Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Heimskringla

						We recommend for
your approval our
//
BUTTER-NUT
LO AF "
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg         Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
iitgta*
We recommend ior
your approval our
" BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg         Phone 37 1441
-Frank Hannibal, Mgr. |
LIX. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. NÓV. 1944
Ji'ettayiiilit og, Llmóag,nii
Síðustu stríðsfréttir
Brezka og canadiska hernum i
Hollandi hefir gengið vel tvo síð-
ustu dagana. Staðir sem Breda
°g Roosendaal eru nú í þeirra
hondum, en þeir voru höfuðból
hers Þjóðverja í Hollandi. —
Bandamanna herinn er kominn
til Maas. Virðist því skriður
kominn á að hrinda nazistum út
úr Hollandi.
Á Austur-vígvöllum Þýzka-
lands eru Rússar æ að kreppa
meira að Þjóðverjum. 1 Austur-
Prússlandi hafa þeir klofið víg-
línur þeirra á tveimur stöðum.
Syðra gengur í þófi. En sjáan-
legt þykir að Rússar séu að gera
könnun, sem sterkt áhlaup
meini.
Við Philipseyjar hefir her
MacArthurs unnið stóra sigra í
sjóorustum við Japa. Er í frá-
sagnir fært, að Japar hafi tapað
um 50 skipum og sætt hrakför-
Um. Hefir ástralski herinn nú
kyrjað árásir á Manila, sem vott
ber um að vel gangi, en fréttirn-
ar eru svo nýjar enn, að veru-
lega hafa ekki verið skýrðar.
NEW YORK-FERÐIN
•  Framh.
Það var nú nokkuð áliðið dags-
ins, sem eg ætlaði að leggja af
stað heimleiðis. Mér hafði
hlotnast þennan morgun það
sem eg þráði svo mikið, en það
var að koma út á íslenzkt skip.
Nú var því ekki tími til annars,
en að týja sig af stað og kveðja.
Eg var til heimilis hjá forn-
kunningjum mínum, Mr. og Mrs.
F. Andersen, þeim einu sem eg
vissi að eg átti í New York. Var
nóg til að rabba um, því við
íranz höfðum ekki sézt í 20 ár
°g hefðum lengur en tími gafst
til getað skemt okkur við það.
¦En allir dagar eiga kvöld um
síðir og tíminn fer nú aldrei
°rðið eftir því hvernig á stendur.
^etta var eitthvað öðru vísi
fyrrum, eftir því sem kent er.
Eg brá mér yfir á skrifstofu
aðalræðismanns, dr. Helga P.
Briems, til að þakka honum að
skilnaði fyrir boðið suður til
^óts við forsetann er hann flutti
°kkur í nafni stjórnar íslands og
sem okkur verður ógleymanlegt.
Á skrifstofu hans er svipað að
koma og á íslenzkt mót. Af
starfsfólkinu höfðum v-ið kynst
ungfrú Ástu Helgason og ung-
frú Björnsson, dóttur Sveins
Björnssonar forseta. En þar
sýndist mér fleira starfsfólk
vera. Á skrifstofunni virðist
annríkt, því af Islendingum að
heiman kemur nú mikið til New
York. Er þeim og öðrum ís-
lenzkum ferðamönnum öll að-
stoð vís hjá hinu lipra og skemti-
lega fólki er þarna starfar.
Og nú var dagur að kvöldi
kominn og lestin beið mín ekki
fremur en tíminn. Eg fór nú að
kveðja og fullvissa vinina um að
eg færi með bjartar endurminn-
ingar frá New York úr þessari
ferð. Auk Andersen's fjöl-
skyldunnar var á heimili þeirra
ung stúlka frá Islandi, Sigríður
Nelson að nafni, að nema
leiklist í New York bráð efnileg.
Ennfremur var ungfrú Ásta
Helgason þar þetta kvöld og
fleiri gestir, þó eg muni nú ekki
nöfn nema þessara íslenzku
fögru stúlkna. Húsráðandi Franz
Andersen fylgdi mér á járn-
brautarstöðina og skildi fyrst
með okkur, er lestin rann af
stað.
