Heimskringla - 01.01.1941, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.01.1941, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects »( CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. JANÚAR 1941 NÚMER 14. FRANKLIN D. ROOSEVELT “ - HELZTU FRÉTTIR - * Ræða Roosevelts forseta Það verður ekki tími í þessu blaði að skýra nema frá því allra helzta í ræðu þeirri, er íloosevelt Bandaríkjaforseti, «utti í Hvítahúsinu í Washing- ton s. 1. sunnudagskvöld og sem fræga má nú þegar telja. Þess skal getið strax, að það sem fyrir forsetanum vakti áieð ræðunni, var að gefa þjóð sinni sem sannasta og réttasta afstöðu Bandaríkjanna til stríðsins. Þeir menn eru til í Banda- ríkjunum, sem þeirrar skoðun- ar eru, að stríðið þurfi ekki að koma þeim neitt við. Forset- inn varaði við þessari skoðun. Hann kvað þýzku, japönsku og ítölsku samtökin síðustu bein- línis miða að því, að koma í Veg fyrir að Bandaríkin létu sig stríðsmálin skifta, fyr en öxul Jajóðirnar væru orðnar öllu ráðandi í Asíu, Evrópu og Afriku. Og þá ætti að manga við lýðríki Suður- Ameríku og síðast við Bandaríkin. Bandaríkin yrðu því að búa sig sem kappsamlegast út í að verja hendur sínar. Og það væri auk annars sjálfsagðast að gera það með því, að láta Bretland hafa alt sem hægt vaeri. Forsetinn átti ekki við að þjóðin færi í strðið, heldur berti á framleiðslu svo að Sreta ekki brysti neitt. Hann ^vað hlutleysi Bandaríkjanna ekki brotið með því, fremur en hlutlausra þjóða í Evrópu, sem Seídu Þjóðverjum vopn, eins og svíþjóð og Rússland. Hvernig færi, ef Bretland biði ósigur? Heiminum yrði stjórnað með hervaldi og þrælatökum. Sýnishornið af því væri hin blóðuga kúgun bjóðanna, sem Hitler réði nú yfir. En um það að öxul-þjóðirnar sigruðu í þessu stríði, væri hann ekki hræddur, ef Banda- ríkin sæu í tíma hvað til síns friðar heyrði. Hann kvaðst sannfærður um að þær töpuðu °S dæmdi eftir beztu heimild- um sem fáanlegar væru um það. Frið væri ekki til neins að semja um við öxul-þ^jóðirnar; þær stæðu hvorki við orð né eiða. Þeirra markmið væri, að koma á stefnu í heiminum, sem væri eitt hið argasta ein- ræði, sem nokkru sinni hefði þekst, og sem alment þræla- hald hlyti að fylgja. En engan fýsti að sjá það aftur, ekki einu sinni almenning þjóðanna sem nú berðust fyrir því. Slík stefna gæti ekki átt sér langa tilveru nú orðið. Einræðisherrana m i n t i Roosevelt forseti á að þeim væri ekki til neins að hafa hót- anir eða ögranir í frammi við Bandaríkin. Hann kvað þau ekki taka neitt mark á því og halda þá stefnu er þau hefðu ákveðið að fara. Þau væru ekkert hrædd við orðagjálfur. Þau hefðu meiri áhöld og meira efni til framleiðslu í iðn- aði en nokkur önnur þjóð hefði, og þau gætu mætt hverri þjóð sem væri í vopnatilbúningi. — Hann bað einræðisherrana, að muna þetta þegar þeim dytti næst í hug að hefja taugastríð á bandarisku þjóðina. Um frammistöðu Breta í stríðinu fyrir frelsi og siðmenn- ingu, fór Roosevelt fögrum orðum. Einir má heita að þeir hafi í bardaganum staðið uppi til verndar því sem okkur er hverjum og einum dýrmætast. Einir hafa þeir unnið þá sigra, er lifa munu í sögunni, sem dæmi dáðar og hetjuskapar. Þjóðirnar í Evrópu, sem í höggi eiga við einræðisþjóðirn- ar, eru ekki að biðja Bandarík- in neinnar hjálpar. Það sem Bandaríkin gera, og sem ætti að vera margfalt meira, en til þessa hefir verið, það gera þau ótilkvödd til verndar þeim mál- stað og þeirri stefnu, sem þau unna. Þau eru að sýna lit á að gera skyldu sína í þágu alls mann- kyns með