Heimskringla - 09.04.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.04.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA - WINNIPEG, 9. APRÍL, 1930. »-------------—---------------- • Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK “Ó, Haraldur!’’ anzaði Edith, er hvarf öll feimni við geðshræringv hans og við sinn eigin ótta við klaustrið, og svaraði því rneð barnslegu fakleysi, þótt að víisu væri hún knúin af ást íullorðinnar konu: — “Betra, ó iangtum betra er að steykja inni líkama sinn en hjarta! í gröf minni gæti ég þó enn lifað fyrir þá sem ég elska; en á bak við klausturmúra mundi ástin sjálf verða hungurmorða. Já, <þú hefir meðaumkvun með mér Haraldur; systir þín, drottningin, er mild og góðgjöm; að fótum hennar vil ég varpa mér og segja — ‘Æskan er láfselsk og lífið fagurt: lát mig lifa æsku mína og lofa Guð í þeim heimi, er hann hefir séð að var harla góður!’’ “Ástkær Edith mín! hrópaði Haraldur, frá sér numinn. “Mæl þú svo. Lát eigi bifast; þau geta ekki, þau dirfast ekki að neyða þig! Lögin geta ekki rifið þig nauðuga á brott gegn vilja forráðanda þíns, Hildar; lagavit skortir mig að minnsta kosti ekki — og þar verður fá frændsemi okkar að minnsta kosti þín blessun, þótt hún verði mér banvæn.’’ “Hví mælir þú svo Haraldur, að frænd- semi okkar sé þér banvæn? Sæl er ég þess, að geta bústað að sjálfri mér: — Haraldur er ættborinn frændi þinn, þótt fjarskyldur sé, og því er eðlilegt, að þú fagnir frægðargengi hans og gleðjist í návist hans!’ Hversvegna ert þú þess vesall, er mig kætir mest?” “Af því,’’ svaraði Haraldur, og lét lausan armlegg hennar pg krosslagði sorgbitinn arma á brjósti sér, “að ef eigi stæði sú frændsemi á vegi okkar, þá myndi ég við þig segja:— íEdith, ég ann þér meira en bróðir. Tak mig sem bónda þinn, Edith!’ Og ef ég mælti svo. og ef við byndumst tryggðum, þá myndu allir saxneskir klerkar fóma höndum í hryllini, og bannsyngja hjúskap okkar, og ég myndi bann- sunginn verða af flagðinu mikla, kirkjunni; hús mitt nötra sem strá í stormi, og faðir minn, bræður mínir; þegnar og höfðingjar: ábótar og prélátar, sem eru stoð vor og stytta, flykkjast að mér með hótunum og bænum um að selja þig af hendi. En jafn voldugur og ég er nú var eitt sinn Sveinn bróðir minn. Og svo sem Sveinn er nú útlægur, svo piyndi ég og útlægur verða. En ef ég er útíægur ger, hvar er þá brjóst svo breitt, að fyllt verði það skarð, er autt stæði að mér gengnum í varnar- garði Englands? Og þá mætti svo fara, að þær ástríður er ég nú beizla sem baldinn hest, slitu af sér taumhaldið, svo að ég, fullviss um réttan málstað í einlægni minni, geystist með gunnfánum og hervoðum gegn kirkjunni, frændum mínum og föðurlandi, svo að blóð landsmanna minna félli sem elfur > fossum. Og þessvegnahlýt ég ánauðugur þræll að lifa í þeim lyginnar viðjum, er ég fyrirlít af ölla hjarta, og má eigi segja þeirri meyju er ég ann: — ‘Gef mér hægri hönd þína, sem húsfreyja mín!’ ” Edith hafði hlýtt á mál hans í forviða ör- væntingu, og einblínt á hann sem væri hún steinrunnin, þar sem hún stóð. En er hann hafði lokið máli sínu og gengið nokku rskref frá henni og snúið sér undan, til þess að hún skyldi eigi lesa angistina í hinum karlmannlega svip hans, þá hóf sig hið háleita eðli ástarinnar er ætíð skilur bezt það^sem göfugast er, þegar hún er auðmýkt, yfir allar þrár og harma hjart- ans. Hún rétti úr sér, gekk til hans og lagði mjúka hendi á hinar þreklegu herðar hans og sagði með