Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1903, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1903, Blaðsíða 4
180 j?JOÐViri,!INN Þau lijóiiin eignuðust alls 9 börn, og dóu fimm þeirra í æsku, en þessi fjögur komust til fullorðins ára: 1, Jbn Jónsson (frá Ljótunnarstöðum), út- vegsbóndi og formaður í Bolungarvík í Isafjarðarsýslu. 2, Oísli Jonsson, húsmaður að Kolbeinsá í Hrútafirði, er tók við hafnsögunni til Borðeyrar, er faðir hans hætti henni. 3, Margrét Jbnsdbttir, gipt Gisla Jónssyid, trésmið á Isafirði. 4, Jbhanna GottfriMína, fyrri kona Lýðs söðlasmiðs Jónssonar á Jónsseli í HrútafirðL og er hún iátin fyrir nokkr- um árum,og lét eptir sig 6 ungbörná lífi. Jón sálugi Gíslason vsir góður smiður, bæði á tré og járn, og fékkst einnig tals- vert við bátasmíði. Fremur fátækur var hann, en bjargaðist þó jafnan með fjöl- skyldu sina, án annara hjálpar, þótt bú hans væri fremur lítið, enda reri hann og opt á Sauðanesi, eða i Búðavogum, er fiskur gekk i Hrútafjörð, og þótti laginn og heppinn formaður, og hafði auk þess nokkurn stuðning af smiðum sinum. 1 mörg ár var Jón sálugi hafnsögu- maður, og lánaðist sá starfi prýðis vel, enda var hann gagnkunnugur öllum skerjum og boðum í Húnaflóa, og var því íenginn til leiðsögu og aðstoðar, er danska herskipið mældi upp flóann. — Um 15—20 ár fór hann og með fjárflutn- ingaskipum til Englands eða Frakkiands, og aldrei bar það við, að skip færi á grunn á Húnaflóa, eða á innsiglingu til Borðeyrar, er Jón visaði leiðina, sem þó er ærið vandfarin. Arið 1899 missti Jón sálugi konu sína, og sjálfur var hann blindur 5 siðustu ár æfinnar. — Haustið 1902 fluttist hann til Isafjarðarkaupstaðar, til Margrétar, dóttur sinnar, og var á vegum hennar, og Jóns sonar síns, unz hann andaðist. Hann var að mörgu leyti nytsemdar- og merkis-maður, og var hann jarðsung- inn að Eyrarkirkju á Isafirði 6. nóv. sið- astl. — — 21. okt. síðastl. andaðist að Stað í Súgandafirði bóndinn Eiríkur Egilsson, um fimmtugt. Hann var kvæntur Gfuð- finnu Daníelsdóttur, er lifir hann, ásamt 5 börnum þeirra hjóna; en sjötta bamið höfðu þau misst. — Eirikur sálugi, er lengi hafði búið að Stað í Súgandafirði, var mesti atorkumaður, myndarbóndi, stilltur og ráðsettur, og er sveitungum hans, og öðrum, er hann þekktu, mikil eptirsjá að honum. — Hann dó úr afleið- ingum af gömlu kviðsliti. — 14. s. m. andaðist að Látmm í Vatns- fjarðarsveit í ísafjarðarsýslu húsmaðurinn Ouðmundur Asgeirsson, rúmlega fimmtug- ur. Hann var sonur Ásgeirs sáluga í Heydal, og lætur eptir sig ekkju, Mar- gréti Bárðardóttur að nafni, og eru 7 böm þeirra á lífi. — Guðm. sálugi bjó nokkur ár í Onundarfirði, en síðan mörg ár að Keldu í Vatnsfjarðarsveit, og bjarg- aðist furðanlega með sína miklu fjöl- skyldu. — Banamein hans var lífhimnu- bólga. — 9. okt. andaðist að Uppsölum i ísa- fjarðarsýslu stúlkan Jbnína Ouðmundsdbtt- ir, Jónssonar, fyrrum bónda á Uppsöium, 57 ára að aldri. — Hún var alsystir hús- frú Þuríðar, konu Ólaís