Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐSlDA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. JÚLl 1932. Hcintskringla (StofnuB 1889) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáSsmaður TH. PETURSSON «53 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKJNG PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIUSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Helmskringla” is publisbed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Umn. Telepbone: 86 537 WINNIPEG 6. JÚLl 1932. SKÓLAÁRINU LOKIÐ. Barnaskólar Manitobafylkis hættu etarfi, í bráðina, um hádegi s. I. fimtu- dag. Um 140,000 unglingar bundu sam- an bækur sínar og kvöddu kennara sína með biíðu eins og við má búast, en án þess þó að vanga þeirra vættu nokkur iðrunartár. Um 42,000 af börnum þessum eru í Winnipeborg og önnur 16,000 í umhverfi hennar. I bæjum út um fylkið og í sveit- unum, eru rúmlega 80,000 börn, sem skólakenslu nutu á árinu. Tala þessi nær aðeins til nemenda i barnaskólum og miðskólum, en ekki í æðri mentaskólum (Colleges) eða há- Skólanum (University of Manitoba). — Æskulýðsmentunin má því eflaust í góðu lagi heita, að þvi er snertir möguleika flestra barna í fylkinu, að öðlast barna- skóla og nokkra miðskólamentun. “Það er öðruvísi en þegar eg var að alast upp,’’ sagði gamail íslendingur, sem vér áttum tal við um þetta. “Já, en sigldi kálfur,’’ sögðum vér í gietni. En það áleit hann ekki sanngjarnan dóm, og vér höfðum ekkert á móti því að svo kynni að vera. Hvenær skólarnar taka aftur til starfa, er ekki ákveðið. VanaJega hefst skóla- árið 1. september í W’innipeg. En innan skólaráðsins eru nokkrir, sem líta svo á, að, nauðsyn beri til fjárhags vegna, að byrja ekki fyr en 1. október. Er oss nær að halda, að sú tillaga, frá fleiri hliðum skoðað, sé ekki nein fjarstæða. Skólafyrirkomulagið er, eða á að vera reist á “Kinder Garten’’ fyrirkomulaginu fræga. En þó þar sé gert ráð fyrir löng- um skólatíma, er ekki meiningin með því, að sex ára börn eigi að sitja eins og brúða á skólabekknum frá ki. 9 um morgna til kiukkan 4 eftir hádegi, dagiega í 10 mánuði. Þar er í þess stað gert ráð fyrir, að börnin leiki sér helming skóla- tímans úti, og þroskist með því líkam- lega eigi síður en andlega. Barninu er eins mikil þörf h'kamlegs þroska og heilsu á fyrstu uppvaxtarárunum, og andlegri fræðimensku. En af einhverri bandvitlausri aðdáun á mentun æskulýðsins í sjálfu sér, virðist sem þeim, er skólafyrirkomulaginu ráða, hafi alveg sést yfir, hvernig fara eigi að þessu, að menta æskuna. Og til þess að ná takmarkinu, virðist eiginiega flest hafa gleymst af aðalskilyrðum þess, nema að lengja skólabekkjartímann svo, að hann er nú orðinn mörgu barninu til andlegs og líkamlegs heiisdreps. Mentun æskulýðsins er að vorri hyggju í því tvennu fólgin, að fræða barnið um raunsannindi og vekja það til að hugsa. Lífið og sáiin í mentunnini, er hugsunin. En á skólabeknum hefir reynslan oft orðið sú, að hugsunin hefir verið svæfð, en námið mest iotið að því, að leggja fræðaformálur á minnið. Skilningurinn, sem segja má um eins og guðhræðsluna, að til margra hluta sé nauðsynlegur, hef- ir skipað hinn óæðri bekk við námið. Og afdrifin verða svo, ef til vill ósjaidan þau, er St. G. lýsir í vísunni: “Þeir koma svo skrítnir úr skólum! Já. skratti ertu fúll, ef þér stökk ekki bros.’’ Við það skal kannast, að mentamálin hafa aldrei verið neitt leikfang. Það hef- ir ávaJt verið erfitt að ráða fram úr þeim. Það hefir líklegast ekkert fyrir- komulag verið reynt, sem hægt er að segja um að hepnast hafi til hhtar. Og svo erfitt sem þetta hefir verið, verður það eflaust ennþá erfiðara hér eftir en nokkru sinni áður, vegna hinna hröðu breytinga, er heimurinn er háður. Við lifum í nýjum heimi upp aftur og aftur, á meðai mannsæfi — heimi, sem vísindin eru sí og æ að breyta. Fjörutíu og fimm ára gamlir menn muna eftir bæjum, sem ekki höfðu talsíma. Þrjátíu og fimm ára gamlir menn muna eftir bifreiðalaus- um götum. Tuttugu og fimm ára gamlir menn muna eftir þeim tímum, að loft- bátar svimuðu ekki yfir höfðúm manna. Fimtán ára stúika man eftir því, að frystiskápar voru ekki í eidhúsum. Árið 1827 var hraði járnbrautaiesta á Eng- landi 4 míiur á kJukkustund. Nú fara hraðlestir 90 míiur, mótorbátar yfir hundrað, bifreiðar 250, og loftbátar yfir 400 mílur á kiukkustund. Vísindin eru þannig sí og æ að breyta heiminum. Og með því breytast lífs- hættirnir. Það virðist 'ekki lengra síö- an en í gær, að hreyfimyndir fengu mál- ið. Útvarpið er svo ungt, að þeir sem 10 ár muna eftir sér, kunna sögu þess. Og svo er nú rétt í fæðingu uppgötvun- in sú, að sjá menn og staði (teievision) eins og hjá sér væri, hvar sem er á hnettinum. Og skaparinn einn veit, hvað margar fleiri uppgötvanir eru á næstu grösum. Við stöndum á öndinni bíðandi eftir því, hvað koma muni næst. Við getum enga hugmynd gert okkur um það. Og það er það, sem erfiðleik- unum veldur fyrir oss, hinum eldri, að búa börnin undir lífið í heiminum, sem fyrir þeim liggur að búa í og starfa. Hver getur sagt um, hvernig sá heimur muni verða? MJÓLKURSALAN í WINNIPEG Snurða einhver virðist hafa hlaupið á þráðinn með mjóikursöluna í Winnipeg. Síðastliðinn laugardag héldu 500 bændur úr nágrenninu við Winnipeg fund með sér, og var svo róstusamt á þeim fundi, að honum lauk með því, að þeir hótuðu að hætta að senda nokkurn dropa af mjólk tii bæjarins, ef verð mjólkur yrði ekki hækkað. Ástandið er því annað nú orðið, og útlhiið talsvert verra með mjólkursöiuna, en þegar K. N. kvað: “Þú, sem býrð í þurrabúi, þarft ei hót að vera smeikur, þeir bera til þín brúsa sína, bros á þeirra vörum leikur.’’ Það er ekki kostur hér, að skýra frá öllu, er fram fór á þessum fundi, en helztu atriðin eru, að því er vér fáum skihð, þessi: Verð á mjólk er orðið svo alvariega lágt, að ekki borgar sig fyrir bændur að framieiða hana. Kom fram á fundin- um, að meðaiverð til bænda er 93 cents fyrir 100 pund af mjólk eða 10 gallón. Verður það rúmt 2\'-i cent fyrir jjottinn; frá fVví dregst svo burðargjaid, er nemur 30 centum á 100 pundin eða % úr centi á pottinn. Eru bændur því að fá 1% cent fyrir pottinn, eða 7 cents fyrir gali- ónið. Þetta er óneitanlega óbjörgulegur at- vinnuvegur fyrir bændur. Vér spurðum tvö stærstu mjólkurfélög þessa bæjar um hvort þau hefðu nokkuð að athuga við þessa frétt af fundinum á verði á mjóik. Sögðu þau, að það eitt væri við hana að athuga, að hún sýndi verð á allri mjólk, er send væri til Winnipeg. En mikið af þeirri mjólk væri fram yfir það, sem samið væri um að kaupa. Kváðust félögin hafa greitt fram að þessu $1.40 fyrir hver 100 pund af mjólk, sem samið hefði verið um að kaupa, en auðvitað minna fyrir mjólk, er send hefði verið umfram ákveðna upphæð. Umsamið verð virðist nú vera 2% cent fyrir