meðaumkvunarblandinni lotningu:— “Aldrei hefi ég, Haraldur, áður séð þig slíkan; því eigi gæti ég unnað þér sem ég nú geri, og mun gera, unz gröfin býr mér frið, ef eigi ynnir þú Englandi meira en mér. Allt fram að þessari stundu var ég barn, Haraldur, og skildi eigi hvað mér bjó í hjarta. En nú er hjarta mitt sem opin bók, og ég sé að ég er fultvaxin kona. Nú óttast ég, Haraldur, eigi framar klaustrið, og eigi mun líf mitt visna — heldur mun það stækka og beina fluginu að einni þrá — að vera þess verð að biðja fyrir þér!” “Edith,” hrópaði Haraldur, fölur sem nár, “seg eigi að eigi óttist þú klaustrið. Eg særi þig, skipa þér, að reisa eigi á milli okkar þann eilífa, ógnstafandi vegg. Meðan þú ert frjáls, er eigi öll von úti — hilling ein, má vera, en þó allt um það von.” “Svo skal minn vilji, sem þinn,” sagði Edith auðmjúklega: “ráð þú svo fyrir framtíð minni, sem þér lízt bezt.” Hún treysti ekki lengur stilling sinni, og gekk snögglega á burt, til þess að dylja tárin, og skildi hann einan eftir við altarið og gröfina. V. KAPÍTULI Næsta dag, er Haraldur gekk til hallar konungs, í þeim erindum að sjá systur sína mætti faðir hans hönum í einum hallargang- inum, tók í hendi hans, alvarlegur á svip, og mælti: Son minn, áhyggjusamur er ég um þig og oss frændur; gakk með mér.” “Eigi má ég það, fyr en síðar,” anzaði jarlinn. . “Þvíað nú verð ég að sjá systur mína, áður en skriftafaðir hennar, munkar, eða aðrir lærðir menn, krefjast áheyrnar hennar!” “Engu skiftir það Haraldur, svaraði jarl stuttlega. “Dóttir mín er nú í bænhúsinu, og gefst oss nægur tími til veraldlegrar samræðu, áður en hún megi sjá þig, og prédika fyrir þér andlegri hluti, svo sem eru kraftaverkið síð- asta hins heilaga Albanusar, eða síðasti draumur konungs, er mikilmenni myndi vera og afreksmaður, ef hann væri jafn umsvifa- mikill í vöku sem svefni. Kom þú.” Haraldur hlýddi þegar, og fylgdi föður sínum inn í eitt hliðarherbergið. “Haraldur,” sagði Guðini jarl, er hann hafði vandlega lokáð dyrunum, “eigi mátt þú lengur láta konung halda þér hér í iðjuleysi og við gleðskap einan, því nú þurfa undirmenn þínir hvað mest þinnar forsjár. Veizt þú, að Austur-Englar þessir, ér vér Saxar nefnum svo enn, eru að mestu Danir og Norðmenn, afbrúðugir menn, grimmlundaðir or sjálfráðir, líkari Normönnum en Söxum . Allt mitt vald hefi ég hér í landi þegið af saxneskum mönn- um, — eigi síður fyrir þá sök, að ég er þeim samborinn, heldur en fyrir það, að ég hefi jafnan með viti sem vopnum, reynt að halda Dönum í hæfilegum skefjum. Og nú vil ég ségja þér, Haraldur, og biðja þig að taka varnað á, með því að þú átt að taka ríki eftir mig, að engi maður af ætt Guðina þarf að ætla sér, nema hann hafi forráð og yfirstjóm Engil-Dana, að halda ríki og forystu, er vér höfum unnið með tilstyrk Saxa. “Veit ég það vel, faðir, mælti Haraldur, “og hlægir mig að hugsa til þess, að þegar þessir frjálsbornu afreksmenn taka að blandast með sifjum hinum hóglátu Söxum, þá muni niðjar þeirra taka upp hraustlegri og drengi- legri siðu, en enn þekkjast vor á meðal. Guðini brosti við samþykkur, en um leið sveif áhyggjuský yfir svip hans og hin dökku sjáaldur hinna bláu augna hans þöndust út er hann tók aftur til máls: “Vel fer þér sonur minn; en hefir þú einnig leitt hug þinn að því, að meðan þú dvelst hér og hefst ekki að í hallargörðum þessum, innan um mannskræfur í munkakuflum, hefst Sigurður til tignar og valda í gegn oss og er hann nú talinn göfugastur