hreppstjóra Jens- sonar i Meiri-Hattardal, og Kristínar. konu Kögnvalds bónda Guðmundssonar á Upp- sölum. — Jónina sáluga dvaldi á Uppsöl- um allan sinn aldur, nema einn vetrar- tima, er hún var til lækninga i Kaup- mannahöfn, og stundaði hún föður sinn í elli hans, með mestu alúð. Hún var ógipt, og átti eigi börn. -— I siðastl. októbermánuði andaðist enn fremur í Furufirði á Hornströndum kon- an Ingibjörg Gídeonsdbttir, systir bræðranna Eiriks á Oddsflöt og Fertrams á Kesi i Grunnavíkurhreppi. — Dóttir Ingibjarg- ar sál. og Kristjáns Eldjárnssonar á Sút- arabúðum er yfirsetukonan Kristjana Kristjánsdbttir, gipt Guðbjarti bónda Pót- urssyni í Furufirði, uppeldissyni • sira Einars sáluga Vernharðssonar. — Bessastöðum 12. nóv. 1903. Tíðarí'ar. Siðan um fyrri helgi hafa gengið útsunnan rosar, og öðra hvoru afskaplegar rign- ingar, en snjóað til fjallanna, og siðustu dagana jeljagangar i hyggð, eða helJirigning. •f 6. nóv. andaðist á Liandakotsspitalanum í Reykjavik cand. jur. Jón Þorkelsson, 32 ára að aldri, fæddur 13. maí. 1871. — Hann var sonur síra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum (f 24 úní 1902) og konu hans Sigríðar Þorkelsdóttur, sem enn er á lífi. Jón sálugi tók stúdentspróf í Reykjavík 1893, og lögíræðispróf við Kaupmannahafnarháskóla 1899, en stundaði síðan málfærslumannsstörf í Reykjavík, og gegndi sýslumanns og bæjarfó- getaembættinu í ísafjarðarsýslu og kaupstað 3—4 mánuði sumarið 1901, í fjarveru H. Rafstein’s. 9. okt. síðastl. kvæntist hann ungfrú Elísa- bet Steffensen, og var eptir það að eins fáa daga á fótum, áður en hann kenndi meinsemdar þeirr- ar (botnlangabólgu), er leiddi hann til bana. Práfall Jóns sáluga Þorkelssonar er því mjög sorglegt, eigi að eins fyrir hina ungu ekkju hans, og aðra, er honum stóðu næstir, heldur og fyrir aðra, þar sem hann var hinn mann- vænlegasti maður, og líklegur til frama. Strandferðaskipið „Vesta“, skipstjóri (lodt- fredsen, kom til Reykjavíkur 6. þ. m., og hafði tafizt við það, að fara á ýmsa staði, er eigi stóðu á áætlun skipsins, var t. d. 2 daga á Stykkishólmi, til þess að taka þar um 600 tn. af keti o. fl. — Með „Vestu“ var fjöldi farþegja, þar á meðal liich. Riis, kaupmaður á Borðeyri, á leið til útlanda; ennfremur Valdimar kaup- maður Ottesen, Jón Jónsson (frájÖkrumJ Chr. Zimsen verzlunarmaður o. fl. Ritstjóri blaðs þessa kom einnig með skipi þessu, frá ísafirði. Strandbáturinn „Hólar“ kom til Reykjavikur 3. þ. m., austan og sunnan um;s land, og um 400 farþegar. _ Mjólknrskdlinn, sem verið hefir á Hvann- eýri, er haldinn i Reykjavík í vetur, síðan brun- inn varð á Hvanneyri. „Kong Inge“, skip jThorefélagsins, kom til Reykjavíkur frá útlöndum 25ýokt. — Með því skipi kom bankastjóri Tr. Ownnarsson, cand. med. Þorv. Pálsson o. fl. — Skipið fór síðan til Vestfjarða og Breiðaflóa. Leikfðlag Reykjayíkur hóf leiki jsfna 1. þ- m., og lék þá „Hermannagletturnar“,; eptir G- Hostrup, og „Apann“ "eptir J.