Heimskringla - 20.02.1952, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.02.1952, Blaðsíða 2
I 2 SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. FEBR. 1952 Hcimakrinnla (StotnuB 188$t Cemnt ú'< á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD S53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verfl biaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD öll viOskíftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Vlldng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utaráskrift til ritstjórans EDTTOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue^ Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 20. FEBR. 1952 Bág fyrirmynd Skattálagning Ottawastjórnar var nýlega gerð að umræðuefni í ritstjórnargrein í Winnipeg Tribune. Samkvæmt athugunum sér • fræðinga um skattamál, nema skattar Canada nú 25 per cent af tekjum þjóðarinnar. En þá telur blaðið komið hættulega nærri takmörkum á því, hvað skattar megi háir vera eða séu hæstir hjá nokkurri lýðræðis- þjóð. Hvað leiðir af óbilgjarnri skattaálagninu? Það að framleiðsla minkar af því að menn sjá sér ekkert í því, að vinna ötullega að henni. En því fylgir vöruskortur, þannig skapast verðbólga og fall peninga. Öll áföll af þessu, og þau eru nú mörg, má því rekja til gerða stjórnarinnar í Ottawa, að dómi nefndrar ritstjórnargreinar. f Bandaríkjunum er skattálagning orðin nærri einum þriðja af tekjum þjóðarinnar. En það álíta þjóðmegunarfræðingar meira en góðu hófi gégni á friðartímum. Á stríðs tímum er það ekki til- tökumál, þegar öllu er í súginn dempt, og þjóðirnar standa oft að lokum allslausar uppi. Þegar allir skattar hér, sambandsfylkja- og sveitarstjórnar eru taldir, eru þeir ekki minni en þessi hái skattur í Bandaríkjunum. Á s.l. ári nam hann 40 per cent af þjóðartekjunum. Þegar sam- bandsstjórn var á þetta bent og að Canada væri ekki langt frá heljar-baðinu heldur, afsakaði hún það með því, að benda á kaup- hækkunina. En kauphækkun hversu svæsin sem hún kann að hafa verið hefir sízt verið grimmari, en vöruverðshækkunin og lítið þar verið í afgangi til að greiða með skatta. Enskt orðtak segir, að eyðslusemi stjórna orsaki óumflýan- lega mínkandi kaupgetur á veltufé þjóðarinnar. Tekjuafgangur einnar biljónir eins og hjá Ottawa stjórninni vegna skattálagning- ar þjóðarinnar, er fé, sem má heita brennimerkt eyðslufé hennar. Og hverjar geta afleiðingar þess orðið aðrar en að minka kaupmátt inn. Líf Ottawastjórnarinnar, er þegar gagnrýnt, er súkki og svall- lífi líkara, en því að vera þjóðinni fyrirmynd. Það er orðið eins óheilsusamlegt heill og hag landsins og það mest má verða. Þessu líkt er að orði komist í greininni. SkaJ nú ekki lengur leynt, að hún er skrifuð af háskólastúdentum þeim, er að útgáfu háskólablaðsins “Manitoban” sinna. Námsmönnum háskólans er stundum veitt það frelsi, að sjá um útgáfu dagblaðanna hér einu sinni á ári. Er oft talsvert eftir því tekið, er blöðin þá flytja frá hinum ungu tímans herrum. En hvort Ottawastjórninni er mikil gleði að því, það viljum vér ekki ábyrgjast. Mrs. Björg Johnson, er elzta 0 manneskjan í Lyon County, Minn. Hún átti afmælisdag s.l. laugardag og er 99 ára. Kven- félag íslenzku lútersku kirkj- unnar í Lincoln County mintist afmælisins með samkvæmi og gjöfum. . . . SINŒ 1892 HELPING FAMILY MEN protect their