höfðingi norðan Humru. Hefir þú hugleitt, að Álfrekur, keppinautur vor, hefir nú lagt undir sig alla Mersíu, og að Álgeir sonur hans, sem réð fyrir Wessex í brautveru minni, varð þar svo ást- sæll, að hefði ég verið lengur fjarvistum, mundu þeir hafa hylt hann til höfðdngja f minn stað — þannig er allri lýðhylli farið. Nú leita ég þíns liðsinnis, Haraldur, því að sorgmæddur gerist ég nú og hjálparþurfi; og þó ég beri harminn í hljóði fyrir öllum öðrum, þá leyni ég þig ekki því, að brjóst mitt var lostið banahöggi, er ég táraðist blóði yfir ásjónu Sveins, elsta sonar míns.” Öldung- urinn þagnaði snöggvast, titrandi af geðs- hræringu. “Þú einn, Haraldur, göfugi sveinn, stóðst mér við hlið í þingsalnum; þú, aleinn! Og á þeirri stundu blessaði ég þig yfir aðra sonu mína. En snúum oss nú að öðrum hlutum. Mér liggur nú á liðsinni, Haraldur. Fyrir þér vil ég rekja sundur vef fyrirætlana minna, og þá voð átt þú að lúka við, þegar mínar hendur eru orðnar stirðar og kaldar. Hrörna1- nýgróin þöll á þorpi, nema hlúi að henni skóg - urinn umhverfis. Þannig er um sérhverja nýja konungsætt, sem hefst til valda. Hún hlýtur að styðjast við öfluga liðveizlu og fylgi utanað frá. Hvar hefði nú verið komið hlut Guðina Úlfssonar, ef hann hefði ekki valið sér kvonfang af konungsætt knytlinga? ÞjóðrækDisþÍDgið Framhald frá 3. síðu B. B. Olson tók í sama streng. Kvað félagið t. d. réttlaust gagnvart. viðskiftamönnum sínum og skuldu- nautum, eins lengi og það væri 6- löggilt. Forseti benti á að mál þetta yrði að taka fyrir undir nýjum málum, og lagi því ekki loglega fyrir þinginu, nema samþykt væri að taka það á dagskrá. Arni Eggertsson lagði til að löggildingarmálið væri tekið á dag- skrá. Mrs. R. Davidsson studdi, en forseti varð þess eigi var, og spurði eftir stuðningu. Séra J. P. Sól- mundsson bað þá um orðið, en forseti ítrekaði fyrirspurn sína. Bar þetta allt að í einni svipan, og varð, nú þrátt nokkurt um fundarsköp. Skaut forseti máli sínu til þingsins, og fyigdi honum meiri hluti að málum. Var svo tillaga A. Eggertssonar sam- þykt. Guðrún Friðriksson lagði til að fresta löggildingar málinu þangað tiJ eftir hádegi. Ari Magnússon studdi Bréytingartillaga kom frá B. B. Olson að skipa nefnd í málið. Kristján Pálsson studdi. Var breytingartil- lagan samþykt. Nefndin: Arni Eggertson, Guðrún Friðriksson, O. S. Thorgeirsson. Næsta mál á dagskrá: Iþrótta- málið. Sigfús Halldórs frá Höfnum tók þá til máls fyrir hönd nýstofn- aðs íslenzks íþróttafélags í Winnipeg, er nefnir sig “Falcon Athletic and Recreation Association’’ (Iþróttafél- agið Fálkinn). Bað ræðumaður þingheim og alla Islendinga nær og fjær að leggja þessu iþróttafélagi það lið, er unt væri. Islenzku íþrótta- mennirnir ættu við örðugleika að etja, en fyrir frábæran áhuga vissra manna væri enn haldið í horfi um þetta góða og nytsama málefni. Guðjón S. Friðriksson lýsti að nokkru íþróttaviðleitni Selkirk-Islendinga. Taldi hann hafa haft lent mest í hnefaleikjum, og þótti ræðumanni það ótögur iþrótt. Sigfús Halldórs taldi hnefaleika hafa nokkuð til síns ágætis, og gerði samanburð á honum og ýmsum öðr- um íþróttum, er sættu almennri lýð- hylli. Annags, áleit hann að sjálf- sagt væri að Þjóðræknisfélagið veitti íþróttafélaginu hjálp, er því væri unt, án þess að gjöra nokkra takmörkun á verksviði félagsins að skilyrði. B. B. Olson hélt fram sömu skoðun. Asg. Bjarnason lagði til að skipuð yrði 5 manna nefnd í íþróttamálið. Th. J. Gíslason