Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.05.1903, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.05.1903, Blaðsíða 3
XVII, 19. Þjóðviljinn. 75 í Þingeyjarsýslunum verða þeir Pétur Jbnsson á Gautlöndurn og Arni próf. Jónsson á Skútustöðum einu þingmanna- ef'nin, annar í syðri, en hinn i nyrðri sýslunni, og má um þá báða segja, að þeir heyra í raun og veru framsóknar- flokkinum til, hvað sem öllum fyrri flokkadeilnm líður. — I Norður-Múlasýslu eru nefnd 8 þing- mannaefni: Jón Jónsson, fyr á Sleðbrjót, sýsiumaður Jóhannes Jóhannesson og síra Einar Jónsson í Kirkjubæ. Sóst af því, að framsóknarmenn hafa þar að eins einn mann í kjöri (Jóh. sýslumann), sem stafar af því, að þeir telja hr. Jón Jónsson frá Sleðbrjót miklu skyldari sór, en vikversku apturhalds- „klíkunni“, að því er til poiiuskra skuð- ana keinur. Hr. Ól. Davíðsson á Vopnafirði (fýlgi- sveinn Lárusar „dánumanns“), einkar i- haldssamur maður i skoðunum, býðursig ukki fram aptur, sem betur fer. — í Suður-Múlasýslu bjóða sig fram báð- ir gömlu þingmennirnir, Guttorniur Vig- f'ússon og Ari á Heyklifi, en að öðru leyti eru fregnir óljósar um þingmennskufram- boð þar; nefndir eru: Jön Jónsson frá Múla, síra Magnús Jónsson í Vallanesi, og ef til vill fleiri. — I Skaptafellssýslunum bjóða sig fram gömlu þingmennirnir, Guðlaugur sýslu- maður Guðmundsson í vestri syslunni, en Þorgrímur læknir Þórðarson í hinni eystri. Hvort síra Jón Jónsson í Stafafelli býður sig fram í eystri sýslunni á ný, hefir enn ekki frétzt glögglega. I Rangárvallasýslu býður sig fram af hálfu apturhaldsliðsins síra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað, er með at- kvæðasmölun sinni fyrir landshöfðingjann hefir nú sýnt greinilega, hvar hann stend- ur í pólitíkinni, og ætti sú frammistaða hans ein að vera ærin til þess, að hann yrði sjálfur ekki ómakaður á þing. Hvort landshöfðingi M. Stephensen býður sig einnig fram, mun enn óvíst, þar sem ekki hefir heyrzt, að hann hafi enn svarað „áskoruninni makalausu", enda er sagt, að ýmsir, er léðu nöfn sín undir hana, séu nú þegar farnir að heltast úr lestinni, og er það varla furða. Enn fremur eru nefndir, sem þing- mannaefni í kjördæmi þessu: sýslumaður Magnús Torfason og Þórður hreppstjóri Guðmundsson í Hala, Tómas bóndi Sig- u/ dsson á Barkarstöðum og Einar i Ytri- hól, svo að ekki er að sjá, að hörgull verði á þingmannaefnum, þó að lands- höfðinginn iáti sér hitt nægja, að sinna stjórnarfulltrúastörfunum á þingi, sem einnig virðast þingmannsstöðunni ekki sem samrýmanlegust. I Árnessýslu verður heldur enginn hörgull á þingmannaefnum, þvi að þar eru þessir nefndir: Eggert bóndi Bene- dihtsson í Laugardælum, síra 01. Olafsson, sem nú er ritstjóri „Fjallkonunnar“, Hann- es ritstjóri Þorsteinsson, Pétur kennari á Eyrarbakka, og ef til vill cand. jur. Magniis Arnbjörnsson í Keykjavik. I Vestmannaeyjum býður Jón Magn- ússon landritari sig fram, en hitt enn ó- víst, hvort dr. Valtgr Guðmundsson leitar þar einnig kosningar. I G-ullbringu og Kjósarsýslu bjóða sig að sjálfsögðu fram: Björn Kristjánsson kaupmaður og héraðslæknir Þórður J. Thoroddsen, er verið hafa þingmenn kjör- dæmisins. Sumir fullyrða og. að Halldór Jónsson bankabókari muni einnig bjóða sig fram í kjördæminu, og þá að likindum einnig Jón Þórarinsson, skólastjóri í Flensborg, sem í fyrra. r i l l lil I I III ■ I I I • • i i |, ----o^^o- Efst og vestast á Síðu i Vestur-Skapta- fellssýslu eru tveir bæir afskekktir, með nokkru bili á milli, og heitir hvor- tveggja Skaptárdalur. Á annan bæinn fluttist á siðasta vori bóndi nokkur úr Mýrdal, Oddur Stigsson að