pottinn til bænda, að burðargjaldi og öllum kostnaði frá- dregnum. Mjólkurframleiðslan virðist hafa verið of mikil. En samt er það ekki hún, sem mestu tjóninu veldur. Hér í bænum hafa “cash and carry’’ búðirnar byrjað að selja mjólk á svo lágu verði, að fáheyrt er. Potturinn er seldur á 6 cents. Á því verði segjast mjólkurfélögin hér ekki geta selt mjólk. Þau segja kostnað sinn allan nema um það 6 centum, og hafa þau því selt mjólk sína IV2 til 2 centum meira pottinn. Af því leiðir, að þau hafa tapað um það helmingi af mjólkursölunni. Þau hafa rejnit að semja við “cash and carry’’ búð- irnar, um að setja ekki verið á mjólk MÁ ...f il ir • *. iú;:« J-.i'.r r ;.::i 1 * i ■:•’ v 1 :• svona lágt, en það hefir ekki fengist. Að vísu játa búðir þessar, að þær séu ekki að græða á sölunni. En hún er góð beita fyrir almenning, að sækja að þess- um búðum og selja honum þá um leið aðra vöru, sem meira er upp úr að hafa. Þessi samkepni er mjólkurfélögunum um megn, því þeirra ágóði verður allur að koma af mjólkursölunni. En kostnaður þeirra er margfalt meiri en búðanna, er nærri má geta, með á annað hundrað vagna hvert, til þess að flytja mjólkina um bæinn, ísvarða og ferska, hvert sem með hana er farið. Útbúnaður þeirra er nægur til að selja helmingi meiri mjólk en þau gera, án þess að kostnaður þeirra ykist nokkuð að mun. En nú hafa þau tapað svo miklu af sölunni, að þau segjast ekkert úr býtum bera, hvað lítið sem bændum sé greitt fyrir mjólkina. Þau segjast aðeins vera að bíða eftir því, að þessari samkepni linni. Nú segja ýmsir, að útbýtingarkostnað- ur mjólkur í Winnipeg, sé of hár hjá mjólkurfélögunum. Á fundinum var því haldið fram, að hjá samvinnufélögum þyrfti hann ekki að fara fram úr 4 cent- um. En reynslan er nú ekki fyrir þvi, og hæpið mun vera að það sé hægt, ef “cash and carry’’ búðir, með ekki meiri útbúnaði en þær hafa, eru ekkert að bera úr býtum með sölu sinni, sem þær segja að kosti sig 4 cents. Þær greiða bændum jafnt fyrir mjólkina og hin reglulegu mjólkurfélög. Einstaklingar, sem mjólk fiytja og selja um bæinn selja hana og dýrara en “cash and carry’’ búðirnr. Alt virðist því mæla með því, að lág- verð “cash and carry’’ búðanna sé ekki réttlætandi. En útbýtingarkostnaðinn var nefnd skipuð á þessum fundi af fylk- inu til að rannsaka, og fæst þá sönnun fyrir hvað sanngjarn útbýtingarkostnað- ur sé. Auðvitað hefir almenningur, sem mjólk kaupir í Winnipeg, og með hægu móti nær til “cash and carry’’ búðanna, ekk- ert út á lágverð þeirra að setja. En at- hugandi er, að það verður aldrei nema viss fjöldi íbúanna, sem mjólk sína sækir til þeirra. Aðrir vilja fá hana senda heirn til sín. En nú virðist sem mjólk hafi mjög hrörnað að gæðum við þetta lág- verð, og til þess að geta mætt því, hefir, að því er mörgum húsmæðrum virðist, mjólkin verið gerð úr dufti og ódýru smjöri. Mjóik er hægt að búa þannig til miklu kostarýrri, þó hún “testi’’ að fitu eins og fyrir er skipað. Lágverðið getur því étið sig upp, þegar til skjal- anna kemur. Og svo er eitt enn í sambandi við þetta mál. Er það heppilegt, að bændavara hér sé valin tii þess, að draga að sér við- skifti, og seld á svo lágu verði, að ekk' borgi sig að framleiða hana, meðan iðn- aðarvara, eða ef til vill bændavara úr öðru landi, er seld á háverði? Er það ekki athugavert fyrir framleiðsluna hér að henni sé þannig fórnað? Hér hefir verið reynt, að gera eins