studdi. Samþykt. Nefndin: Ari G. Magnússon, S. Hall- dórs frá Höfnum, C. Thorláksson, Thorsteinn Oliver, Ragnar Stefáns- son. Þvinæst samþykt að fresta þing- störfum til kl. 2 síðdegis. (Framlhald) Léttara að baka dúnléttar kökur og eplaskífur úr 11 “Peningana til baka” ábyrgðin í hverjum poka H igiitn og Grímur Geit- skór Vestur-Islendinga Það eru nú bráðum tvö ár liðin síðan við komum til Winnipeg, sagði Hugi minn við mig í morgun. Hann heyrði einhvern skræk i jámbrautar- lestinni, sem þá var á förum héðan, í áttina til höfuðborgar Manitoba. Þrásamlega síðan við vorum þar á ferð hefir hann látið mig skilja það á sér, að sig langaði til að koma þangað aftur. Og skreppa þá til Gimli um leið, til að skoða útsýnið þaðan, yfir fyrsta landnám Islendinga sem hófst þ^r 1875. Hvað eftir annað hefir hann verið að ympra á þessu við mig, en ég hef jafnan diegið úr því og farið undan með hægðinni; vil nú helzt sitja kyr á skák minni og reykja pípustúfinn minn í næði og makindum. Þú mátt fara til Winnipeg og Gimli ef þú þykist eiga þangað brýnt erindi sagði ég, þú hefir lengi flakkgjarn verið og vilt helzt vera allra hreppa kvikindi, ég ætla að sitja heima ag bíða frétt- anna af ferðalagi þínu þar til þú kem- ur aftur. Enn þér er betra að hraða þér, ef þú ætlar að verða járnbrautarlestinni samferða. Eg ætla ekki með henni. sagði hann. Með hvaða farartækjum ferðu þá, spurði ég, ekki geturðu farið á bifreið núna um hávetur. Og þó væri að þú gætir það, þá væri það alt of kalt ferðalag fyrir þig gamlan og slitinn sagði ég. Eg ætla bara að rölta þennan spöl á tveimur jafnfljótum fyrst ég verð einn á ferð, ég ætla ekki að apa það eftir neinum að kaupa mér svefnleysi af járnbbrautarfélag- inu fyrir tvo dollara og sjötíu cent, eins og þú gerðir þegar þú fórst á þjóðræknisþingið sem haldið var í Winnipeg. Þú sem ekki ratar þvers- fótar þegar þú kemur þangað; það fyrsta sem að mætir þér þar verða lögregluþjónar sem taka þig fastan fyrir það að flækjast fyrir fólkinu þar á gangstéttunum, heyrðu það, sagði ég, þeir mega þá sannarlega kallast andskotans þjálfar að hlaupa, og hafa meira til sins ágætis enn ein- kennis fötin sín lögregluþjónarnir þar. ef þeir henda mig á fyrsta spretti, ekki sizt þegar þú hefir varað mig við þeim. Og komist ég klaklaust suður á Sargent Ave. þá vona ég að Lögberg og Heimskringla skjóti yfir mig skjólshúsum sínum, og svo nýrðu mér því um nasir, að ég rati ekki aársbreidd; ég rata þó hiklaust eftir öllu Sargent Ave. frá Goodtemplara salnum til skrifstofu Lögbergs og þaðan allan órann til kauphallarinn- ar hans Gunnlaugs Jóhannssonar og þaðan beint í þvervestur til Heims- kringlu, og svo til baka aftur sömu leið austur á horið móti Gunnlaugi. þaðan norður Simcoe stræti til Aðal- björns Jónassonar og Sigríðar dóttur þinnar. Hjá þeim verð ég að fá fylgd til Jóns míns Samsonar, þangað þori ég að koma þó Jón minn sé lög- IHSUI.ATING BUILDING BOARD Áður en þú byggir, kaupir, eða gerið við húsið þitt þá findu út hvernig TEN/TEST geTir húsið kalt á sumrum, hlítt á vetrum og þægilegt alt árið kring. Það sparar óheyrilega eldivið. TEN TEST er ódýrt fyrir gæðin, það er létt, sterkt og varanlegt. Finnið TEN/TEST agentipn, sem næst yður er, eða skrifið eftir bók frítt: “TEN/TEST and the most wonder- ful adventure in the world.” INTERNATIONAL FIBRE BOAItD Ltd. 1111 Beaver Hall Hill, Montreal Que. Western Distributors: LR. Dunn Lumber Co.Ltd. Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.