nafni. Hann hafði eigi fólk með sér a.nnað en konu sína, en er hann var kominn að Skapt- árdal, bauðst hann til að taka dreng nokkurn, 10 ára gamlan, er alinn var upp á sveit, með 20 kr. meðlagi. Hrepps- nefndin tók boði þessu fegins hendi, því að áður höfðu verið borgaðar 50 kr. með drengnum. Um jólaföstukomu í vetur kom faðir drengsins að Skaptárdal og varð þess þá var, að æfi drengsins þar mundi ekki sem bezt. Reyndi hann því að koma honum annarstaðar fyrir, en tókst ekki. Oddviti hreppsnefndarinnar skaut því til sóknarprestsins, hvort staðurinn væri eigi ,,forsvaranlegur“, og kvað hann svo vera. Var nú eigi hirt um þetta frekara fyr en 28. marz, að sendimaður kom til sýslu- manns frá hreppstjóranum á Síðu og 80 Kona hans sagði þá, að ekki gæti komið til mála, að hann væri vakinn, en jeg sá hann þó snöggvast, og var hann að sjá fjarska veikur, og stundi, eins og hann tæki út miklar þjáningar. Frú Murdock rétti mér lykil að skáp, er stóð þar i herberginu, og tók eg þar nokkur verðbréf, og skrifaði svo fáein orð á miða, og bað hann að koma, jafn skjótt er heilsa hans leyfði“. „Og hann vaknaði alls eigi við komu yðar?“ :spurði jeg. „Nei, hann vaknaði alls eigi, enda þótt jeg, og frú Murdock, gerðum töluvert hark, er við opnuðum skúff- nna í skápnum, og lokuðum henni. En stunur hans höfðu ill álirif á mig; hann þjáðist auðsjáanlega mikið, og þótti mér þvi vænt um, er eg slapp út úr herberginu, því að slíkt hefir jafnan mikil ■ og óþægileg áhrif á mig“. „Hvaða maður er þessi Murdock?“ spurði jeg. „Hann hefir annast um Cressley Hall í mörg ár“, •svaraði Cressley. „Mér var vísað á hann af málfærslu- mönnum. Hann virðist vera mjög ötull maður, og vona eg þvi, að hann verði ekki lengi veikur, enda væri eg þá illa staddur“. Jeg svaraði engu, og litlu síðar skildum við Cress- ley. og fór jeg þá upp á herbergi mitt, til að taka sam- .an pjönkur minar, og fór svo með fyrstu járnbrautarlest t.il Lundúna Allt kvöldið, og morguninn eptir, átti jeg mjög annrikt. og gat þ vi ekki lagt. af stað frá •Lundúnum, fyr <en með járnbrautarlestinni, er fór klukkan 10 mínútur 77 Jarðeign hans lá nokkrar mílur þaðan, og þegar við skildum, mæltist hann mjög innilega til þess, að eg skryppi þangað til hans, er hann hefði komið sér nokk- urn veginn fyrir. Jeg lofaði að heimsækja hann, áður en eg færi til Lundúna. Það leið nú rúm vika, er eg aldrei sá Cressley, en þá kom hann einu sinni til mín fyrri part dags. „Nú, hvernig gengur?“ spurði jeg. „Ágætlega“, svaraði hann. Jeg hefi nokkrum sinnum verið i Cressley Hall, ásamt Murdock, umboðs- manni mínum, og þó að þar sé allt afar-niðurnítt, þá vona eg, að allt komist. þar bráðlega i lag. En nú er erindið, að spyrja yður, hvort þér getið ekki komið með mér til Cressley Hall, og dvalið þar hjá mér nokkra daga“. „Jeg ætlaði þangað með Murdock, en hann er allt í einu orðinn veikur, — mikið veikur, að eg hygg, og getur því ekki farið“, mælti Cressley enn fremur. „En jeg hefi þegar sagt svo fyrir. að gjöra skuli við nokkur herbergi, svo að þau séu brúkleg, og þó að ekki séu þau að líkindum mjög þægileg enn, væri mér þó mjög kært, að þér kæmuð með mér“. Það stóð nú svo óheppilega á, að jeg þurfti að tala við mann í Lundúnum sama kvöldið, um mjög áriðandi málefni, og gat ekki breytt því. Engu að síður hafði lýsingin á Cressley Hall æst svo forvitni mina. að mig langaði mjög að sjá slotið, og ásetti mér því að gjöra, livað eg gæti. til að taka boðinu. „Jeg vildi gjarna fjdgjast með yður í dag“, svaraði eg, „en það getur því miður ekki komið til neinna. mála,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.