~L. Heiberq. _Af þvi aðjleikfélagið nýtur nú nokkru meirl opinbers styrks, en að undanförnu, þá hetir þvi tekizt, að ná i beztu leikarakraptana,, sem til eru í Reykjavík, þar sem bæði frú Stefanía, Jém sagnfræðingur, o. fl,, taka nú þátt i leíkunum í vetur. XVII, 45. f 1S. okt síðastl. andaðist að tiesthúsum á Alptanesi Bjarni Steingrímsson, fyrrum ' bóndi á Hvaleyri, og síðan iá fG-esthúsumkominn ’á sjötugsaldur. — Hann- var kvænturí'S«<?n(K Jóns- dóttur, Iiristjánssonar í Skógarkoti, systur þeirra Kristjáns bónda Jónssoniir i' HliðsnesiVjog Péturs blikksmiðs Jónssonar i Reykjavík, og er íhfm dáin fyrir nokkrum árum. Meðal barna þeirra hjóna er Oliifur bóndi Bjarnason á Gesthúsum, og Ingibjörg, ekltja Magnúsar sáluga Magnússonar á Bjarnastöðum. 4. nóv. kom gufuskip frá útlöndum, fermt kolum og olíu, til verzlunarinnar „Edinborg" í Reykja- vík. „Isafoldin“, gufuskip Bryde’s, kom 30. f. m., fermt salti, til verzlana Bryde’s í Reykjavík og í Hafnarfirði. Gufuskipið „Hertha“, leiguskip P. J. Thor- steinsson & Go, kom 4. þ. m. frá Patreksfirði til Hafnarfjarðar. — Með skipinu voru: ungfrú Katrin Gunnlaugsdóttir frá Bíldudal, verzlunar- maður Jón Sigurðsson o„ fl. — Skipið lagði aptur af stað til Bildudals 10. þ. m., með ofannefnda farþegja o. fl, og ætlar P. J. Thorsteinsson ka.up- maður að taka sér far með því þaðan til útlanda. Verzlunin „Edinborg“ i Reykavík kvað nú hafa áformað að selja þilskipastól þann („spönsku skipin“), er hún hefir haft á fiskiveiðum að undanförnu. Kuupiuaður Geir Zo'éga í Reykjavík fékk 1. þ. m. kútter frá Englandi, er hann kvað bafa keypt fyrir 12 þús. króna, og er sagt gott skip, 85 tons að stærð, og nefnist „Fríða“. niiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniuiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiinniiiiiiiiiimiiiniiiiniHiiiiiniiiiiiiiii Árum saman hefi eg þjáðst af tauya- veiklun, svefnleysi og lystarleysi, og hefi þvi í seinni tíð leitað ýmsra lækna, og að engu liði orðið. Jeg fór þá að reyna Ohina-lifs-elexír Valdemans Petersens, og er eg hafði eytt úr 2 flöskum, varð eg þegar vör við all-mikinn bata, og geri mér von um, að verða fyllilega heil heilsu, ef eg held áfram að brúka hann. Keykjavik, Smiðjustíg 7. 9. júni 1903 Guðný Aradbttir. Jeg, sem þekki kvennmann þennan persónulega, get vottað, að ummœli henn- ar eru sannleikur. Hún er nú á góðum batavegi, þegar litið er á heilbrigðisástand hennar,^ áður en hún byrjaði að brúka elexirinn. Reykjavík 15. júní 1903. L. Pálsson, hom. læknir. * * * KAna-lífs-elexirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sem fyr, að einsj 1 j kr. 50. aur. fyrir flöskuna. — Til þess að vera vissir um,aðfáhinn ekta^Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir því, að LL. standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas i hendi, ogfirma nafnið Yaldimar Petersen, Frederikshavn Kontor & Lager Nyvej 16. Kjöbenhavn. FÁLKA NEFTÖBAKIÐ ER kzta neftóMifl. NTSMIÐJA ÞJÓÐV1LJAN8.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.