Eftir að eg kom inn í lestina,
settist hjá mér maður frá Tor-
onto, er Gordon Austin hét. —
Áttum við brátt tal saman og
kom undir eins upp úr kafinu,
að hann var sterkur Bracken-
sinni, var sannfærður um að
Port Hope-stefna íhaldsmanna
væri ráðandi í fylkinu og hún
væri lögmálið pólitíska. Hann
sagði mér, að King-stjórnin ótt-
aðist Bracken flokkinn mest
allra, og ástæðan lægi í því, að
Duplessis-flokkurinn í Quebec
myndi með Bracken verða, eftir
næstu sambandskosningar. En sá
flokkur, sem flest þingmanns-
efni hefði í báðum stærstu fylkj-
um landsins, stæði næst því að
sigra. Eg sagði honum, að eg
hefði ekkert á móti trú hans og
skyldi taka eftir, hvað sannspár
hann reyndist. Eg held maður
þessi skrifi fyrir Globe and Mail
þó önnur störf hafi með höndum.
Ekki höfðum við lengi setið,
er lestafþjónn kom til okkar og
spurði um þegnréttarbréfin. —
Þegar hann hafði lesið mitt,
spurði hann mig hvort eg væri
einn þeirra, sem á fund forseta
Islands hefði farið. Sagði eg
þar rétt til getið. Hann ýtti mér
til og settist hjá mér, sagðist
Sumarmorgun við vatnið
Tileinkað Sumarheimilinu á Hnausum.
Á hljóðum öldum gullin letur glitra
er geislaröðull kveikir ljóssins bál
og vorljóð þýð í daggartárum titra;
en töfrar dagsins snerta mannsins sál.
Þá skuggabörn á skyndifótum þjóta
í skýli dimm hjá lágri moldarrein:
en geislaflötinn breiðar öldur brjóta
og brimið syngur kátt við f jörustein.
Og þegar rísa holskeflurnar háu
til himins bendir mér 'inn djúpi sær,
og eins þá sé eg bærast blöðin smáu
í brjósti mínu hjartað tíðar slær;
því líf er bára frjáls á fjörusteinum;
hinn f leygi þeyr, er leysir kalinn svörð,
með himindögg á grænum skógargreinum,
og gróðrarskúr á kalda og visna jörð.
Og er í lyngi svífur blærinn svali
frá sölum nætur inn á dagsins lönd,
þá er sem lífsins herra til mín tali,
og taki þétt í mína veiku hönd.
Þó styrjöld geysi, finn eg hér er friður,
og frelsi stærst, í ríki guðs og manns,
og alt hið veika, sterka höndin styður
í stefnu til 'ins fyrirheitna lands.
S. E. Björnson
Mrs. Rósa Hermanson Vernon, söngkona
þurfa að segja mér stutta slysa-
sögu af sér. Hann hafði verið í
sömu þjónustu á einhverju
ferðatæki, er forseti Islands var
með og tók að spyrja hann um
þegnréttarbréf sem aðra. For-
setinn kvaðst ekki hafa það með
sér, en þjónninn gekk þeim mun
ríkara eftir því, þar til einhver
yfirmanna hans sá hvað um var
að vera og kom með fasi að og
spurði hann, hvort hann vissi
ekki, að hann ætti við forseta Is-
lands! Þjónninn byrgði fyrir
andlitið, gekk burtu og kom ekki
aftur í augsýn forsetans. Hann
sagði mér þessa sögu eins og hún
er hér sögð og fór svo burt og eg
sá hann ekki eftir það.
Þegar  til  Toronto  kom  að
morgni, varð, eins og vant er, að
bíða lestar til kvölds.  Þegar eg
var  kominn  til  Royal  York
hótelsins, fór eg að líta upp í
símabókunum,  hvort  eg  fyndi
ekki nöfn neins íslendings, sem
eg vissi að voru margir í borg-
inni.  Datt mér fyrst í hug Thor-
valdur Pétursson, en nafn hans
fann  eg  ekki.   Þá  Mrs.  Ford
(Valdheiður Briem), en eg vissi
ekki fyrra nafn manns hennar.
ÍOg Fords voru margir á skránni.
I Þá datt mér í hug Mrs. Vernon.