því að veita þeim að málum, sem bæði þeirra mál og annara eru að verja. Heimskringla óskar lesendum sínum, vinum 02 velunnurum Heima fyrir þarf þjóðin, að skoðun Roosevelts, að efla her- framleiðsluna alt sem unt er, bæði til varnar sjálfri sér heima fyrir og til aðstoðar Bretum. Það væri ekki um það að ræða, að framleiða ein- göngu fyrir Breta, heldur hitt, að láta þá hafa alt sem hægt væri og þjóðin mætti án vera, en sem bezt væri þó, að svo mikið væri, að fullnægði þörf Breta. Hann vonaði að þjóðin sneri huga sínum að þessu máli. Hann hefði eftir beztu sam- vizku gert henni grein fyrir afstöðu landsins og það gæti ekki dulist henni, hvert stefndi. Hún ætti og yrði að vera við öllu búin og aðgerðirnar hlytu að verða í þá átt, sem hann hefði bent á. Þá fór Roosevelt nokkrum hörðum orðum, eða alvarlegum að minsta kosti, um þá, sem héldu fram aðgerðaleysi og benti á, að þeir menn kysu þessari þjóð sömu útreiðina og einræðisherrarnir í Ev- rópu gerðu. Þeim væri það ef til vill ósjálfrátt, en afleiðing- in væri sú sama, að uppfylla óskir nazista og Japans með því. Hvað blöðn segja Það sem blöð utan Banda- ríkjanna segja um ræðu Roose- velts, er á þessa leið: Blöð á Englandi telja ræð- una vekja nýtt hugrekki og þrótt. Blað Mussolinis varar Roose- velt við því, að þolinmæði öxul- þjóðanna sé ekki óþrotleg. Nazistablöð leggja að svo komnu engan dóm á ræðuna. Þau fluttu nokkurn útdrátt úr henni; feldu þó með öllu úr orðin um að öxulþjóðirnar mundu tapa stríðinu. Vichy-stjórnarherra einn kvað ræðuna spennandi. Japönsk blöð töldu ummæli Roosevelts um Kina, benda til að Bandaríkin mundu halda á- fram, að senda þeim vopn. 1 Bandaríkjunum hafa mörg blöð svarað ræðunni. Eru þau undantekningarlaust með bví að ræðan sé orð í tíma tal- að. Alls er hér um 14 blöð að ræða. Eru á meðal þeirra: The Christian Science Monitor, The New York World-Telegram, Baltimore Sun o. s. frv. Nazistaher hrúgað til Rúmaníu Hitler hefir síðustu dagana verið að hrúga her til Rúmaníu. Upp til skamms tíma var talið að þar væru 300,000 nazista hermenn; nú hafa á stuttum tíma eins margir og fyrir voru, farið um Ungverjaland til Rú- maníu. Hvað Hitler ætlar sér að gera með þennan her, er engin ráðgáta. Hann mun ætla að senda hann um Búl- garíu suður til Grikklands. — Ungverjar hafa og kallað satn- an eflings her og er ætlað að þeir ætli að vera á verði með nazistum ef Rússar skyldu hreyfa sig. Ef Rússar ætla sér að vera önnur hönd þjóð- bræðra sinna í Búlgaríu og Júgóslavíu, er tími til þess nú. En líklegast fer sem fyr, að þeir sitja hjá og lofa Hitler að kúga þessar frændþjóðir sinar. * * * í gríðarmikilli sprengjuárás á London s. 1. mánudag, kom í ljós að mikið af sprengjum Þjóðyerja voru frá Rússlandi. Eru þær kallaðar “Molotoff Bread Baskets” og eru í- kveikju sprengjur. * * * Grikkir hafa ekki ennþá náð Valona, er þeir hafa nú lengi haft í sigti. En þeir kváðu samt vera að vinna á og ná betri tökum á óvinunum. Það er bú- ist við að Valona gefist senn upp. Fréttir eru nú fluttar.af því, að nazistar hafi komið heilli hersveit suður til Al- baníu, er að líkindum hafa yfir Júgóslavíu farið. Það hafa áð- ur borist fréttir af nazista her- sveitum í Albaníu, en þær hafa verið síðar bornar til baka. Grikkir hafa nú um einn fjórða af Albaníu í sínum höndum. Syngur enn í Vancouver Ungfrú María Markan hefir enn verið ráðin til að syngja í Vancouver. Er dagurinn 12. janúar. Félagið sem hún syngur fyrir, er Vancouver Symphony Grchestra og mun stjórnandi þess vera