loved ones... For sixty years, the Great-West Life has been helping family men provide financial protection for their loved ones. Through the Company’s services, con- tinued income can be assured even though death, disability, or old age stops the norma,l flow of income to the family. The unique relationship between a policyholder and the company imposes upon the Great-West Life a high public trust. That this trust has been kept faithfully and well is revealed in the record of growth and service reported at the Great-West Life’s sixtieth Annual Meeting. Ever-growing public confidence in the Company is attested by the fact that its representatives arranged a record amount of new life insurance and annuities for over 50,000 people during the year. The figures which appear below indicate the extent of the Company’s responsibility to its 515,000 policyholders. -----------NOTEWORTHY COMPARISONS------------------ 1951 1950 New Business-----------. 293,000,000 $ 259,000,000 Business in Force_______________ 1,891,000,000 Assets......................... 413,000,000 Paid or Credited to Policy- holders and Beneficiaries.... 60,000,000 1,671,000,000 385,000,000 52,000,000 ÞJÓÐLEGT OG HUG- ÞEKKT LEIKRIT Eftir próf. Richard Beck Með lýsingu sinni á íslenzku sveitalífi, “Sveitin okkar”, er út kom fyrir tveim árum síðan, sýndi Þorbjörg Árnadóttir það hvo.rttveggja, að hún er gædd góðum frásagnarhæfileika og að henni eru þjóðleg efni hugstæð að sama skapi. Hið nýútkomna leikrit henn- ar “Draumur dalastúlkunnar”, sver sig í sömu ætt, bæði um þjóðlegt viðfangsefni, ást og rómantíska túlkun á sveitalífinu og um látlaust og blæfallegt málfar. Leikritið hefst með forleik í órímuðu ljóði, er gömul kona (í peysufötum, með þríhyrnu úr sauðarlitum, og með prjónana sína) segir fram, og eru þetta upphafsorðin: “Fyrir mörgum, mörgum árum var til fólk, sem bjó í sátt við Guð og menn, á litlum bæ, í litlum dal, langt, langt upp til fjalla.” Síðan er í forleiknum lýst lífi fólksins afdalabænum á öllum árstíðum, og sviðið með þeim hætti heppilega tjaldað. Leikritið, sem er í f jórum þátt um, styðst við sanna viðburði, en það gerist í Mjóadal, sem nú er í eyði, á síðari hluta 19. aldar, og segir harmsögu Jónu Jónsd., bónda þar á bæ; missti hún unn-, usta sinn voveifilega, og varð aldrei söm eftir þann sára ást- vinarmissi. Annars var það ljóð, sem fað- ir Þorbjargar, Árni prófastur Jónsson á Skútustöðum, flutti við greftrun Jónu Jónsdóttur, er varð til þess, að leikritið var samið; en bezt er að láta skáld- konuna sjálfa segja frá þeim til- drögum: “Ljóðið hafði djúp áhrif á mig, og las eg það aftur og aft- ur, þangað til eg kunni það, og enn ásótti það mig nótt og dag, þar til eg varð að hætta við verk- efnið, sem eg vac, með, og fara að mynda búning utan um ljóð- ið. Leikþættina skrifaði eg í þessari röð: fyrsta, þriðja, fjórða og annan þátt.” Ljóðið, sem er prýðilega ort og sýnilega í djúpri geðshrær- íngu, lætur höfundur prestinn flytja í þriðja þætti leikritsins, og lýsir prestur áhrifum voveifi legs dauðdaga unnustans á dala stúlkuna, vonglaða og tilfinn- inganæma, meðal annars með þessum orðum: “Sundur brustu sálarstrengir, samt voru líkamskraftar eftir, undarlega æstir, miklir, engin stjórn á neinu lengur. Stýrið hraut af hjörum sínum, hrundi allt til grunna niður, vonin