Vernons voru einnig margir, en
l þegar eg sá að Rósa Hermannson
. stóð fyrir framan eitt þeirra, var
gátan ráðin.  Gaf hún mér síma-
númer Valdheiðar.  Sagði hún
mér að koma undir eins heim til
\ sín, sem eg gerði.  Átti eg þar
j móttökum  að  fagna  af  hálfu
j beggja hjónanna eins og eg bjóst
ivið.  Við  Valdheiður  vorum
kunnug frá fornu fari, vorum
einir fyrstu búðarþjónar Sveins
Thorvaldsonar, M.B.E., í River-
ton.  Eftir nokkra dvöl á heimili
þeirra óku hjónin með mig til
Mrs. Rósu Hermannson Vernon,
er sagði mér að eg yrði þangað
að koma.  Mrs. Vernon tók til að
skemta okkur með söng og vissi
eg nú lítið hvað tímanum leið.
Mr. Vernon hafði eg ekki kynst,
en veit nú að hann er framúr-
skarandi skemtilegur í viðmóti,
gentlemaður, í fylstu merkingu
þess orðs.  Var nú þarna leikið
við okkur af öllum á heimilinu.
Og síðast skemtu tvær litlar og
yndislegar dætur Mr. og Mrs.
Vernon okkur með söng.
Daginn eftir að eg var staddur
á heimili Vernons-hjónanna, var
Rósa Hermannson auglýst með
söng á samkomu, sem ein stærsta
kirkjan í Toronto efndi til, undir
NÚMER 5.
stjórn Very Rev. Peter Bryce,
D.D., L.L.D. Hélt borgarstjór-
inn í Toronto, dr. Fred J. Con-
boy þar ræðu. Var um söng
Rósu þar sagt, að nú sem fyr,
ætti sönglíf borgarinnar söng-
konunni íslenzku mikið að
þakka.
I þessa átt hafa flestir dómar
um söng Mrs. Vernon hneigst.
Hefi eg handa á milli einar átta
blaðagreinar eða dóma um söng
hennar, er hver öðrum eru betri.
En Mrs. Vernon hefir gert
meira. Hún hefir verið útvörð-
ur íslenzkrar þjóðrækni í borg-
inni um mörg ár. Hún hefir
túlkað og skýrt íslenzka tón-
ment á samkomum þar bæði í
ræðu og söng. Sagði hún mér,
að nokkur íslenzk lög þættu þar
eftirsóknarverð orðin og nefndi
í því sambandi "Bæn" Björg-
vins Guðmundssonar. Ennfrem-
ur íslenzka þjóðsönginn, enda
væri hann fegursti þjóðsöngur
í heimi. Hún söng og um kvöld-
ið kvæði eftir Davíð Stefánsson,
sem heitir: Mamma ætlar að
sofna, með nýju lagi eftir Sigv.
Kaldalóns, sem eg hefi ekki
heyrt hér sungið en er mjög
fagurt og listrænt lag.
Þannig mætti lengi upp telja.
Eg hefi hér á þetta drepið til að
minna á það að mér finst kona
þessi eiga meiri viðurkenningu
skilið frá löndum hennar, en
hún hefir enn öðlast.
Eg þakka Vernons-hjónunum
innilega fyrir að hafa stytt mér
biðstundina í Toronto, eins og
þau gerðu.
Eg gekk fyrri hluta dags tals-
vert um borgina og leizt vel á
hana . Ibúðarhverfin eru fögur,
þau er eg sá, en eldri byggingar
og stórhýsin sum hafa leiðinlega
sótugan litblæ.  En miklar bygg-
ingar eru þar og taka við hver
af annari. Setja þær stórfeng-
legan svip á borgina og athafna-
líf hennar.
Á lestinni frá Toronto til Win-
nipeg, lenti eg í orðakasti við
lögfræðing, tannlæknir og
mann, sem gaf til kynna hver
hann væri með því að segja frá
hverju hann hefði haldið fram,
í ræðum sem hann f lutti um eina
lántöku Canada, út af því hvern-
ig þeim fórust orð um útlend-
inga. Náungarnir voru frá Bri-
tish Columbia. Eg taldi vafa-
samt að skerfur sá sem útlend-
ingar hefðu lagt til canadisks
þjóðlífs, væri enn viðurkendur
og sem væri þessu landi enginn
sómi. Þau þjóðarbrotin, sem hér
réðu mestu, töluðu oft eins og
fyrri alda keisarar. Fóru þeir
að stinga saman nef jum um hver
eg væri og komust að þeirri nið-
urstöðu, að eg væri einhver út-
lendingur.