Sir Ernest McMillan, sá er oft sér um próf fyrir Toronto Conserva- tory of Music, að því er oss er hermt frá. Frétt þessa hefir séra Rún- ólfur Marteinsson góðfúslega látið oss í té. En hann hefir átt bréfaviðskifti við söngkon- una. Að loknum þessum söng vestra, lætur söngkonan á sér heyra sem sig langi að koma austur til Winnipeg. En um það er ekkert ráðið enn. Frá Charles V. Pilcher enska prestinum í Sidney, er íslenzka sálma hefir þýtt, fékk Mr. Mar- teinsson ennfremur bréf, er minnist söngkonunnar Maríu Markan og veru hennar í Ást- ralíu. Er Mr. Pilcher hinn hrifnasti bæði af söng og við- kynningu frúnnar, segir hana hafa sungið í Ástralíu á vegum Australian Broadcasting Com- mission og alstaðar verið fagn- að. 1 Lybíu gengur það í sama þófinu. Bretar sitja um Bar- dia enn. ítalir svara árásum þeirra, en úr vörn þeirra er sagt að farið sé nokkuð að draga. * * * í Póllandi er leynilögregla Þjóðverja nú búin að láta taka og drepa um 70,000 manns. Og að þessu hefir þótt meira kveða s. 1. mánuð en nokkru sinni fyr. Menn eru blátt áfram teknir og myrtir fyrir engar sakir og að iví er virðist eftir geðþótta fóla þessara. Fangahúsin eru full af velmentuðum Pólverj- um. * * * Það er eftir fregnrita London Times haft, að Þjóðverjar séu nú að breiða það út, að það sé ekkert ilt á milli Þjóðverja og Breta, ef hinir síðarnefndu vildu aðeins hætta að láta sig meginlandið skifta. Það er jafnvel mælt, að Þjóðverjar væru til með að láta Breta hafa eitthvað af Frakklandi, fyrir að hætta þar sprengjuá- rásum. * • * Hilter kvað óánægður með skiftingu Frakklands og vill nú helzt hremma alt landið og koma Vichy-stjórninni fyrir kattarnef. Hann heldur það einu leiðina til að reka Frakka i stríðið á móti Bretum. En Petain gamli heldur sér fast við friðarskilmálana og gefur ekkert eftir. Petain hefir að baki sér það sem eftir var af flota Frakka og kom honum til Afríku. í Marokko er og Wey- gand með 400,000 menn. Hitler fýsir að hafa einhver not af þessu en á ekki gott með að ná því sem er sunnanmegin Mið- jarðarhafs. SILFURBRÚÐKAUP Björgvin kennara Stefáns- syni og frú Kristínu konu hans, var haldið veglegt silfurbrúð- kaup s. 1. föstudagskvöld. Veizl- an fór fram í samkomusal Sam- bandskirkju og stóð söfnuður- inn og félög hans fyrir þvl. — Veizlustjóri var Dr. M. B. Hall- dórson. Gestir voru á annað hundrað. Ræður fluttu, auk forseta, séra Philip M. Péturs- son, P. S. Pálsson, Páll Reyk- dal, B. E. Johnson, Mrs. S. Jakobsson, Pétur Magnús, Mrs. J. B. Skaptason, Mr. Skaptason ■og Thor'Pétursson. í ræðun- um var starfs hjónanna minst með alúð og þakklæti í þágu safnaðarins og hinna mörgu félaga hans. Hafa hjónin, hvort sem annað, int af hendi mjög mikið starf í sumum fé- laganna, t. d. leikfélaginu, söngfélaginu, sunnudagaskól- .num og kvenfélögunum tveim- ur. Tuttugu ára ritarastarf i Kvenfélagi Sambandssafnaðar af hálfu Mrs. Stefánsson og margra ára ritarastarf Mr. Stefánssonar í safnaðarnefnd, nægja sem sýnishorn af hinu mikilsverða starfi þeirra í þágu mála Sambandssafnaðar. Á milli ræðanna voru alþýðu- söngvar sungnir af öllum. Miss Lóa Davíðson söng og einsöng. f lok ræðanna, þökkuðu heið- ursgestirnir fyrir sig með sinni ræðunni hvort. Kaffi og ísrjómi var veittur og stóð kvenfélagið fyrir því. Samsætið var mjög skemti- legt og lýsti sér mikil hlýja til silfurbrúðhjónanna. Elmer Johnson flugmaður, kom austan frá Montreal til Winnipeg fyrir jólin að heim- sækja foreldra sína.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.