fagra, ást og yndi árin, sem að mundu færa; þarna féll það allt í einu, eins og þegar sólin gengur undir bak við hrúnir fjalla, björt og fríð á sumarkvöldi; nóttin þeytir þoku yfir, það sér varla skilin handa.” Þó að hér sé byggt á sönnum viðburðum, og Þorbjörg hafi, eins og skýringarnar aftan við leikritið bera með sér, gert sér mikið far um að afla sér sem sannastra upplýsinga bæði um staðhætti og viðburði, þá hefir hún vitanlega fært efni sitt í skáldlegan búning. Hefir henni tekist vel að lifa sig inn í hina liðnu tíð, sem hér er lýst, svo að dalabærinn og bæjarlífið verða lifandi fyrir sjónum lesandans. Mannlýsing- arnar eru með sama svip; eink- um er Jónu lýst af mikilli alúð og með þeim hætti, að lesandinn verður samúðárríkur þátttakandi í harmi og þungum örlögum þessarar efnilegu og geðþekku stúlku, en svo er henni lýst af skáldkonunnar, nema síður sé FREE SEED CRAIN TESTS Frost will cause low germination in seed grain, particularly oats and barley. Arrange free germination tests through your Federal Agent. fíOtKAt Tjll mynd í engu spillst í höndum skáldkonunnar, nema síðar sé. En harmurinm á hér þó eigi lokaorðið, því að í síðasta þætti leikritsins, er gerist í drauma- heimi ódáinslanda, mætast þau Jóna og Tryggvi unnusti henn- ar á : :draumabæ” sínum, er risið hefir á rústum gamla bæjar- ins. Ástin hefir sigrað hel; eða eins og skáldkonan lætur post- ulann segja í niðurlagi leikrits- ins: “Mönnunum er ekki ætíð ljóst hvað er vaka og hvað er draum- ur. Trú ykkar, vonir ykkar og ást ykkar hafa byggt upp það, sem hrunið var til grunna. Kær- leikurinn sigrar allar þrautir. Hann er sá geislandi friðarbogi, sem tengir hið jarðræna og hið hugræna. Hann er brúin á milli hins sýnilega og hins ósýnilega heims. Hann er sú Bifröst, sem aldrei brotnar.” Víðar annarsstaðar í leiknum er vel og fallega að orði komist, t.d. í þessum ummælum Jóns bónda í Mjóadal í byrjun fyrsta þáttar: “Þokan er eins og harma döggin í mannlífinu. Jurtirriar endurnærast af þokuúðanum og mannshjartað þróast í harma- dögginni. Aldrei skín sólin skær ar en upp úr þokunni, og aldrei er mannshjartað sælla en þegar gjleðin þerrar harmadöggina.” Margt er ljóða í leikritinu, sem eigi eru að vísu tilþrifamik- il, en hlýog lipurt kveðin, og falla yfirleitt vel að efninu. Gott dæmi þeirra eru þessar léttstígu vísur: “Æskusóley angan dreifir yfir heiðamel. Ilmur berst um langar leiðir, iifir frostaél. Æskuvonir innst í hjarta orna hugarglóð. Kynda draumabálið bjarta, binda sorgaróð.” Þar sem þetta er frumsmíð höfundar í leikritagerð, sætir það eigi neinni furðu, þó finna megi einhverjar misfellur í byggingu leikritsins, en hug- þekkt er það, og margt vel um það, eins og þegar hefir verið gefið í skyn. Við lestur þess leik ur um mann f jallablær og angan þess kjarnmikla gróðrar, er þar sprettur úr mold, í ætt við rnannfólkið, sem þar háði sína hetjulegu baráttu við andvíg kjör, kynslóð eftir kynslóð. Sjálf hefir skáldkonan, eins og hún orðar það, nýlega farið 1 GILLETTS Tilbúningur Sápu Er Auðveldur Þarfnast aðeins 20 mínútna ótrúlega lágur kostnaður sparar mikla peninga árlega Að spara peninga tilheyrir góðri húsmóðir. Þessvegna er Gillett’s forskriftin fyrir sápu tilbúningi svo vinsæl á bændabýlum frá hafi til hafs. Með því að nota 4 pund af einhverri fitu og 10 oz. af Gillett’s Lye