Fyrir hið veglega boð stjórnar
Islands og þann kost sem nokkr-
um af okkur Vestur-Islending-
um gafst með New York-ferð-
inni á að kynnast fyrsta forseta
Islands, mörgum í fyrsta sinni,
og á ný utanríkismálaráðherra
Vilhjálmi Þór og þeirra fríða
föruneyti, erum við einlæglega
þakklátir. Við geymum endur-
minningarnar frá ferðinni sem
þjóðræknislegan arineld, er við
viljum ekki sjá slokna.
Þó New York-ferðar-skrifi
mínu ljúki hér, er á margt enn
ekki minst, en sem eg mun síðar
við tækifæri víkja að.
ÚR ÖLLUM ÁTTTJM
í ræðu sem Churchill forsætis-
ráðherra Breta hélt í gær á þingi,
gat hann þess, að skynsamlegast
væri að búast við að stríðinu
væri ekki nærri ennþá lokið. Á
þýzkalandi gæti það enst fram á
sumar á næsta ári, nema því að-
eins, að pólitísk bylting stytti
það. Japanska stríðinu lyki
sennilega ekki fyr en undir lok
ársins 1946.
*      *      *
Fyrir tveimur dögum flutti út-
varpið þá frétt að Göring hefði
boðið að semja frið við Banda-
þjóðirnar, en því hefði ekki ver-
ið sint. Hann játaði að Þjóð-
verjar gætu ekki unnið stríðið,
en væru langt frá því, að gefast
upp. Frétt þessa höfum vér
ekki séð í dagblöðum þessa bæj-
ar, en útvarpið minnir oss hafa
það eftir The Ottawa Journal.
KOM EIGITIL BAKA
W.O. A. P. Anderson
Hann hét fullu nafni Arthur
Paul Anderson og er sagður
"missing" úr flugferð er hann
fór í þann 9. sept. s. 1.
Þessi ungi og efnilegi maður
var í þjónustu Viking Press fé-
lagsins áður en hann innritaðist
í flugher Canada í júlí 1941. —
Hann útskrifaðist í þá deild flug-
hersins er hefir aðgæðslustörf á
hendi (observer), eftir að hafa
stundað nám í Edmonton, Moss-
bank, Regina og Rivers, í sep-
tember-máuði 1942. 1 marz 1943
fór hann til Englands og þaðan
hef ir hann starf að síðan að því er
vér bezt vitum. Hann kvæntist
skömmu áður en hann fór austur
um haf stúlku að nafni Dorothea
Wilson og á hún heima hér í
bænum. Arthur var bezti dreng-
ur og kom sér hvarvetna vel.
Óska og vona hinir mörgu vinir
hans, að hann komi í leitirnar, þó
tíminn, síðan hann tapaðist, sé
farinn að lengjast. Hann átti ís-
lenzka móður hér í bæ, sem er
dáin fyrir nokkrum árum.
Dánarfregn
Föstudaginn 27. október and-
aðist hér á Almenna spítalanum
ekkjan Vigdís Pálsson frá River-
ton, Man., fimtíu og eins árs að
aldri. Hún var ekkja Sveins
Pálssonar er lézt fyrir nokkrum
árum. Þau eiga tvö börn á lífi,
son Svein að nafni og er hann í
herþjónustu í Canada, og dóttur,
er Guðrún heitir og stundar. hún
kenslustörf. Lík Vigdísar sál.
var flutt til Riverton og verður
jarðsett þar í dag (miðvikudag)
frá Lútersku kirkjunni þar.
•      •      •
Gefin saman í hjónaband 22.
sept. s. 1. í United kirkjunni í
Portage La Prairie, Irene Mar-
garet, dóttir Mr. og Mrs. Clar-
ence Carson, Edwin, Man., og
P.O. William R. Indridson, R.C.
A.F., Macdonald, Man., sonur
Mr. og Mrs. S. Indridson, Sel-
kirk., Man. Séra A. W. Martin
framkvæmdi giftinguna. Heimili
ungu hjónanna verður fyrst um
sinn í Portage La Prairie.
•       •      *
Dr. Jón Árnason frá Seattle,
Wash., leit inn á skrifstofu Hkr.
s. 1. mánudag. Hann kom sunn-
an frá New York, var þar á
læknaráðstefnu og var að leggja
af stað vestur.
•       •      •
The Jón Sigurdsson Chapter
I.O.D.E., will hold their next
meeting, Tuesday evening, Nov.
7, at the home of Mrs. O. M.
Cain, Ste. 14, Vinborg Apts.
3nveót in Victoty,

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8