hlutlausa grein fyrir þessu máli, og oss er unt. Mjólkursalan hér er komin í ó- efni, ekki aðeins fyrir bændum, heldur einnig fyrir bæjarbúum. Og fram úr vandræðum hennar þarf að greiða. Er vonandi að það verði gert áður en svo er komið, að mjólk verði hér ófáanleg, eins og auðveldlega getur rekið að, þar sem sú hætta vofir yfir, að bændur hælti að senda mjólk til bæjarins. Þó úr mjólk- urskorti hér væri hægt að greiða með til- búningi ófullkominnar mjólkur, eða mjólkurlíki, ætti bærinn eða fylkið mb sjá svo fyrir, að æska þessa bæjar þurfi ekki að vera dregin fram á slíku. Og um leið væri mörgum ósárt um, þótt á- kvæðið um gæði mjóikur, sem hér er seld, væri gert gráðu hærra en það hefii verið. Þvílíkt lap, sem hún er oft, getur ekki heitið mjólk. ANNAR ÆSÓP. (Þýtt úr The Italian Mail). Þegar fundurinn um afvopnunarmálið tók til starfa í dag í Genf, gerði Litvinoff, fulltrúi Rússlands, þegar tillögu um, að allar þjóðir heimsins legðu viðstöðulaust niður allan vopnabúnað til hernaðar. Fulltrúarnir á fundinum litu hver á ann- an, og vissu í fyrstu ekki, hvað segja skyldi. Loks reis Madariaga, fulltrúi frá Spáni á fætur og sagði rólega: “Ef hr. Litvinoff vill lofa mér því, að reiðast ekki, skal eg segja ykkur dæmi- sögu er Englendingur nokkur sagði mér.’’ Dæmisagan er á þessa leið: Einu sinni voru dýr merkur- innar saman komin á fundi og ræddu um afvopnun. Þar var ljónið, örnið, nautið, tígris- dýrið og björninn. Ljónið tók fyrst til máls. ÞaÖ leit á örninn. Kvað það flug- hernað ófæran, og mælti með að öll dýr legðu niður vængi. Örninn virti nautið fyrir sér, og kvað óneitanlega stórt spor í friðaráttina stígið með því að homskella öll hyrnd dýr. Nautið gaut augum til tígris- dýrsins, og kvað klær vera voðalegt vopn. Lagði það til að öll dýr með langar klær létu klippa af þeim. Tígrisdýrið hafði ekki haft augun af birninum. Sagði það eina verstu hernaðaraðferðina, sem það þekti þá, að slást með hrömmunum, og lagði til að sú aðferð væri lögð niður. Þá tók Bjöminn til máls. — Hann kvaðst eindreginn með því, sem sagt hefði verið, og óskaði að öll dýr legðu niður vopn sín, svo að hann gæti ugglaus tekið þau í faðm sinn eftir vild, og látið þau finna hvað hlýtt væri við barm sinn, og hve mjúkt og ástúðlega hann klappaði með hrammin- um! Fulltrúarnir skeltu upp yfir sig af hlátri, er Spánverjinn lauk dæmisögunni. Og Litvinoff hló sjálfur manna mest að henni. Umræðurnar urðu ekki lengri um tillöguna. Þegar hún var borin undir atkvæði fundarins, greiddi aðeins fulltrúi Tyrk- lands atkvæði með henni með Litvinoff. FRÁ KIRKJUÞINGINU Á LUNDAR Frh. Að kvöldi þess þriðja var haidin almenn samkoma í sam- komuhúsi bæjarins. Flutti séra Benjamín Kristjánsson þar fyr- irlestur um rannsóknir dr. Ro- bert Eislers, þýzks fræðimanns, á áður óþektum heimildum við- víkjandi æfi og starfi Jesú Krists. Var fyrirlesturinn hinn fróðlegasti og fullur af nýstár- legum niðurstöðum. Birtist hann vonandi á prenti áður en langt um líður. Séra Ragnar E. Kvaran skemti einnig með Siöng, og fleiri var iþar til skemtunar. Laugardaginn þann 4., kl. 2 síðdegis, hófst ársfundur Sam- bands kvenfélaganna. Fundin- um stýrði forseti Sambandsins, Mrs. dr. S. E. Björnsson. Stóð fundurinn til kl. 6 og voru rædd á honum ýms mál til- heyrandi kvenfélögunum. — í stjórnarnefnd sambandsins fyrir komandi ár voru kosnar: Mrs. dr. S. E. Björnsson, for- seti. Mrs. Þórunn