getið þér búið til 12 til 15 pund af ágætri sápu—sem kostar minna en eitt cent stykkið. Aðferðin er mjög auðveld og varir aðeins 20 mínútur. Þarf enga suðu. Áhöldin eru aðeins, tveggja potta kanna og fjögra potta ketill. FORSKRIFTIN ER ÞESSI Hellið 10 oz. af Gillett’s Lye í kerald með 2% mörkum af köldu vatni. Hrærið þar til lyið er uppleyst. Bræðið 4 pund af fitu, tólg eða svínafeiti og látið kólna, en ekki storkna. Næst skal hella með hægð uppleysta lyinu í fit- una (ekki fitunni í lyið) og hrærið þar til lyið og fitan samlaga sig. Þegar efna-samblöndunin er orðin lík hun- angi (eftir að hræra það í 1 til 5 mín- útur) skal hella því í ílát, viðarkassi dugar—fóðraður með lérefti svo sápan festist ekki við. Breiðið yfir þykkan dúk eða gólfteppi og látið standa i hlýjum stað einn eða tvo daga, hvolfið svo úr ílátinu og skerið í stykki eftir þörfum. Þeir mun lengur sem sápan er látin standa, því betri verður hún. TIL GÓÐS ÁRANGURS Fitan verður að vera hrein og sali- laus og má ekki vera heitari en 120 stig á F. þegar lyið er látið út í. Lyið verður að kólna niður í 80 st. F. Nema þessu sé fylgt getur sápán orðið rákótt útlits. Ef svo fer, þá myljið sápuna niður, látið svo í pott með þremur mörkum af vatni. Komið því í hæga suðu og hrærið vel og látið krauma þar til orðið er að þykni. Hellið svo ( ílát og látið standa 3 daga minst með sama útbúnaði og áður. GERIR UTANHÚSS SALERNI VEL- LYKTANDI, HREIN, ÓSÓTTNÆM Aðeins 10 mínútur vikulega þarf til þessa verks. Aðeins stráið í það hálfum bolla af Gillett’s Lye vikulega, sem kostar minna en 5c. Gillett’s eyðir þef og innihaldi. Einnig gott fyrir innan- húss salerni. Nemur burtu kám, hreins- ar innan úr vatnspípum. — Kaupið Gillett’s Lye næst þegar þér farið í búðina—margar dósir. \ »HÍ ASSURANCE C O M P A N Y Ný bók ÓKEYPIS ý (Aðeins á ensku) ■I Stærri og betri en áður. Skýrir fjölda 11 vegi sem Gillett’s Lye hjálpar við, til II flýtis og hreinlætis, í borgum og sveit- um. Sápugerð, fyrir minna en lc stykkið. Sendið eftir eintaki strax. I I Gerið svo vel að senda ókeypis I hvernig nota -má Gillett’s Lye. NAMF. ADDRESS Bæði venjuleg stærð . Mail ’Tv. I || og 5 pd. til | STANDARD BRANDS LIMITED, I . sparnaðai | 801 Dominion Sq. Bldg., Montreal I II GÆTIR ÞÚ B0RGAÐ Þennan Spítala Reikning I BLUE CR0SS GERÐI ÞAÐ I IIOSPITAL 31 dagur á $7.50 $232 50 Uppskurðarherbergi (2 sinnum) Umbúðir .. . 75.00 3.25 Penicillin .. .. 14.20 Rannsúknarstofa 22.00 X-Rays 58.50 Intrav. Feeding 3.00 ALLS $408.45 Þetta er reikningurinn sem sjúklingurinn borgaði 514.20 (fyrir Penicillin). Blue Cross borgaði $394.25. ÞÚ VEIST ALDREl HVENÆR ÞÚ ÞARFT AÐ FARA Á SJÚKRAHÚS Gamlar skýrslur sýna að einn af hverjum sjö manns í Manitoba þarf að fara á sjúkrahús þetta ár. Ef þú eða einhver úr þinni fjölskyldu er sá “eini,” verður þér ljóst að Sjúkrahúss reikningar eru hærri í dag vegna aukins kostnaðar sem spítalarnir verða nú að borga vegna aukinnar dýrtíðar. Ef þú hefur BLUE CR0SS Haltu H onum Ef þú ert ekki meðlimur þá fáðu allar upplpýsingar nú um planið sem borgar allan kostnaðinn. Símaðu 922 181 eða sendu þetta eyðublað strax. MANITOBA HOSPITAL SERVICE ASSOCIATION, 116 Edmonton Street, Winnipeg. Dept. 127 Please send full details of Blue Cross Plan: Name Address Please Print Plainly

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.