörpungur og togaði ávalt nær og nær landi. Beið lögreglustjóri átekta, þar tii skipið var komið hálfa aðra sjó- mílu inn fyrir landhelgislínu. Réði hann þá skyndilega til uppgöngu og vissu skipsmenn ekki fyrri til, en þar var komið svo margt manna, að engri vörn varð við komið. Þetta var um miðnætti. Breitt hafði verið yfir nafn og númer skipsins, en við rannsókn kom í ljós, að skipið heitir Lord Kitchener, H. 345, en skipstjóri er Thomas Worthington, sá sem fyrr var nefndur. Eftir nokkurt þjark játaði skip- stjóri sekt sína, og fór með skipið til hafnar, að boði lögreðlustjóra, og verður málið dæmt í dag. iSkipið hafði mikinn afla, og ætl- aði að halda heimleiðis með morgni. Hér var oddviti fararinnar örugg- ur Annars hefði förin ekki tekist svo vel sem raun varð á. iSýnir þetta dæmi, eins og margt fleira, er mætti benda á, að hér er þess hin allra mesta þörf, að lögreglustjóri sé ötull og áræðinn, eins og núverandi lögreglustjóri hefir reynst, og alveg er það víst, að Eyjamenn mundu una því afar illa, ef honum yrði hnekt frá, þegar embættið verður veitt. Eyjamenn eru hinir glöðustu yf- ir töku þessa skipstjóra, svo mik- inn skaða hefir hann áður unnið þeim, og þykir betra að hafa náð honum einum en 10 öðrum. Hjónabönd. — Nýlega hafa verið gefin saman liér í bænum Guðrún Zoega (Geirsdóttir) og Magnús Jochumsson póstifulltrúl, Stefanía Guðjónsdóttir og Lárus Jóhannes- son lögfræðingur, Ása Briem (Sig- urðardóttir) og Jón Kjartansson ritstjóri, Einar bóndi Þorsteinsson frá Ytri Hrafnabjörgum og Guð- björg Snorradóttir frá Erpstöðum í Dalasýslu; séra Björn O. Björnsson í Ásum f Skaftártungu og frk. Guð- rfður Vigfúsdóttir frá Flögu. Sömu- leiðis Magnús Björnsson frá Lauf- ási við Eyjafjörð og frk. Dóra Mag- núsdóttir. Ennfr. Árni Pétursson kand. med. og frk. Kata Rósen- kranz.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.