Kvaran, ritari. Mrs. G. Björnsson, féhirðir. Mrs. Steinunn Kristjánsson. Mrs. Sigríður Árnason. Mrs. Jónína Kristjánsson. Mrs. Rannveig Guðmundsson. Að kvöldi þess 4. var almenn samkoma haldin í kirkjunni undir stjórn Sambandsins. Tvö erindi voru flutt þar: annað af Mrs. Andreu Johnson, um frið- armálin, hitt af Miss Rósu Vidal úm velferðarstarf fyrir börn og unglinga af hálfu fylkisstjórn- arinnar. Var gerður hinn bezti rómur að báðum þessum erind- um. Séra Ragnar E. Kvaran söng nokkur lög. Auk fulltrúa og þinggesta, sótti fjöldi fólks á Lundar og úr nágrenninu samkomu þessa. Annar þingfundur var settur kl. 10 fyrir hádegi á sunnudag- inn þann 5. Fundarbók var lesin og staðfest. ■ ■ t í • i tl: 1« ;i'l » ,.l '1 . ■ I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðra sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru tii sölu í öllum JyfjabúB- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frfc Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang;- að. Forseti gat þess, að í raun og veru ætti að skoða þetta þing sem hið 10., því þó að þing hefði fallið niður vorið 1930, sökum íslandsferðarinn- ar, hefði fulltrúafundur verið haldinn um haustið, sem hefðí komið í staðinn fyrir þing það ár. Þá lagði féhirðir fram skýrslu sína. Með því að annar yfir- skoðunarmaðurinn var ekki mættur, var frestað að sam- þykkja skýrsluna. Sömuleiðis gaf féhirðir munnlega skýrslu fyrir hönd bókavarðar félagsins Mr. S. B. Stefánssonar, sent ekki hafði getað komist á þingi- ið. Þá las séra Guðm. Árnason eftirfylgjandi skýrslu útbreiðslu nefndar: Við undirrituð, sem sett vor- um í útbreiðslumálanefndma, leyfum okkur að leggja fram eftirfarandi skýrslu: í fyrsta lagi leggjum við tiL að guðsþjónustum verði haldidi uppi af hálfu félags vors á eftirfylgjandi stöðum, eftir því sem ástæður frekast leyfa: Piney, Langruth, Reykjavík og Vogar, þar sem ekki er um fasta prestþjónustu að ræða: á neinum þessara staða. Álítum við, að viðunandi væri, að fjór- ar guðsþjónustur yrðu fluttar á hvorum staðnum, Piney og Langruth, og að minsta kostí tvær á hvorum hinna. Að sjálfsögðu yrði þetta gert í samráði við söfnuðina í Piney og Langruth, en í hinum stöð- unum algerlega að undirlagi félagsins. í öðru lagi leggjum við til, að félagið standist nauðsynleg- an kostnað við ferðir til þess- ara staða, umfram það sem samskot við messur og þókn- un frá söfnuðunum, ef um þókn un verður að ræða, hrökkva til. í þriðja lagi leggjum við til að prestar fplagsins skifti þessu verki með sér, eins og hag-; kvæmlegast er fyrir þá, og i samráði við þá menn, sem mál- um vorum eru hlyntir á hverj- um stað. í fjórða lagi, þar sepi útgef- endur og ritstjórn vikublaðsins Heimskringla, eru ávalt fús til að birta ritgerðir og ræður, er miða í frjálslyndisáttina, vill nefndin skora á presta félags- ins og aðra, að nota það ágæta tækifæri, sem þar býðst, til að útbreiða skoðanir vorar, eftir því sem þeim er framast unt. Undirritað: Guðm. Árnason Elín Hall Sigríður Árnason J. P. Sæmundsson. Nefndarálitið var samþykt í einu hljóði. Þá lagði fjármálanefndin fram eftirfylgjandi skýrsiu: Fjármálanefndin hefir átt fund með féhirði félagsins, og lætur í ljós ánægju sína út af reikningshaldi hans og fjárhag félagsins í heild sinni. Lítur hún svo á, að fjárhagurinn verði að teljast allgóður eftir atvikum. . i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.